Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 18.07.1989, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson 9. hús í dag er það umfjöllun um 9. hús í yfirliti um helstu þætti stjörnuspekinnar, áður en þessum þáttum lýkur. Lykilorð 9. hússins eru æðri menntun, trúarbrögð, iög, heimspeki, lífstilgangur, ferðalög og erlend lönd. Það er skylt Bogmanni og Júpit- er. Til hvers lifi ég? I 9. húsi tökum við að beina sjónum út á við, í átt til þjóð- félagsins. Spurningar eins og þessar vakna: Hver er ég? Til hvers lifi ég? Hvað vil ég gera af mér? Vitund okkar vikkar og við tökum að horfa út á við í átt til heimsins. Við uppgötvum að heimurinn er stærri en okkur hafði órað fyrir og við fyllumst forvitni. Hvaða heimur er þetta og hvert er hlutverk okkar í þessum heimi, í stærra sam- hengi hlutanna? Æðri menntun Háskólar og æðri mennta- stofnanir falla undir níunda hús. Þar lærum við og víkkum um leið sjóndeildar- hring okkar. Nám færir okk- ur út fyrir þröngan heim sjálfsins og kynnir okkur margbreytileika heimsins. Menntun í víðum skilningi heyrir einnig undir 9. hús og þegar talað er um heimspeki er bæði átt við hana sem skólanám, sem kynnir hug- myndasögu mannsins, en einnig það að velta fyrir sér tiigangi lífsins og tilverunn- ar, persónulega og útaf fyrir sig. LÖg Hjá einstaklingnum er 9. húsið táknrænt fyrir það stig þegar hann fer að horfa á heiminn og tekur að búa til lög og reglur. í sjöunda og áttunda húsi tekur hann að 1 rugla reytum sínum saman við annarra, með tilheyrandi brauki og bramli. Hann sér því að setja þarf lög. Sam- skipti þrífast ekki án laga og reglna. 9. húsið sýnir því hver lög okkar eru, t.d. það hvort við erum ftjálslynd eða stíf. Satúmus í 9. húsi á til, að vera kenningafastur. Júpíter er aftur á móti frjáls- lyndur, og Fiskur eða Nept- únus vísar til takmarkaleysis og umburðalyndis á háu stigi, eða jafnvel til þess viðhorfs að allt sé leyfilegt. Trúarbrögð Margir sem taka að leita að tilgangi lífsins ganga á vit trúarbragða, enda er í trúnni fólgin tilraun til að skilgreina lífíð og tilveruna. Ríkur þátt- ur allra trúarbragða er síðan siðfræði sem aftur er ná- tengd lögum og lögfræði. Enda er í grunni laganna, bæði laga þjóðfélagsins og Iaga einstaklingsins, fólgið siðferðislegt mat og siðferð- isleg þörf. Ferðalög og erlend lönd Einn liður í því að mennta sig og víkka sjóndeildar- hringinn eru ferðaiög. Við öflum okkur þekkingar með því að ferðast til annarra landa. Samanburður við önn- ur lönd og annan hugsana- hátt færir okkur heim sann- inn um það hver við erum. Þeir sem hafa áhuga á því að víkka sjóndeildarhringinn og eru forvítnir hvað varðar stöðu sina í lífinu og ferðast því mikið. Það er einnig hægt að ferðast í heimi hugans, sbr. það að bóknám víkkar sjóndeildarhringinn. 9. hús hefur því með öll hugvíkk- andi ferðalög er að gera, hvort sem um það er að ræða að dveja i ókunnu landi, að Iesa bækur eða fljúga í and- anum. GARPUR GRETTIR pAP ER I HONU4A' NAUTAK3ÖT, L.IFUR. ^ X3ÓKL1N6AR..!/ REVNPU pENNAN NVJA KATTAMAT ____ ___ PU ððy/NPK? BKK.I SPAU&A MEÐ þAP ERpAV? H EF- A CKKI ’A HU&A JfM pnvre BRENDA STARR &AStL,KO(y>DUOG t HO&.FÐU A ÞettA' hve/z ee Þess' sKOSSA /HED /WKHA/l 7 -" T ám LJÓSKA SMÁFÓLK HERE 5 THE FIERCE POLAR gEAR 5TALKIN6 HI5 VICTIM ACR055THE 5N0U)V PLAlM.. Hér er grimmi ísbjörninn að elta fórnardýr sitt yfir snjóbreiðuna. /tOUCH MV NEU) B00T5, VOU 5TUPIP BEA6LE, ANP VOU’LL REGRET IT THE V RE5T OF YOURLIFEÍ 8 Ef þú snertir nýju stígvélin mín, heimski hundur, muntu sjá eftir því alla ævi. Hér er enginn nema við mörgæs- imar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það getur margt skrýtið gerst í brids. Eða hver hefði trúað því fyrirfram að vestur fengi slag á tromp á kröftum! Vestur ♦ 42 ♦ D2 ♦ Á1072 ♦ 108752 Norður ♦ 1096 ♦ 5 ♦ K853 ♦ ÁDG93 Austur IIHI1 ^ D85 || T KG10876 ♦ G6 + K4 Suður ♦ ÁKG73 ♦ Á943 ♦ D94 ♦ 6 Suður spilar 4 spaða og fær út iítið lauf. Hann tekur þá óheppilegu ákvörðun að svína drottningunni. Austur fær því á laufkóng og skiptir yfir í hjarta. Sagnhafí drepur á hjartaás og stingur hjarta. Reynir svo að taka tvo slagi á lauf, en austur trompar með fimmunni og suður yfirtrompar. Nú vindur sagnhafi sér í víxltrompun, stingur hjarta tvívegis í blindum og yfirtromp- ar austur í laufinu. Lokastaðan er þessi: Norður ♦ - ¥- - ♦ K853 ♦ - Vestur Austur ♦ 42 ♦ - ¥- III ¥ KIO ♦ Á10 ♦ G6 ♦ - Suður ♦ Á3 ¥ ♦ D9 ♦ - ♦ - Suður spilar tígli, vestur stingur upp ás og spilar litnum áfram. Sagnhafi vinnur sitt spil, en vestur fær þó einn mjög óvæntan slag á spaðafjarkann! Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Búdapest i Ung- veijalandi í vor var þessi stutta skák tefld: Hvítt Vince, Ungvetja- landi, Svart: Adamski, Póllandi Nimzoindversk vöm, 1. d4 — Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. e3 - 0-0 5. Bd3 - c5 6. Rge2 - cxd4 7. exd4 — d5 8. 0-0 — dxc4 9. Bxc4 - Rc6 10. a3 -Bd6 11. Dd3?! - e5! 12. d5 - e4 13. Rxe4 — Re5 14. Rxf6+ (14. Dd4 var leikið í skákinni Meulders- Kasparov, Brussel 1987) Dxf6 15. Dd4 — Bd7 (15. — Bg4 var senni- lega betra) 16. Be3 — Hfc8 17. Bb3 — Bb5 18. Dd2? og nú kom falleg flétta: 18. Rf3+! 19. gxf3 - Bxe2 20. Dxe2 - Dg6+ 21. Khl - Dh5 og hvítur gafst upp, því hann getur ekki forðað máti öðruvísi en með því að leika 22. f4 sem kostar drottninguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.