Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
29
Kaupfélagsstj órafiindur:
Neyðum ekki kaupfélögin til að
skipta við V erslunardeildina
- segir Guðjón B. Ölafsson, forstjóri Sambandsins
ÁRLEGUR kaupfélagsstjórafundur var haldinn í Sambandshúsinu
Kirkjusandi sl. laugardag, þar sem Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambandsins flutti kaupfélagsstjórum landsins, þrjátíu að tölu, og
forstöðumönnum Sambandsins og samstarfsfyrirtækja yfirlitserindi
um afkomu Sambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs. Forstjórinn
sagði að bati hefði orðið allverulegur á rekstrinum, miðað við sama
tíma í fyrra, og alls hefði tap Sambandsins þetta níu mánaða tíma-
bil numið tæplega 318 milljónum króna, miðað við rösklega 705
milljónir króna á sama tíma í fyrra.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins komu fram á fundinum
verulegar áhyggjur í röðum kaup-
félagsstjóranna af afkomunni og
að ekki hafi tekist að snúa rekstr-
inum á enn betri veg. Ekki mun
hafa verið um neina efnislega nið-
urstöðu að ræða á þessum fundi
kaupfélagsstjóranna.
Forstjórinn greindi frá því að
hagnaður hafi verið af rekstrinum
fyrstu níu mánuðina 317 milljónir
króna, en fjármagnsliðimir hafi
hljóðað upp á rösklega 620 milljón-
ir króna. Heildarvelta Sambands-
ins fyrstu níu mánuðina nam 15,8
milljörðum króna á móti 12 mill-
jörðum króna á sama tíma árið
1988. «
„Vissulega komu fram mestar
áhyggjur á fundinum af stöðu
Verslunardeildar Sambandsins,
enda er það sú deild sem hefur
verið með viðvarandi hallarekstur
í mörg ár,“ sagði Guðjón B. Ólafs-
son forstjóri SÍS í samtali við
Morgunblaðið. „Á fundinum með
kaupfélagsstjóranum ítrekaði ég
þá skoðun mína, að það sé ekki
ýkja flókið mál að versla við 250
þúsund manns. Því bæri að sam-
ræma ákvarðanatöku þar um, en
ekki dreifa henni á 30 kaupfélög.
Hitt er svo annað mál að við neyð-
um ekki kaupfélögin til þess að
versla við Verslunardeild Sam-
bandsins."
Á fundinum heyrðust aftur á
móti í röðum kaupfélagsstjóra þau
sjónarmið að þeir sem stýra þeim
kaupfélögum sem betur standa í
landinu séu ekki reiðubúnir að
afsala sér sjálfsákvörðunarvaldi,
þannig að miðstýringarafl Sam-
bandsins og framkvæmdastjórnar
þess aukist að sama skapi, en það
mun hafa verið ein þeirra hug-
mynda sem forstjórinn reifaði á
fundinum á laugardag. Hann mun
þar einkum hafa átt við samskipti
Verslunardeildar Sambandsins og
einstakra kaupfélaga, en óánægju
hefur gætt með það hjá Verslunar-
deildinni að einstök kaupfélög hafa
ekki verslað „nægilega mikið“ við
Verslunardeildina. Rekstur Versl-
unardeildarinnar hefur verið Sam-
bandinu mjög erfiður, þótt afkoma
deildarinnar sé nú talsvert betri
en á sama tíma í fyrra. Enn er
tapið umtalsvert.
Kaupfélagsstjórar segja aftur á
móti um samskipti sín við Verslun-
ardeildina að þeir muni versla þar
sem hagkvæmast sé fyrir þeirra
fyrirtæki, en það verði ekki gert
að reglu að versla við Verslunar-
deildina einungis vegna þess að
hún sé innkaupastofnun Sam-
bandsins.
Einn kaupfélagsstjóri sagði:
„Auðvitað var þungt í okkur hljóð-
ið og miklar áhyggjur, en þetta
hefur þó eitthvað skánað. Við sem
stöndum sæmilega, viljum ráða
okkur sjálfir áfram. Það má svo
kannski segja um þau kaupfélög
sem era nánast komin á hausinn,
að athuga beri hvort samvinnu-
Á íslandi eru meiri víðáttur
- segir Temma Bell, myndlistarkona
í GALLERÍ Borg stendur nú yfir sýning á verkum myndlistar-
konunnar Temmu Bell. Þar eru 36 olíuverk og er myndefhið
sótt til Reykjavíkur. Temma fæddist í New York árið 1945 og
er dóttir hjónanna Leeland Bell og Louisu Matthíasdóttur. Sýn-
ing hennar í Gallerí Borg var opnuð síðastliðinn fimmtudag
að viðstöddu fjölmenni og seldust þegar á fyrsta degi 16 myndir.
„Það er gaman að heyra hve
góðar viðtökur sýningin hefur
fengið,“ sagði Temma, sem búsett
er í Bandaríkjunum, er Mórgun-
blaðið sló á þráðinn tii hennar.
Temma býr í bænum Warwick,
í um 80 km fjarlægð frá New
York-borg, ásamt manni sínum,
Ingimundi Kjarval, sonarsyni Jó-
hannesar S. Kjarvals, og þremur
börnum þeirra hjóna. „Við eram
með sauðfjárbúskap hér, eitthvað
um 200 kindur," sagði Temma,
sem hefur vinnuaðstöðu á heimili
sínu.
„Það er alltaf gaman að mála
á íslandi, birtan er svo sérstök
og litirnir. Héma í Warwick er
mjög fallegt en það tók mig lang-
an tíma að venjast landslaginu
hér. Á íslandi era meiri víðáttur.“
Temma_kvaðst einkum mála
vatnslitamyndir og gera rissur
þegar hún væri stödd á íslandi,
en nú era sjö ár frá því hún var
síðast hér á landi.
„Á sýningunni era myndir frá
Kleppsveginum, Seltjarnarnesi,
Ránargötu og fleíri stöðum.
Myndefnið er yfirleitt úr nánasta
umhverfi dvalarstaðar míns
hverju sinni,“ sagði Temma Bell.
Temma Bell myndlistarkona.
Guðjón B. Ólafsson
hreyfingin í heiid eigi ekki bara
að yfirtaka rekstur þeirra versl-
ana.“
Ólafur Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Verslunardeýldar
Sambandsins sagði í gær að af-
koma deildarinnar væri um 110
til 115 milljónum króna betri, en
á sama tíma í fyrra, fyrir l'j ár-
magnsliði en hann kvaðst ekki
reiðubúinn til þess að upplýsa um
hver afkoman væri nákvæmlega.
Gott skíðafæri
í Bláflöllum
STÓLALYFTAN í Kóngsgili í
BláQöllum var opnuð um helgina.
Er þetta í annað sinn sem opnað
er svo snemma árs en fyrir þrem-
ur árum var opnað 17. nóvem-
ber. Um 200 manns komu á skíði
um helgina og sagði Guðmundur
Kjerúlf umsjónamaður í Bláfjöll-
um að skíðafæri væri gott.
„Það má vel vera að við opnum
aftur í kvöld, því veðurspáin er
góð,“ sagði Guðmundur. Um
síðustu helgi snjóaði talsvert í Blá-
fjöllum en í vikunni gekk á þann
snjó og sagði hann að öllu væri
óhætt ef skíðafólk héldi sig við
troðnar brautir. „Það er engin
hætta fyrir vant fóík en við viljum
ekki hleypa óvönum í fjallið. Við
treystum á dómgreind fólks og for-
eldra að senda ekki óvana hingað
til að byrja með,“ sagði Guðmundur.
‘ndu-
í sundur
ar þannig háttað að Gorbatsjov
væri hræddur við að beita valdi til
þess að hefta framgöngu sjálfstæð-
ismála í Eystrasaltsríkjunum. Ef
hann gripi til valdbeitingar þar
myndi hann tapa pólitískum inni-
stæðum sínum erlendis á svip-
stundu. Hann yrði í sömu sporam
og Deng Xiaopeng í Kína sem tap-
aði allri virðingu á Vesturlöndum á
einum degi þegar hann sigaði hem-
um á námsmenn á Torgi hins himn-
eska friðar í byijun júní sl. Skrif-
ræðið í Sovétríkjunum stæði að
baki Gorbatsjov einmitt vegna þess
að hann nýtur álits utan landamæra
Sovéríkjanna en hins vegar væri
sovéska valdakerfið andvígt glastn-
oststefnunni og myndi reyna að
losa sig við Gorbatsjov strax og
hann tapaði áliti utan Sovétríkj-
anna. Gorbatsjov væri þannig með
sínum hætti fangi eigin vinsælda
erlendis þegar að því kæmi að taka
ákvarðanir sem lytu að valdbeitingu
til þess að halda aftur af þjóðernis-
þróuninni í lýðveldunum.
Voslensky sagði að almenningur
í Sovétríkjunum vildi fjölflokkakerfi
og ftjálsar kosningar. Fólkið vildi
fá að ráða málum sínum sjálft og
njóta sama frelsis og væri á Vest-
urlöndum þar sem efnahagsaðstæð-
Morgunblaðið/Bjarni
Michael Voslensky flytur fyrir-
lestur sinn á fundi Samtaka um
vestræna samvinnu og Varð-
bergs.
ur og lífskjör væru mun betri en í
Sovétríkjunum. Á hinn bóginn væri
ljóst að innan Sovétríkjanna óttuð-
ust margir, og æ fleiri, borgara-
styijöld og héldu því að sér höndum.
Fjölgar í hernum
Að loknum fyrirlestrinum svaraði
Voslensky fyrirspurnum og snerust
þær einkum um það hvort Sovét-
menn myndu beita valdi og við
hvaða aðstæður. Þá veltu fyrir-
spyijendur því fyrir sér hvort líta
bæri á þróunina í Sovétríkjunum
og Austur-Evrópu sem lið í því að
gera Vesturlönd andvaralaus svo
að þau yrði auðveldari bráð síðar
þegar hinu mikla hervaldi Sovétríkj-
anna yrði beitt til þess að ná fram
markmiðum þeirra.
Voslensky sagði að 3,6 milljónir
manna hefðu verið í sovéska hern-
um þegar Leonid Brezhnev lét af
völdum á sínum tíma. En nú væra
hermennirnir 5,7 milljónir. Þannig
hefði þeim fjölgað um 2 milljónir
og einkum nú síðan 1985 þegar
Gorbatsjov tók við völdum. Hann
hefði sagt að fækkað yrði í hernum
um 500 þúsund þ.e.a.s. niður í 5,2
milljónir. En þessi fækkun væri
lítils virði í raun því að ætlunin
væri fyrst og fremst að losa herinn
við þá sem ekki dygðu til að gegna
skyldum innan hans vegna heilsu-
leysis eða annarra aðstæðna. Það
væri athyglisvert að í sovéska hern-
um væra tveimur milljónum fleiri
hermenn en í Kína þótt íbúar Kína
væru tæplega fjóram sinnum fleiri
en Sovétríkjanna. Og ef litið væri
til Austur-Evrópu allrar væru þar
sjö milljónir hermanna undir vopn-
um. Menn hlytu að spyija sig hvers
vegna stjórnir kommúnistaland-
anna teldu sig þurfa á svo miklum
herafla að halda og ættu vestrænir
stjórnmálamenn að leggja spurn-
ingar um það fyrir Gorbatsjov þeg-
ar þeim gæfist tækifæri til að ræða
við hann.
Eiturgasi beitt
Þegar Voslensky svaraði fyrir-
spurn um þann atburð sem varð í
Tiblisi í höfuðborg Georgíu fyrr á
þessu ári þegar eiturgasi var beitt
gegn friðsömum mótmælum al-
mennings sagði hann engan vafa á
því að þar hefði verið um ásetnings-
verk að ræða til þess að hræða fólk
frá því að efna til mótmæla. Hern-
um hefði verið beitt gegn fólkinu
ekki til þess að dreifa því heldur
til þess beinlínis að gera út af við
það. Það væri enginn vafi á því að
Gorbatsjov sjálfur hefði verið hafð-
ur með í ráðum áður en til þessa
fólskuverks var gripið. Hann hefði
verið í Moskvu á þessum tíma og
herforinginn sem fyrirmælin gaf
hefði ekki gert það án leyfis Gorb-
atsjovs. Til Tiblisi hefðu verið send-
ir hermenn beint af vígvellinum í
Afganistan og þeir hefðu ekki vílað
fyrir sér að myrða sakiausa borg-
ara. Aðgerðin hefði átt að sýna öll-
um bæði innan Georgíu og annars
staðar hvað þeir gætu átt í vændum
ef þeir gengju of langt að mati
stjórnvalda í mótmælaaðgerðum.
Síðan hefði komið í ljós að grimmd-
arverkið hefði ekki borið tilætlaðan
árangur. Fólk héldi áfram að mót-
mæla.
Það væri athyglisvert að fylgjast
með því hvernig yrði tekið á mót-
mælum í Eystrasaltslöndunum. Þar
hefðu stjórnvöld oftar en einu sinni
gengið lengra en Gorbatsjov hefði
talið eðlilegt. Þau hefðu með öðrum
orðum ekki hlýðnast fyrirmælum
hans. Hins vegar hikaði hann við
að beita valdi og í sjálfu sér mætti
halda að honum væri næst skapi
að leyfa sem mest frelsi í Eystra-
saltsríkjunum bæði í efnahagsmál-
um og að því er varðar málfrelsi
en á hinn bóginn væru skriffinnarn-
ir, valdahóparnir, hræddir við þró-
unina. Þótt ekki byggi nema rúm-
lega milljón manna til dæmis í Eist-
landi væri ekki unnt að halda aftur
af þeim mannfjölda og síðan kæmu
fleiri ríki og stærri eins og til dæm-
is Úkranía þar sem um 50 milljónir
búa.
Hætta á borgarastyrjöld
Voslensky sagði að það væri
tæknilegt atriði að velta því fyrir
sér hvort til vopnaðra átaka innan
Sovétríkjanna kæmi. Það hefði sýnt
sig til dæmis í Nagorno Karabakh
að almenningi væri ekki of erfitt
að afla sér vopna og það myndi
eiga eftir að koma í ljós, ef mál
þróuðust á þann hátt, sem flestir
sem hann ræddi við frá Sovétríkjun-
um héldu, að til borgarastyijaldar
kæmi innan landsins.
Hann sagði að það væri í and-
stöðu við rússneskar hefðir að her-
foringjastjórn yrði í landinu. Það
hefði síðast gerst 1801. Hins vegar
taldi hann að það yrði ekki verri
stjórn en nú er, að herforingjar
tækju völdin í Sovétríkjunum. Al-
ræðisstjórn flokksins væri með þeim
hætti að hún endurnýjaði sig sjálf
og það væri ekki auðvelt að bylta
henni eins og sagan sýndi. Hins
vegar væri reynslan sú að herfor-
ingjar héldu sjaldnast lengi völdum.
Herinn hefði ekki sjálfvirkar að-
ferðir við að endurnýja völd sín
heldur féllu herstjórar frá og þá
yrðu aðrir að koma í þeirra stað
eða stjórnkerfið hryndi ef einum
herforingja væri kastað fyrir borð.
Hann taldi að það væra alþýðufylk-
ingarnar, sem væru að skjóta rótum
í einstökum lýðveldum, sem væri
það afl sem kæmi helst í staðinn
fyrir kommúnistaflokkinn og það
kerfi sem hann hefði komið sér
upp. Alþýðufylkingarnar væra
þannig uppbyggðar að fólkið sjálft
hefði þar áhrif og þær væra vafa-
laust það sem stjórnarherrarnir ótt-
uðust mest.