Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 Fyrsti fundur BSRB og ríkisins vegna næstu kjarasamninga FORYSTUMENN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Samninganefiid ríkisins hittust í gærdag í húsnæði ríkisins við Borgartún á sínum fyrsta fundi vegna komandi kjarasamninga, en samningar aðildarfélaga BSRB eru lausir um næstu mánaðamót. Ekki var tekin ákvörðun um ann- an fund, en gert ráð fyrir að það skýrist á næstunni hvert fram- haldið verður. „Aðildarfélög BSRB gerðu okkur út til þessara könnunarviðræðna við Brá hnífí að hálsi leisru- bílstjóra LEIGUBÍLSTJÓRA tókst af yfir- buga mann sem veittist að öðrum bílstjóra við Hverfisgötu um helg- ina. Maðurinn, sem var undir áhrifúm lyfja, var farþegi í bílnum og brá hnífi að hálsi leigubílstjór- ans og hafði í hótunum við hann. Leigubílstjórinn náði að kalla á hjálp og er maðurinn var að yfirgefa bílinn bar að annan leigubílstjóra sem tókst að yfirbuga manninn og halda honum þar til lögreglan kom. ríkisvaldið. Það er almennur vilji inn- an félaganna til að gera kjarasamn- ing til lengri tíma með þáð fyrir augum að bæta kaupmátt launa og tryggja hann rækilega, en áður vilja menn fá framkvæmdar ýmsar leið- réttingar á málum sem er gjörsam- lega óþolandi að búa við,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn. Hann sagði að þar væri um að ræða það misræmi í iaunakjörum fólks sem ynni sömu störf hjá ríkinu, en væri í mismunandi stéttarfélög- um. BSRB gerði kröfu um að sömu laun væru greidd fyrir sömu vinnu hjá sama launagreiðanda. Þá hefðu einnig komið upp ýmis álitamál í tengslum við laun vegna nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, sem þyrfti skoðunar við. „Þetta viljum við láta fara í saum- ana á þegar í stað, en síðan er það markmið okkar að sjálfsögðu að gera kjarasamning til lengri tíma sem bætir kaupmáttinn og tryggir hann rækilega. Nú er svo komið hjá þorra almenns launafólks að það getur ekki lengur.- rekið heimili sín. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að fólk ætlast til þess að það sé ekki lengur látið axla þá kreppu, raun- verulega og tilbúna, sem við búum við,“ sagði Ögmundur. Morgunblaðið/Amór Fimm þúsund Iítrum af eldsneyti var tappað af vélinni áður en þjörgunaraðgerðirnar hófiist. A innfelldu myndinni sést hvern- ig loftpúðum var komið fyrir undir vængnum. Vélinni var svo lyft, púkkað undir dekkin með möl og hún keyrð út á brautina á ný á plönkum. Flugvél frá Honduras skemmdist í Keflavík: Vindurinn hreif vélina sem rann stjómlaus út af brautinni Garði. Alþýðubandalagið: SvanMður fékk flest atkvæði í miðstjórn FLUGVÉL af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar á Keflavík- urflugvelli sl. laugardagsmorgun. Vélin var lent og var í aðkeyrslu að flugstöðinni þegar óhappið varð. Fimm manns voru um borð og sakaði engan. VIÐ kjör í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins á landsfúndi flokks- ins um helgina fékk Svanfriður Jónasdóttir, fráfarandj varafor- maður, flest atkvæði. Urslit í at- kvæðagreiðslu um aðalmenn í miðsfjórn voru sem hér segir: Svanfríður Jónasdóttir fékk 273 atkvæði, Asmundur Stefánsson 206, Kristín Á. Ólafsdóttir 205, Össur Skarphéðinsson 204, Álfheiður Inga- dóttir 191, Adda Bára Sigfúsdóttir 179, Heimir Pálsson 153, Siguijón Pétursson 148, Tryggvi Þór Aðal- steinsson 148, Ragnar Óskarsson 137, Ragnar Stefánsson 127, Grétar Þorsteinsson 126, Jóhanna Leopolds- dóttir 126, Arthúr Morthens 125, Páll Halldórsson 125, Ragna Larsen 123, Jóhannes Gunnarsson 121, Birna Bjarnadóttir 120, Mörður Árnason 119, Jóhann Ársælsson 113, Þórður Skúlason 112,' Kristbjöm Árnason 111, Einar Már Sigurðsson 109, Gísli Gunnarsson 109, Þorbjörg Samúelsdóttir 100, Hrafn Jökulsson 98, Guðrún Hallgrímsdóttir 97, Flosi Eiríksson 95, Jóhann Antonsson 95, Kjartan Valgarðsson 95, Valþór Hlöðversson 95, Jón Gunnar Ottós- son 94, Erlingur Viggósson 93, Hall- veig Thorlacíus 93, Sólveig Þórðar- dóttir 90, Margrét S. Bjömsdóttir 87, Bríet Héðinsdóttir 82, Margrét Björnsdóttir, Neistastöð, 81, Margrét Guömundsdóttir 80, Þórunn Sigurð- ardóttir 79. Sjá. fréttir af landsfúndi Alþýðu- bandalagsins á bls. 22 og 23. Óhappið varð með þeim hætti að vélinni var ekið, fyrir mistök, inn á gamla flugbraut sem ekki er lengur í notkun. Þar hafði brautin ekki ver- ið afísuð og skipti það engum togum að vindurinn hreif vélina og rann hún stjórnlaus út af brautinni með annað hjólið sem grófst niður þar til önnur hreyfilshulsan rakst í jörðina. Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli með slökkviliðsstjórann, Harald Stef- ánsson, í fararbroddi náði vélinni upp með stórvirkum vélum og loftpúðum á rúmlega einni og hálfri klukku- stund. Hófst verkið fyrir alvöru um kl. 14 og var vélin komin upp á braut- ina á ný kl. 14.40. Flugvélin, sem er af gerðinni Bo- eing 737, skemmdist nokkuð. Meðal annars skekktist mótorinn vinstra megin og bilun varð í aðalgír og var vélin enn í Keflavík í gær. Fyrir tveimur árum varð sams konar óhapp. Þá tóku flugmenn sömu beygju og þessi vél gerði og óku sem leið lá upp á malarbing og stór- skemmdu bæði vél og hreyfla. Flugvélin hafði nýlega verið tekin á leigu frá Irlandi af flugfélagi í Honduras og var á leið þangað. Ná- kvæmlega mánuður er síðan flugvél af Boeing-gerð flaug á fjallshlíð í aðflugi að flugvellinum Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, þar sem um 130 manns fórust. Er talið að þessi vél hafi átt að koma í stað þeirrar vélar. Arnór Saltsíldarsala til Sovétríkjanna: Margar söltunarstöðvar gjald- þrota ef samningar nást ekki — segir Sigurður Mikaelsson framkvæmdasljóri Strandarsíldar © INNLENT „MARGAR söltunarstöðvanna verða gjaldþrota ef samningar takast ekki við Sovétmenn um saltsíldarkaup þeirra,“ sagði Sig- urður Mikaeisson, framkvæmda- stjóri og eigandi Strandarsíldar á Seyðisfirði, í samtali við Morg- unblaðið. Sigurðúr sagði að margar stöðvanna hefðu Qárfest gífurlega að undanfdmu. „Fólk fæst ekki I síidarsöltun upp á gamla mátann og stöðvarnar hafa farið í mjög auknum mæli út í að vélvæða síldarsöltunina. Keyptir hafa verið tugir skurðar- véla í ár og þar af keyptum við fjórar," sagði Signrður. Sigurður Mikaelsson sagði að tæplega 40 manns hefðu verið á launaskrá hjá Strandarsíld í haust, þar af 10 aðkomumenn, en nú ynnu þar einungis 5 til 6 manns. Viðar Elíasson, verkstjóri hjá Tilboðum í frystihúsið og Patrek var hafíiað Fiskveiðasjóður hefúr ákveðið að hafna tveimur boðum, sem bárust í Hraðfrystihús Patreks- fjarðar og vélskipið Patrek BA. Fiskveiðasjóður auglýsti hrað- frystihúsið og Patrek til sölu í einu lagi. Frestur til að skila tilboðum rann út þann 15. nóvember og bár- ust tvö tilboð í eignirnar saman. Svavar Ármannsson, aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs, sagði að Fisk- veiðasjóður hefði ákveðið að hafna báðum tilboðunum, en bætti við að frekari upplýsingar yrðu ekki veitt- ar að svo stöddu. Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sagði að ef samningar næðust ekki við Sovétmenn yrði aðkomumönn- um hjá fyrirtækinu fyrst sagt upp, en þeir væru nú 25 talsins. Oskar Vigfússon^ formaður Sjó- mannasambands Islands, hefur sagt að lækka þurfi tilkostnað við síldarsöltun hér, þar sem við þurfum að fá óraunhæft verð fyrir síldina að sumra mati. Viðar Elíasson sagði að umbúðir og vinnulaun væru mjög stór liður í tilkostnaði við síldarsölt- un. „Ég get ekki séð að menn spari þar hundruð milljóna. Hins vegar ér hjákátlegt að ákveða fyrst síldar- verð til sjómanna og reyna svo að finna eitthvert afurðaverð.“ Um 50 manns hafa unnið við síldarverkun hjá Þorbirni hf. í Grindavík, að sögn Gunnars Tómas- sonar, verkstjóra. „Ég held að við þurfum ekki að segja upp starfs- fólki, enda þótt samningar náist ekki um sölu saltsíldar til Sovétríkj- anna,“ sagði Gunnar. Hann sagði að hins vegar væri hugsanlegt að starfsfólkið yrði heima á launum í einn mánuð vegna hráefnisskorts. Gunnar sagðist hafa trú á að hægt yrði að salta síld á Rússlandsmark- að fram í janúar. Hann sagði að hægt væri að minnka tilkostnað við síldarsöltun- ina ef söltunarstöðvunum fækkaði og hver stöð fengi meira magn til söltunar en undanfarin ár. Kristján Ragnarsson hjá Skinney hf. á Höfn í Homafirði sagðist ekki reikna með að þar yrði sagt upp starfsfólki. „Við erum að frysta síldarflök á England og höfum reynt að eyða ekki kvótanum ef Rússasamningurinn skyldi koma. Það fer einnig að styttast í vetrar- vertíðina.“ Kristján sagði að hjá hverri söltunarstöð lægju nokkrar milljónir í umbúðum, sem ætlaðar hefðu verið fyrir Rússasíldina. Búið var að salta í 66.800 tunnur á sunnudagskvöld, en seidar hafa verið um 76 þúsund tunnur af síld til annarra ianda en Sovétríkjanna. Frystihús, sem aðild eiga að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, hafa fryst um 100 tonn af síld á Japans- markað, en Japanir voru tilbúnir að kaupa 3.600 tonn af heilfrystri síld á þessari vertíð, að sögn Sveins Guðmundssonar hjá SH. Sveinn sagði að SH-hús hefðu verið búin- að frysta 3.400 tonn af síld á Evr- ópumarkað á föstudag, þar af 1.800 tonn af heilli síld, en hugsanlegt væri að SH gæti selt samtals 6 þúsund tonn á þann markað. Fljótalax hættir líklega starfsemi FLJÓTALAX í Fljótunum mun líklega hætta seiðaeldi á næst- unni. Fyrir skömmu drapst fjöldi seiða er minkur komst í kalda- vatnsleiðslu og stíflaði hana með þeim afleiðingum að stór hluti seiðanna í í stöðinni drapst. Jón Helgi Guðmundsson, sem á sæti í stjórn Fljótalax, sagði að líklega yrði rekstri stöðvarinnar hætt enda hefði ekki verið mikil starfsemi fyrir. Viðvörunarkerfí fyrirtæksins var ekki í gangi þegar óhappið átti sér stað. Það hafði bilað og áður farið í gang að ástæðulausu. Því var slökkt á því. Að sögn Jóns Helga voru seiðin ótryggð og því kæmi vart annað til greina en að hætta rekstrinum. „Við verðum hinsvegar ekki gjald- þrota og munum standa við skuld- bindingar okkar," sagði Jón. Seiðin sem drápust voru eldri seiðin og hefði þeim verið slátrað að ári. Á annað hundrað þúsund seiði eru eftir í stöðinni en þau eru yngri en þau sem drápust og verð- ur ekki slátrað fyrr en eftir tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.