Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 23
MOKGUNBLÁÖIÐ ÞRIÐ'JUÐAGUK 21. NÓVEMBER 1989'
Morgunblaðið/Bjarni
Svanfríður Jónasdóttir tekur pappíra sína af borðinu, þar sem Steingrímur J. Sigfusson er sestur í
sæti varaformanns við hlið Ólafs Ragnars Grímssonar.
segist telja að niðurstaða lands-
fundarins haíí verið góð og styrki
flokkinn.
„Það varð niðurstaða um mörg
málefni, og þótt það komi e.t.v.
ekki úr réttri átt að ég segi það,
þá treysti ég því og vona að það
hafí tekist, sem að var stefnt, að
búa til breiða forustu sem hafi á
bak við sig sem allra flesta flokks-
menn, og strauma og málefni sem
þar eru á ferðinni," sagði
Steingrímur.
Framboð hans til varaformanns
var mjög umdeilt á fundinum. Hann
sagði um ástæður framboðsins, að
þar hafi margt lagst á eitt.
„Þar inn í spila að sjálfsögðu þau
sjónarmið sem sett voru fram á
fundinum, og settu m'ark sitt á
hann. Þar spilar einnig inn í jafn-
vægi milli mismunandi viðhorfa sem
mönnum þótti nauðsynlegt að ná.
Þetta bar allt að þeim brunni að
mönnum fannst eðlilegt að gera
ákveðnar breytingar á flokksfor-
ustunni."
—Ef slegið er fram ástæðum á
framboðinu sem fundarmenn slógu
fram, svo sem: að einangra Olaf
Ragnar; að gera upp við Svanfríði
vegna framboðsmála í Norðurlands-
kjördæmi eystra. Hvað segir þú við
þeim?
„Ég hafna þessu hvorutveggju.
í fyrsta lagi er ég að þessu til að
efla flokkinn og ég treysti því að
það komi öllum jafnt til góða, en
ekki hvað síst formanninum sem á
auðvitað mikið undir því að geta í
flokksstjóminni sameinað með far-
sælum hætti áherslur og sjónarmið.
Það er svo fjær öllum sanni að
þetta eigi sér einhveijar ástæður í
kjördæminu. Þetta hefur engin
áhrif á það hvernig félagar okkar
á Norðurlandi eystra kjósa að haga
sínum málum eftir eitt og hálft ár.“
—Er djúpstæður ágreiningur í
Alþýðubandalaginu um málefni. Er
það í raun tveir flokkar sem tala í
sitt hvora áttina?
„Ég get alveg fullyrt að Al-
þýðubandalagið er ekki tveir flokk-
ar. Frekar að þarna séu 15 flokkar
með mismunandi skoðanir. Það er
hins vegar vinsæl iðja að draga
flokkinn í tvo arma. Ég hef alla tíð
barist á móti því og tel það skað-
legt að jafnvel forustufólk í flokkn-
um taki undir það. Það má greina
ýmsa hópa, verkalýðshópa, lands-
byggðarhópa, kjördæmahópa, fé-
lagar úr fylkingunni gömlu, Birt-
ingarfélagar og fleiri. En það er
bara rangt að tala um tvær þaul-
skipulagðar fylkingar sem alltaf séu
til staðar í öllum tilfellum."
—Þannig að flokkurinn er ekki
að klofna að þínu mati?
„Þeir menn koma auðvitað alltaf
upp við og við sem telja að það séu
svo ólíkar skoðanir að þær eigi
ekki samleið í flokki. Ég held að
það sé síður en svo raunin í Al-
þýðubandalaginu og tel að niður-
staða fundarins og breiðari forusta
styrki flokkinn frekar en hitt hvað
þetta varðar. Þetta verður þó að
koma í ljós en auðvitað fer það eft-
ir því hvaða þroska flokksmenn
hafa til að fylkja sér um þessa nið-
urstöðu," sagði Steingrímur J. Sigf-
ússon.
Svanfríður
Jónasdóttir:
Úrslitin
sýna hvern-
ig verk
kvenna eru
metin
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, sem
féll í varaformannskjöri fyrir
Steingrími Sigfússyni, sagði í
ræðu á landsfundinum eftir að
úrslitin lágu fyrir, að þau sýndi
hvað meirihlutinn í salnum ætti
við með valddreifingu og birti
einnig ákveðna sýn til þess
hvernig verk þeirra kvenna sem
veldust í forustu flokksins, væru
metin.
Svanfríður sagði við Morgun-
blaðið að hún hefði ætlað sér að
vera annað kjörtímabil í varaform-
annsstól og sér þætti það slæmt
að vera ýtt til hliðar með þessum
hætti, þegar hún teldi sig vera að
ná valdi á þessu starfi.
Þegar hún var spurð hvort hún
teldi að með framboði'Steingríms
væri verið að einangra Ólaf Ragnar
Grímsson í formannssætinu, með
því að setja mann úr hinum armi
flokksins við hlið honum, svaraði
hún; „Ég treysti mér ekki til þess
að útskýra sálarlíf þessara hinna.“
—Það hefur einnig verið talað
um að kjördæmamál spili þarna inn
í. Þú ert varaþingmaður Steingríms
og hefur gefið til kynna að þú vilj-
ir taka sæti hans.
„Það er rétt að taka fram í því
sambandi, að ég gaf þá yfirlýsingu
fyrir nokkrum vikum að ég yrði
ekki oftar í 2. sæti á Norðurlandi
eystra. Það átti að lesast þannig
að ég kærði mig ekki um að verða
stillt oftar upp sem varamanni
Steingríms J. Sigfússonar. Hitt
hvort ég hafi einhvern áhuga á
þingmennsku eða hvort ég var að
vísa til þess að 10. sætið væri pass-
legt, vil ég ekkert segja um.
Það má vel vera að Steingrímur
hafí kosið að kanna styrkleika sinn
hér á fundinum. Ef að svo er fímmst
mér það afar vitlaust. En það vegur
auðvitað þungt þegar einn af ráð-
herrum flokksins fer fram með
þessum hætti og ég geri ráð fyrir
að býsna margir hafi metið það
þannig að það væri ekki eins vont
að ég yrði undir og ef ráðherra
yrði undir,“ sagði Svanfríður Jónas-
dóttir.
■ STÓRIÐJUSAMÞ YKKT
landsíundar Alþýðubandalagsins
hefur verið túlkuð á mismunandi
hátt af forustumönnum flokksins.
í samþykktinni segir að í undan-
tekningartilfellum geti komið til
greina að efna til samvinnu við út-
lendinga um uppbyggingu íslenskra
fyrirtækja, enda sé forræði íslend-
inga meðal annars tryggt með veru-
legum eignarhluta, meirihluta eða
með öðrum sambærilegum hætti.
Margir alþýðubandalagsmenn, þar
á meðal formaðurinn, hafa túlkað
þetta þannig að það sé ekki lengur
skilyrði af flokksins hálfu að íslend-
ingar eigi meirihluta í stjóriðjufyrir-
tækjum. Aðrir, þar á meðal Hjörleif-
ur Guttormsson, benda á að í
stefnuskrá flokksins stendur orð-
rétt: „Algjör forsenda er að íslenska
ríkið eigi meirihluta í stóriðjufyrir-
tækjum.“ Hjörleifur segir að engin
breytingartillaga hafi verið flutt eða
samþykkt við stefnuskrána og því
megi ljóst vera að landsfundurinn
hafi ekki tekið efnislega afstöðu
varðandi_ eignaraðild stóriðjufyrir-
tækja. Ólafur Ragnar Grímsson
segir hins vegar að landsfundur sé
æðsta vald flokksins og samþykktir
hans séu stefnuskránni æðri.
■ VERKAL ÝÐSARMURINN
svokallaði í Alþýðubandalaginu
greiddi atkvæði gegn kjaramála-
ályktun landsfundarins. I þeim hópi
voru m.a. Ásmundur Stefánsson,
Benedikt Davíðsson, Páll Halldórs-
son, Ragnar Stefánsson og Páll
Valdimarsson. Mótatkvæðin voru í
mótmælaskyni við breytingartillög-
ur sem áður höfðu verið samþykkt-
ar frá Ólafi Ragnari Grímssyni og
Steingrími Sigfússyni við ályktun-
artillögu sem starfshópur um kjara-
mál hafði lagt fram. Ónnur tillagan
var, að í stað orðalagsins: Alþýðu-
bandalagið telur mikilvægt að halda
niðri verðlagi á brýnustu lífsnauð-
synjum og berst því gegn hverskon-
ar skattlagningu á matvæli og
krefst þess að matarskatturinn
verði afnuminn, kom: Alþýðubanda-
lagið telur mikilvægt að halda niðri
verðlagi á brýnustu lífsnauðsynjum
og leggur til að í áföngum verði
dregið verulega úr skattlagningu á
matvæli. Hin tillagan var að í stað
setningarinnar: Raunvextir á útlán-
um verði bundnir við 3,5% að há-
marki með lögum á lánamarkaðn-
um öllum, kom: Raunvextir á útlán-
um verði ekki hærri en í viðskipta-
löndum okkar.
■ ALÞ ÝÐUBANDALA GIÐ mun
ekki sitja undir því í ríkisstjórn að
neinn undirbúningur fari fram, s.s.
forkönnun, að nýjum herflugvelli á
íslandi, hvaða nafni sem hann nefn-
ist, segir orðrétt í ályktun um ut-
anríkismál.
■ E VRÓPUBANDALA GIÐ
varð uppspretta talsverðra deilna á
landsfundi Alþýðubandalagsins. Að
lokum var samþykkt ályktun þar
sem segir m.a. að nauðsynlegt sé
að íslendingar undirbúi hið fyrsta
tvíhliða viðræður við Evrópubanda-
lagið um fiskafurðir, m.a. með því
að móta skýra sjávarútvegsstefnu.
Þá þurfi íslendingar að meta hvort
þeir telji sér hagkvæmt að draga
úr einhveijum hömlum varðandi
fjármagnshreyfingar og erlenda
fjármálaþjónustu. Einnig sé mörg-
um stórum og erfiðum spurningum
ósvarað varðandi formlegar samn-
ingaviðræður EFTA og EB. Ekki
sé hægt að fallast á að á næstu
vikum sé knúin fram afstaða um
aðild íslands að formlegum samn-
ingaviðræðum EFTA og EB um
myndun evrópsks efnahagssvæðis.
Óhjákvæmilegt sé að farið verði
vandlega yfír málið í heild og er
þingflokki Abl. falið að taka endan-
lega afstöðu til málsins.
■ AÐILD að Alþjóðasambandi
jafnaðarmanna kom til umræðu á
landsfundi Alþýðubandalagsins og
voru lagðar fram um það tvær til-
lögur, önnur frá félögum í Birtingu
og hin frá Haraldi Jóhannessyni og
fleirum. Þessar tillögur komu ekki
til afgreiðslu heldur var samþykkt
tillaga frá Ólafi Ragnari Grímssyni,
Steingrími Sigfússyni og Tryggva
Þór Aðalsteinssyni um að fela fram-
kvæmdastjórn að skipa starfshóp
sem afli upplýsinga um erlenda
flokka og samtök sem gagnlegt
kann að vera fyrir Alþýðubandalag-
ið að eiga samskipti við.
■ STJÓRNMÁLAÁL YKTUN
landsfundar Alþýðubandalagsins
var ekki samþykkt í endanlegri
gerð, heldur var Ólafi Ragnari
Grímssyni, Steingrími Sigfússyni
og Svavari Gestssyni falið að ganga
frá endanlegum texta ályktunarinn-
ar með tilliti til þeirrar tillögu sem
lá fyrir fundinum og breytingartil-
lagna sem komu fram við hana.
Allt þetta á aðeins:
36.690- stgr.
JAPÖNSK
GÆÐI
• "Instant start” myndsvörun á skjá á einni sekúndu
• Fullkomin fjölrása fjarstýring meö upptökuminnum
• Bandateljari sem sýnir klukkustundir, mínútur og
sekúndur
• Skyndiupptaka ”Quick start recording”
• Haðvirk myndleitun í báðar áttir
• Eins árs upptökuminni með 8 skráningum
• Truflunarlaus kyrrmynd/ramma fyrir ramma
• Endurtekning á atriði "Lesson repeat” allt að 5
sinnum
vSfe: Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780