Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 33
J Ráðstefna Tryggingar Sjóvá Almennar flutt í Kringluna 5 SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. hefur nú flutt höfúðstöðvar sínar frá Síðumúla 39 og Suðurlandsbraut 4 í nýtt hús í Kringhinni 5. Þar með má segja að sameiningu fyrirtækjanna sé að fúllu lokið, segir í frétt frá fyrirtækinu, þar sem eftirleiðis má fá alla þjónustu félags- ins á einum stað. Tjónaskoðunarstöðin verður þó eftir sem áður að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Nýja húsið er alls 7 skrifstofu- hæðir og hefur Sjóvá-Almennar 6 þeirra til umráða. Auk tryggingafé- lagsins eru Sameinaða líftrygging- arfélagið, Kaupþing og Sparisjóður Reykjavíkur með starfsemi í húsinu. Skrifstofuhúsnæði er alls 3915 ferm. en að auki 1437 ferm undir bílageymslu. Endanlegt uppgjör byggingakostnaðar liggur ekki fyrir Leiðréttíng en hann er áætlaður um 85 þús. krónur á ferm. Framkvæmdir hófust við grunn hússins 1987 en uppsteypa hússins hófst í mars 1988 og hafði verk- takafyrirtækið Álftarós flesta verk- þætti þess með höndum. Við gerð hússins var við það miðað að allur viðhaldskostnaður væri í lágmarki, t.d. eru útveggir hússins einangrað- ir að utanverðu og klæddir með þýsku graníti. Nýjasta tækni er notuð við allar tölvulagnir og ör- yggiskerfi. Arkitekt hússins er Ingi- mundur Sveinsson. iaaMavön-.Js f! MORGUNBLAÐIÐ \TnS5SQIV ClKÍAJflIdlJílflOM ÞRIÐJUDAGUR- 21. NOVEMBER-1989- NYJA HUSIÐ — Hér verða aðalstöðvar Sjóvá-Almennra eftir- leiðis — á sex hæðum þessarar nýbyggingar í Kringlunni 5. í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins sl. fimmtudag urðu tvær meinleg- ar villur í vinnslu blaðsins. Annars vegar var um að ræða frétt á baks- íðu, þar sem skýrt var frá því að skipað hefði verið að nýju í siðanefnd Alþjóða verzlunarráðsins. í upplím- ingu rugluðust spaltar, þar sem sagt var frá hveijir hefðu hlotið tilnefn- ingu. Réttar eru málsgreinarnar þannig: „...Brynjólfur Sigurðsson prófess- or, tilnefndur af viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands. Ritari siðanefndarinnar er Sigríður Finsen skrifstofustjóri landsnefndarinnar. Siðareglurnar, sem hafa hlotið við- urkenningu um allan heim, eru á sviði markaðs- og þjóðfélagsrann- sókna, sölukynningar, pöntunar og póstverslunar, beinnar sölu og aug- lýsinga. Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa annast framkvæmd þeirra síðastnefndu. Samkvæmt starfsreglum siða- nefndar getur einstkalingur, fyrir- tæki eða stofnun kært til siðanefndar brot á siðareglum Alþjóða verzlunar- ráðsins. Siðanefnd er heimilt að birta úrskurði sína opinberlega, en nöfn aðila verða þó ekki birt nema um meiriháttar brot veðri að ræða.“ I öðru lagi áttu stað mistök við setningu á töflu yfir fjölda banka í Lúxemborg. í næstneðstu línu töfl- unnar átti að koma fram að bankar voru 37 árið 1970 en voru um mitt þetta ár 156 talsins. Þeir voru-111 talsins árið 1980 og 118 árið 1985. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mikill áhugi fyrir beinum tölvusamskiptum Frá ráðstefnu Edi-félagsins um pappírslaus viðskipti Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú fyrir jólin seljum við kæliskápa frá 23.330 kr., frystiskápa frá 31.092 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 35.882 kr. og frystikistur frá 38.940 kr.* Mikið úrval margar stærðir og gerðir frá 0SBY, SNOWCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt tækifæri.. PP ''MW! mm ÍONNING <RINGLAN KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 ysmSnttSSZLi ÉÍÍllfe- Verð miðað við staðgreiðslu. EDI-FÉLAGIÐ á íslandi gekkst nýlega fyrir ráðstefiiu um pappírs- laus viðskipti í Evrópu. Ráðstefnan var vel sótt og augljóst er að mikill áhugi er á því að draga úr notkun pappírs í viðskiptum og láta tölvurnar hafa bein samskipti sín á milli. Á ráðstefnunni kom fram að þegar eru.nokkur íslénsk fyrirtæki og stoftianir með í undir- búningi að hefja þessa starfsemi. Karl Garðarsson frá Ríkistoll- stjóra sagði frá áformum tollsins um að hefja móttöku og úrvinnslu á tollupplýsingum á tölvutæku formi og stefna að því að hverfa frá hinni miklu notkun pappírs við tollafgreiðslu. Sem dæmi um vand- ann nefndi Karl að tollyfirvöldum bærust nú árlega um 2 milljónir skjala. Pappírsflóðið væri orðið geigvænlegt og geymsla þessara skjala væri vandamál. Bein tölvus- ámskipti milli inn- og útflytjenda, tollyfirvalda og fleiri aðila sem tengjast viðskiptunum væru það sem stefnt væri að. Helgi Hjálmsson hjá Tollvöru- geymslunni hf. greindi frá því að við fyrirspurnir og afgreiðslu á vör- um hjá Tollvörugeymslunni væri nú beitt tölvusamskiptum í ríkum mæli. Með beinum tölvusamskipt- um bærust óskir um afgreiðslu á vörum frá tölvu hjá innflytjanda til tölvu Tollvörugeymslunnar ásamt heimild til greiðslu til seljanda er- lendis og greiðslu aðflutnings- gjalda. Þessi boð berist áfram til banka og tollyfirvalda sem sendi til baka heimild til afhendingar á vö- runni. Þessi afhendingarheimild berist beint til tölvu í afgreiðslu Tollvörugeymslunnar en þangað sæki svo innflytjandinn vöru sína. Allt þetta gerist án þess að pappír komi við sögu. Kerfi þetta sé búið að vera í notkun í um 3 ár og reyn- ist vel. Það helsta sem er á döfinni í Evrópu Tveir erlendir ræðumenn voru á ráðstefnunni þeir Hans B. Thomsen lögfræðingur hjá norska útflutn- ingsráðinu og Irinn Maurice Wal- ker, sem starfar hjá tollaráðuneyti Evrópubandalagsins. Báðir þessir menn eru miklir talsmenn pappírs- lausra viðskipta og sögðu frá því sem nú er á döfinni í Evrópu á þessu sviði. Hans B. Thomsen skýrði í stuttu máli hvað átt er við með EDI (Elec- tronic Data Interchange) sem á íslensku hefur verið nefnt skjala- skipti milli tölva (SMT) og sagði að um væri að ræða að tölvur væru látnar skiptast beint á upplýsingum, án þess að notaður væri pappír. Til dæmis- væru reikningar, pantanir, greiðsluheimildir o.s.frv. látnar ganga beint á milii tölva í stað þess að prenta skjöl á pappír og póst- leggja. Hann lagði áherslu á að um væri að ræða nýja, byltingarkennda aðferð við rekstur og stjórnun fyrir- tækja sem hefði í för með sér mik- inn sparnað og aukinn hraða. „Svo er nú komið í alþjóðlegum viðskiptum að oft er vörusending komin á áfangastað áður en tekist hefur að ljúka þeirri pappírsvinnu sem tengist viðskiptunum," sagði Thomsen og bætti við að kostnaður við pappírsvinnu í útflutningi næmi nú 7—10%af reikningsupphæðinni að jafnaði. Þetta taldi Thomsen vera óviðunandi og lausnin væri fólgin í að taka upp skjalaskipti milli tölva til að lækka kostnaðinn. Maurice Walker greindi frá því að á grundvelli hinnar samræmdu tollskýrslu EB og EFTA, sem nefnt er „SAD“ og komst í notkun í árs- byrjun 1987, væri nú verið að búa til hliðstæða tollskýrslu í tölvu þannig að ekki þyrfti lengur að notast við pappír. Hin nýja tölvu- skýrsla er nefnd „CUSTDEC" (Customs Declaration). Þá greindi Sigmar Þormar for- maður sjávarútvegshóps Edi- félagsins frá því sem hópurinn hyggst gera til þess að koma á skjalaskiptum milli tölva í útgerð, vinnslu og útflutningi á fiskafurð- um. í ráði er að hefja innan skamms tilraunir með SMT innan sjávarút- vegsins. Edi-félagið var stofnað sl. vor og ráðstefnan var sú fyrsta sem félagið gengst fyrir. Ráðstefnustjóri var Vilhjálmur Egilsson frkvstj. Verslunarráðsins en hann er einnig formaður Edi-félagsins. LJÓSMYNDA- M frá Múlalundi... vel geymdar verða minningarnar enn ánægjulegri. Múlalundur Þ.ÞORGBlMSSON&CO ABETEanirt HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.