Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21: -NÓVKMBKR 1-989 Minning: Bergur H. Ólafs- son, vaktformaður Fæddur 17. júlí 1923 Dáinn 9. nóvember 1989 Sípastliðinn föstudag var Bergur H. Ólafsson starfsmaður Strætis- vagna Reykjavíkur til meira en þijátíu ára jarðsettur frá Fossvogs- kirkjunni í Reykjavík. Við Bergur vorum samstarfs- menn í þau átta ár hjá SVR sem ég starfaði þar, eða árin 1976 til 1984. Alla þá tíð var Bergur vakt- formaður á C-vaktinni sem ég var lengst af á. Svo að af þvi leiddi að hann var yfirmaður minn mestallan tíma minn hjá vögnunum. Það var einstakt að lengst af var samband okkar Bergs með því besta sem gerðist innan fyrirtækisins, þó svo að örlögin höguðu því þannig til að leiðir skildu á dapurlegan hátt við brotthvarf mitt frá fyrirtækinu. En það er aftur annað mál. Við Bergur vorum líka ferðafélagar til nor- rænna starfsbræðra okkar í tvígang fyrr á þessum áratug. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið skemmtilegt að ferðast með Bergi og Elsu konunni hans, öðru nafni Elísabetu Lárusdóttur. Hvað um það. Á þessum tíma- mótum þegar rekunum er kastað yfir kistu Bergs H. Ólafssonar í heimi hér er rétt að minnast á og þakka fyrir nokkur atriði þar sem leiðir okkar lágu saman. Þar ber öllum þeim sem þiggjendur voru; mér, öðrum samstarfsmönnum SVR sem og að ógleymdum far- þegum strætisvagnanna, að færa þakkir sínar hvað sem öðru Kður. Það sem gera mun Berg H. Ólafs- son ódauðlegan öðru fremur sem starfsmann Reykjavíkurborgar, sem og persónu undir eigin for- merkjum, — til hinnar ókönnuðu framtíðar, er án nokkurs efa for- ysta hans meðal okkar vagnstjóra SVR gegn því alvarlegasta tilræði sem gert hefur verið við strætis- vagnaþjónustu höfuðborgarinnar þessa hálfu öld sem fyrirtækið hefur starfað. En það var þegar vinstri borgarstjórnarmeirihlutinn hér í Reykjavík árin 1978 til 1982 ætlaði að nauðga SVR til að kaupa tvo tuttugu Trabant-strætisvagna- skammta af Ikarusgerð. Samtals ijörutíu Moskvits-Ikarus-vagna átti semsagt að kaupa handa farþegun- um til að ferðast í með tilheyrandi ótöluiegum og ómældum óþægind- um. En aldrei hefur alvarlegra til- ræði verið gert við Strætisvagna Reykjavíkur fyrr né síðar en með þessari óheillaaðför. Síðari tíma sagnfræðingar eiga eftir að leiða það betur í ljós og bakgrunn og hugarfar félagshyggjufólksins í þessari atlögu bæði faglega og fjár- hagslega. Með gildum rökum má segja að strætisvagnakerfið hefði annað- hvort hreinlega hrunið til grunna í frumparta sína með þessum óstjórnlega vanhugsuðu gerræðis- aðferðum vinstri borgarstjórnar- meirihlutans — eða þá beinlínis að kaupa hefði þurft strax fljótlega á eftir aðra fjörutíu alvörustrætis- vagna til að aka Reykvíkingum um borgina. Það hefur að mínu mati aldrei almennilega verið upplýst gagnvart almenningi hvernig tókst að afstýra þessu yfirvofandi stórslysi borgar- yfirvalda á þessum tíma. Það skal því upplýst hér að Bergur H. Ólafs- son sem þá var fulltrúi okkar starfs- manna SVR í stjórn SVR vann að því máli meira en nokkur okkar hinna vagnstjóranna eða annarra að upplýsa stjórnendur borgarinnar um hvaða vá fyrir dyrum stæði eiginlega. En þar á bæ voru undir- tektirnar vægast sagt afar rýrar hjá flestum vinstri stjórnmálamönn- um borgarinnar. Þetta þekkti ég best því í þessum slag stóð ég með Bergi sem og mörgum öðrum góð- um mönnum. Og ég vissi alveg í hverskonar flórmokstri Bergur þurfti þá að standa jafnt innan fyrirtækisins sem után. Það var hreint ekki öfundsvert verk. Hvað þá metið að verðleikum. Svo mikið var víst. Bjargvætturinn okkar í grasinu var sem betur fer einn illa undirgef- inn vinstri borgarfulltrúinn þá í borgarstjórninni. Það var annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. En fyrir bein og óbein verk Bergs tókst * Albert Olafsson skólastjóri — Minning Fæddur 17. júlí 1902 Dáinn 25. september 1989 Albert Ólafsson skólastjóri and- aðist í Oppdal í Noregi 25. septem- ber sl. Hann fæddist í Desey í Norðurárdal 17. júlí 1902. Foreldr- ar hans voru hjónin Ólafur Ólafs- son, ættaður úr Borgarfirði, og Guðrún Þórðardóttir Jónssonar hreppstjóra á Brekku í Norðurárd- al. Albert var yngstur 11 systkina. Þau voru: Elín húsfreyja á Háreks- stöðum í Norðurárdal, Þorbjörn bóndi á Hraunsnefi í Norðurárdal, Halldór bóndi í Tjaldanesi í Dölum, Þórður bóndi á Brekku í Norðurárd- al, Þorbergur rakari í Reykjavík, Jórunn húsfreyja á Hamrahól í Holtum, Kristín, dó fimm ára, Ástríður húsfreyja á Selfossi, Ólaf- ur kristniboði, síðast búsettur í Reykjavík. Helga býr í Danmörku og er nú ein eftirlifandi þeirra Deseyjarsystkina. Albert fór til Norges 18 ára gamall, en þá var Ólafur bróðir hans kominn þangað og voru þeir þar saman í skóla. Ólafur fór svo til Kína og var þar kristniboði i mörg ár, en Albert var áfram í Noregi. Hann var fyrst 12 ár kenn- ari við Sagavoll Folkehöjskole i Gvarv á Þelamörk, og síðan skóla- stjóri í Oppdal til ársins 1969, er hann fór á eftirlaun, en hann hafði alltaf nóg að starfa. Albert skrifaði 11 barnabækur og hefur eitthvað af þeim verið þýtt á dönsku og ein þeirra verið lesin þar í útvarpi. Tvær bækur hans hafa verið þýddar á íslensku. Albert var mjög listfengur og skar mjög mikið út í tré og eru til margir fallegir munir eftir hann. Hann málaði líka töluvert af mynd- um, allar frá íslandi og flestar úr Norðurárdalnum. Honum þótti allt- af mjög vænt um dalinn sinn. Albert kom oft heim til íslands okkur að fá Sjöfn á band okkar vagnstjóranna og standa gegn þessum óheillakaupum sem fyrir dyrum stóðu. Að styðja þess í stað tillögu Bergs í stjórn SVR og okkar vagnstjóranna og minnihlutans þá- verandi í borgarstjórninni að taka fremur tilboði upp á 20 sænsk- íslenska Volvo-strætisvagna. Sem Sjöfn sem betur fer gerði. Þó ég sé nú nánast algjörlega -á móti fálkaorðuflandrinu öllu saman þá finnst mér að hér þurfi að gera undantekningu frá því göfuga markmiði mínu að leggja orðuveit- ingarnar algerlega niður í núver- andi mynd, eins smekklaus og þorri þeirra er í dag — og veita frú Sjöfn og Bergi og öðrupi sem skilið eiga allar fálkaorðutegundirnar sem til eru fyrir hönd reykvískra strætis- vagnafarþega og okkar starfs- manna SVR, fyrir áræðið sem þau sýndu gegn því annars ljóta máli öllu saman. Eg veit það vel að það eru ekk- ert allir vinstri sinnar í borgarmál- um mér sammála í málinu enn — þótt síðar meir verði. En það verður samt að segja hlutina eins og þeir eru ellegar þegja algerlega um þá. Því má ekki heldur gleyma að þeir umburðarlyndu vinstrimenn refsuðu síðan borgarfulltrúanum sínum á hinn vanalega sovéska hátt (!!) (frekar líklega rúmenska í dag !!!) með því að sparka henni af framboðslistanum í næstu kosning- um. Og hefur hún verið úti í kuldan- um þar að mestu leyti síðan. En Ikarus-slysinu var samt að lang- mestu Ieyti afstýrt þrátt fyrir góðan ásetning stjórnmálamanna til að kaupa þá vagna þvert ofan í vitnis- til mikillar ánægju fyrir okkur frændfólkið. Það geislaði frá honum lífsgleði og kraftur og var hann okkur öllum mjög kær. Albert sagði mér að mesta gæfa í lífi sínu hefði verið er hann kvæntist ungri, fallegri og yndislegri norskri stúlku, Maríu Dörum (oft kölluð rósin í dalnum). Þau gengu í hjónaband í Þrándheimskirkju árið 1928. Þau lifðu saman í hamingjusömu hjóna- bandi í 61 ár j>g eignuðust 2 dætur: Gunnvöru, gift Ivari Horvli flugstjóra og eiga þau tvö börn og búa í Osló, og Dagnýju sem er gift Leif Horvli verkfræðingi og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Þau búa í Oppdal og er þetta allt yndislegt fólk. Eg var svo lánsöm að vera oft gestur á heimili Alberts og Maríu og þaðan á ég margar góðar og skemmtilegar minningar. Þau voru svo samtaka um að láta manni líða vel enda gestrisin, kát og skemmti- leg. Heimili þeirra þótti sérstaklega listrænt og fallegt og áttu þau mikið saf'n góðra íslenskra og nor- skra bóka og voru ófáar stundirnar sem Albert notaði til lesturs. Albert var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1973 og einnig fékk hann verðlaun úr sjóði Torgeir Andersen-Rysst 1978. Við frændfólkið og vinir hér á ís- landi kveðjum kæran vin, sannan mann, sannan Islending. Ég sendi Maríu, Gunnvöru, Dagnýju og Ijölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Albert föðurbróður mínum þakka ég allt og bið honum guðs friðar. Blessuð sé minning hans. Svava Þorbjarnardóttir burð allra sérfræðinga og annarra aðila sem könnuðu tilboðin í vagna- kaupin á þessum tíma. Samt sem áður voru þrír Ikarusvagnar keypt- ir „til prufu“, sem síðan gjörsam- lega féllu á „prufu“prófinu eins og spáð hafði verið hér í Reykjavík — sem og annars staðar þar sem þeir voru prófaðir, mér og langflest- um öðrum starfsmönnum og far- þegum til verulegs léttis og óbland- innar ánægju. Þetta framtak Bergs frekar en nokkurs annars einstaklings ber að minnast á hér og þakka á þessum tímamótum. Því þó ég teldi mig vinna allmikið í þessu erfiða máli og standa Bergi nærri í öllu streð- inu í þessu stórundarlega og fá- gæta og einstaka strætisvagna- stríði sem mannkynssagan greinir frá, þá lék aldrei neinn minnsti vafi á því að höfuðöxull baráttunn- ar lá í gegnum hann og endalaus samtöl og símtöl hans við stjórn- málamenn og embættismenn dag eftir dag. Þá var gaman að starfa með Bergi sem langoftast áður einnig. Og hjólin tóku að snúast í rétta átt og enduðu að lokum í farsælli höfn eins og kunnugt er. Ég vil því óska þess að allt heið- arlegt fólk sem þetta mál varðar, farþegar og aðrir, hafi þessi verk vel í huga þegar þakka skal fyrir forsjónina sem hér hafði verið að verki. Strætisvagnafarþegar ókom- inna ára og áratuga munu standa í ómælanlegri þakkarskuld við Berg H. Olafsson fyrir að hafa komið hinni sænsk-íslensku Volvo- og Scania-völundarsmíð í gegnum nál- arauga borgaryfirvalda-hírarkísins sem þá réð ríkjum hér í bæ. Gefi góður Guð okkur þau örlög að þetta sama svokallaða félags- hyggjufólk sem þá reið hér um hérað leiti sér að annarri vinnu frekar en við að stjórna borginni okkar aftur. Hitt atriðið sem þakka ber er raunar tvenns konar. Annars vegar fyrir lengst af mjög gott samstarf okkar Bergs hjá vögnunum. Það var sannarlega undantekning — á meðan á því stóð frá mínum bæjar- dyrum séð. Annað verður ekki hægt að segja með sanni. Hins vegar fyrir ferðalögin tvö þar sem við fórum saman í nokkurs konar undirbúningsferðir til Norðurland- anna til að reyna að koma á sæmi- legu samstarfi íslenskra vagnstjóra við starfsbræður sína á hinum Norðurlöndunum. En allir aðrir vagn'stjórar Norðprlandanna höfðu þá hist áratugum saman í formleg- um og óformlegum samtökum, á meðan við íslensku furðudýrin ýmissa hluta vegna höfðum alveg einangrast frá þessu skemmtilega samstarfi. Þetta samstarf er meðal annars fólgið í árlegri góðakstur- skeppni vagnstjóranna og gagn- kvæmum heimsóknum landa á milli. Fyrri ferðin var til Noregs árið 1980 og hin síðari til Finnlands árið 1983. Á þessum tíma reyndi verulega á samstöðu innan íslenska hópsins því við áttum undir högg að sækja með flest allt við að reyna að hanga í þessu samstarfi. Og hvað sem smákóngar af ýmsu tagi vilja segja í dag og þakka sjálfum sér fyrir þá verður því tæplega á móti mælt að ein aðalkjölfestan í þessum erf- iðu byijunarsporum var enginn annar en Bergur H. Ólafsson sjálf- ur. Fyrir einstaklega góða ferð og einstaklega góða ferðafélaga undir athugujum augum Bergs og ann- arra framan af var þetta bæði mögulegt og hægt, og reyndar stór- skemmtilegt. Þá var líka gaman að vera til. Betri samstarfsmann og ferðafélaga var tæpast hægt að finna en í Finnlandsferðinni sumar- ið 1982. Fyrir þessi atriði hér skal þakkað á þessari stundu. Því þótt leiðir okkar Bergs hafi skilið síðar meir á sársaukafullan hátt þá ber að geta þess sem gott var og vel var og er gert. Það skulum við því gera hér og nú — allir sem hlut eiga að máli. Strætisvagnafarþegarnir ekki síst. Því hvað sem sagt er þá er ýmislegt sem gerði Berg H. Ólafs- son öðru vísi persónu en flest annað fólk sem ég kynntist á þessum stormasömu árum okkar hjá Stræt- isvögnunum. Og oft þegar síst var von á voru kímnigáfu Bergs lítil takmörk sett og létti verulega á aðstæðum. Alltaf var nauðsynlegt og gott að hlæja að hlutunum annað slagið. Það var alveg bráð- nauðsynlegt, þótt alls ekki allir augljóslega skilji það enn í dag. Það má ekki heldur gleyma að minnast á það hér. Alls ekki. Magnús H. Skarphéðinsson t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 22. nóv- ember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Elliheimilissjóðinn, Siglufirði. Bjarki Adolfsson, Gunnvör Joensen, Einar Adolfsson, Halldóra Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÞORGILSSONAR, frá Bolungarvik, Hjarðarholti 11, Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Sæunn Guðjónsdöttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, FANNEYJAR ÞORVARÐARDÓTTUR, Hrafnistu, áðurtil heimilis í Ystabæ 13, Reykjavík. Ragnheiður Jónasdóttir, Pálmar Vfgmundsson, Gísli H. Jónasson, Viktoría Karlsdóttir, Unnur Jónasdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson, Jóhann R. Jakobsson, Sigríður A. Pálmadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.