Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 46
MÓRGÓNÓLAÍJIÐ ÞRIÐJÚDAGlJR 21. NfÓVEMBER 1989 Minning: * _________ Oskar Pétursson Fæddur 2. des. 1906 Dáinn 8. nóv. 1989 Á morgun mánudaginn 20. nóv- ember verður Garðar Oskar Péturs- son, járnsmiður og skátaforingi, kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Hann gekk ávallt undir nafninu Óskar. Hann fæddist á ísafirði 2. desember 1906, sonur hjónanna Elínar Eyjólfsdóttur frá Rauðalæk í Rangárvallasýslu og Pét- urs Guðmundssonar vélstjóra frá Holti í Önundarfirði. Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum á Klapparstíg 18 í Reykjavík, ásamt bræðrum sínum Emil og Arnold, sem nú fylgja bróður sínum hinsta spölinn. Yngst var Hjördís, en hún lést fyrir einu og hálfu ári. Er Óskar hafði aldur til, hóf hann jámsmíðanám hjá Vélsmiðjunni Hamri og stundaði þá iðngrein þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 70 ára. Eftir það helgaði hann félagsmálum alla sína starfskrafta. Um starf Óskars við járnsmíðaiðnina rek ég ekki nánar, en það munu sjálf- sagt kunnugri menn gera. Þó vil ég geta þess að Óskar smíðaði marga fagra gripi fyrir skátahreyfinguna, m.a. húna á fánastangir skátafélag- anna og bera þeir fagurt vitni hvað handbragð snertir. Óskar stundaði íþróttir sér til heilsubótar og skildi gildi íþróttanna. Hann gekk til liðs við Knattspyrnufé- lagið Þrótt og var m.a. formaður félagsins um árabil. Kappróðra stundaði hann með góðum árangri. Það vita víst fæstir að Óskar var íslandsmeistari í kappróðri í 10 ár í röð og fór m.a. í eina keppnisferð til Danmerkur, þar sem hann keppti ásamt félögum sínum og hrepptu þeir silfurverðlaun. Óskar kvæntist Sigríði Ólafsdóttur 2. júní 1934 og átti með henni tvo syni, þá Sverri, tónlistarmann og bankaráðsmann í Alþýðubankanum í Reykjavík, og Pétur, skólastjóra á Siglufirði. Þau slitu samvistir. I þessum minningarorðum vil ég sérstaklega koma inn á skátasögu Óskars, en hann átti allmerka skáta- sögu að baki og varð einn af þekkt- ustu skátaforingjum þessa lands. Þegar ég renni huganum yfir skáta- feril Óskars er oft erfitt að greina á milli skátasögu hans og sögu skáta- hreyfingarinnar á íslandi. Enda er það svo, að jafn starfsamur og áhugasamur skátaforingi og Óskar, sem hefir verið meira og minna í fremstu „víglínu" í íslensku skáta- t Munið minningarkort Bandalags íslenskra skáta, Skátahúsinu, sími 91-23190. Btómastofa FriÖjinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m starfi, hlýtur að tengjast hinum ýmsu þáttum hennar. Eg kynntist Óskari skáta, eins og hann var oft kallaður, árið 1932 og síðan hafa leiðir okkar legið oft sam- an á skátabrautinni,,eða í 57 ár. Við skulum líta á skátaferil hans, en aðeins verður stiklað á stóru. Óskar gekk í Væringjafélagið 8. desember 1916. Að ganga í skátafé- lag var 10 ára afmælisgjöf til hans. Þar var Ársæll Gunnarsson mikils metinn og virtur skátaforingi og byrjaði Óskar hjá honum. Hann varð aðstoðarflokksforingi vorið 1923 hjá Sigurði Ágústssyni og 4. október sama ár flokksforingi, er Sigurður fór til náms til Danmerkur. Það hef- ir verið mikilsvert fyrir hann að kynnast og starfa með Ársæli og Sigurði, sem voru mjög áhugasamir og færir foringjar. Ársæll dó ungur en Sigurður tók aftur upp þráðinn eftir heimkomuna og var leiðandi foringi í áratugi. Á uppvaxtarárum Óskars var skátastarfið oft erfitt. Þá voru ekki bílar og reiðhjól ekki heldur. Óskar eignaðist sitt fyrsta hjól 1927. Eftir að Væringjaskálinn í Lækjar- botnum var byggður 1924, var al- gengt að ganga þangað. Að sjálf- sögðu fór ðskar á fyrsta landsmótið sem haldið var í Þrastarskógi árið 1925. Þijú skátafélög, Ernir, Vær- ingjar og Skátafélag Hafnarfjarðar, tóku þátt í því. Næsta Landsmót var haldið í Laugardælum og var Óskar einnig þar. Síðan hafa Landsmót verið haldin, venjulega með 4ra ára millibili, og mun það Landsmót vand- fundið, sem Óskar hefur ekki tekið þátt í. Árið 1924 fékk Óskar það virðu- lega embætti að vera fánaberi og í marga áratugi gegndi hann því starfi t.d. á Surnardaginn fyrsta og við konungskomur. Þegar Jamboree var haldið í Englandi 1929 var Óskar þar í hópi 32ja íslenskra skáta, und- ir stjórn Sigurðar Ágústssonar. Aftur fór hann utan á Marathon-jamboree í Grikklandi 1963 og á Nord-jam- boree í Noregi 1975. Árið 1933, þegar gerð var tilraun til að koma á Gilwell-námskeiði hér á landi, undir stjórn Mr. E.E. Renold frá Gilwell í Englandi, tók Óskar þátt í því. Þetta námskeið þótti tak- ast sem skyldi og var því ekki fram- hald á því. En haustið 1958 var íslenski Gilwellskólinn stofnsettur undir stjórn Odd Hopp frá Noregi og þriggja íslenskra Gilwellskáta, er höfðu fengið Gilwellþjálfun í Dan- mörku, Noregi og Englandi. Óskar sótti Gilwellnámskeið 1960, og síðan hefur hann verið í mörg ár aðstoðar- maður á Gilwell-námskeiðum á Úl- fljótsvatni. Hann hefur einnig á margan hátt verið viðloðandi á Úl- fljótsvatni og dvaldi þar löngum, enda átti hann smáskála þar, ásamt nokkrum vinum sínum. Óskar gerðist sveitaforingi hjá Væringjum 1935, auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Þegar Væringjar áttu 25 ára afmæli árið 1937 var hann gerður að heið- ursfélaga. Þegar Væringjafélagið og Emir voru sameinaðir 1938, var Óskar þar í foringjaliðinu og þá sem fylkir. Hann hefir verið í hússtjóm Skátaheimilisins við Snorrabraut auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Hann hefur um árabil verið fulltrúi Banda- lags íslesnkra skáta í Landssam- bandinu gegn áfengisböli og einnig í stjóm þess. Skíðasveit skáta var starfandi um langan tíma og var Óskar þar for- maður. Skíðasveitin hefur verið eini tengiliður skáta við ÍSÍ. „Gamlir skátar“ héldu mót að Úlfljótsvatni 1950 og var Óskar þar á meðal þátt- takanda. Þetta mót var upphaf að starfi St. Georgsgildanna og var hann þar mikils metinn félagi. 1986 tók hann þátt í móti þeirra á Dalvík. Þá rifjaðist upp að hann hafði verið þar þátttakandi á Landsmóti 1935 eða fyrir 51 ári. Þarna vom og 3 aðrir er vom á mótinu 1935. Óskar hefir verið starfandi hjá skátafélag- inu Skjöldungum undanfarin ár og hafa þeir kosið hann heiðursfélaga. Til að sýna ofurlítinn þakklætis- vott hefir skátahreyfingin sæmt Óskar ýmsum heiðursmerkjum hreyfingarinnar, eins og Þórshamrin- um 1936 og fyrstur skáta fékk hann Skátakveðjuna 1964, og svo var hann sæmdur æðsta heiðursmerki íslenskra skáta Silfurúlfinum, er hann varð áttræður. Þetta var sér- stakur heiður, sem Óskari var þá sýndur,_ þar eð engir nema skátahöfð- ingjar Islands hafa hingað til fengið þetta heiðursmerki. Af sama tilefni heiðraði Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Óskar með Fálka- orðunni. Við félagar Óskars og vinir höfum glaðst yfir því, að storf hans skuli metin að verðleikum. Við munum sakna góðs félaga, og við munum minnast hans og reyna eftir megni að halda starfí hans áfram til gagns fyrir íslenska æsku. íslenskir skátar senda aðstand- endum Óskars innilegar samúðar- kveðjur. Óskar er „farinn heim“, megi hann hvíla í friði. Franch Michelsen Það var nokkuð óvænt að lesa í blaðinu, að Óskar Pétursson, sá gamli, góði skáti, væri „farinn heim“, eins og við skátar köllum það, er menn kveðja þennan heim. Ég hefi þekkt Oskar allt frá því að ég gerðist skáti 1936, þá barn að aldri. Þá var hann þegar orðinn deildarforingi fyrstu deildar skátafé- lagsins Væringja, sem sr. Friðrik hafði upprunalega stofnað innan KFUM 1913. Og síðan höfum við alltaf fylgst að og það hefur verið ánægjulegt að fá að starfa með Óskari að góðum málum. Hann hefur verið óþreytandi að rétta hjálparhönd eftir að eigin- legu foringjastarfi lauk. Kennsla- á Gilwell-námskeiðum, undirbúningur og störf við skátamót eru atriði, sem koma fyrst í hugann. Enginn vafi er á, að Óskar var sá skáti, sem lengst átti samfellt skátastarf hér á landi og þótt víðar væri leitað. Og ekki lét hann það duga, heldur varð það félagslega uppeldi, sem hann naut í skátafélagsskapnum, honum gott nesti í forustustarfi í íþróttahreyfingunni, eins og er um marga, sem þar starfa. Við eldri skátar minnumst forustu Óskars við fánahyllingar og þeirrar fyrirmyndar, sem hann var okkur, sem næst honum -komu. Þeir yngri minnast leiðþeininga á námskeiðum og skátamótum, þar sem fylgdi með hið blíða bros, sem strax kemur upp í hugann, þegar Óskars er minnst. Það er staðreynd, að þeir vinir, sem maður kynnist á unga aldri, hafa mest áhrif allt lífið. Þeir eru sjálfsagðir vinir og hver endurfund- ur, þó að ár skilji að, verða til að veita ánægju og styrkja mann. Slíkur vinur var Óskar Pétursson fjölmörgum skátum, sem honum kynntust, á meira en hálfrar aldar skátastarfi hans. Þetta þökkum við nú allt fyrir. Minningin um góðan skáta lifir. Við sendum ættingjum Óskars hugheilar kveðjur og vottum þeim samúð okkar. Páll Gíslason Fallinn er frá Óskar Pétursson, járniðnaðarmaður. Óskar var skáti í áratugi og af fjölmörgum talin góð fyrirmynd annarra skáta. Hann var félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og ávallt boðinn og búinn að Ieggja sveitinni lið þegar á þurfti að halda. Það er því miður allt of fátítt að kynnast manni eins og Óskari Pét- urssyni. Atorka hans og dugnaður var einstakur. Hann var óþreytandi við að taka þátt í verkefnum tengd- um skátastarfinu. Þrátt fyrir alvar- lega bæklun, sem hann hlaut í tveim- ur umferðarslysum, lét hann aldrei bilbug á sér finna. Hann vár ávallt til staðar þar sem hann áleit að hann gæti orðið að liði. Lundarfar Óskars var létt og aldrei heyrðist hann kvarta þótt á móti blési. Á skátamótum sóttust yngri skátar eftir félagsskap hans. Hann var maðurinn sem flest kunni og reynsl- una hafði. Óskar var óþreytandi við að liðsinna okkur og leiðbeina og hann hafði frá mörgu að segja. Fyr- ir það eru margir þakklátir. Fyrir hönd okkar hjálparsveitar- manna þakka ég og Óskari fyrir samfylgdina og allt sem hann hefur gert fyrir okkur. Tryggvi P. Friðriksson Óskar Pétursson var skáti í 73 ár, virkur og gjaldgengur þann tíma allan. Hann var kominn yfir miðjan aldur er hann tók þátt í Gilwell- þjálfun skátaforingja, alþjóðlegri foringjaþjálfun skáta, árið 1960. Að því búnu varð hann leiðbeinandi á Gilwellnámskeiðum og þótti honum það heiður að fá að tengjast með þeim hætti hinum alþjóðlega for- ingjaskóla sem Baden-Powell stofn- aði í Gilwell Park árið 1919, þegar Óskar hafði verið skáti í 3 ár. Hann stjórnaði og kenndi á öðrum riám- skeiðum á vegum skátahreyfíngar- innar til hinsta dags. Hann var án efa einn reyndasti maður skáta- hreyfingarinnar í öllu sem laut að ferðalögum og útilegum skáta, og sömuleiðis skipulagningu og fyrir- komulagi á skátamótum. Tjaldbúð- alíf átti nú við hann. Óskar var sömuleiðis í fararbroddi þar sem skátar sinntu opinberum störfum. Oft minntist hann þess hvernig þeir félagarnir leystu úr vandanum er austurríski fáninn var fyrr en varði kominn í hendur þeirra í stað þess danska á alþingishátíðinni 1930, í þann mund sem konungur flutti ávarp sitt. Þessi frásögn fylgdi úr hlaði eftirminnilegum kennslustund- um í meðferð íslenska fánans þar sem virðing hans fyrir landi, þjóð og sögu kom vel fram. Hann lýsti skilmerkilega á fögru máli sinnar kynslóðar þeim gildrum sem varast ber þegar skipuleggja þarf hátíðleg- ar opinberar athafnir. Óskar Pétursson átti bestar stundir við varðeldinn í hópi ungra skáta, sem hann átti alltaf auðvelt með að kynnast og féll í hópinn alla ævi. Hann hlaut um dagana margs konar ytri viðurkenningu fyrir starf sitt, en taldi jafnan sjálfur að sú viðurkenning sem fólst í brosandi andliti, þess sem hafði numið nýjan fróðleik af honum, svaraði öllum hans óskum. Á námskeiðum skáta • var ekki ónýtt að kynna mann sem hafði hitt persónulega helstu forystumenn skáta í öndverðu, og verið á tveimur skátamótum með stofnanda hreyf- ingarinnar Baden-Powell. Óskar var maður stálminnugur og kunni vel að segja frá, og miðl- aði óspart af þekkingu sinni væri eftir leitað. Hann var hagur á tré og járn og má segja að um áratuga skeið hafi skálar skáta við Úlfljóts- vatn notið handarverka hans. Ævin- lega boðinn og búinn til starfa er kallað var. Óskar Pétursson var hrókur alls fagnaðar á síðasta Gilwellnámskeiði sem haldið var í ágústmánuði. Fáir sem þar voru áttu von á að heim- ferð hans væri skammt undan. Ham- ingja hans var að hann gat tekið virkan þátt í starfí með ungu fólki nær til hinsta dags og var ekki þjak- aður með erfiðri og þungri elli. Hann var alla ævi sannur skáti og gerði sér far um að beina störfutn sínum á jákvæðar brautir. Forystumenn skátahreyfingarinnar frá fyrri hluta aldarinnar eru nú óðum að hverfa á braut og Gilwellskólinn sem þeir mótuðu af langri reynslu verður af beinni leiðsögn þeirra, en minningin um góðan dreng fellur aldrei úr minni. Verk þeirra eru hvarvetna sýnileg. Óskar Pétursson er farinn heim. Gilwellskátar Okkur langar til minnast hér örf- áum orðum skátabróður okkar, Óskars Péturssonar. Flest okkar kynntumst honum fyrst á Gilwell- námskeiðinu á Úlfljótsvatni dagana 26. ágúst til 3. september. Á þessum örfáu dögum kvnntumst við þessum þróttmikla og spræka manni, og óneitanlega snart hann okkur með lífsgleði sinni. Hress og kátur fór hann allra sinna ferða með förunaut- ana tvo, á hverjum morgni var hann kominn út fyrstur manna til að draga fánana að húni, alltaf með bros á vör. Þegar við litum á Óskar og sáum þennan ótrúlega lífskraft ósk- aði hvert og eitt okkar þess að við yrðum eins og hann, að við fengjum að njóta þeirrar ánægju að starfa að okkar áhugamálum fram á hinstu stund. Nú er stórt skarð fyrir skildi. Við sjáum á eftir góðum félaga og gam- alli, viturri Gilwell-uglu. Með skátakveðju, Gilwell-ungarnir 1989. Tengjura fastara bræðralagsbogann er bálið snarkar hér rökkrinu í finnum ylinn og lítum í logann og látum minningar vakna á ný. I skátaeldi býr kynngi og kraftur kyrrð og ró en þó festa og þor, okkur langar að lifa upp aftur liðin sumur og yndisleg vor. (H.T.) Óskar Pétursson er farinn heim, eins og sagt er á skátamáli, en Óskar var skáti í þess orðs fyllstu merk- ingu, og stundum hvarflaði að okkur hvort hann væri ekki eini ekta skát- inn? Á sumrinu 1987 var haldið al- þjóðamót IFOFSAG (samband eldri skáta) í Coventry á Englandi, á und- an mótinu vorum við 5 í hóp sem eyddum saman viku í þeirri yndis- fögru borg Canterbury, þar var Óskar eini herrann og var hrókur alls fagnaðar, við fórum í 4 skoðun- arferðir um nágrennið með frábærri leiðsögn, allt gat Óskar farið þó var hann með hækjurnar sínar og aldrei heyrðist hann kvarta um þreytu, en naut alls sem skoðað var, á sjálfu mótinu vakti hann athygli fyrir virðulega framkomu og hlýlega bro- sið sitt. Með þessum fáu skilnaðarorðum viljum við þakka Óskari ógleyman- lega samfylgd og biðjum guð að blessa hann og við vitum að brosið hans bjarta fáum við að sjá síðar. Við vottum eftirlifandi sonum hans samúð okkar. Samferðakonur 1987 Hann Óskar er farinn „heim“. Á þann veg var mér sagt frá snöggu andláti Garðars Óskars Pét- urssonar. Það eru ekki mörg ár liðin frá því að ég átti fyrst samskipti við þann mæta mann, þó ég hafi vitað af honum um fjölda ára. Ég tel að vart sé til sá eldri skáti, sem ekki hefir vitað um tilvist hans. Óskar Pétursson mun vera sá sem lengstan samfelldan starfsdag á með skátahreyfingunni. Segja má að starfsdagur hans á meðal skáta spanni allt frá því að skipulegt skáta- starf hófst hér á landi. Ávallt hefur Óskar verið með, sístarfandi og öt- ull þátttakandi. Ég mun ekki með þessum línum víkja nánar að því starfi, en þar hefur hann verið fyrir- mynd eldri skáta hvað snertir vöxt og viðgang skátahreyfingarinnar. Þegar starf eldri skáta innan St. Georgsgilda hófst hér, stóð ekki á Óskari að ganga þar til liðs. Þar sem annars staðar var hann ötull liðs- maður. Hann tók mjög mikinn þátt í erlendu samstarfi „gildanna" með því að sækja mót gamalla skáta, einkum á Norðurlöndum. Vel minnumst við þátttöku hans við byggingu skála „Gildisins“ við Úlfljótsvatn, þó hann gengi ekki allt- af „heill til skógar". Þar sem annars staðar stóð ekki á Óskari. Heill hug- ur og hönd voru þar lögð til verks. Sannarlega sannaði Óskar fyrir okk- ur að „orðinn skáti, ávallt skáti“ hefur gildi. Á kveðjustund er margt að þakka. Það er mikill sjónarsviptir í okkar hóp, þegar þessi svipmikli maður hverfur heim. Við sendum sonum og venslafólki Óskars Péturssonar hugheilar sam- úðarkveðjur. St. Georgsgildið í Reykjavík, Marías Þ. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.