Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 49 SYSTUR Fjölhæfar íþróttakonur Systurnar, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen, hafa hlotið verðskuldaða athygli á bad- mintonmótum vetrarins. Þær sigr- uðu í einliðaleik á öllum mótum, sem þær tóku þátt í og urðu þre- faldir íslandsmeistarar í badmín- ton í mars. Blaðamaður ræddi við systumar og spurði fyrst hvort ekki færi mikill tími í æfingar. „Jú, við erum eiginlega alltaf á æfingum,“ segir Brynja Dögg. „Á veturna æfum við handbolta með KR og badmínton með TBR og á sumrin erum við í fótboltanum með KR.“ „Við gerum eiginlega ekkert annað,“ segir Anna Guðrún. „Á veturna komumst við stundum ekki til að læra fyrr en seint á kvöldin. En yfirleitt þurfum við ekki að læra mikið svo það er allt í lagi, að minnsta kosti ennþá. Það er verst að stundum eru badmín- tonmót og handboltamót á sama tíma og þá verðum við að ákveða á hvoru mótinu við viljum keppa.“ Það eru fleiri íþróttamenn í fjöl- skyldunni en Anna Guðrún og Brynja Dögg. „Arna, eldri systir okkar, æfði handbolta, fótbolta og badmínton þegar hún var yngri,“ Morgunblaðið/Þorkell Anna Guðrún og Brynja Dögg. 4 PÖNTUNAR- LISTINN NAUÐSYN A HVERJU HEIMILI SPARIÐ FÉ, TÍMA OG FYRIRHÖFN /A Meiriháttar vetrartíska 1000 BLAÐSÍÐUR AF ÓTRÚLEGU VÖRUÚRVALI Sls. PONTUNAR USTINN JL. Verðkr. 190,- án bgj. HÓLSHRAUNI 2 - S(MI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI segir Brynja Dögg „Núna þjálfar hún okkur í fótþolta og handbolta. Bróðir okkar æfir líka fótbolta og mamma og pabbi eru í badmin- ton.“ Anna Guðrún og Brynja Dögg eru óánægðar með hvað lítið er ijallað um kvennaknattspymu í fjölmiðlum.„Það er kannski sagt frá því sem strákar í fjórða flokki eru að gera en ekkert um okkur stelpurnar,“ segir Anna Guðrún. „Þetta er svipað í handboltanum. Fyrstu helgina í júní fóram við t.d. á Partille-Cup handboltamótið í Svíþjóð en það var ekki minnst á það neins staðar, samt er þetta heimsþekkt mót. Það vora níu þúsund keppendur á mótinu og 104 lið í okkar riðli. Okkur gekk ágætlega fyrst en svo lentum við á móti rússnesku stelpunum, í hálfleik var staðan 6:6 en leiknum lauk með sigri þeirra.“ „Þær vora mjög góðar,“ segir Brynja Dögg. „Og þar að auki eldri en við. Það er vegna þess að úti er kerfið öðruvísi en hér. Hér eru 13-15 ára stelpur í sama flokki en við keppum við stelpur sem eru 14-16 ára.“ Þess má geta að KR-stelpurnar lentu í tuttug- asta sæti af 104 á mótinu. Þar með lauk spjallinu við þess- ar hressu systur og við röltum yfir til ljósmyndarans sem smellti af þeim mynd. HVERVANN? Vinningsröðin 16. júlí: Heildarvinningsupphæð: 618.310 kr. 12 réttir = 513.185 kr. 5 voru með 12 rétta - og fær hver 102.637 kr. j sinn hlut. 11 réttir = 105.125 kr. 145 voru með 11 rétta - og fær hver 725 kr. í sinn hlut. - ekkibara heppni Metsölublað á hverjum degi! Sími 52866 Heftir allt sem þarf (JR, DV, 24.6. 1989) Smár og knár fjórhjóladrífsbíll ^ / IT Mkl Q 1 (JT, Mbl., 8.7. 1989) SUBASU JUSTY HVAÐ SEGJA GAGNRÝNENDUR? Betri stjórntæki í þessari nýju gerð af Justy er helsta breytingin, sem sést inni í bílnum, nýtt og betra mælaborð. í eldri gerðinni var rúðuþurrk- um til dæmis stýrt með hnapparöð hægra megin við mælaborðið. Nú er þurrkunum stýrt með stöng í staðinn líkt og á flestum öðrum bílum. Mun þægilegra fyrir ökumann. Einn stærsti kosturinn við Justy er skiptingin yfir í fjórhjóladrif- ið. Aðeins þarf að ýta á hnapp sem felldur er inn í hnúðinn efst á gírstönginni og þá er skipt yfir í íjórhjóladrif. Hemlarnir eru mjög góðir og svara vel þannig að auðvelt er að stýra hemlun frá því að rétt að taka í upp í það að klosshemla. Allt sem þarf Niðurstaðan eftir reynsluakstur á Subaru Justy er sú að þetta er smábíll með allt sem þarf til að hann nýtist við hvaða aðstæð- ur sem er. Bíllinn er lipur í innanbæjarakstri, fjöðrunin nægilega mjúk til að hann sé þokkalegur í þjóðvegaakstri. Fjórhjóladrifið nýtist vel í snöggri vetrarhálku eða snjókomu og þægileg viðbót hjá þeim sem storma vilja á skíði í Bláfjöllin eða Skálafellið á veturna- (JR, DV, 24.6. 1989) J-12 vegur frá 815 til 835 kg og er bíllinn vel snöggur í viðbragð- inu og aflmikill. Fimm gíra skiptingin er góð og eins og áður hefur verið nefnt hér fær fimmti gírinn að mestu að hvíla í friði í borgarumferðinni en gott er að grípa til hans á viðeigandi köfl- um utanbæjar. Fjórhjóladrifsbíll sem þessi nýtur sín að sjálf- sögðu best í hálku og erfiðri færð og er smíðaður sem slíkur en hann er annars framdrifinn. Fullyrða má að hin auðvelda skipt- ing í fjórhjóladrifið auki öryggistilfinningu í vetrarakstri þótt það hafi ekki verið unnt að sannreyna þessa sumardaga í síð- ustu viku. En sem venjulegur framhjóladrifsbíll er hann skemmti- legur í akstri, lipur og snöggur. J-12 er búinn sjálfstæðri gormafjöðrun á öllum hjólum sem er mjúk. Það kemur einkum fram þegar ekið er á holóttum malar- vegum og ekki verður vart við að hann sé laus á vegi. Hann er rásfastari í fjórhjóladrifi á malarvegum, en við venjulegar að- stæður gerist þó engin þörf á að nota það. (JT, Mbl., 8.7. 1989) ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Réttur bíll á réttum stað Helgason hf. Sævarhöfða 2 - sími 67-4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.