Morgunblaðið - 18.07.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989
19
Danskur eðlisfræðingur að
nafni Poul la Cour gerði merkileg-
ar tilraunir með vindaflstöðvar um
1890 og lauk við að setja hina
fyrstu upp 1891, en notaði raf-
strauminn sem rafallinn framleiddi
til þess að kljúfa vatn í vetni og
súrefni. Safnaði hann þessum ga-
stegundum í gashylki og leiddi
eftir blýrörum inn í lýðháskólann
í Askov, sem var lýstur upp með
slíkri gaslýsingu frá 1895 til 1902.
Þessi fyrsti vindknúni rafall mót-
aði framhaldið í smíði vinddrifinna
rafala.
Danir eru nú feti framar en
aðrar þjóðir í smíði vindknúinna
rafstöðva og þeir hafa sett sér að
halda ötullega áfram við þróun
þessara tækja.
Jafnframt því að bæta smíði
rafstöðvanna vex þekking þeirra
á vindstyrk við jörðu eftir misjöfn-
um aðstæðum, svo sem um það
hvar best er að koma vindmyllun-
um fyrir. Eins og ég nefndi hér
að framan hafa þeir kosið að
byggja þessa rafstöðvaturna í röð-
um eða í hvirfingum. Þeir hafa
aflað sér allmikillar þekkingar á
hve þétt myllurnar mega standa,
hvernig hagkvæmast er að afstaða
á milli þeirra sé o.s.frv. Kunnugt
er t.d. að ef þær standa of þétt
verður straumurinn ójafn. Svæðin
sem þeir byggja turnana á nefna
þeir garða.
Hópur áhugamanna
Það var ekki stóriðjudraumur
né fjárframlög til framkvæmda
sem velti þessari þróun af stað. Á
árunum 1975 til 1979 unnu nokkr-
ir sjálfmenntaðir áhugamenn við
að byggja vindrafstöðvar og leysa
margvísleg tæknileg atriði sem
leysa þurfti. Það var ekki fyrr en
eftirá að peningar voi-u lagðir fram
til að hefja framleiðslu á þeim í
stórum stíl.
Síðar þegar orkúmálaráðuney-
tið tók við málinu, var stofnað
„Folkecenter" til að annast til-
raunir og tæknilega vinnu ásamt
teikni- og hönnunarvinnu. Einkum
var stefnt að því að beisla vind-
orku, sólarorku og lífefnalega
orku. Þessi alþýðumiðstöð var
byggð á Sjálandi.
Alþýðumiðstöðin vinnur fyrir
opnum tjöldum í þeim skilningi að
þar er miðlað til annarra þekkingu
og reynslu sem fæst við hönnun,
tilraunir og útreikninga.
Gengið er út frá því sem stað-
reynd að með því að gefa öðrum
hlutdeild í vitneskjunni, muni
framför fást fyrr. Menn sem taki
heim með sér teikningar og aðra
þekkingu um orkugjafana og
beislun þeirra muni halda starfinu
áfram á sínum starfsvettvangi.
Þannig verði framför örari.
Höfundur er smíðakennari.
Argentína:
Eftiahags-
málaráðherr-
ann látinn
Buenos Aires. Reuter.
MIGUEL Roig, efnahagsmálaráð-
herra Argentínu, lést á föstudag,
aðeins sex dögum eftir að hafa tek-
ið að sér að leysa mesta efnahags-
vanda í sögu landsins. Carlos Men-
em, forsætisráðherra Argentínu,
skipaði annan fjármálamann, Ne-
stor Rapanelli, í embætti efnahags-
málaráðherra í stað Roigs. Hann á
það erfiða verkefni fyrir höndum
að kljást við 200 prósenta verðbólgu
á mánuði. Roig var 68 ára gamall
og lést af hjartaáfalli. Hann var
stórreykingamaður og andaðist í
bifreið á leiðinni úr veislu í franska
sendiráðinu í Buenos Aires í tilefni
af 200 ára afmæli frönsku bylting-
arinnar.
Ti OLi
HVERAGERÐI
OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT.
ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19
ALLAR HELGAR OG
FRÍDAGA KL. 12-20
waammm