Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 56
^ býður góðan daginn NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Jóhaiin er í öðru sæti JÓHANN Hjartarson, stórmeist- ari í skák, er í 2. sæti á sterku alþjóðlegu skákmóti sem firam fer í Belgrad í Júgóslavíu. Jó- hann sigraði norska stórmeistar- ann Simon Agdestein í sjöttu umferð i gær og hefur 4 vinn- inga. Heimsmeistarinn Garry Kasparov er efstur með 5 vinn- inga. Jusepov og Ehelvest eru í 3.-4. sæti með 3,5 vinninga en Jusepov á eina biðskák. Kópasker: Tíuþúsund laxar dráp- ust hjá Arlaxi Kópaskeri. TÍU þúsund laxar, að verðmæti um fjórar milljónir kr., drápust í eldisstöð Árlax hf. við Kópasker í fyrrinótt. Dæla bilaði án þess að viðvörunarkerfi sem tengt er síma færi í gang, með þeim afleiðingum ^að laxar í eldiskeri drápust af súrefnisskorti. Laxarnir voru frá einu kílói og upp í hálft þriðja að þyngd, alls um 17 tonn. Fyrirhugað var að flokka fisk- inn og slátra hluta hans í þessari viku. Samkvæmt uppiýsingum Garð- ars Eggertssonar, starfsmanns i stöðinni, er fyrirtækið með fiskeld- istryggingu en hann taldi að um þriðjungur tjónsins lenti á stöðinni sjálfri vegna ákvæða um sjálfs- ábyrgð. Árlax byggði þijú stór eldisker við Kópasker. I ágústmánuði brustu tvö kerin með þeim afleiðingum að lax að verðmæti að minnsta kosti tíu milljónir drapst. Stjórnarformaður fyrirtækisins áætlaði að við það hefði b fyrirtækið beðið 25-30 milljóna kr. tjón. Laxinn í þriðja kerinu drapst nú, þannig að lítið er orðið eftir að fiski í eldisstöðinni. Árlax hf. var tekið til gjaldþrota- skipta snemma í þessum mánuði og er stöðin nú rekin af þrotabúinu og tryggir Samvinnubankinn rekstur- inn, en fyrirtækið var þar í afurða- lánaviðskiptum og átt.i Samvinnu- bankinn veð í laxinum sem drapst, eins og öðrum fiski í stöðinni. Auk matfiskeldisins á Árlax hf. seiðaeldisstöð í Kelduhverfi. Marinó Á Tjörninni Morgunblaðið/RaX. Utanríkisráðherra: Ekki slitnað upp úr síldar- samningum við Sovétmenn MARGAR söltunarstöðvanha verða gjaldþrota náist ekki samningar við Sovétmenn um saltsíldarkaup þeirra, að sögn Sigfinns Mikaels- sonar íramkæmdasljóra'Strandarsíldar á Seyðisfirði. I utandag- skrárumræðum í Sameinuðu þingi í gær krafði Matthías Á. Mathie- sen þingmaður Sjálfstæðisflokksins ríkisstjórnina sagna um, hvern- ig við yrði brugðizt, ef síldarsölusamningar strönduðu. Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra staðhæfði að undirritun á olíukaupasamn- ingi við Sovétmenn hafi í engu dregið úr sölulíkum á saltsíld. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði að enn hefði ekki slitnað upp úr sölusamningum. Matthías Bjarnason þingmaður I herra Sovétríkjanna árið 1986 að Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi olíukaupasamningur þá yrði ekki ráðherra sagðist hafa sagt sendi- I undirritaður fyrr en síldarsölu- -Þjóðveijar banna inn- flutning á æðardúni STJÓRNVÖLD í Vestur-Þýskalandi hafa sett innflutningsbann á æðardún frá íslandi. Um helmingur af dúnútflutningnum fer þang- að. Talið er að bannið byggist á tíu ára gömlu banni EB við nýtingu afurða af alfriðuðum tegundum sem eru í útrýmingarhættu en á þann lista mun æðarfuglinn hafa komist. Dúnútflytjendur og við- skiptavinir þeirra í Þýskalandi telja að bannið byggi á misskilningi og vinna að því að fá því aflétt. Nýja reglugerðin í Þýskalandi tók gildi 1. ágúst en hagsmunaaðil- ar vissu ekki af innflutningsbanninu fyrr en nú fyrir skömmu og skýrðu frá því á aðalfundi Æðarræktarfé- lags Islands sem haldinn var um helgina. Árni S. Jóhannsson, fram- itkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, segir að útflytjendur hafi fengið yfirlýsingu -frá menntamáiaráðu- neytinu um það hvernig staðið er að þessum rnálum hér og sent til Þýskalands ásamt myndbandi Æðarræktarfélagsins. Taldi hann tímaspursmál hvenær banninu yrði aflétt. Árni sagði að vissulega væri það áfall ef þessi mikilvægi markaður tapaðist en mikil eftirspurn væri nú eftir æðardúni og yrðu útflytj- endur væntanlega ekki í vandræð- um með að selja hann annað ef á þyrfti að hálda. Æðarfugl hefur verið alfriðaður hér í 140 ár, hann var friðaður með tilskipun konungs árið 1947. Ævar Petersen, formaður fuglafriðunar- nefndar, segist ekki vita hvað sé á bak við innflutningsbann Þjóðveija og gæti því lítið tjáð sig um málið. Hann sagði að æðarfugli stafaði ekki hætta af dúntekju, hún væri saklaust form af fuglanýtingu. Sjá frétt af aðalfúndi æðar- bænda bls.31. samningar væru í höfn. Matthías Á. Mathiesen sagði að viðskiptaráðherra hefði hunzað til- mæli hagsmunaaðila í sjávarútvegi um að undirrita ekki olíukaupa- samning fyrr en sölusamningar okkar til Sovétríkjanna væru í höfn. Hann sagði ennfremur að misræmi milli upplýsinga héðan og frá Sovétmönnurh um viðskipta- jöfnuð landanna hafi valdið samn- inganefnd síldariðnaðarins erfíð- leikum í viðræðum í Moskvu. Eyjólfur Konráð Jónsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins og fleiri þingmenn kröfðust þess að skýrsla fjármálaráðherra um við- skiptaviðræður hans í Moskvu fyrr á þessu ári yrði þegar birt. Eyjólf- ur vitnaði meðal annars til þing- ræðu utanríkisráðherra frá í apríl sl. þar sem fram kemur að Sovét- menn hafi í þeim viðræðum ýjað að fiskveiðiheimildum við ísland. Matthías Á. Mathiesen upplýsti að viðskiptin við Sovétríkin 11)86, 1987 og 1988 hefðu verið óhag- stæð [kaup umfram sölu] sem svari 38 milljónum Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra sagði að ekki hafi enn slitnað upp úr síldarsölu- samningum við Sovétríkin. 4. nóv- ember hafi náðst sölusamningur um magn og verð, innan ramma- samningsins, en hann hafi ekki fengizt staðfestur af hærri stjóm- völdum. Sjá frásögn af utandagskrár- umræðu á bls. 35, viðtöl við síldarsaltendur bls. 2 og fréttatilkynningu frá Síldar- útvegsnefnd á bls. 31. Magnús Magnússon heiðurs- riddari TILKYNNT var í gær að Elísabet Bretlandsdrottning hefði slegið Magnús Magnús- son til heiðursriddara. Titill Magnúsar er heiðurstitill þar sem hann er íslenskur ríkis- borgari, því útlendingar geta ekki hlotið aðalstign eða borið titil á Bretlandi. Hann hlýtur heiðurinn fyrir störf í almanna- þágu, en hann er forseti breska fuglaverndunarfélagsins. Hann er kunnastur fyrir spurninga- þættina „Mastermind" í breska sjónvarpinu, auk þess sem hann er þekktur fyrir ritstörf. Magnús sagði í viðtali við RRC-sjónvarpið í Skotlandi í gærkvöld að sig skipti engu þótt titillinn væri einungis heiðurstit- ill, heiðurinn væri það sem mestu máli skipti. Fjórir íslendingar hafa hlotið heiðursriddaranafn- bót í Englandi, Guðmundur í. Guðmundsson fyrrum utanríkis- ráðherra, Henrik Sv. Björnsson sendiherra, Ásgeir Ásgeirsson fyrrum forseti og Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.