Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989 —i-í—1—j . i .. i . 1 yO-1—i-í—:—1 . / ' i .. tC ir'—' i '' 1 f—f—1— 15 Að skrásetja landið Myndlist Bragi Ásgeirsson Á áram áður voru sýningar málarans með hijómsterka nafn- ið, Veturliði Gunnarsson, reglu- legur viðburður í borgarlífinu. Við opnun þeirra var iðulega fjölmenni, mikil stemmning í fólki og aðsókn með ágætum, að ég best veit. En þetta eru liðnir tímar, sem ekki er gefinn mikill gaumur að í nútíðinni né svo mörgu öðru, þótt drjúgt tilefni sé til að minna á það í einhveiju formi, enda hluti þróunarsögu íslenskrar list- ar. En sumum mun það víst hag- ur, að þetta sé gleymt og grafið, eins og það hafí aldrei verið til. Það er sem sé langt síðan sést hefur stórsýning frá hendi Vetur- liða, með stórum og ábúðarmikl- um olíumálverkum, hressilega máluðum og á stundum ekki ósvipuðum nýbylgjumálverkinu í óheftum og villtum pensilstrok- um. Ég minnist þess, er ég í gamla daga kom eitt sinn í þýska sendi- ráðið hér í borg og var vísað til góðkunningja míns uppi á lofti, er safnaði myndverkum, Dr. Cassens, að allir veggir stiga- gangsins voru þaktir bláleitum myndum eftir Veturliða, er féllu mjög vel að húsakynnunum. Dr. Cassens hafði stefnt mér til sín, en hann safnaði myndverkum eftir hina yngstu og framsæ- Veturliði Gunnarsson málari. knustu í þá daga og átti gott safn af verkum okkar nokkurra, eiginlega var hans stóra íbúð í Hagahverfi þakin þeim. Var eins og ýmsum söfnurum er tamt í sífellu að skipta á myndum, var aldrei alveg viss. í þá daga var hópur útlendinga hér, sem safnaði myndverkum, og þetta sýnir, í hvaða áliti Vetur- liði var á meðal þeirra sumra. Blómstrun nýja málverksins hófst einmitt í Þýskalandi löngu seinna og er mér hugsað til þess núna, er ég rita um myndir Vet- urliða, vegna þess hve margt er sameiginlegt með ýmsu, sem hann gerði í gamla daga og þeir nýbylgjumenn hafa verið að mála á síðustu árum! Er hér ekki verkefni til rann- sóknar fyrir listsögufræðinga? • Og hér skal því bætt við, að fyrir liðlegu ári átti ég leið í húsa- kynni Almennra trygginga við Síðumúla og sá þá stórt og fal- legt málverk eftir Veturliða, horfði lengi á það og varð svo hugsað, er ég hélt á brott, hví það besta eftir þennan mann væri ekki dregið fram í dagsljó- sið og sýndur sá sómi, sem það á skilið, i stað þess jafnvel að bregða fæti fýrir listamanninn. Jæja, en þetta voru útúrdúrar og farsælast að snúa sér að til- efni þessara lína, sem er sýning listamannsins í Listasafni ÁSÍ. Uppistaða hennar er ótrúlega mikill íjöldi olíukrítarmynda, sem listamaðurinn hefur gert víðsveg- ar um landið. Yfirleitt eru þetta laus riss og eins og undirbúning- ur að stærri og viðameiri verkum. Og satt að segja hefði ég heldur viljað sjá slík verk á þessari sýn- ingu, að minnsta kosti innan um, þótt gerð slíkra rissa sé góðra gjalda verð. Það virðist bíða Veturliða heil- mikil vinna við að vinsa úr og velja vænlegustu verkin til viða- meiri útfærslu, því að víða bregð- ur fýrir gullfallegum töktum í þessum myndum. Og það er alveg næg ástæða til að sækja sýninguna heim. Bók eftir Yilhjálm Hjálmarsson Út er komin hjá Æskunni bók- in Frændi Konráðs, föðurbróðir minn, en í henni segir Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi ráð- herra, ævisögu Hermanns Vil- hjálmssonar frá Mjóafirði, föður- bróður síns. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Margir Reykvíkingar þekktu Her- mann undir nafninu Hemmi, oft með viðumefni er dregið var af því að hann togaðist stundum á við stráka um krónu eða túkall og hirti þær myntir úr götu ef þeir hentu.“ í inngangskafla bókarinnar, Lés- andinn leiddur að efninu, segir höf- undurinn m.a.: „Það er best að segja hveija sögu eins og hún gengur. Og það var einmitt það sem Her- mann langaði til að gera. Að segja, eða öllu heldur skrifa, ævisögu sína allt frá bemsku og draga ekkert undan, taka allt með, allar kúnstirn- ar líka, sagði hann einhveiju sinni. Og af þeim átti hann ærið því hann var engu m manni líkur fremur en Kári forðum. En honum lét að segja frá. Minni var með afbrigðum trútt, tungutak og stíll — hvort tveggja persónulegt og snjallt. Áræði og framtak var á hinn bóginn með þeim hætti að söguritunin dróst. Að lokum tók hann til en þá var það um seinan. Svövu Jakobsdóttur BOKAtJTGAFAN Forlagið hef- ur sent frá sér bókina Undir eldfjalli eftir Svövu Jakobsdótt- ur. í kynningu Forlagsins segir m.a.:„Þetta nýja sagnasafn Svövu Jakobsdóttur, og hið fjórða frá hennar hendi, hefur að geyma sex sögur. Yrkisefnin eru margvísleg og gædd þeim meistaratökum sem einungis fáum skáldum em lagin. Allar persónur sagnanna heyja baráttu sína undir eldfjalli þó í ólík- um skilningi sé. Sumar þeirra tak- ast á við lífið, háska þess og hverf- , ulleika, af þrautseigju og ástríki. Aðrar sögupersónur glima við eyð- ingaröfl valds og kúgunar sem bijótast upp á yfirborðið gegn góð- um vilja og beinast gegn lífinu þegar minnst varir. Sögur Svövu Jakobsdóttur búa yfir fágætri spennu hins óvænta og ósagða. Yfirbragð þeirra er ýmist leikandi létt og innilegt 'eða þrangið dulúð og alvöra. En undir stilltu yfirborði meitlaðrar frásagn- arlistar leynist eldur margræðn- innar og lýkst smám saman upp fyrir lesandanum.“ Svava Jakobsdóttir Undir eldfjalli er 122 blaðsíður. Ragnheiður Kristjánsdóttir hann- aði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Viðtalsbók Helga Bjarnasonar Vilhjálmur Hjálmarsson Því nóttin kemur þegar enginn get- ur unnið. Og þó björguðust nokkur minningabrot.“ Bókin er 195 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Útgef- andi er Æskan. Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Bændur á hvunndagsföt- um, viðtalsbók eftir Helga Bjarna- son blaðamann. í bókinni segja sex bændur frá lífshlaupi sínu, búskap, áhugamálum, félagsstörfum og skoðunum. „Skýringanna eraðleita ínáttú- runni sjálfri", er yfirskrift viðtals við Aðalstein Aðalsteinsson á Vað- brekku í Hrafnkelsdal. „ Gott félagsbú á allan hátt betra en einyrkjabúskapui*, er yfirskrift viðtals við Guðrúnu Egilsdóttur í Holtsseli í Eyjafirði. Viðtal við Pálma Jónsson al- þingismann á Akri í Húnavatns- sýslu heitir „Rís öndvert gegn pólitískum erindum á réttadaginn". „Ég fer mínar eigin leiðir,“ er yfirskrift viðtals við Ólaf Eggerts- son á Þorvaldseyri undir Eyjafrjöll- um. Jóhannes Kristjánsson á Höfða- brekku i Mýrdal segir frá í sam- tali, sem heitir „Höfum engu tapað í kjaftinn á Kötlu“. „Gott að sjá broslega hlið á hveiju máif', heitir viðtal við Þó- rólf Sveinsson á Feijubakka í Borgarfirði. Bændur á hvunnda- gsfötum er fyrsta bók Helga Helgi Bjarnason Bjamasonar blaðamanns. Bókin er 192 blaðsíður að stærð, prýdd yfir 120 mynda auk yfirlitskorta af heimabyggð viðmælenda. Bókin er unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Margrét Lóa Jónsdóttir Ljóðabók LJÓÐABÓKIN Orðafar eftir Margréti Lóu Jónsdóttur er kom- in út. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar. í henni eru 25 ljóð, sem skiptast í þijá kafla, einn ónefndan, en hinir heita Dimmsta stund fyrir dagrenn- ingu og Ferðalag. Bókin er 37 blaðsíður. Höfundur hefur myndskreytt bókina. Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 f ARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 optibelt KÍLREIMAR m REIMSKÍFUR OG FESTIHOLKAR Drifbúnaður hvers konar er sérgrein okkar. Allt evrópsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.