Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPnAIVINNULÍF þriðjúdagur
18. JUU 1989
fimmtudag—mánudags
ííiíííi:
Ferðaskrifstofan LAND og SAGA býður nú í
samvinnu við FLUGLEIÐIR, helgarferðir til
HELSINKI -fimmtudag til mánudags. í boði
eru tveir spennandi möguleikar:
FLUG - Keflavík - Helsinki - Keflavík
GISTING - 4 nœtur á Hótel Úrsula
mlmorgunmat.
á mann, eftveir saman
FLUG - Keflavík - Helsinki - Keflavík
GISTING - 2 nœtur
(fimmtudag - laugardags) á Hótel Úrsula
m/morgunmat.
SIGLING • Helsinki - Stokkh. - Helsinki
(laugardag - mánudags) með Viking Line.
GISTING - í C-klefa (án máltíða).
á mann, eftveir saman
FLUGLEIDIR
F erðaskrifstofan
LAND OG SAGA
Bankastrœti2, (Bernhöftstorfu) - S. (91) 627144
Verð kr. 30. 500,
Bandaríkin
Markaður
Tilboð Skrifstofíi-
véla talið hagstæðast
— í útboði Landssambands iðnaðar-
manna á myndsenditækjum
LANDSSAMBAND iðnaðarmanna efhdi nýlega til útboðs á mynds-
enditækjum fyrir félagsmenn sína. Alls sendu inn tilboð 10 innflytj-
endur og ákvað Landssambandið að taka tilboði frá Skrifstofúvélum
hf. sem bauð Konica tæki á 65.900 krónur og 99.900 krónur eftir
gerð. Áður hefúr Landssambandið efnt til útboðs á farsímum og
seldust þá 150 símar.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í
útboðinu voru Optima, Smith &
Norland, Transit, Aco, Hljómbær,
Skrifstofuvélar, Árvík sf., Póstur
og sími, Heimilistæki og Dverg-
hólar. Sigurbergur Björnsson, hjá
Landssambandi iðnaðarmanna
sagði að komið hefði til tals að efna
einnig til útboðs á þjónustu og efnis-
kaupum. Útboðin hefðu gefið mjög
góða raun og hlotið mjög góðar
undirtektir hjá aðildarfyrirtækjun-
um. Bjóst hann fastlega við að far-
ið yrði inn á fleiri svið með útboð.
Morgunblaðið/Sverrir
SYNING —Nýlega var haldin sýning á hjólhýsum og fellihýsum
auk alskyns útivistar- og íþróttavara í húsakynnum Ferðamarkaðsins
hf. að Bíldshöfða. Á sýningunni voru kynnt Paradise-fellihýsi og Safa-
ri Monza hjólhýsi og sumarhús, sem fyrirtækið býður meðal annars
uppsett á lóð á Spáni. Á sýningunni gaf einnig að líta aðrar vörur sem
Ferðamarkaðurinn býður upp á, svo sem allar gerðir af tjöldum, svefn-
pokum, gasvörum, kælibox, ferðasalerni og fleira.
Neytendur halda fast
um pyngjuna
fjármagnað hluta af neyslu sinni
með lánum og svo virðist sem marg-
ir þeirra telji nóg komið af svo góðu
og vilji ekki skuldsetja sig meira. í
vor skulduðu bandarískir neytendur
687 milljarða dollara að slepptum
lántökum vegna húsnæðiskaupa.
Þetta er aukning um einn tíunda
frá sama tíma í fyrra samkvæmt
upplýsingum frá bandaríska seðla-
bankanum.
ALMENNINGUR í Bandaríkjunum virðist vera farinn að halda að
sér höndum við innkaup. Síðustu mánuði hefúr einkaneysla aukist
mun hægar en á sama tíma undanfarin ár. Sérfræðingar telja að
þetta kunni að vera undanfari samdráttar i efliahagslifí landsins.
Skýringa á þessu virðist helst
vera að leita í aðgerðum seðlabanka
Bandaríkjanna sem hækkaði vexti
talsvert í fyrravor til að stemma
stigu við verðbólgu. í síðasta mán-
uði greip bankinn til aðgerða til að
stuðla að því að vextir lækki að
nýju.
Síðastliðin ár hefur einkaneysla
í Bandaríkjunum aukist um þijú til
sex prósent á ári en síðastliðna
mánuði hefur vöxturinn verið nær
einu prósenti á ársgrundvelli. Háir
vextir hafa einkum dregið úr kaup-
um á íbúðarhúsnæði og það hefur
aftur dregið úr kaupum á hús-
gögnum og fleiru svo sem eldhús-
tækjum
fjöldi Bandaríkjamanna hefur
NEYSLA—Fjöidi Banda-
ríkjamanna hefur fjármagnað
hluta af neyslu sinni með lánum
og svo virðist sem margir þeirra
telji nóg komið af svo góðu.
Félög
Félögum
fjölgar í
Lagna-
félaginu
Á aðalfúndi Lagnafélags íslands
nýlega kom fram, að starfsemi
félagsins hefúr aukist verulega á
þeim 3 árum frá þvi það var stofú-
að.
Félagar í Lagnafélaginu eru
orðnir á fimmta hundrað víðs vegar
af landinu. Stjórn félagsins skipa
eftirtaldir: Jón Siguijónsson verk-
fræðingur formaður, Jónas Valdi-
marsson, pípulagningameistari,
varaformaður, Sigurður Pálsson
pípulagningameistari meðstjórn-
andi, Einar Þosteinsson, tækni-
fræðingur meðstjórnandi, Friðrik
S. Kristinsson, tæknifræðingur, rit-
ari, Valdimar Jónsson, blikksmíða-
meistari, gjaldkeri og Ragnar
Ragnarsson, verkfræðingur. Fram-
kvæmdastjóri er Kristján Ottósson.
Höfumfjölca
jóðra kaupenda að
i^teignaveðbréfum.
Veitum ráðgjöf
við kaup og sölu skuldabréfa.
Veröbréfamarkaöur Alþyöubankans hf
SUÐURLANDSBRAUT 30 PÓSTHÓLF 453 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-680670