Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 Skólar landsins verði vaxtar- * broddar skógræktar á Islandi eftir Steinþór Þráinsson Sigfús Jónsson bóndi og hug- sjónamaður á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu hefur um langt árabil verið talsmað- ur skógræktar á íslandi. í þessu stutta viðtali segir hann frá þeirri hugmynd sinni að gera skólasetur landsins að miðstöðvum skógrækt- ar okkar gróðursnauða lands. Hvenær varð þessi hugmynd þín til Sigfus? Vorið 1983 boðuðu 50 ára Lauganemar til samkomu á Hótel Sögu í Reykjavík til að minnast gömlu góðu daganna er við áttum á Laugum veturinn 1932—1933, fyrir réttri hálfri öld. Samkoman skyldi haldin síðasta sunnudag í maí. En þar sem vorið var kalt og erfitt bændum sá ég mér ekki fært að yfirgefa bú mitt og storma til Reykjavíkur þótt vissulega væri löngun mín mikil til endurfunda við gamla skólafélaga, en suma þeirra hafði ég ekki séð frá því er við kvöddumst á Laugum vorið 1933. Löngunin hefúr ekki orðið skyldurækni bóndans yfirsterk- ari? Nei, vorverk bóndans hefta ferðafrelsi hans þótt löngunin sé sterk eins og þarna var. En hugur minn var nú gagntekinn endur- minningum um veru okkar á Laug- um, Og mér fannst ég ekki geta látið mitt framlag til minningar- fagnaðarins eftir liggja þótt sjálfur gæti ég ekki samglaðst með skóla- systkinum mínum suður í Reykjavík þennan vordag. Þá flaug mér i hug hvort ekki væri mögulegt að koma á nemendamóti okkar 50 ára Lauganema síðar um vorið á Laug- um þar sem við gætum fært skólan- um gjöf í þakkar- og minningar- skyni. Voru einhverjar líkur á því að slíkt tækist? Það tókst þótt við værum komin í „öldungadeildina" eins og ég kalla það. Ég hafði samband við séra Hauk Agústsson sem þá var skóla- stjóri á Laugum og spurði hann hvort við mættum heimsækja skólann okkar með nokkrar tijáp- löntur í farteskinu sem lítinn virð- ingar- og þakklætisvott til Lauga- skóla. Haukur bauð okkur hjartan- úega velkomin — „ekki síst vegna gjafarinnar“ — eins og hann komst að orði. í framhaldi af þessu talaði ég við Finnlaug Snorrason skólabróður minn og bað hann að boða þetta á nemendamótinu á Sögu hvað hann og gerði. Og það var eins og við manninn mælt, að hugmyndinni að mótinu á Laugum var fagnað og ekki síður þeirri hugmynd minni að gefa Laugaskóla 100 tijáplöntur sem upphaf að veglegri skógrækt á staðnum. Og þarna á Sögu safn- aðist dágóð upphæð til kaupa á plöntunum. Þið hafið svo hist á Laugum í júní þetta ár? Já, þann 12. júní komum við saman á Laugum og áttum þar góða stund. En ekki varð af gróður- setningu vegna slæms veðurs þenn- an dag. En þarna fann ég þann brennandi áhuga fólksins fyrir þess- ari hugmynd að gera skólasetur landsins að gróðurvinjum islenskrar náttúru. Hvenær komust þá plönturnar í jörðu? Þann 16. júní hringdi ísleifur á Vöglum til mín og tilkynnti mér að tímabært væri að sækja jurtimar og koma þeim í mold, þær mættu vart bíða lengur. Ég bað hann að eftir eftir Sigurð Haraldsson Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla íslands minnir mig á söguna þegar verkfræðingurinn fór upp í sveit til að kanna vegar- stæði. Hann þurfti að kasta vatni og þótti tilvalið að leysa málið þar sem hann stóð, og horfði hugfang- in í hugarfóstur sitt í óspjallaðri náttúrunni. En vindáttin var verkfræðingn- um óhagstæð og örlítið piss fruss- aðist á skóna. Sagan segir að bóndinn sem var fylgdarmaður verkfræðingsins hafi hlegið í hljóði vegna glímu verkfræðingsins við móður nátt- úru. Það fylgir ekki sögunni hvort verkfræðingurinn hafi eftirleiðis beint bununni undan vindinum, en við skulum vona að hann hafi lært af reynslunni. Nú segir 1. gr. I kafla lajga um Háskóla íslands „Háskóli Islands skal vera vísindaleg rannsóknar- stofnun og vísindaleg fræðslu- stofnun, er veiti nemendum sínum menntun til að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu.“ senda mér þær og mann með sem verið gæti verkstjóri við gróðursetn- inguna. Aðstoðarfólk skyldi ég út- vega hér heima. Þótt fátt yrði um aðstoðarmenn gekk mjög vel að koma plöntunum fyrir, en Haukur skóiastjóri valdi reitinn. Hefur þú komið þessari hug- mynd þinni á framfæri víðar? Já, og er enn að. í vor á Bænda- skólinn á Hvanneyri merkisafmæli. Þá var þess farið á leit við gamla nemendur skólans að þeir gæfu nokkra peningaupphæð til bygging- ar sundlaugar við skólann. Auðvitað var slíkt sjálfsagt, en þá datt mér einnig í hug að nefna „skólaskóg- ræktarhugmynd" mína við fram- ámenn skólans. Með aðstoð Hauks Jörundssonar komst hugmyndin til skólayfirvalda á Hvanneyri. Einnig skrifaði ég Magnúsi skólastjóra nokkrar línur um þetta áhugamál mitt 1984. Þeir hafa nú ráðið landslagsarki- tekt, Auði Sveinsdóttur, til að 1 III kafla 10. gr. 2 mgr. þess- ara laga segir um prófessora: • „Prófessorar, dósentar og lektorar skulu vera þeir sem hafa kennslu og rannsóknir við háskólann að aðalstarfi.“ Það er ekki oft sem prófessorar úttala sig um í hveiju rannsóknarverkefni þeirra eru fólgin. Margir hafa legið þeim á hálsi að rannsóknarverkefni þeirra séu ekki mjög merkileg og benda á að þeir þurfi ekki að sýna nein- ar skýrslur varðandi rannsóknar- verkefni sín. Grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors í Morgunblaðinu 25. maí sl. þar sem hann er að árétta skoðanir sínar um fijálsan inn- flutning á landbúnaðarafurðum, sýnir að Þorvaldur er óhræddur að opinbera rannsóknir sínar á viðskiptamálum þjóðarinnar. Þó saknaði ég að fá ekki að vita hvað 2.100 milljónir í þúsund- köllum væru margir kílómetrar, eða hvað væri hægt að teppa- leggja margar íbúðir vísitölufjöl- skyldu út í horn með þessum sömu þúsundköllum. Auðvitað er maður- inn ekki hættur rannsóknum þannig að þessi vitneskja getur komið seinna. Auðvitað étum við ekki þessar Steinþór Þráinsson skipuleggja umhverfi skólans m.a. með tilliti til slíkrar skógræktar. Er það ekki tilfellið að allt of víða sjáist misfagrir „skógar- lundir" á íslandi sem líða fyrir skipulagsleysi? Jú, ég vil leggja áherslu á það „Þó saknaði ég að fá ekki að vita hvað 2.100 milljónir í þúsundköll- um væru margir kíló- metrar, eða hvað væri hægt að teppaleggja margar íbúðir vísitölu- flölskyldu út í horn með þessum sömu þúsund- köllum.“ stórmerkilegu rannsóknir og ekki er nokkur von til að þær hafi nokk- ur áhrif á þjóðarhag, en við vitum þó hvað prófessorinn hefst að upp í Háskóla þegar hann er ekki að sinna stjómarstörfum í Kaupþingi hf. og öðrum fyrirtækjum. Hins vegar væri fróðlegt að ein- hver annar prófessor við Háskól- ann rannsakaði þetta innflutnings- mál frá öðrum hliðum. Spurningar sem ég hef velt fyrir mér og held að menntaðir vísindamenn þyrftu ekki að skammast sín vegna eru t.d.: 1. Hvað myndi innflutningur á landbúnaðarafurðum kosta í er- lendum gjaldeyri? 2. Væri þessi gjaldeyrir til í sem þessir ágætu menn á Hvann- eyri bentu mér á, að fyrsta skref til úrbóta í umhverfismálum sem þessum á að vera heildarskipulag skógræktarsvæðanna, í þessu til- felli skólalóðanna og þess lands sem skólunum tilheyrir. Verður draumur þinn að veru- leika Sigfus? Það vona ég svo sannarlega. Ella væri mér það ekki svo mikið kapps- mál sem raun ber vitni að koma honum á framfæri. Ég skora á alla forráðamenn skóla að gera skóg- rækt að föstum lið í skólastarfi íslenskra ungmenna. Skógrækt ríkisins, skólarnir og héraðsskóg- ræktarfélög leggi til plöntur. Þá ættu þeir að hvetja alla eldri nem- endur skóla sinna sem sýna vilja gamla skólanum sínum þakklætis- vott að gefa tijáplöntur og gróður- setja þær á nemendamótum. Engin leið er fljótvirkari og heppilegri til að græða ísland skógi frá fjöru til fjalls en einmitt þessi. Vilji er allt sem þarf. Þakka þér fyrir heimsóknina í gamla skólann þinn Sigfús og megi draumur þinn rætast. Höíundur er skólameistari að Laugum. þjóðarbúinu, eða þyrfti að slá er- lend og innlend lán til að afla hans? 3. Er mun ódýrara að dreifa erlendri vöru en íslenskri eins og Jón Ásbergsson í Hagkaupum heldur fram í útreikningum sínum á verði innfluttra kartaflna? 4. Er hægt að leggja mat á hvaða áhrif það hefði á sjálfstæði íslensku þjóðarinnar ef landbúnað- ur legðist niður og síðan kæmi sú óáran í heiminum að þessar afurð- ir væru illfáanlegar, eins og gerð- ist t.d. 1939-1950? 5. Hvaða áhrif hefði á sam- keppnisstöðu íslensks landbúnaðar ef gengi væri skráð þannig að fyrirtæki í sjávarútvegi skiluðu sama hagnaði og bankar og lána- stofnanir hafa skilað frá upphafi fastgengisstefnu? Svör við þessum spurningum og mörgum fleiri sem tengjast þessu máli væri gaman að fá hjá þeim prófessorum við Háskóla Is- lands, sem hafa meiri áhuga á að rannsaka áhrif stjórnvaldsaðgerða á hag þjóðarinnar en hvað svo og svo margir þúsundkallar kalla á mikið geymslurými. Höfundur er framkvæmdastjóri Skuldarhf. Að spræna upp í vindinn Vélagslíf [Ölj Útivist Miðvikudagur 19. júli kl. 20 Nátthagavatn - Selvatn. Létt kvöldganga milli fallegra vatna á Miðdalsheiði. Verð 600 kr. Ferð í Strompahella er frestað til mið- vikudagskvölds 2. ágúst. Brott- för frá BSÍ, bensínsölu. Munið miðvikudagsferðirnar í Þórsmörk. Brottför kl. 8.00 að morgni. Tilboðsverð á sumar- dvöl. Dvalartími að eigin vali. Uppl. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533 Helgarferðir Ferðafélags- ins 21.-23. júlí Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gist i Skagfjörösskála/Langadal. Gangan yfir Fimmvörðuháls tek- ur um 8 klst. Gönguferöir um mörkina. Landmannalaugar - Gist í sælu- húsi Ferðafélagsins í Laugum. Gönguferðir um nágrenni Lauga. Hveravellir - Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. Gönguferðir um nágrennið m.a. i Þjófadali. Brottför i ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 0919533. Ferðir FÍ miðvikudaginn 19. júií: Kl. 08.00. Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2000,- Þórsmörk skartar sínu fegursta nú. Kynniö ykkur tilboðsverð Ferðafélagsins fyrir sumarleyfis- gesti. Kl. 20.00. Búrfellsgjá - Kaldársel. Ekið að Hjöllum, gengið um Búr- fellsgjá og áfram að Kaldárseli. Brottför frá Umferðamiðstöð- inni, austanmegin. Farmiöar við bíl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorð- inna. Ferðafélag íslands. [yjj útivist Ferðist innanlands með Útivist í sumar: Fjölbreyttar sumarleyfisferðir 1. 20.-25. júli. Hornstrandir V: Aðalvfk. Brottför frá ísafirði kl. 14 föstu- dag 21/7. Dvaliö í tjöldum á Sæbóli. Gönguferðir. 2. 22.-29. júli. Nýr hálendis- hringur. Einstök ferð. Ekið með suður- ströndinni austur i Lón og um Austfirðina á Hallormsstað. Dvalið tvær nætur við Snæfell og tvær i Kverkfjöllum, en síðan haldið um Herðubreiðarlindir til Mývatns. Heim suður Sprengi- sand. Fá sæti laus. Gist í svefn- pokaplássi. 3. 28. júlf - 2. ágúst. Eldgjá - Þórsmörk. Gengiö um Álftavatnakrók og Strútslaug i Hvanngil og þaðan um Emstrur til Þórsmerkur. Skemmtileg gönguleið. Göngu- tjöld. 4. 3.-8. ágúst. Hornstrandir VI: Hornvík. Brottför frá ísafirði föstud. 4. ágúst kl. 14. Tjaldbaekistöð við Höfn i Hornvík. Gönguferðir. 5. 3.-11. ágúst. Hornstrandir VII: Hornvik - Lónafjörður Grunnavík. Brottför frá Isafirði á föstud. 4. ágúst kl. 14. Gengið á Hornbjarg en síðan er fjögurra daga bak- pokaferð um Jökulfirðina. 6. 3.-8. ágúst. Laugar-Þórsmörk. Gist í húsum. Fá sæti laus. 7. 18.-27. ágúst. Noregsferð. Framlengið sumarið með frá- bærri gönguferð um þekktasta fjallasvæði Noregs, Jötunheima. Ferð við allra hæfi. Upplýsinga- blað á skrifst. Hægt að fram- lengja dvölina. Vinsamlegast staðfestið fyrir mánaðamót. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1, simar 14606 og 23732. Sjáumstl. Útivist, feröafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 19. -23. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Gengið milli sæluhúss F.i. á leið- inni frá Landmannalaugum til Þórsmerkur þ.e. í Hrafntinnu- skeri, við Álftavatn og á Emstrum. 20. -25. júlí: Landmannalaugar - Þórsmörk: UPPSELT. 21. -30. júlí (10 dagar): Nýidalur - Vonarskarð - Hamarinn - Jökulheimar - Veiðivötn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Nokkur sæti laus. 21.-26. júli (6 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. 26.-30. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar - Álftavatn. Gist eina nótt í Laugum. Gengið á tveimur dögum að Álftavatni og gist þar i tvær nætur. 26.-30. júli (5 dagar): Þórsmörk - Álftavatn. Gist eina nótt i Þórsmörk. Geng- ið á tveimur dögum að Álfta- vatni og gist þar í tvær nætur. 26. -30. júlí (5 dagar): Land- mannalaugar - Þórsmörk. Nokkur sæti laus. 27. júlí - 1. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar - Þórsmörk. UPPSELT. 9.-13. ágúst (5 dagar): Eldgjá - Strútslaug - Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnaö. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. Afmælisferð í Þórsmörk 22.-23. júlí. Farfuglar fagna 50 ára afmæli félagsins með afmælisferð í Þórsmörk helgina 22.-23. júlí nk. Dagsferð og helgarferð i boði. Brottför kl. 9.00 frá Sunþlauga- vegi 34 (nýja Farfuglaheimilið). Nánari upplýsingar og þátttöku- tilkynningar á skrifstofu félags- ins, Laufásvegi 41, í simum 24950 og 10490. FaTÍ'uglar. > i! siif >if itiiiitiitiiMiimiititiiHKiiiiiml
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.