Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 Frjáls verslun segir fréttir eftirRagnar HalldórHall Forsíðugrein í tímaritinu Fijáls verslun, 10. tbl. 1989, ber yfirskrift- ina Útfararstjórar atvinnulífsins. Er þar fjallað um tiltekin atriði varðandi skiptameðferð þrotabúa í Reykjavík. I greininni eru settar fram aðdróttanir um ýmis efni með þeim hætti að ekki verður hjá því komist að freista þess að koma á framfæri frekari skýringum fyrir þá sem hugsanlega hafa lesið um- rædda grein. Aðalefni greinarinnar er þóknun bústjóra og skiptastjóra þrotabúa og hvemig staðið er að ráðningu þeirra og ákvörðun launakjara. Umijöllun greinarhöfundar um þessi efni er með þeim hætti að virðist með öllu óhugsandi að hann hafí við samningu greinarinnar hugsað sér að fara með rétt mál. Um gjaldþrotaskipti hér á landi gilda lög nr. 6/1978. Þar eru ákvæði þess efnis að við upphaf skiptameðferðar á búi skuli skipta- ráðandi ráða bústjóra að þrotabúi til bráðabirgða nema eignir þess séu svo litlar að þær hrökkvi vart fyrir kostnaði við skiptin. Bústjóri til bráðabirgða hefur ýmsum skyldum að gegna, en formlega lýkur hlut- verki hans á fyrsta skiptafundi i viðkomandi þrotabúi, en þá ber að kjósa búinu skiptastjóra. Um kosn- ingu skiptastjóra segir í 90. gr. lag- anna að skiptaráðandi skuli á þess- um fundi bera fram tillögu um til- tekinn skiptastjóra (einn eða fleiri) og skal greiða um hana atkvæði. Hafa kröfuhafamir einir atkvæðis- rétt og fer atkvæðisréttur þeirra eftir kröfufjárhæðum. Um þá at- kvæðagreiðslu eru í greininni nán- ari fyrirmæli, sem ekki þykir þörf á að útlista hér frekar. Af þessu ætti að vera ljóst að skiptaráðandi hefur ákvörðun um þetta málefni ekki alfarið í sínum höndum, svo sem látið er liggja að í umræddri grein. Það er að vísu staðreynd að á skiptafundum í þrotabúum í Reykjavík hafa aldrei komið fram mótmæli eða tillögur um annan eða aðra skiptastjóra en skiptaráðendur hafa gert tillögur um. Það bendir væntanlega til þess að kröfuhafamir, sem fara með atkvæðisréttinn, hafi síður en svo verið óánægðir með tillöguna hveiju sinni. Þóknun bústjóra og skiptastjóra I umræddri grein íjallar höfund- urinn mikið og fijálslega um launa- kjör bústjóra og skiptastjóra. Geng- ur hann svo langt að fullyrða að skiptaráðendur séu einráðir um þessi kjör og greiði eftir geðþótta sínum útvöldum lögmönnum millj- ónir króna sem þeir hafi ekki unnið til. Hér er um ótrúlega ósvífín og rætin ósannindi að ræða. Sam- kvæmt 138. gr. gjaldþrotalaga ákveður skiptaráðandi þóknun bú- stjóra og skiptastjóra. Við þá ákvörðun er hann ekki bundinn af gjaldskrá Lögmannafélags íslands eða annarra, en þóknunin greiðist af fé búsins. Undirritaður telur það augljóst af ákvæðum 128. gr. gjald- þrotalaganna að kröfuhafar, sem teija þóknunina of háa, geta krafist úrskurðar um hana og skotið slíkum úrskurði til Hæstaréttar ef þeir ekki vilja una niðurstöðu hans. Það hefur hins vegar aidrei komið fyrir í skiptarétti Reykjavíkur að kröfu- hafar hafi gert athugasemdir út af ákvörðunum um þóknun bústjóra eða skiptastjóra. Undirritaður telur ástæðu til að geta þess hér að ákvarðanir sem hann hefur tekið um þóknun bú- stjóra og skiptastjóra hafa almennt ekki byggst alfarið á gjaldskrá Lög- mannafélags íslands. Hins vegar hefur verið höfð hliðsjón af ákvæð- um hennar varðandi þóknun fyrir málflutning og þess háttar verkefni. Greinarhöfundur fjallar í löngu máli um þóknun skiptastjóra þrota- bús Hafskips hf. og er réttu máli þar hallað í verulegum atriðum. Þar er því meðal annars haldið fram að skiptaráðandi hafi gert samning við viðkomandi skiptastjóra þess efnis að þeir gætu skrifað reikninga á búið fýrir tíma sem þeir hafi ekki unnið að málefnum þess. Dylgjum og aðdróttunum af þessum toga er vísað til föðurhúsanna. A skipta- fundum í þrotabúi Hafskips hf. voru lagðar fram ítarlegar skýrslur bú- stjóra og skiptastjóra þess um störf þeirra að málefnum búsins. Þar gerðu skiptastjórar rækilega grein fyrir því hvernig þóknun þeirra hafði verið ákveðin og komu ekki fram neinar athugasemdir af hálfu kröfuhafa um þau efni. Um framsetningu þessa hluta greinarinnar, framreikning fjár- hæða til núgildandi verðlags og hugleiðingar greinarhöfundar um fánýti starfa skiptastjóranna er í sjálfu sér óþarft að hafa langt mál. Vegna aðgerða skiptastjór- anna voru dregnar undir skiptin eignir sem námu að miklum mun hærri ijárhæðum en þóknun skipta- stjóranna. Framreikningur fjár- hæða er byggður á ágiskun um dreifingu þóknunar milli ára og sú ágiskun er röng. Þóknun skiptastjóra þrotabús Hafskips hf. nam háum fjárhæðum. Þær íjárhæðir voru ákveðnar í sam- ræmi við fyrirmæli laga og voru að mati undirritaðs ekki óhæfilega háar miðað við vinnuframlög. Sam- anburður greinarhöfundar við launatekjur ýmissa stétta, t.d. kennara, er auðvitað algerlega út í loftið. Þóknun skiptastjóra er ekki hreinar launatekjur þeirra, ekki fremur en greiðslur til verktaka almennt. Eða eru allar tekjur Fijálsrar verslunar laun aðstand- enda þess blaðs? Ég hef verulegar efasemdir um að svo sé, þótt auðvit- að séu þeir alls góðs maklegir. í greininni er sérstaklega vakin athygli á því að einn af skiptastjór- um þrotabús Hafskips hf., Gestur Jónsson, er sonur Jóns Skaftasonar yfirborgarfógeta. Greinarhöfundur segir að Gestur sé „ótvíræður kon- ungur skiptastjóranna á íslandi hin síðari ár“. Undirrituðum er ekki kunnugt um hvemig eða hvenær sú útnefning fór fram, en svo ótví- ræður sem titillinn ,er mætti ætla að hún hafi farið fram með sama hætti og kosning eins af blöðum Fijáls framtaks hf. um best klædda karlmanninn hér um árið. Öllum sem til þekkja má vera ljóst að þessi framsetning ritstjómarfulltrú- ans er eingöngu til þess ætluð að gera þessa menn tortryggilega í augum lesenda. Dylgjur FV um afskipti yfirborgarfógeta Yfírborgarfógeti er forstöðumað- ur borgarfógetaembættisins og út- hlutar verkefnum til þeirra sem þar starfa. Frá árinu 1980 hefur hann falið undirrituðum að vera í fyrir- svari fyrir þeirri deild embættisins sem fæst við skiptamál. Síðustu árin hafa tveir borgarfógetar starf- að við skiptarétt Reykjavíkur og samkvæmt lögum nr. 74/1972 starfa þeir sjálfstætt og á eigin ábyrgð að þeim dómaraverkum sem Afmæliskveðja: Ing-ibjörg- Jónsdóttir Ingibjörg fæddist 18. ágúst 1909. Foreldrar hennar vora hin mætu hjón Þórunn Jóhanna Óla- dóttir og Jón Ingvar Jónsson. 10 ára flyst Ingibjörg með foreldrum sínum til Reykjavíkur. 20 ára skrapp hún til móðurömmu sinnar í hálfan mánuð, sem var búsett á Eskifirði. En enginn ræður sínum næturstað, því Ingibjörg kynntist ungum, fallegum, góðum og mikl- um athafnamanni, Ingólfi Fr. Hallgrímssyni, og átti hún heima á Eskifirði í 60 ár samfleytt. Hún giftist honum 1. október 1932. Ingi- björg og Ingólfur eignuðust fjórar dætur. Dæturnar eru taldar eftir aldri: Greta gift Guðmundi Guð- mundssyni; Þórunn sem lést 5 ára; Friðný og er sambýlismaður hennar Helgi Hannesson; Auður gift Braga Michaelssyni. Dætumar búa allar á stór-Reykjavíkursvæðinu fig eiga glæsileg heimili og myndarbörn eins og þau eiga kyn til. Svo tóku Ingi- björg og Ingólfur uppeidisson, korn- ungan, og heitir hann Ingólfur Frið- geirsson. Hann er mesti efnismaður sem hefur alltaf reynst fósturfor- eldrum sínum til sóma og ánægju. Ingibjörg missti mann sinn 24. mars sl. en þá voru þau nýflutt í íbúð í Kópavogi. Ingólfur var búinn að vera veikur í fjögur ár, en reyndi að komast á æskustöðvar sínar til Eskifjarðar eins oft og hann gat en varð loks að láta í minni pokann fyrir sjúkdómi eins og svo margir aðrir. Ingólfur var jarðaður frá Eskifjarðarkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Ingibjörg hélt upp á 80 ára afmæli sitt 18. ágúst sl. og komu börn hennar, makar og barnabörn að samgleðjast henni á fallegu heimili hennar á Strandgötu 45, Eskifirði, ásamt fleiri kunningj- um hennar, því Ingibjörg og Ingólf- ur voru vel kynnt. Oft var ég hissa á því hvað Ingi- björg gat afkastað og komið miklu í verk, þessi prúða og jafnlynda kona sem aldrei skipti skapi og fór sér alltaf hægt að mér fannst, en henni vannst allt svo vel, því verkin töluðu svo. Mikið hafði Inga gott lag á barnabörnum sínum, en þau voru oft hjá þeim á Eskifirði á sumr- in, dáðist ég að því sem móðir hvað þau höfðu gott lag á þeim og gerðu þau að stilltum en fijálslegum börn- um. Bamaböm Ingu og Ingólfs em 12 og áttunda bamabarnabarnið er að fæðast um þesar mundir er ég rita þessar línur. Innilegustu hamingjuóskir með bjarta framtíð elsku vinkona. Guð og gæfa fylgi lífi þínu og niðjum þínum í nútíð og framtíð. Regína Thorarensen, Selfossi Ragnar H. Hall „Ég tel að það sé fyrir löngu orðið tímabært fyrir yfirvöld dómsmála í þessu landi að taka af skarið um það hvenær þau telji ástæðu til þess að láta á það reyna hvort starfsmenn dóm- araembætta njóti æru- verndar.“ þeim em falin. Þessu hefur verið fylgt í öllum atriðum við skiptarétt Reykjavíkur. Öll mál sem berast skiptaréttinum koma inn á mitt borð og ég ákveð hver skuli annast meðferð þeirra. Auk borgarfóget- anna starfa við skiptaréttinn þrír löglærðir fulltrúar. Þeir starfa á ábyrgð yfirborgarfógeta en í sam- ræmi við áðurgreinda ákvörðun hans lúta þeir daglegri verkstjóm undirritaðs. Ég fullyrði að Jón Skaftason yfir- borgarfógeti hefur ekki í eitt ein- asta skipti reynt að hafa á það áhrif eða haft hin minnstu afskipti af því hveijir yrðu ráðnir til starfa í þjónustu þrotabúa. Á það jafnt við um þau bú sem ég hef haft til skiptameðferðar sem önnur, er aðr- ir starfsmenn skiptaréttar Reykjavíkur hafa annast. Skipta- meðferð þeirra allra hefur verið á mína ábyrgð að öllu leyti og aðrir ekki reynt að hafa af þeim nein afskipti. Allar aðdróttanir þess efn- is að Jón Skaftason hafi í krafti embættis síns hlutast til um að Gestur sonur hans fengi að sitja að verkefnum sem gefi miklar tekj- ur em tilhæfulausar með öllu. Búsljóraarstörf Gests Jónssonar Gestur Jónsson hefur í tveimur tilvikum verið fenginn til bústjórn- arstarfa á vegum skiptaréttar Reykjavíkur og hef éjg haft með bæði þau mál að gera. I fyrra tilvik- inu var um að ræða þrotabú Haf- skips hf., sem tekið var til gjald- þrotaskipta 6. desember 1985. Við upphaf skiptameðferðar þess var ákveðið að ég mundi annast skipta- meðferðina ásamt Markúsi Sigur- björnssyni borgarfógeta, og eftir að hann fór í leyfi frá störfum 1. febrúar 1988 hef ég farið með búið sem skiptaráðandi. í hinu síðara tilviki var um að ræða þrotabú Nesco framleiðslufélags hf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta 7. jan- úar 1988. Markús Sigurbjörnsson þorgarfógeti fór með skipti á því búi fyrsta mánuðinn, en er áðurn- efnt leyfi hans frá störfum hófst tók ég við því máli einnig. Hvort tveggja þessara mála var mjög flók- ið og umfangsmikið og hefur Gest- ur Jónsson leyst störf sín þar af hendi með mikilli prýði. Um aðgerð- ir hans fyrir þrotabú Nesco fram- leiðslufélags hf. segir í greininni: „Mjög er um það deilt hvört bú hafi hag af höfðun riftunarmála, sérstaklega ef um riftun lítilla krafna er að ræða. Dæmi um þrotabú, þar sem höfðuð voru mörg riftunarmál án árangurs, er þrotabú Nesco-Manufactoring (sic). Skipta- stjórinn, Gestur Jónsson, höfðaði fjölda riftunarmála án árangurs, á kostnað búsins. Lögmaður, sem þekkir til í því máli, sagði í sam- tali að kröfuhafar hefðu tapað stórfé á þessum riftunum en skipta- stjórinn haft talsvert upp úr krafs- inu.“ Hið rétta í þessu máli er að nokkrir af stærstu kröfuhöfum í þessu þrotabúi óskuðu eftir því þeg- ar við upphaf skiptameðferðar á búinu að gengið yrði eins langt og frekast væri unnt í að rifta ráðstöf- unum fyrirsvarsmanna þessa fé- lags, sem átt hefðu sér stað fyrir gjaldþrotið og buðust til að ábyrgj- ast greiðslu á kostnaði við máls- höfðanir í því sambandi. Var enda ljóst að félagið hafði verið svo rúið eignum að þrotabúið gat á engan hátt staðið undir þeim kostnaði. I beinu samráði við þessa kröfuhafa hóf Gestur Jónsson þegar í stað athugun á málefnum þessa gjald- þrota félags og tilefnum til höfðun- ar riftunarmála vegna ráðstafana fyrrum fyrirsvarsmanna þess. Á fyrsta skiptafundi í búinu var hann kosinn skiptastjóri búsins og gerði þá grein fyrir fyrirætlunum sínum um höfðun riftunarmála, sem voru samþykktar í einu og öllu. Lagði hann drög að höfðun 21 riftunar- máls. Sjö aðilar kusu að ganga til samninga við þrotabúið og sam- þykktu riftunarkröfurnar, en 14 mál gengu til dóms. Hafa fengist úrslit í þeim öllum í héraði. Þrota- búið vann 12 þessara mála að öllu leyti, 1 vannst að hluta og 1 tapað- ist. Dómum undirréttar í flestum þessara mála var áfrýjað til Hæsta- réttar og eru þau nú til meðferðar þar. í umræddri grein er þess getið að Gestur Jónsson sé einn af skila- nefndarmönnum Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. Aðstandendum FV til hugarhægðar skal tekið fram að borgarfógetaembættið hefur ekkert með ráðningu skilanefndarmanna að gera, heldur eru þeir kosnir á hluthafafundum • í viðkomandi hlutafélögum. Störf Gests Jónsson- ar á þeim vettvangi eru þess vegna borgarfógetaembættinu alfarið óviðkomandi. Lokaorð í greininni er varpað fram ýms- um spurningum sem greinarhöf- undur segir að ekki fáist svarað “í kerfinu". Mörgum þeirra er að nokkru svarað hér að framan. Aðr- ar eru þess efnis að aðrir verða að gera það upp við sig hvort þeir telji greinina nægilegt - tilefni til ein- hverra skoðanaskipta, t.d. hvort dómsmálaráðuneytið eigi að hafa meira eftirlit með störfum skiptar- áðenda. Höfundurinn freistast hins vegar til að geta sér til um svör við mörgum sinna eigin spurninga og ferst þar vægast sagt heldur illa. Kemur það einkum til af því að hann hefur ekki haft fyrir því að kynna sér þau lagaákvæði sem við eiga og virðist að auki hafa hæpnar heimildir fyrir ýmsu því sem hann lætur frá sér fara. í þvi sambandi skal það sérstaklega tekið fram að það hvarflar ekki að mér að heimild- armaður hans og hvatamaður að skrifum hans sé ritstjóri blaðsins og ábyrgðarmaður, Helgi Magnús- son löggiltur endurskoðandi, en svo vill til að hann er einn hinna ákærðu í svonefndu Hafskipsmáli. Ég hef lengst af kosið að taka ekki þátt í neins konar áróðurss- tríði við fjölmiðla eða aðra um frammistöðu mína í starfi. I þessu sérstaka tilviki hef ég séð ástæðu til að gera tilraun til að bera blak af öðrum, sem veist hefur verið að ómaklega í tengslum við embættis- færslu mína. Með birtingu þessarar greinar er lokið opinberri umfjöllun af minni hálfu um ofangreinda tímaritsgrein. í lokin skal þess getið að ég tel að það sé fyrir löngu orðið tíma- bært fyrir yfirvöld dómsmála í þessu landi að taka af skarið um það hvenær þau telji ástæðu til þess að láta á það reyna hvort starfsmenn dómaraembætta njóti æruverndar samkvæmt 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Reykjavík 17. nóvember 1989. Höfundur er borgarfógcti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.