Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989' Það var þröng á þingi VÍð Gullfoss. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þýskir ferðalangar á Suðurlandi: Strokkur hélt uppi fjöri o g Gullfoss skartaði regnboga Selfossi. STÓR hópur þýsks ferðafólks, um 900 manns úr tveimur skemmtiferðaskipum, kom að Gullfossi og Geysi siðastliðinn fimmtudag 13. júlí. Fólkið gekk um Geysissvæðið og virti fyrir sér það sem fyrir augu bar af miklum áhuga, bæði stórt og smátt. Umhverfí Gullfoss hafði ekki síðri áhrif á fólkið enda veður hið fegursta. Gamli Geysir lét ekki mikið yfir sér, sparaði kraftana fyrir afmælisgos Ferðamálaráðs. Hins vegar hélt Strokkur uppi fjöri á Geysissvæðinu og laðaði að sér fólkið með fallegum gosum. Fjöldi myndavéla var á lofti fyrir hvert gos oþr allir reyndu að ná mynd af tignarlegum gosum. Sumir hættu sér of nærri, en fengu þá yfir sig þéttan úða frá gosunum og þóttust eiga fótum fjör að launa. Á hverasvæðinu vöktu smá- hverir athygli margra og fólk kannaði gjarnan hitastigið í smásprænum. Eftir gönguferð um svæðið snæddi fólkið hádegisverð á Hótel Geysi en hélt síðan að Gullfossi. Gullfoss skartaði fallegum regnboga enda skein sól í heiði þennan fyrsta dag hundadaga. Fólkið dreifðist um kletta og syll- ur í nágrenni fossins og þeir sprækustu fóru alveg niður að fossinum. Athyglisvert var að fólkið notaði frekar moldarstíga i brekkunum þar sem komið er að fossinum, en ekki tilbúinn göngustíg sem þar er enda er sá erfiður yfirferðar. Ekki var annað að sjá en fólkið kynni vel að meta þessar náttúru- perlur Suðurlands sem skörtuðu sínu fegursta þennan dag. — Sig. Jóns. Allir reyndu að ná mynd af gosi í Strokki. Stykkishólmur; Ferðamálaráð kynn- ir starfsemi sína í til- efiii 25 ára afinælis Stykkishólmi. Ferðamálaráð íslands á um þessar mundir 25 ára afmæli. I tileftii af því var starfsemin kynnt í Stykkishólmi þar sem fi*éttamenn voru boðaðir til fimdar á Hótel Stykkishólmi. Sigurður Skúli Bárðarson hótel- stjóri, sem hefir tekið þátt í starf- semi ráðsins undanfarin ár, sagði að mikið hefði verið að gera á hótelinu í vor en áhyggjuefni væri hversu kostnaður við reksturinn hefði aukist. En vaxandi sókn á hótelið sýndi, svo ekki yrði um villst, árangur af starfsemi Ferða- málaráðs. Á fundinum var staddur Dieter Wendel Johannsson, umboðsmað- ur Ferðamálaráðs í Evrópu með búsetu í Frankfurt, en hann hefir gert gífurlegt átak til landkynn- ingar. Upplýsingaskrifstofan hef- ur verið rekin í Frankfurt frá árinu 1984 og hefur hún margsannað gildi sitt, enda þjónar hún öllu meginlandi Evrópu. Samstarf við Norðurlandaþjóðirnar hefur aldrei verið meira. Þá má nefna að sam- Z' eiginlegt markaðsátak í V-Þýska- landi hefir skilað miklum árangri. Ferðamálaráð hefur stofnað ferðamálasamtök víða um land sl. 5 ár og hefir starfsemi þeirra látið margt gott af sér leiða. Samtök þessi eiga 6 fulltrúa í Ferðamála- ráði. Upplýsingamiðstöð ferðamála var stofnuð 1986 að tilstuðlan Ferðamálaráðs í samvinnu við ferðamálasamtökin og ferðamála- nefnd Reykjavíkur. Þá hafa farið fram viðræður milli Ferðamála- ráðs og Útflutningsráðs íslands með framtíðarsamstarf og ha- græðingarsjónarmið í huga. Sam- starf Ferðamálaráðs við flugfélög- in, ferðaskrifstofurnar, hótelsam- tökin og sveitarstjórnir um kynn- ingarmál eru í stöðugri aukningu. Ferðamálaráð hefur haldið ferðamálaráðstefnur um margra ára skeið m.a. í Vestmannaeyjum, Reykjavík og á Akureyri. Vegna fjárskorts hefur útgáfustarfsemi Ferðamálaráðs verið í algjöru lág- marki. - Árni Dieter Wendel Johannsson með Ijölmiðlafólki á tröppum Hótels Stykkishólms. Úlfljótsskáli í Grafii- ingi tekinn í notkun Verður menningar- og þjónustumið- stöð fyrir stoftianir borgarinnar og starfsmannafélag hennar Selfossi. ÚLFLJÓTSSKÁLI í Grafningi var formlega tekinn í notkun 13. júlí síðastliðinn. Skálinn er byggður ^em þjónustumiðstöð fyrir íbúa í orlofshúsum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á Úlfljótsvatni en auk þess er þar aðstaða til gestamóttöku og námskeiðahalds. Skálinn er sameign borgarsjóðs, Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og Rafinagnsveitu Reylyavíkur. Húsinu er jafnframt þjónustumið- stöðvarhlutverkinu ætlað að þjóna Reykjavíkurborg, stofnunum hennar og starfsmannafélaginu með aðstöðu fyrir margs konar fundahöld, ráð- stefnur, námskeið, eftirmenntun og mannfagnaði. Úlfljótsskáli er einnar hæðar timb- urhús á steyptum kjallara. Á aðalhæð er rúmgóður salur sem skipta má í þrennt og setustofa er á svalalofti. Á aðalhæðinni er húsvarðaríbúð, eldhús með afgreiðslu og rúmgott anddyri ásamt snyrtiherbergjum. í kjallara eru gufuböð, hvíldarherbergi, leik- herbergi, sjónvarpsherbergi, verk- stæði, geymslur og tæknirými. Húsið er alls 678 fermetrar. Skálinn er staðsettur miðsvæðis miðað við framtíðarskipulag landsins utan í hól þar sem útsýni er gott. Ákvörðun um byggingu Úlfljótsskála var tekin af borgarráði 23. september 1986. Fyrsta skóflustungan að hús- inu var tekin 25. mars 1988. Heildar- kostnaður við bygginguna nemur rúmlega 61 milljón króna. Við athöfn í skálanum er hann var tekinn í notkun flutti Davíð Oddsson borgarstjóri ávarp þar sem hann gat þess meðal annars að það færi vel á því að taka húsið í notkun á afmælis- degi Haraldar Hannessonar formanns starfsmannafélagsins sem verið hefði eldhugi í uppbyggingunni á staðnum. Haraldur Hannesson rakti sögu uppbyggingarinnar í ávarpi og gat þéss meðal annars að starfsmannafé- laginu hefði verið afhent svæðið til endurgjaldslausra afnota árið 1967. I máli hans kom fram að mikil sjálf- boðavinna hefur verið innt af hendi við úppbygginguna, vatns- og skólp- lagnir lagðar og alls 6.500 tijám plantað. „Við eigum hér perlu sem fólk mun kunna að meta. Ef þið eruð ekki viss skuluð þið leggjast í lyngi vaxna laut og finna angan móður Menningar- og þjónustumiðstöðin Úlfljótsskáli í Grafningi. jarðar sem hefur alið ykkur,“ sagði Haraidur og sagði skálann vera höll sumarlands starfsmannafélagsins. Hann flutti Davíð Oddssyni borgar- stjóra sérstakar þakkir fyrir stórhug hans gagnvart byggingunni. „Davíð er engum líkur í þessu efni,“ sagði Haraldur. Starfsmannafélaginu voru afhent- ar gjafir og heillaóskir í tilefni dags- ins. Ögmundur Jónasson afhenti bókagjöf frá BSRB, Gunnar Eydal skrifstofustjóri borgarstjóra færði félaginu kort af gönguleiðum í ná- grenninu, Einar Olafsson formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana af- henti klukku í húsið og Sjöfn Ingólfs- dóttir varaformaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkur flutti Haraldi Hann- essyni þakkir frá félagsmönnum fyrir atorku hans við uppbygginguna og afhenti honum gjafir í tilefni afmælis hans. .Sig. Jóns. Haraldur Hannesson formaður og Davíð Oddsson borgarstjóri fyrir framan Úlfljóts- skála. Morgúnblaðið/Sigurður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.