Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
55
Bókaútgáfan Ný sýn:
Rit fyrir foreldra
i um samkynhneigð
ÚT ER komin á vegum bókaútgáfunnar Ný sýn, bókin „Veistu
hver ég er?“ eftir bandarísku rithöfundana Betty Fairchild og
Nancy Hayward. Bókin er sérstaklega ætluð foreldrum homma
og lesbia og er fyrsta rit sinnar tegundar, sem kemur út á íslensku.
Ný sýn er bókaútgáfa lesbía og
homma og starfar innan vébanda
Samtakanna ’78. í kynningu út-
gáfunnar á bókinni „Veistu hver
ég er?“ segir meðal annars: „For-
V E I S T U
HVER É6 ER?
Kápa bókarinnar „Veistu hver
ég er?“
eldi-um bregður oft illa í brún þeg-
ar börn þeirra segja þeim að þau
séu samkynhneigð., Sektarkennd
og fordómar bijótast upp á yfir-
borðið og fá útrás í árasargimi
og ásökunum, einmitt á því augna-
bliki þegar þörfin er mest á stuðn-
ingi. Oft er erfitt fyrir lesbíur og
homma að horfast í augu við kyn-
hneigð sína og þá er mikilvægt
að hljóta viðurkenningu þeirra,
sem skipta mann mestu máli í
lífinu. En foreldrar, systkini og
vinir þurfa líka sinn tíma, stuðning
og fræðslu.“
í tilkynningu útgáfunnar segir
enn fremur, að höfundar bókarinn-
ar séu mæður homma og lesbíu.
Þær hafni því að samkynhneigð
sé „hörmulegt áfall fyrir fjölskyld-
una“. Þeir foreldrar sem skilji það,
geti veitt barni sínu ómælda hjálp
á leið út í lífíð. Það krefjist sam-
vinnu og opins hugar og sé oft á
tíðum erfítt, en ekki ómögulegt.
„Veistu hver ég er?“ er 140
blaðsíður, prentuð hjá Stensli hf.
Jón St. Kristjánsson þýddi og
Tómas Hjálmarsson hannaði kápu.
Egilsstaðir:
' Meirihlutinn sprakk
Egilsstöðum.
MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Egilsstaða sprakk á aukafundi
bæjarsljórnar á fimmtudagskvöld. Þá lýsti Sigurjón Bjarnason
forseti bæjarstjórnar því yfir að hann teldi sig óbundinn af form-
legu meirihlutasamstíirfi. Á þessum aukafundi bæjarstjómar átti
meðal annars að kjósa fulltrúa Egilsstaðabæjar í sljóm hlutafélags
sem verið er að stofha um Hótel Valaskjálf.
Meirihluta í bæjarstjórn mynduðu
Sjálfstæðisflokkur með 2 fulltrúa,
Alþýðubandalag með 1 fulltrúa og
óháður listi með 1 fulltrúa. Sigur-
jón Bjamason, Abl., sagðist að-
spurður í samtali við Morgun-
blaðið ekki vilja nefna neinar sér-
stakar ástæður fyrir ákvörðun
sinni nú. Jafnframt sagðist hann
ekki myndu beita sér fyrir myndun
nýs meirihluta.
Sigurður Ananíasson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði að það hefði
komið sér á óvart að þetta skyldi
gerast núna. Samkomulag hefði
yfirleitt verið gott í meirihlutanum
og ekki verið um verulegan mál-
efnaágreining að ræða. Sigurður
sagði að Sjálfstæðismenn væru
ekki farnir að huga að nýju meiri-
hlutasamstarfí og átti ekki von á
þeir beittu sér fyrir því.
Björn
Vestmannaeyjar:
1 Lokaprófanir á
Bj örgvinsbeltinu
Framleiðsla hefst á næstú vikum
V estraannaeyj um.
Stýrimannaskólanemar í Eyjum gerðu fyrir skömmu lokapróf-
anir með Björgvinsbeltið svokallaða, en framleiðsla á beltinu er
nú að heljast á Reykjalundi.
Farið var út á Víkina í Eyjum
þar sem prófanimar fóru fram.
Voru gerðar ýmsar tilraunir til
þess að gera lokaathugun á því
hvort eitthvað mætti betur fara í
hönnuninni, áður en framleiðsla
hefst. Prófanirnar gengu mjög vel
og voru allir þeir sem að þeim
stóðu sammála um að Björgvins-
beltið væri handhægt og mjög
þarft björgunartæki.
Það er nú orðið nokkuð langt
síðan Björgvin hannaði upphaf-
lega gerð af beltinu. Á því hafa
síðan verið gerðar margar tilraun-
ir og prófánir til þess að sníða
mætti af því hugsanlega van-
kanta. Beltið hefur tekið smá-
vægilegum breytingum á þessum
tíma og um leið hefur verið leitað
að heppilegu efni í það.
Björgvin Siguijónsson, hönnuð-
ur beltisins, sagði í samtali við
Morgunblaðið hann væri ánægður
með niðurstöður prófananna nú.
Engir vankantar hefðu komið
fram og hann vonaðist til að þama
væri komið gott öryggistæki fyrir
sjómenn. Hann sagði að undirbún-
ingurinn væri búinn að taka lang-
an tíma og mun lengri tíma en
hann hefði getað órað fyrir. Allt
Lyngey SF-61 í höfti á Höfii,
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson
Höfti
Ný Lyngey
keypt
til Haftiar
Höfn.
NYLEGA var vélbáturinn
Lyngey SF-61 seldur til Ól-
afsvíkur og í hans stað keypt
Skipanes SH-608 frá Grundar-
firði. Skipanes hefiir nú fengið
nafnið Lyngey SF-61. Báturinn
er 146 lesta smíðaður úr stáli
í Garðabæ 1970, en eldri Lyng-
ey var smíðuð á Seyðisfírði
1971 og er 92 lestir.
Bátarnir voru seldir án kvóta
og mun nýja Lyngey því halda
kvóta hinnar fyrri.
Skipstjóri á Lyngey er Páll
Dagbjartsson, sem einnig var með
eldri Lyngey. Verið er að .gera
bátinn kláran á síldveiðar. Eig-
andi er Borgey hf. á Höfn.
- JGG
Ritgerðarsamkeppni
í firamhaldsskólum
Norræna felagið:
NORRÆNA félagið á íslandi, beitir sér fyrir ritgerðarsamkeppni i
framhaldsskólum um efnið „Hvað eiga íslendingar sameiginlegit með
öðrum Norðurlandaþjóðum” og bjóða verðlaun fyrir fimm bestu rit-
gerðimar - flugfar til einhverrar höfuðborgar Norðurlanda að vali
vinningshafa og 50 þúsund krónur í farareyri fyrir hvem og einn.
Leitað verður eftir samvinnu við menntamálaráðuneytið um sam-
keppnina að því er varðar kynningu málsins í framhaldsskólum og
skipan dómnefiidar, en Norræna félagið mun sjálft greiða verðlaun-
in. Áformað er að samkeppnin fari fram nú í vetur.
í fréttatilkynningu frá Norræna
félaginu segir að á þingi þess ný-
lega hafí verið samykkt að stofna
sjóð um norræna samvinnu með
einnar milljónar króna fjárframlagi.
Auk þess fær sjóðurinn í tekjur
hluta af þeim ágóða, sem kann að
verða hjá Norræna félaginu í framt-
íðinni og mun ráðstafa árlega til
styrkveitinga vöxtum af höfuðstól
og helmingi af árlegu framlagi
Norræna félagsins til sjóðsins eins
og það kann að verða á hveijum
tíma. Hlutverk sjóðsins er að
styrkja félagsdeildir Norræna fé-
lagsins, einkum hinnar minni, til
norræns samstarfs og þátttöku í
samnorrænum viðfangsefnum og
til norræns kynningarstarfs. Fyrsta
úthlutun úr hinum nýja sjóði mun
fara fram á næsta ári.
Þing Norræna félagsins á íslandi
er haldið annað hvert ár. Að þessu
sinni sátu þingið 73 fulltrúar, kjörn-
ir fulltrúar félagsdeilda og áheyrn-
arfulltrúar. Þingfundir hófust að
morgni laugardagsins 28. október
og lauk þinginu síðdegis sunnudag-
inn 29. október. Meðal málefna,
sem sérstök grein var gerð fyrir á
Náttúruverndarráð:
Mótmælir byggingu
endurvinnslu-
stöðvar við Dounreay
Náttúruverndarráð hefur sent frá sér ályktun, þar sem mótmælt
er harðlega áformum um byggingu endurvinnslustöðvar fyrir
brennsluefiii kjarnaofna við Dounreay í Skotlandi. Ráðið hefur sent
Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra ályktunina og ennfremur
til sendiherra Bretlands, fyrir hönd ríkisstjórnar Bretlands. Þá fá
Norðurlandaráð og umhverfisráðuneyti í Bretlandi og á Norðurlönd-
unum ályktunina.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Nemendur Stýrimannaskólans
í Eyjum prófa Björgvinsbeltið.
hefði verið hálf þungt í vöfum en
nú væri farið að sjást fyrir endann
á þessu og hann vonaðist til að
beltið kæmi á markað á næstu
vikum. Hann sagði að Reykja-
lundur hefði tekið framleiðslu
beltisins að sér og væru þeir bún-
ir að koma sér upp tækjakosti til
framleiðslunnar.
Grímur
í ályktuninni segir meðal annars:
„Það er óumdeilt að fyrirhuguð stöð
og starfsemi tengd henni mun auka
til muna hættu á geislamengun við
norðanvert Atlantshaf. Áhrif slíkrar
mengunar geta orðið geigvænleg
fyrir allt líf á þessum slóðum.
Það getur ekki verið einkamál
einstakra þjóða þegar þær velta
umhverfisvanda sínum yfir á aðra.
Vanda sem getur orðið svo
óyfirstíganlegur að hann verður
þinginu, var starfsemi Nordjobb á
Islandi en það er atvinnumiðlun
fyrir ungt fólk á Norðurlöndum sem
er í umsjá norrænu félaganna.
Einnig var rætt um starfsemi
upplýsingaskrifstofu, sem starf-
rækt er á Akureyri í samvinnu
Norrænu ráðherranefndarinnar og
Norræna félagsins.
Þá var rætt um umfangsmikla
ferðaþjónustu Norræna félagins,
þátttöku félagisns í norrænu sam-
starfi o.fl. og samþykktar tillögur
og lagabreytingar. A þinginu kom
fram, að hagur félagsins stendur
nú með miklum blóma.
Formaður Norræna félagsins var
endurkjörinn Gylfi Þ. Gíslason pn -
aðrir í aðalstjóm em Haraldur
Olafsson, Guðlaugur Þorvaldsson,
Jóna Bjarkan, Kristjana Sigurðar-
dóttir, Hreinn Pálsson, Sigurður
Símonarson og Siv Friðleifsdóttir.
Framkvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins er Sighvatur Björgvinsson.
ekki bættur.
Náttúruverndarráð skorar á
ríkisstjórn Bretlands að hætta nú
þegar við þessar hugmyndir. Jafn-
framt skorar ráðið á ríkisstjórnir
allra landa við norðanvert Atlants-
haf, og aðra þá er láta sig um-
hverfismál eihveiju skipta, að gera
það sem i þeirra valdi stendur til
að koma í veg fyrir að nefnd endur-
vinnslustöð verði reist í Dounreay.“^'