Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
26
Kína:
Yfirlýsingum leið-
toganna mótmælt
Peking. Reuter.
KÍNVERJAR vísuðu í gær á bug yfirlýsingum leiðtoga sjö helstu iðnrí-
kja heims, þar sem kínversk stjórnvöld eru fordæmd fyrir að kveða
niður mótmæli kínverskra námsmanna í Peking í síðasta mánuði.
Fyrsta flug torséðu sprengjuþotunnar
Reuter
Nýjasta sprengjuþota Bandaríkjamanna, sem jafn-
framt er dýrasta flugvél sem smíðuð hefur verið,
hóf sig til flugs í fyrsta skipti í gær í Palmdale í
Kalifomíu-ríki í Bandaríkjunum. Þotan er af gerð-
inni B-2 og miðast lögun hennar og tækjabúnaður
allur við það að hún komi ekki fram á ratsjám óvin-
arins. Tækni þessa nefna Bandaríkjamenn „Stealth"
en á íslensku era slíkar þotur sagðar „torséðar“.
Mikil leynd hefur hvílt yfir smíði þotunnar en hún
mun m.a. geta borið kjamorkusprengjur inn yfir
víglínu óvinarins. Smíði þotunnar hefur tafist mjög
en hún hófst fyrir átta áram. Kostnaðaráætlanir
hafa ekki staðist og hafa ákafar deilur blossað upp
sökum þessa á Bandaríkjaþingi. Að sögn Reuters-
fréttastofunnar hefur þróun og smíði þotunnar kost-
að 23 milljarða Bandaríkjadala (rúma 1.300 millj-
arða ísl. kr.). Ríkisstjóm George Bush Bandaríkjafor-
seta hefur farið þess á leit við þingmenn að veitt
verði um átta milljörðum dala á hverju ári til þessa
verkefnis en áformað er að smíðaðar verði 132 slíkar
þotur. Er þá gert ráð fyrir því að hver þota kosti
um 530 milljarða Bandaríkjadala (rúma 30 milljarða
ísl. kr.). Ólíklegt er talið að þingheimur samþykki
þessa beiðni forsetans.
Dagblað alþýðunnar, málgagn
kínverska kommúnistaflokksins,
sakaði leiðtogana um að hafa gerst
sekir um íhlutun í innanríkismál
Kínverja. „Ásakanir þeirra era til-
hæfulausar og rikisstjórn og alþýða
Kína geta engan veginn sætt sig við
þessa alvarlegu íhlutun,“ segir í for-
ystugrein dagblaðsins, sem einnig
var lesin í útvarpi.
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims
fordæmdu á fundi sínum í París
fjöldamorð kínverska hersins á Torgi
hins himneska friðar 4. júní og hvöttu
kínversk stjórnvöld til þess að hætta
„aðgerðum gegn þeim, sem gerðu
ekki annað en að krefjast lögmæts
réttar síns til lýðræðis og frelsis".
Dagblað alþýðunnar sakaði einnig
Fang Lizhi, atkvæðamesta andófs-
Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í París: -
Hvetj a til alþjóðlegra að-
gerða í umhverfismálum
París. Reuter, Daily Telegraph.
Umhverfísmál voru efst á baugi í viðræðum leiðtoga sjö helstu
iðnríkja heims á sunnudagskvöld, er tveggja daga fundi þeirra í
París var slitið. Hvöttu þeir meðal annars til þess að allar þjóðir
heims tækju sig saman um aðgerðir gegn hitabreytingum í andrúms-
loftinu vegna „gróðurhúsaáhrifanna". Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seti sendi Francois Mitterrand, forseta Frakklands og gestgjafa leið-
toganna, bréf þar sem hann lýsti því yfir að Sovétmenn vildu taka
fullan þátt í alþjóðlega hagkerfinu. George Bush Banaríkjaforseti
fagnaði bréfinu, en sagði að ekki væri tímabært að ræða hvort leið-
togi Sovétríkjanna ætti að taka þátt í fundum leiðtoga helstu iðnrí-
kja heims.
Leiðtogamir sjö vora á sama
máli um að nauðsynlegt væri að
allar þjóðir heims legðu ríka áherslu
á aðgerðir til vemdar umhverfinu.
Rúmlega þriðjungur lokayfirlýsing-
ar leiðtoganna var tileinkaður um-
hverfismálum og aðgerðum gegn
eyðingu ózon-lagsins, hitabreyting-
um í andrúmsloftinu og eyðingu
skóga. Á síðasta fundi leiðtoganna,
sem haldinn var í Toronto í fyrra,
var einungis fjallað um umhverfis-
mál í þremur málsgreinum.
Leiðtogamir komu sér einnig
saman um aðgerðir til að stemma
stigu við eiturlyfjasmygli, ákváðu
til að mynda að stofna alþjóðlega
nefnd til að koma í veg fyrir að
eiturlyfjasmyglarar geti skipt við
banka og komið þannig fiármunum
sínum í umferð.
Mikla athygli vakti að Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseti sendi Fran-
eois Mitterrand Frakklandsforseta
bréf þar sem hann hvatti til aukins
samstarfs austurs og vesturs í efna-
hagsmálum og þess að tekið yrði
tillit til Sovétmanna þegar teknar
yrðu mikilvægar ákvarðanir um al-
þjóðleg fjármál. Þetta var í fyrsta
sinn sem bréf frá leiðtoga Sovétríkj-
anna barst á árlegan fund leið-
toganna.
Bréfsins var aðeins lítillega getið
í lokayfirlýsingu leiðtoganna.
George Bush Bandaríkjaforseti
fagnaði bréfinu, en sagði að ekki
mann Kína, um að hafa skipulagt
mótmælin í Peking og vera ábyrgur
fyrir blóðsúthellingunum. Banda-
ríska sendiráðið í Peking hefur veitt
Lizhi húsaskjól frá því mótmælin
vora kveðin niður. Kínversk stjórn-
völd hafa skýrt frá því að rúmlega
2.500 manns hafi verið handteknir-
frá 4. júní, en kínverskir andófsmenn
og vestrænir stjórnarerindrekar
segja að mun fleiri hafi verið teknir
höndum.
væri tímabært að ræða hvort leið-
togi Soyétríkjanna tæki þátt í leið-
togafundum sjö helstu iðnríkja
heims. „Ýmislegt þarf að breytast
í Sovétríkjunum til að slíkt komi til
greina,“ sagði Bush. „Það er margt
ógert í Sovétríkjunum, ástandið í
sovéska efnahagnum er mjög
slæmt, miklu verra en á Vesturlönd-
um,“ sagði forsetinn, en bætti við
að Sovétmenn væru að laga sig að
hagkerfi Vesturlanda.
Leiðtogarnir urðu sammála um
öll mikilvægustu málin, sem tekin
voru upp á fundinum. Þeir höfnuðu
þó tillögu Mitterrands Frakklands-
forseta um að efnt yrði til ráðstefnu
„norðurs og suðurs“ um skulda-
vanda þróunarríkja.
Skoðanakönnun innan EB:
Yfirgnæfandi
stuðningur
við markmið
bandalagsins
Brussel. Frá Kristófer M. Kristins-
syni, fréttaritara Morgunblaðsins.
I skoðanakönnun, sem birt
var í Brussel í síðustu viku,
kemur fram að níu af hverjum
tíu íbúa EB vilja að aðildarrík-
in taki sameiginlega á um-
hverfismálum. Tveir af hverj-
um þremur lýsa yfir stuðningi
við sameiginlegan gjaldmiðil.
Skoðanakönnun sem þessi er
gerð reglulega innan bandalags-
ins til þess að kanna viðhorf
þegnanna til EB og viðfangsefna
þess. í undanfömum könnunum
hafa Danir og Bretar skorið sig
úr þegar kemur að valdaafsali
hvort heldur er til framkvæmda-
stjórnarinnar eða Evrópuþings-
ins. Að þessu sinni lýstu einung-
is 18% aðspurðra Dana yfir
stuðningi við evrópska ríkis-
stjórn, á Bretlandi var þetta
hlutfall 36% en mestan stuðning
hlaut hugmyndin á Ítalíu eða
77%. Að meðaltali er stuðningur-
inn við evrópskt sambandsríki
56%. í könnuninni var jafnframt
spurt um afstöðu fólks til um-
hverfisverndar, sameiginlegs
gjaldmiðils, afnáms landamæra
og félagslegra réttinda. Meiri-
hlutinn taldi að öll þessi mál
ættu að vera á vegum EB.
Indland:
Milljónir bama strita í þræl-
dómi myrkranna á milli
Nýju Delí. Reuter,
MILLJÓNIR barna í Suðaustur-Asíu lifa í örbirgð, en til þess að
draga fram lífið þurfa þau að vinna þrotlaust fyrir lúsarlaun í
myrkum og loftlausum verksmiðjum. Börnin eru ólæs, kúguð og
svívirðilega misnotuð í gróðaskyni. Chinta, sem er 11 ára gömul
stúlka frá héraðinu Tamil Nadu á suðurodda Indlandsskaga, vinn-
ur í eldspýtnaverksmiðju. Hún valoiar fyrir dögun og fer til vinnu
í langferðabíl fyrirtækisins, en þar vinnur hún í tíu tíma á dag
fyrir jafiivirði 24 íslenskra króna. Tímakaupið er sem sagt tvær
krónur og fjörutíu aurar.
„Sumir krakkanna eiga erfitt
með öndun og hafa augnsjúkdóma
vegna efnanna, sem notuð eru í
verksmiðjunni," segir Chinta.
Uma Shankun, sem er tólf ára,
vinnur við að vef3 rándýr persnesk
teppi í Uttar Pradesh, sem er eitt
af norðurfylkjum Indlands, en tepp-
in eru seid dýram dómum til Vest-
urlanda. Móðir hans og tvær systur
vinna einnig í verksmiðjunni til
þess að borga af 1.740 króna láni,
sem þau tóku eftir að faðir Uma
lést. Uma segir að þau hafi einu
sinni reynt að flýja, en þau hafi
náðst og verið barin til óbót'a fyrir
vikið.
Víðtækur þrældómur
Meira en 20 milljónir barna í
Suðaustur-Asíu eru í „hlekkjum
þrældóms" og milljónir til viðbótar
vinna við aðstæður, sem era þrælk-
un líkastar, sagði í skýrslu ráð-
stefnu um bamaþrælkun, sem
haldin var í Nýju Delí á dögunum.
Foreldrar, sem vantar peninga
til þess að fæða og klæða sig og
sína, fá lán hjá vinnuveitendum og
víxluram, en láta bömin sem trygg-
ingu fyrir greiðslu lánsins. Börnin
eru síðan pískuð áfram þangað til
lánið er að fullu greitt.
Það að lánið verði að fullu greitt
er hins vegar ekkert sjálfgefið, eins
og nærri má geta af launakjörun-
um. Vextir hlaðast oftar en ekki
upp og þess era dæmi að böm
vaxi úr grasi undir oki lánardrott-
insins, eignist sjálf böm þegar
stundir líða fram, eri þau böm þurfa ’
síðan að ganga undir sama ok og
foreldrarnir.
„Börn ánauðarverkamanna fæð-
ast þrælar,“ segir Kailash Satyart-
hi, sem var einn af skipuleggjend-
um ráðstefnunnar.
Bamaþrælkun finnst víðast hvar
þar sem fátækt er að finna í van-
þróunarlöndunum, en hvergi er hún
þó víðtækari en á Indlandsskaga
þar sem rúmur milljarður manna
berst um brauðið.
Á Indlandi era engin lög um
skyldumenntun barna, atvinnuleysi
er mikið og undirgefni hinna lægri
stétta, af völdum ævafomrar og
rígbundinnar stéttaskiptingar, er
sjálfgefin. Allt þetta er sagt hjálp-
ast að til að viðhalda barnaþrælk-
uninni.
Þrælar nefindir
„ódýrt vinnuafT*
Að sögn fulltrúa mannréttinda-
hreyfinga er hið ódýra vinnuafl,
sem vanþróuðu löndin auglýsa til
þess að freista erlendra fjárfest-
ingaraðila, iðulega vinnuafl bama.
Reyndar er bannað með lögum
að hneppa menn í skuldaánauð, en
erfitt hefur reynst að framfylgja
lögum þessum — sérstaklega þegar
embættismenn fá óvæntan glaðn-
ing fyrir að loka augunum á réttum
tímum.
Vandinn er mestur á Indlandi,
en um 40% þjóða Indlands lifa langt
undir fátæktarmörkum, sem þó era
ekki ýkja há.
Hindúamunkur nokkur, Swami
Agnivesh, hefur stofnað Ánauðar-
frelsisfylkinguna, en hún berst fyr-
ir því að leysa ánauðug börn úr
haldi. í febrúar síðastliðinn gerði
fylkingin til að mynda áhlaup á
þorpið Tilthi í norðurhluta landsins
og frelsaði 16 börn úr þrældómi
með aðstoð dómara og lögreglu úr
héraðinu. Börnunum voru gefnir
peningar og þau send til síns heima,
en á undanförnum tíu árum hefur
fylking Agnivesh leyst meira en
33.000 börn og fuilorðna úr ánauð.
Agnivesh segir það þó ekki
hrökkva til. „Það er ekki nóg að
frelsa ánauðuga verkamenn. Það
verður að endurhæfa þá og
mennta, því annars falla þeir bara
aftur í gildru þrælasalanna."