Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 33
J
Ráðstefna
Tryggingar
Sjóvá Almennar flutt
í Kringluna 5
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. hefur nú flutt höfúðstöðvar sínar
frá Síðumúla 39 og Suðurlandsbraut 4 í nýtt hús í Kringhinni 5. Þar
með má segja að sameiningu fyrirtækjanna sé að fúllu lokið, segir
í frétt frá fyrirtækinu, þar sem eftirleiðis má fá alla þjónustu félags-
ins á einum stað. Tjónaskoðunarstöðin verður þó eftir sem áður að
Smiðjuvegi 1 í Kópavogi.
Nýja húsið er alls 7 skrifstofu-
hæðir og hefur Sjóvá-Almennar 6
þeirra til umráða. Auk tryggingafé-
lagsins eru Sameinaða líftrygging-
arfélagið, Kaupþing og Sparisjóður
Reykjavíkur með starfsemi í húsinu.
Skrifstofuhúsnæði er alls 3915
ferm. en að auki 1437 ferm undir
bílageymslu. Endanlegt uppgjör
byggingakostnaðar liggur ekki fyrir
Leiðréttíng
en hann er áætlaður um 85 þús.
krónur á ferm.
Framkvæmdir hófust við grunn
hússins 1987 en uppsteypa hússins
hófst í mars 1988 og hafði verk-
takafyrirtækið Álftarós flesta verk-
þætti þess með höndum. Við gerð
hússins var við það miðað að allur
viðhaldskostnaður væri í lágmarki,
t.d. eru útveggir hússins einangrað-
ir að utanverðu og klæddir með
þýsku graníti. Nýjasta tækni er
notuð við allar tölvulagnir og ör-
yggiskerfi. Arkitekt hússins er Ingi-
mundur Sveinsson.
iaaMavön-.Js f!
MORGUNBLAÐIÐ
\TnS5SQIV ClKÍAJflIdlJílflOM
ÞRIÐJUDAGUR- 21. NOVEMBER-1989-
NYJA HUSIÐ — Hér verða aðalstöðvar Sjóvá-Almennra eftir-
leiðis — á sex hæðum þessarar nýbyggingar í Kringlunni 5.
í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins sl. fimmtudag urðu tvær meinleg-
ar villur í vinnslu blaðsins. Annars
vegar var um að ræða frétt á baks-
íðu, þar sem skýrt var frá því að
skipað hefði verið að nýju í siðanefnd
Alþjóða verzlunarráðsins. í upplím-
ingu rugluðust spaltar, þar sem sagt
var frá hveijir hefðu hlotið tilnefn-
ingu. Réttar eru málsgreinarnar
þannig:
„...Brynjólfur Sigurðsson prófess-
or, tilnefndur af viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla íslands. Ritari
siðanefndarinnar er Sigríður Finsen
skrifstofustjóri landsnefndarinnar.
Siðareglurnar, sem hafa hlotið við-
urkenningu um allan heim, eru á
sviði markaðs- og þjóðfélagsrann-
sókna, sölukynningar, pöntunar og
póstverslunar, beinnar sölu og aug-
lýsinga. Siðanefnd Sambands
íslenskra auglýsingastofa annast
framkvæmd þeirra síðastnefndu.
Samkvæmt starfsreglum siða-
nefndar getur einstkalingur, fyrir-
tæki eða stofnun kært til siðanefndar
brot á siðareglum Alþjóða verzlunar-
ráðsins. Siðanefnd er heimilt að birta
úrskurði sína opinberlega, en nöfn
aðila verða þó ekki birt nema um
meiriháttar brot veðri að ræða.“
I öðru lagi áttu stað mistök við
setningu á töflu yfir fjölda banka í
Lúxemborg. í næstneðstu línu töfl-
unnar átti að koma fram að bankar
voru 37 árið 1970 en voru um mitt
þetta ár 156 talsins. Þeir voru-111
talsins árið 1980 og 118 árið 1985.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Mikill áhugi fyrir
beinum tölvusamskiptum
Frá ráðstefnu Edi-félagsins um pappírslaus viðskipti
Nú eru þeir kaldir
hjá Rönning í Kringlunni
Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði!
Nú fyrir jólin seljum við kæliskápa frá
23.330 kr., frystiskápa frá 31.092 kr., sam-
byggða kæli- og frystiskápa frá 35.882 kr.
og frystikistur frá 38.940 kr.* Mikið úrval
margar stærðir og gerðir frá 0SBY,
SNOWCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt
tækifæri..
PP
''MW!
mm
ÍONNING
<RINGLAN
KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868
ysmSnttSSZLi
ÉÍÍllfe-
Verð miðað við staðgreiðslu.
EDI-FÉLAGIÐ á íslandi gekkst nýlega fyrir ráðstefiiu um pappírs-
laus viðskipti í Evrópu. Ráðstefnan var vel sótt og augljóst er að
mikill áhugi er á því að draga úr notkun pappírs í viðskiptum og
láta tölvurnar hafa bein samskipti sín á milli. Á ráðstefnunni kom
fram að þegar eru.nokkur íslénsk fyrirtæki og stoftianir með í undir-
búningi að hefja þessa starfsemi.
Karl Garðarsson frá Ríkistoll-
stjóra sagði frá áformum tollsins
um að hefja móttöku og úrvinnslu
á tollupplýsingum á tölvutæku
formi og stefna að því að hverfa
frá hinni miklu notkun pappírs við
tollafgreiðslu. Sem dæmi um vand-
ann nefndi Karl að tollyfirvöldum
bærust nú árlega um 2 milljónir
skjala. Pappírsflóðið væri orðið
geigvænlegt og geymsla þessara
skjala væri vandamál. Bein tölvus-
ámskipti milli inn- og útflytjenda,
tollyfirvalda og fleiri aðila sem
tengjast viðskiptunum væru það
sem stefnt væri að.
Helgi Hjálmsson hjá Tollvöru-
geymslunni hf. greindi frá því að
við fyrirspurnir og afgreiðslu á vör-
um hjá Tollvörugeymslunni væri
nú beitt tölvusamskiptum í ríkum
mæli. Með beinum tölvusamskipt-
um bærust óskir um afgreiðslu á
vörum frá tölvu hjá innflytjanda til
tölvu Tollvörugeymslunnar ásamt
heimild til greiðslu til seljanda er-
lendis og greiðslu aðflutnings-
gjalda. Þessi boð berist áfram til
banka og tollyfirvalda sem sendi til
baka heimild til afhendingar á vö-
runni. Þessi afhendingarheimild
berist beint til tölvu í afgreiðslu
Tollvörugeymslunnar en þangað
sæki svo innflytjandinn vöru sína.
Allt þetta gerist án þess að pappír
komi við sögu. Kerfi þetta sé búið
að vera í notkun í um 3 ár og reyn-
ist vel.
Það helsta sem er
á döfinni í Evrópu
Tveir erlendir ræðumenn voru á
ráðstefnunni þeir Hans B. Thomsen
lögfræðingur hjá norska útflutn-
ingsráðinu og Irinn Maurice Wal-
ker, sem starfar hjá tollaráðuneyti
Evrópubandalagsins. Báðir þessir
menn eru miklir talsmenn pappírs-
lausra viðskipta og sögðu frá því
sem nú er á döfinni í Evrópu á
þessu sviði.
Hans B. Thomsen skýrði í stuttu
máli hvað átt er við með EDI (Elec-
tronic Data Interchange) sem á
íslensku hefur verið nefnt skjala-
skipti milli tölva (SMT) og sagði
að um væri að ræða að tölvur væru
látnar skiptast beint á upplýsingum,
án þess að notaður væri pappír. Til
dæmis- væru reikningar, pantanir,
greiðsluheimildir o.s.frv. látnar
ganga beint á milii tölva í stað þess
að prenta skjöl á pappír og póst-
leggja. Hann lagði áherslu á að um
væri að ræða nýja, byltingarkennda
aðferð við rekstur og stjórnun fyrir-
tækja sem hefði í för með sér mik-
inn sparnað og aukinn hraða.
„Svo er nú komið í alþjóðlegum
viðskiptum að oft er vörusending
komin á áfangastað áður en tekist
hefur að ljúka þeirri pappírsvinnu
sem tengist viðskiptunum," sagði
Thomsen og bætti við að kostnaður
við pappírsvinnu í útflutningi næmi
nú 7—10%af reikningsupphæðinni
að jafnaði. Þetta taldi Thomsen
vera óviðunandi og lausnin væri
fólgin í að taka upp skjalaskipti
milli tölva til að lækka kostnaðinn.
Maurice Walker greindi frá því
að á grundvelli hinnar samræmdu
tollskýrslu EB og EFTA, sem nefnt
er „SAD“ og komst í notkun í árs-
byrjun 1987, væri nú verið að búa
til hliðstæða tollskýrslu í tölvu
þannig að ekki þyrfti lengur að
notast við pappír. Hin nýja tölvu-
skýrsla er nefnd „CUSTDEC"
(Customs Declaration).
Þá greindi Sigmar Þormar for-
maður sjávarútvegshóps Edi-
félagsins frá því sem hópurinn
hyggst gera til þess að koma á
skjalaskiptum milli tölva í útgerð,
vinnslu og útflutningi á fiskafurð-
um. í ráði er að hefja innan skamms
tilraunir með SMT innan sjávarút-
vegsins.
Edi-félagið var stofnað sl. vor
og ráðstefnan var sú fyrsta sem
félagið gengst fyrir. Ráðstefnustjóri
var Vilhjálmur Egilsson frkvstj.
Verslunarráðsins en hann er einnig
formaður Edi-félagsins.
LJÓSMYNDA-
M frá Múlalundi...
vel geymdar verða
minningarnar
enn ánægjulegri.
Múlalundur
Þ.ÞORGBlMSSON&CO
ABETEanirt
HARÐPLAST Á BORÐ
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640