Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 34
Bæjarstj órn skorar á stjórnvöld:
Morgunblaðið/Rúnar Þ6r
Á hálum ís
Það getur verið spennandi að kanna hvort ísinn sem lagt hefur
á Pollinum sé mannheldur, en það er líka varhugavert, ef of
langt er farið út. Þessi drengur var í könnunarleiðangri um ísinn
seinnipartinn í gær er ljósmyndari átt leið hjá.
Sjávarútvegsdeild
verði að veruleika
Morgunbl§ðið/Rúnar Þór
Setningabraut gerð við Húsavíkurhöfh
Unnið hefur verið að gerð setningabrautar við höfnina á Húsavík síðustu vikur, en þegar hún verður komin
í notkun mun það auðvelda smábátaeigendum mjög að taka báta sína upp. Hingað til hafa þeir notað
kranabíl til þess verks. Halldór Þorvaldsson hafnarvörður sagði að nokkrar framkvæmdir hefðu verið við
höfnina í sumar, m.a. var dælt töluverðu magni af sandi upp úr höfninni, unnið var við hafnargarðinn og
einnig í brimvörn. Það verk sem mest er aðkallandi varðandi Húsavíkurhöfn, sagði Halldór vera dýpkun
hafnarinnar, hún væri orðin alltof grunn og fragtskip tækju oft niðri eru þau ættu leíð um hana. Á
myndinni eru þeir Kristján, Benedikt og Baldvin við vinnu sína við Húsavíkurhöfn í gær.
„BÆJARSTJÓRN Akureyrar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
tryggja að sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri verði að veru-
leika á árinu 1990. Áætlað er að deildin taki til starfa um áramót,
en tryggja þarf að nauðsynlegt húsnæði og búnaður verði til
haustið 1990.“ Þannig hljóðar ályktun sem bæjarráð Akureyrar
samþykkti á íúndi sínum fyrir helgi og lögð verður fyrir fúnd bæjar-
stjórnar í dag.
í ályktuninni segir ennfremur að
bæjarstjórn telji stofnun háskólans
og ekki síst sjávarútvegsdeildar
eina stærstu og raunhæfustu að-
gerð í byggðamálum á síðari árum.
Þá segir í ályktuninni að bæjar-
stjórn lýsi sig reiðubúna til að út-
hluta Háskólanum á Akureyri
óbyggðu svæði, sem afmarkast af
Þingvallastræti, Byggðavegi, Þór-
unnarstræti og. Hrafnagilsstræti til
Bygging dagvistar
við Þverholt;
Tilboði
frá Möl og
sandi tekið
BÆJARRÁÐ hefúr samþykkt að
taka tilboði frá Möl og sandi hf.
í byggingu dagvistar við Þver-
holt. Reiknað er með að fram-
kvæmdir geti hafist fljótlega.
Tilboðið miðar að byggingu 225
fermetra húss og hljóðar tilboðs-
upphæð upp á rúmar 11,5 milljónir
króna. Undanskilið í tilboði eru
innréttingar, lagnir, málning og
fleira sem áætlað er að kosti tæpar
6 milljónir króna. Auk þess er
undanskilinn laus búnaður, frá-
gangur á lóð og útileiktæki.
Byggingadeild bæjarins hefur
verið falið að ganga frá verksamn-
ingi, en að sögn Ágústar Berg húsa-
meistara er gert ráð fyrir að fram-
kvæmdir við byggingu hússins geti
hafíst um leið og samningurinn
hefur hlotið samþykki bæjarráðs.
Sjallinn:
Borgarafundur um
atvinnumál í kvöld
BORGARAFUNDUR um atvinnu-
mál, sem atvinnumálanefúd Akur-
eyrar efnir til, verður haldinn í
Sjallanum í kvöld og hefst hann
kl. 20.00.
Frummælendur á fundinum verða
Hólmsteinn Hólmsteinsson formaður
atvinnumáianefndar, Sigurður P.
Sigmundsson framkvæmdastjóri
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, Sigfús
Jónsson bæjarstjóri og Þorsteinn
Konráðsson formaður starfsmanna-
félags Slippstöðvarinnar. Fundar-
stjóri verður Jóhann Sigutjónsson
skóiameistari MA.
Á fundinn hafa verið boðaðir þing-
menn kjördæmisins, bæjarfulltrúar
og varamenn þeirra, en fundurinn
er öllum opinn.
áframhaldandi uppbyggingar Há-
skólans á þessum stað. A því svæði
sem um er að ræða er nú tjaldstæði
Akureyrarbæjar.
Allt-hugbún-
aður kynntur
KYNNING á Allt-hugbúnaði verð-
ur haldin á Hótel Norðurlandi í
dag, þriðjudag, frá kl. 13.-19. og
á morgun, miðvikudag er notend-
um þessa hugbúnaðar boðið til
vinnufúndar hjá Felli við Tryggva-
braut 22.
Bókhaldsskrifstofan Fell ásamt
tölvufyrirtækinu Trón mun í sam-
vinnu við Allt-hugbúnað vera með
kynningu á nýrri útgáfu Allt-hug-
búnaðar, sem er aðlöguð að bók-
haldshlið virðisaukaskattsins. Einnig
verða kynntar aðrar nýjungar, svo
sem afstemmingakerfi, spjaldskrá og
strikamerkingar.
(Úr fréttatilkynningu.)
Samdráttur í rekstri FSA:
Fjárveitingar duga ekki til að
reka sjúkrahúsið á fiillum afköstum
FJARVEITINGAR þessa árs
duga ekki til að reka Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri á fúllum
afköstum út árið og í áætlunum
sem gerðar voru varðandi rekst-
ur sjúkrahússins mánuðina nóv-
ember, desember og janúar er
mið tekið af rekstrinum eins og
hann var yfir sumarmánuðina.
Þetta þýðir að þjónusta er nokk-
uð skert. B-deild FSA, sem er
langlegudeild, hefúr ekki verið
opnuð aftur eftir að deildinni
var Iokað í sumar, en sjúklingar
hennar eru vistaðir á öðrum
deildum sjúkrahússins. Rekstrar-
gjöld og ýmsar sértekjur sjúkra-
hússins eru réttum megin við
núllið, en launaliðurinn hefiir
farið fram úr áætlun. Við sex
mánaðaruppgjör kom í Ijós að
hallinn á rekstrinum hafði farið
um 20 milljónum fram úr áætlun-
um.
mánaða uppgjöri og að sögn Hall-
dórs lítur heildarniðurstaðan ekki
illa út.
Þær áætlanir sem unnið er eftir
fýrir síðustu tvo mánuði þessa árs
og þann fyrsta á næsta ári gera ráð
fyrir samdrætti í þjónustu og verður
til að mynda ekki ráðið í þau störf
sem losna á sjúkrahúsinu. Þá er
einnig gert ráð fyrir lítilli starfsemi
yfir jól og áramót, eða frá 20 des-
ember til 3. janúar. „Þó svo að
dregið sé úr starfseminni verðum
við ætíð að hafa í huga að við sinn-
um bráðavakt alla daga allan ársins
hring á öllum deildum, hér getum
við ekki vís_að sjúklingum á önnur
sjúkrahús. í ljósi þessa höfum við
reynt að fá framlag til sjúkrahúss-
ins hækkað, en það hefur ekki
tekist,“ sagði Halldór.
Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri FSA sagði að síðasta ár hefði
komið nokkuð vel út, en þá var
halli á rekstrinum 510 þúsund krón-
ur, eða 0,07% af veltu. Frá því
sjúkrahúsið var sett á fjárlög árið
1983 og fram til ársins 1988 var
halli á rekstrinum á bilinu 1,8-8,4%.
Góða útkomu síðasta árs, segir
Halldór stafa af því að rekstrar-
gjöld og sértekjur hafi komið vel
út, auk þess sem aðhald hafi verið
í rekstrinum, m.a. varðandi fram-
kvæmdir og hluti af fjárveitingu
sem ætluð var til viðhalds hafi
verið notuð til að brúa bilið er á
launaliðinn vantaði.
„Það hefur orðið nokkur bati
varðandi launakostnað á þessu ári
og er hallinn talsvert minni en va_r
á síðasta ári,“ sagði Halldór. Á
þessu ári kom til 4% niðurskurður
á launalið fjárlaga auk þess sem
rekstrargjöld og sértekjur eru ekki
eins mikiar og var á síðasta ári.
Útlitið væri því ekki eins gott varðv
andi afkomuna fyrir þetta ár og
hið fyrra. Við sex mánaða uppgjör
FSA var hailinn um 20 milljónir,
en Halldór sagði að eftir því sem
liðið hefði á árið hefði afkoman
farið batnandi. Unnið er að níu
Dagvistardeild
Fóstrur
Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir
forstöðumanni og fóstrum til starfa við dag-
vistunina Árholt, sem er leikskóli. Starfið er
laust frá 1. febrúar nk.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skúlu berast til deild-
,arinnar fyrir 15. desember. Allar nánari upp-
lýsingar veitir hverfisfóstra í síma 96-24620
alla virka daga milli kl. 10 og 12.
Dagvistardeild Akureyrarbæjar.