Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
©1987 Unlversal Press Syndicale
v þurftir&u oÁ segjcu-fretto-mönnunum
ab 09 vaeri 5?aro,?"
IP22
O O O O
o o o o
oooooo oooo
oooooo oooo
Biður bara um frí sem
eftir er dagsins ...
HÖGNI HREKKVÍSI
í,.,
Þessir hringdu ...
Góður nágranni
Gréta Jónsdóttir hringdi:
„Nú er margt skrifað um Jósa-
fat Arngrímsson en ég vil að það
komi fram að hann var nágranni
okkar í mörg ár og reyndist okkur
mjög góður vinur á allan hátt.“
Slæmt orðbragð
Halldóra hringdi:
„Ég get ekki orða bundist
vegna orðbragðs í Stundinni okk-
ar sunnudaginn 12. nóvember.
Þar var Eddi efnafræðingur að
sýna kúnstir sem voru saklausar
og ekkert við þeim að segja. Á
eftir honum var Ljónið með ein-
hvers konar galdara sem ég ætla
að gagnrýna. Hann sagði setningu
sem mér misbauð, ekki síst vegna
þess að þarna var verið að tala
til yngstu kynslóðarinnar. Ljónið
galdraði reyk um allt herbergið
og sagði síðan: „Opnist allar flóð-
gáttir vítis“. Mig langar vinsam-
lega að biðja umsjónarfólk þáttar-
ins að gæta betur að orðbragðinu.
Þetta er jú ætlað yngstu kynslóð-
inni og mér er ekki sama hvað
borið er á borð fyrir mín börn.“
Gleraugu
Gleraugu með dökkum umgerð-
um fundust við skýlið á horni
Réttarholtsvegar og Bústaðarveg-
ar í byijun júlí. Eyrnalokkur með
bleikuin steini í tapaðist á svipuð-
um tíma. Síminn er 83838.
Bankastjóri
Kona hringdi:
„Það er virðingarvert af
bankaráði Búnaðarbankans að
velja bankastjóra úr röðum starfs-
manna bankans en ekki einhvern
pólitíkus eða kaupfélagsstjóra."
Úr
Úr fannst í Skerjafirði fyrir
nokkru. Upplýsingar í síma
75159.
Góð dagskrá
Hlustandi hringdi:
„Mig langar til að hrósa Aðal-
stöðinni fyrir góða dagskrá. Þar
er leikin þægileg tónlist sem fellur
vel að smekk þeirra sem komnir
eru á miðjan aldur. Þá vil ég
þakka fyrir þáttinn Sálartetrið og
hafði ég mjög gaman af síðasta
þætti. Ég vona að Aðalstöðin
haldi áfram á sömu braut.“
t
Avöxtun sf:
Reynt að fá brénn greidd
Vegna framkominna fynr-
spurna óskar Þórður Jónasson,
Hagsmunasamtökum Ávöxtunar-
bréfaeigenda, að koma eftirfar-
andi á framfæri:
Hagsmunasamtökin hafa reynt
og reyna enn að fá bréfin greidd.
Umboðsmaður Alþingis hefur haft
málið til meðferðar frá því í vor,
og mun embættið mikiq hafa unnið
að málinu og gera enn. Óvíst er
hvenær umsögn liggur fýrir en
vonast er til að það verði á þessu
ári. Meðan málið er hjá umboðs-
manni er það nánast í biðstöðu.
Umsögn hans vegur þungt og getur
haft afgerandi áhrif á málið. Þegar
sú umsögn liggur fyrir, svo og
afstaða fjármálayfirvalda, verður
kallaður saman fundur, niðurstöður
kynntar og frekari ákvarðanir tekn-
ar.
Talað hefur verið við íjármála-
yfirvöld og óskað viðunandi lausnar
á málinu. Vonast er til að umsögn
umboðsmanns hjálpi þar til. Frið-
samleg lausn er ákjósanlegust fyrir
alla aðila málsins eða a.m.k. flesta.
Ef hún fæst ekki og fólk sér fram
á að tapa verulegum ij'ármunum
er dómstólaleiðin eftir. Sú leið er
tímafrek og ekki er að vænta að
þetta mál fengi fljótari meðferð en
önnur. RLR og ríkissaksóknari hafa
nú verið með mál Ávöxtunar sf. í
rúmt ár, og ekki veit ég til að þau
hafi enn verið kærð til dómstóla.
Það hefur verið talað við skila-
nefnd oftar en einu sinni, nú síðast
í haust. Búist hefur verið við frétt-
um frá henni og var gert ráð fyrir
þeim í september sl. þegar hún
varð ársgömul, en ekkert fréttist
enn. Skilanefnd er í raun stjórn
verðbréfasjóð Ávöxtunar sem enn
eru starfræktir, en nú sem inn-
heimtufyrirtæki. Sem slík hlýtur
nefndin að hafa gert ársreikning
og sent viðskiptaráðuneyti og
bankaeftirliti. Ekki hefur frést af
þeim framkvæmdum. Síðast mun
skilanefnd hafa látið í sér heyra í
janúar í ár.
Okkur í samtökunum finnst hægt
að ganga og biðin löng. Þess er þó
vart að vænta að málið gangi eins
og hugur manns. Þetta er hið
versta mál að því er haft var eftir
einum Seðlabankastjóranum í DV
fyrir nokkru. Fólk er beðið að hafa
nokkra biðlund enn þar til mál hafa
skýrst og fyrir liggur hver lausn
verður í sjónmáli, og þá hvort hægt
verður að leysa þetta mál yfirleitt
með friði. Strax þegar niðurstöður
liggja fyrir verður kallaður saman
fundur.
Víkyerji
Það er til sérstakrar iyrirmyndar,
hvað búið er að leggja þægilega
og skemmtilega göngustíga í Heið-
mörk. Töluverður fjöldi fólks stundar
gönguferðir þar, ekki sízt um helgar
og nú er búið að auðvelda þær göngu-
ferðir mjög með því að ganga frá
göngustígum, sem eru smekklega
gerðir og falla vel að umhverfi.
Þetta minnir Víkveija hins vegar
á, að æskilegt væri að ganga betur
frá göngustígunum í Fossvogsdal -
eða Fossvogi eins og sumir vilja kalla
það svæði . Þar myndast í rigningum
stórir pollar, sem erfitt er að komast
fram hjá. Ekki þarf að gera annað
en bera svolítið myndarlega ofan í
þessa polla til þess að aðstæður verði
viðunandi. Þessu er hér með komið
á framfæri við rétta aðila.
skrifar
Víkveija varð aldeilis á í mess-
unni, þegar hann af hógværð
fór fram á það við Ríkissjónvarpið
að sýna tónleika Ilorowitz í Moskvu
í virðingarskyni við miningu þessa
mikla píanósnillings. Það kom sem
sé í ljós, eins og lesa mátti í dálkum
Velvakanda í síðustu viku, að tónleik-
arnir hafa verið sýndir í sjónvarpinu.
Það er alveg rétt hjá talsmanni Ríkis-
sjónvarpsins, að blaðamenn eiga að
kanna heimildir sínar betur áður en
þeir lyðjast fram á ritvöllinn. Víkveiji
mun láta sér þetta að kenningu verða!
En m.a.o. - er ekki hægt að endur-
sýna þessa tónleika? Þeir hafa áreið-
anlega farið fram hjá fleirum en
Víkveija!
xxx
ér í þessum dálki var fyrir viku
haft orð á undarlegum gatna-
mótum, sem verið er að gera, þar
sem ekið er frá Nýbýlavegi og Kái-s-
nesbraut í Kópavogi inn á Kringlu-
mýrarbraut. Nú hafa þessar fram-
kvæmdir tekið á sig skýrari mynd
en þama er verið að koma fyrir
umferðarljósum, sem er gott. Eitt
vill Víkveiji þó benda þeim á, sem
að þessum framkvæmdum standa.
Nýi kanturinrj, sém steyptur hefur
verið veldur jmiklum þrengslum á
þessari beygju 'Þegar ekið er úr vest-
urbæ Kópavogs og beygt til vinstri
inn á þessa akrein þarf ökumaður
að gæta sérstaklega að sér til þess
að lenda ekki upp á hinum stein-
steypta kanti. Þeir geta prófað þetta
sjálfir, sem framkvæma verkið.
Hönnun kantsins er ekki í lagi!