Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 10
Félag fasteignasala 10 MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER l'sféíj! • Framsæknar kon- ur og fjölmiðlafusk Opið bréf til Herdísar Þorgeirsdóttur rit- stjóra og Olafs Hannibalssonar blaðamanns eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ágætu starfssystkin. Það er nú ekki oft sem menn gefa sér tíma til þess að drepa niður penna mitt í amstri daganna, en þó kemur það fyrir. Venjulega þegar ég geri slíkt, þá rita ég — sjálfri mér til ánægju — löng og vingjarn- leg bréf til fjariægra ástvina og vandamanna. Slík bréf fela venjulega í sér ánægjulegar endurminningar, blandnar saknaðarvotti og vinarþeli. Svo er þó ekki að þessu sinni — því miður. Sjaldan hef ég sest jafn óglöð að borði mínu til þess að skrifa fjar- stöddum ættingja (frænku minni á ritstjórastóli) og gömlum sveitunga (og meðbróður úr blaðamannastétt) bréfkorn af gefnu tilefni. Ég segi nú sveitunga, Ólafur Hannibalsson, enda þótt sýslumörk Barðastrandar- og ísafjarðarsýslu hafi skilið okkur að hér á árum áð- ur, því Vestfirðingar eru í mínum huga ein heild og Vestfirðingar allir sveitungar þótt sýslur skilji að. Mikið hefði ég heldur viljað sitja með þér í góðum gleðskap ásamt vinum og vandamönnum okkar beggja vestur í Selárdal þar sem bóndahjartað þitt slær, heldur en að standa í þessum bréfaskriftum í flen- sunni. En enginn veit sína ævina. Tilefnið, kæru starfssystkin, er slúðurstúfur sem birtist í blaðinu ykkar nú í nóvember, undir mynd af sjálfri mér og fyrirsögninni: Fram- sókn Olínu. Raunar var hér á ferð- inni gamalt slúður úr því annars ágæta blaði Pressunni — slúður sem viku síðar var borið til baka í sama blaði, einhverntíma í sumar. Hvað um það, í síðasta hefti Heimsmyndar var draugurinn aftur upp vakinn með þessum upphafsorðum: „Altalað er að Ólína Þorvarðar- dóttir, fyrrum fréttamaður Sjón- varps, stefni nú_ á þing og hyggist etja kappi við Ólaf Þ. Þórðarson í prófkjöri um þingsæti framsóknar- manna í Vestfjarðakjördæmi." (let- urbr. ÓÞ) Nú veit ég vel að framsæknum íjölmiðlamönnum er fátt ómögulegt — en þó er mér ekki ljóst með hvaða meðulum þú, Ólafur, telur þig geta komist inn í hugskot manna og lesið þaðan hugrenningar og fyrirætlanir sem jafnvel þeim sjálfum hefur aldr- ei verið kunnugt um að leyndust þar. Ekki hefur þú mín orð fyrir meintri ætlan minni um að velta úr sessi mætum manni og ágætum sem eitt sinn var með mér í hestamanna- félagi fyrir vestan, en gegnir nú trún- aðar- og ábyrgðarstörfum fyrir kjör- dæmi sitt. Og ekki er mér heldur kunnugt um að flokkssystkin hans þar vestra hafi slíkt í hyggju, a.m.k. hefur það aldrei borið á góma í mín eyru. Nú skal ekki fullyrt neitt um hugrenningar framsóknarmanna vestur á fjörðum. En hvað svo sem meintir andstæðingar Ólafs Þ. Þórð- arsonar eru að bralla, þá eru þeirra bollaleggingar mér óviðkomandi. Ég fylgist einfaldlega ekki með ráða bruggi og vangaveltum innan Fram- sóknarflokksins, hvorki vestur á ijörðum né heldur annars staðar á landinu. Enginn hefur nefnt það við mig, að taka sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins fyrir næstu kosning- ar, enda eru þær ekki beint á næstu grösum. Og ekki hef ég sóst eftir framboðssæti, hvorki í Framsóknar- flokknum né heldur í öðrum flokkum fram til þessa, þannig að allar vanga- veltur þar að lútandi eru fullkomlega á ábyrgð þeirra sem slíkar fréttir skrifa og birta. Þeim er hér með vísað heim til föðurhúsa. Raunar efa ég að það séu Vest- firðingar sem kjósa að draga nafn mitt með þessum hætti inn í valda- togstreitu og innanflokksátök. Og ég satt að segja efa það einnig að þeir hinir sömu beiti slíkum aðferðúm gegn þingmanni sínum og flokks- bróður. Nú skal ekkert um það full- yrt hvort framsóknarmenn þar vestra hafa löngun til þéss að kanna hug minn á pólitík og freista þess / Ólína Þorvarðardóttir „Það gildir í ijölmiðlum jafiit sem pólitík, hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr, að það er farsælast að hafa það heldur sem sannara reynist.“ að kalla mig til liðs við flokkinn, jafnvel með framboð í huga (kannski hefur þeim dottið í hug í fullri alvöru án þess að mér sé kunnugt um það). Hins vegar býst ég ekki við því af vestfirskum framsóknarmönn- um, að þeir myndu fleygja nafni mínu á loft án þess að kanna hug minn áður. Vestfírðingar hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir neitt hálfk- ák, og ég þykist vita að þeir myndu frekar snúa sér með slíkt erindi beint til mín. Það vekur hinsvegar furðu mína að í blaði sem að þínu áliti, frænka mín, er „vandað tímarit á heimsmæli- kvarða", skuli dýrmætu rými vera sóað undir gamla slúðurfrétt sem fyrir löngu hefur verið borin til baka. Það vekur líka áleitnar spurn- ingar um vinnubrögð. Mikið hefði það nú sparað okkur öllum hugar- angur og leiðindi ef þessi orðrómur hefðu verið borinn undir mig áður en blaðið tók sér það bessaleyfi að setja fram rangar staðhæfingar um hugsanir mínar og fyrirætlanir. Aðrir fjölmiðlar hafa þó ekki mér vitanlega, gengið svo langt að gera mér upp skoðanir, eða draga ályktan- ir af órökstuddum lausafregnum eða hugboðum um vilja minn og meintar framavonir í sambærilegum málum. Jafnvel ekki í skjóli þess sem „altal- að“ er. Að lokum þetta: Eins og þig rekur sjálfsagt minni til, Ólafur, þá hafði ég samband við ritstjórn tímaritsins, jafnskjótt og ég leit þessi skrif augum. Ég kvaðst álíta þig mann að meiri ef ég fengi að njóta sannmælis í næsta hefti. Þú tókst því ekki illa — hafðu þökk fyrir það — en lofaðir þó engu. Heill mánuður eða meira er auk þess lengi að líða, a.m.k. fyrir þann sem þarf að fá leiðréttingu sinna mála. Þess vegna vil ég nú spara ykkur ómakið, því mér er lítið um það gefið að órökstuddur orðrómur fái byr undir báða vængi. Það gildir í fjölmiðlum jafnt sem pólitík, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að það er farsælast að hafa það heldur sem sannara reynist. Verið minnug þess bæði. Svo kveð ég ykkur með velfarn- aðaróskum. Höfundur er dagskrárgerðarmað- ur og stundar magistersnám í íslenskum fræðum við Háskóla ísiands. Sovésk kvikmyndavika: Gleymt lag fyrir flautu Þá höfúm við það; síberískir indjánar í fyrsta sovéska vestranum sem berst fyrir augu okkar: Manninum frá Kapútsínstræti. ■ TANNVERNDARRÁÐ hvetur foreldra og forráðamenn barna að stilia í hóf kaupum á sælgætis- dagatölum um jólin. í ályktun ráðs- ins segir að sælgætisdagatöl stuðli að tannskemmdum og foreldrar hvattir til að gefa ekki sælgæti oft- ar en einu sinni í viku. ■ HELGI Jóhannsson var kjör- inn forseti Bridgesambands fs- lands á ársþingi sambandsins fyrir skömmu. Hann var einn í framboði og tekur við af Jóni Steinari Gunn- laugssyni. Á þinginu voru heiðrað- ir fjórir menn fyrir störf sín í þágu bridsíþróttarinnar' á íslandi. _Þeir eru Gunnar Guðmundsson, Ólaf- ur Þorsteinsson, Júlíus Guð- mundsson og Eggert Benónýs- son. Samþykkt var á þinginu að breyta keppnisreglum fyrir ís- landsmót. Keppni í 1. flokki á íslandsmóti í sveitakeppni verð- ur felld niður, og tvímennings- meistarar á hverju svæði komast beint í úrslitakeppnina á íslands- mótinu í tvímenning. Jafnframt fjölgar pörum í úrslitakeppninni úr 24 í 32. Stjórn Bridgesam- TRAUST © 62-20-30 FASTEIPNA MIÐSTOÐIN Skipholti 50B ARNARNES Vorum aft fá i sölu glæsil. einb. á eftir- sóttum staft á Arnarnesi. Teikn. og nánari uppt á skrifst. birkigrund Glæsil. rafthús á tveimur hæðum ásamt baöstofulofti. Nýjar innr. Parket. Góður bílsk. Eign í sérfl. ÖLDUGRANDI Nýkomin í sölu glæsil. 3ja herb. ca 80 fm íb. auk 25 fm bílsk. i fimmbýlishúsi. Eign í sérflokki. Áhv. nýtt húsnæftislán 2,7 millj. KELDULAND Vel skipulögfi 2ja herb. ib. á jarfihæð. Rúmgóð íb. Góft staftsetn. Lítift áhv. Jón Steinar Gunnlaugsson, frá- farandi forseti Bridssambands- ins, og Helgi Jóhannsson, núver- andi forseti. bandsins næsta ár skipa Helgi Jóhannsson forseti, Guðmundur Sv. Hermannsson varaforseti, Kristján Hauksson gjaldkeri, Sigríður Möller ritari, Frímann Frímannsson, Jakob Kristinsson og Magnús Ólafsson. MÞING Dómarafélags íslands var haldið 5. og 6. október sl. Aðal- umræðuefni þingsins var fram- kvæmd laga um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði bæði að því er varðar nauðsynlega laga- stetningu samfara aðskilaðinum og eins húsnæðismál og aðbúnað nýrra dómstóla. Þá var einnig rætt um áhrif aðskilnaðarins á stöðu sýslu- mannsembættanna. Sýnilegt þótti að kosta muni töluvert fé að koma breytingunum í kring, en þegar það hefur verið gert ætti dómskerfið ekki að vera kostnaðarsamara að neinu verulegu marki en verið hefur hingað til. Þá var á þinginu lögð þung áhersla á nauðsyn þess að fjárveitingavaldið tryggi nægilegt fé til framkvæmda þannig að þær megi takast sem best og ná tilæt- luðumum árangri. Tillaga um þetta efni var samþykkt á þinginu. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Friðgeir Björnsson, yfír- borgardómari, formaður, Hall- dór Kristinsson, sýslumaður og bæjarfógeti, Haraldur Henrýs- son, hæstaréttardómari, Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður og bæj- arfógeti og Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Gleymt lag fyrir flautu Leikstjóri Edlar Ryazanov. Handrit Ryazanov og Emil Braginsky. Aðalleikendur Leon- id Filatov, Tatyana Dogileva. Sovéskar kvikmyndavikur hafa löngum verið fastur liður í kvik- myndamenningu borgarinnar, og sá ekkert sérlega uppörvandi, lengi vel. En fyrir nokkrum árum fór að bóla á breytingum. í bland við hinar hefðbundnu stórmyndir, byggðar á klassískum verkum skáldjöfranna í austri ogþær lang- þreyttu, sovésku afþreyingar- myndir, skyggndar af Stóra bróð- ur, sem gjarnan voru rúmfrekastar á þessum hátíðum, fór að slæðast með halelújakórnum eitt og eitt gagnrýnna verk sem leyfði sér að segja (oft undir rós), að ekki væri allt dans á rósum í sósíalismanum. Og nú er svo komið, í krafti töfra- orðanna glasnost og perestrojku, að sovéskir kvikmyndagerðar- menn geta fengist við hvaða efni- við sem er, engu síður en starfs- bræður þeirra á Vesturlöndum. Samhliða þessari ótrúlegu hrað- fara þróun hafa sovéskar myndir tekið heljarstökk framávið, hvert alþjóðlega ágætisverkið fæðst á fætur öðru. Eitt þessara tímamótaverka er frumsýningarstykki þessarar viku, Gleymt lag fyrir flautu. Hér segir af dæmigerðum kerfiskarli (Fil- atov), sem í gegnum gamla skipu- lagið fékk fyrir tilstilli voldugs (í flokknum) tengdaföður síns það sem spillt stjórnkerfið hafði uppá best og eftirsóttast að bjóða; góð- an einkabíl og íbúð með öllum þægindum, vestrænan munaðar- varning, toppstöðu í stjórnkerfinu með svartri Volgu + bílstjóra. Þá gerist hremmingin, þessi fyrrver- andi flautuleikari, sem orðinn var alsælt sníkjudýr fyrir tilstilli tengdapabba, verður ástfanginn af stúlku útí bæ. Hefur nú um tvennt að velja, ástina eða þægind- in. Gráglettin skoðun á hinum nýja raunveruleika, því róti og ringul- reið sem hið nýfengna frelsi kemur á spillt og staðnað kerfi. T.d. er sú deild, sem Filatov stjórnar hjá „frítímaráðumeytinu“, vita gagns- laus og óþörf með öllu, dæmigert afkvæmi ritskoðunar og pappírs- vinnu. Það kemur best fram í meinfyndinni hliðarsögu af vita vonlausum kvennakór sem sendur er á vegum deildarinnar í söng- ferðalag vítt og breitt og springur svo á limminu einhvers staðar í Síberíu! Og maður veltir fyrir sér að sýningu lokinni, skyldi ekki hann Filatov bregðast mannlega við, snúa baki við sínu tilgangs- lausa lúxuslifi og hafa uppá ást- inni sinni og dusta rykið af flau- tunni? Forvitnileg, stingandi vel skrifuð og einkar vel leikin af hæfileikaríkum og geðugum lista- mönnum í aðalhlutverkunum. Aðrar myndir á vikunni eru Maðurinn frá Kapútsínstræti, ör- ugglega fyrsti sovéski vestrinn sem okkur stendur til boða!; þjóð- félagsádeilan Gosbrunnurinn og hrollvekjan Borgin Zero.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.