Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 266. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjölmennustu mótmæli í Tékkóslóvakíu í 20 ár: Um 200.000 manns krefj- ast afsagnar ráðamanna Prag. Reuter, The Daily Telegraph. RÚMLEGA 200.000 manns komu saman í Prag, höfuðborg Tékkó- slóvakíu, í gær og kröfðust þess að harðlínukommúnistar þeir sem stjórna landinu legðu niður völd. Fréttir bárust einnig af fjölmenn- um mótmælum í borgunum Brno, Bratislava og Liberec. Forystu- menn tveggja tékkneskra smáflokka, sem fram til þessa hafa fylgt kommúnistum í einu og öllu, fordæmdu í gær ofbeldisverk öryggis- sveita er þeim var sigað á mótmælagöngu lýðræðissinna í Prag á fostudagskvöld. í Austur-Berlín var skýrt frá því að ákveðið hefði verið að hætta við fyrirhugaða heimsókn Egons Krenz, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins, til Tékkóslóvakíu. Mótmælin. í Prag í gær voru að sögn viðstaddra fjórum sinnum fjöi- mennari en ganga iýðræðissinna um borgina á föstudagskvöld. Aldr- ei áður hafa svo margir komið sam- an til að lýsa vanþóknun sinni á stefnu valdhafa frá því að herafii Sovétmanna og Varsjárbandalags- ins réðst inn í Tékkóslóvakíu árið 1968. Fólkið hrópaði „frelsi, frelsi“ og hvatti Milos Jakes, leiðtoga tékkneskra kommúnista, til að hverfa frá völdum með þessúm orð- um: „Þessu er lokið, Milos. Við vilj- um ekki hafa þig lengur". Mann- fjöldinn safnaðist saman á Wenc- eslas-torgi í miðborginni og margir báru fána Tékkóslóvakíu. „Nú er nóg komið,“ hrópaði fólkið í kór. Fremstir fóru tveir námsmenn með blóði drifinn fána landsins. Öryggis- sveitir fylgdust með en ekki kom tii átaka. Stjórnvöld kváðust í gær- kvöldi vera reiðubúin til að beita sér fyrir pólitískum og efnahagsleg- um umbótum en bættu við að „and- sósíalískt hugarfar“ myndi ekki greiða fyrir þeim. Andófsmenn hafa fullyrt að ung- ur námsmaður hafi beðið bana er öryggissveitir létu til skarar skríða Sameiningar krafist í mið- borg Leipzig Leipzig, Austur-Berlín. Reuter. Rúmlega 100.000 manns komu saman í miðborg Leipz- ig í Austur-Þýskalandi í gær- kvöldi líkt og venjan hefur verið á mánudagskvöldum. Fólkið krafðist stjórnmálaum- bóta og frjálsra kosninga en við- staddir höfðu á orði að aldrei áður hefði borið jafnmikið á kröfu um sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. „Þýskaland - eitt föðurland", sagði á einu spjaldinu sem haldið var á lofti er mannfjöldinn hélt inn á Karl Marx-torg í miðborginni. I gær- kvöldi bárust einnig fréttir af fjölmennum mótmælum í Dres- den, Halle, Schwerin og Cottbus. Rudolf Seiters, ráðherra og aðstoðarmaður Helmuts Kohls, kanslara V-Þýskalands, ræddi í gær við austur-þýska ráðamenn í A-Berlín. Viðræðurnar snerust einkum um umbótaáform stjórn- valda og skilyrði hugsanlegrar efnahagsaðstoðar V-Þjóðveija. gegn stjórnarandstæðingum í Prag á föstudagskvöld. Heimildarmenn Reuíers-fréttastofunnar sögðu í gær að þeir væru teknir að efast um að frétt þessi ætti við rök að styðjast. Tveir smáflokkar, Sósíal- istaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn, fordæmdu í gær þá hörku serri ör- yggissveitirnar sýndu á föstudags- kvöld er um 100 andófsmenn voru handteknir. Sagði í yfirlýsingu Sós- íalistaflokksins að ítrekuð valdbeit- ing yfirvalda væri áfall fyrir tékkn- esku þjóðarsálina. Yfirvöld kváðu hörkuna hins vegar réttlætanlega Sjá fréttir á bls. 25. Hluti mannQöldans sem safnaðist saman á Wenc- eslas-torgi í miðborg Prag í gærdag. Talið er að um 200.000 manns hafi krafist valdaafsals kommúnista í Tékkóslóv- akíu og eru þetta fjöl- mennustu mótmæli frá innrás Sovétmanna í landið árið 1968. Yfírvöld í Sovétlýðveldinu Georgíu fordæma innlimunina árið 1921: Heilagnr réttur að segja skilið við ríkj asambandi ð Moskvu. Reuter. ÞING Sovétlýðveldisins Georgíu hefur samþykkt breytingu á stjórn- arskrá lýðveldisins sem kveður á um „heilagan" rétt ráðamanna þess til að segja íbúa Georgíu úr lögum við Sovétríkin. Þingið sam- þykkti einnig á sunnudag yfirlýsingu þess efnis að innlimunin í Sov- étríkin árið 1921 er Georgía naut sjálfstæðis hefði verið ólögmæt hernaðaraðgerð. Heimildarmaður Reuters- frétta- stofunnar í Tíflis, höfuðborg Georgíu, sagði að þingheimur hefði KRTN samþykkt stjórnarskrárbreytinguna með öllum greiddum atkvæðum. Skýrt hefði verið frá þessu í blöðum í Georgíu í gær og kæmi þar fram að rétturinn til að segja skilið við Sovétríkin væi'i „heilagur". I ákvæð- inu nýja væri jafnframt kveðið á um að Georgia myndi segja sig tafar- laust úr sovéska ríkjasambandinu reyndu yfii'völd í Moskvu að tak- marka þennan rétt með einhveijum hætti. Þingið samþykkti ennfremur að Georgía hefði verið hernumin í maímánuði árið 1921 er Rauði her- inn hélt yfir landamærin en þetta leiddi til innlimunar í Sovétríkin. Yfirvöld í lýðveldunum Azerbajdz- han og Eystrasaltsríkjunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, hafa á undanförnum mánuðum mjög hert á kröfum sínum um aukið sjálfstæði og þykir nú sýnt að Georgíu-menn hafi bæst í þann hóp. Raunar hefur ekkert fyrrnefndu lýðveldanna birt svo afdráttarlausa yfirlýsingu um réttinn til að segja sig úr ríkjasam- bandinu frá því að Míkhaíl S. Gorb- atsjov innleiddi perestrojku og mál- frelsi í Sovétríkjunum. Mikil ólga hefur verið í Georgíu frá því í apríl- mánuði er rússneskir hermenn myrtu 20 manns í mótmælum í Tíflis. Æðsta ráð Sovétríkjanna hafnaði í gær tillögu stjórnvalda um aukið frelsi einstakra lýðvelda á vettvangi efnahagsmála. Fóru þingmenn frá Eystrasaltsrikju'num fyrir fylkingu þeirri sem andmælti tillögum þessum á þeim forsendum að þær gengju ekki nógu langt. Enn væri gert ráð fyrir hóflausri miðstýringu á til- teknum sviðum. Var stjórnvöldum falið að setja saman nýtt og róttæk- ara lagafrumvarp. Þingmenn frá Litháen og nokkrum öðrum lýðveld- um gengu af þingfundi er ljóst varð að ekki væri ráðgert að þingheimur ræddi mál þetta í þessari viku. Sjá frétt á miðopnu. Bandaríkin: Boðuð fækkun í herliðinu Washingi-on. Reuter. St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morg- unblaðsins. RICHARD Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjón- varpsviðtali á sunnudag að sökum fiárhagsörðugleika í Bandarikjun- um og breytinga í ríkjum Austur-Evrópu, yrði fækkað verulega í herafla Bandaríkjanna. Cheney sagði augljóst að breyt- ingar þær sem átt hefðu sér stað í Austur-Evrópu hefðu áhrif á stöðu öryggismála í álfunni og bætti við líkur á átökum milli austurs og vesturs hefðu aldrei verið minni frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Alríkisstjórnin í Washington vinnur nú að gerð fjárlaga fyrir árið 1991. Cheney vildi ekki láta uppi hversu mikill samdrátturinn yrði en lét þess getið að gert væri ráð fyrir að herstöðvum yrði lokað og líklegt væri að fækkað yrði í herliði Bandaríkjanna í Evrópu. Varnarstefna Breta er einnig í endurskoðun í ljósi atburða í Aust- ur-Evrópu að því er sunnudags- blaðið, The Sunday Times, skýrði frá um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.