Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 14
■' •> 134 /.; " '/ . . i i .1 ...! !> i }-ov MORGUNfitAÐlÐ- i>RíÐJUL>AGifR -21-.- NOVF.M BKft -H)S>----- Frakkar á ís- landsmiðum Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Elín Pálmadóttir: Fransí Biskví. Frönsku íslandssjómennirnir. Almenna bókafélagið 1989. 305 bls. Nokkuð er einkennilegt til þess að huga að áður en þessi bók kom út hefur engin samfelld ritsmíð birst á íslensku um þorskveiðar Frakka á íslandsmiðum. Var þó ekki um neina smáræðis útgerð að ræða. Frakkar stunduðu hér veiðar á duggum sínum frá því snemma á 17. öld og fram að seinni heimsstyrjöld. Þegar útgerð þeirra var mest, seint á 19. öld, voru skúturnar á fjórða hundrað talsins og áhöfnin nálgaðist sex þúsund manns. Margir bæir í Frakklandi áttu afkomu sína undir þessum veiðum. Hvað höfum við hér á Fróni vitað til þessa um þennan mikla flota og áhöfn hans eða um að- standendur þeirra heima í Frakkl- andi? Næsta fátt utan sögur af „ströndum“, björgun úr sjávar- háska, uppboð á strandgóssi, rauðvíns- og „koníaks“drykkju, smávegis kaupskap við fransara — og lífseigar sögusagnir um öll' „frönsku“ börnin, sem áttu að hafa orðið til. Elín Pálmadóttir blaðamaður hefur um árabil lagt mikla alúð við að afla sér allrar fáanlegrar vitneskju um flest sem varðar þessa fiskveiðasögu. Hún hefur margsinnis sótt heim útgerðarbæ- ina á Bretagneskaga, í Normandí, franska Flandri, skoðað staðhætti, gömul mannvirki, söfn og rætt við alla þá sem fræðslu gátu veitt. Þá hefur hún ennfremur vitjað allra þeirra staða á íslandi þar sem Frakkar höfðu helst viðkomu og rætt við fólk sem mundi síðustu ár þessarar skútualdar eða mundi frásagnir foreldra sinna. Ókjör af skjölum, skýrslum og prentuðum heimildum hefur hún kannað. Það má því með sanni segja að aflahlut- ur hennar hafi orðið býsna vænn að vertíðarlokum. Við þessa miklu vinnu hefur Elínu komið að góðu haldi staðgóð kunnátta í franskri tungu, enda vart hugsanlegt að vinna þetta verk annars. Niðurstöður þessa mikla elju- verks liggja nú fyrir á um 300 þéttprentuðum blaðsíðum, auk tæplega 100 ljósmynda, sem marg- ar hverjar segja mikla sögu. Og þetta er svo sannarlega mikil og á köflum næsta ótrúleg saga. Fyrst er líklega rétt að geta þess að upplýsingamagnið sem höfundur dregur inní frásögn sína er með ólíkindum mikið, þannig að við liggur að lesanda verði hálfómótt á stundum. Hér eru til- greind nöfn á fjölmörgum fiski- skútum, skipstjórum þeirra, fiski- mönnum og útgerðarmönnum. Og enginn hörgull er á tölum; afla- tölum, slysatölum, skipsstærðum o.fl. o.fl. Þetta veldur því m.a. að höfundur kemst mjög nálægt við- fangsefni sinu og getur lýst það ef svo má segja innanfrá. í öðrum kafla bókarínnar, að loknum aðfararorðum, bregður höfundur upp lifandi svipmyndum frá fjórum helstu útgerðarbæjun- um um það bil sem skúturnar eru að halda úr höfn í hina árlegu sex Elín Pálmadóttir mánaða útilegu. Það eru bæirnir Paimpol, Binic, Dunqerque og Graveline. í næsta kafla segir frá því er komið er norður á Island- smið. Þar greinir frá lífinu um borð, áem var svo ijarri því að vera nokkurt sældarlíf. Átakanleg- urv undirkafli er um veikindi og vosbúð á þessum litlu fleytum. Fjórði kaflinn er eins konar ágrip af sögu franskra skútukarla við ísland. Blómatími þorSkveiðanna var bersýnilega 19. öldin, þó að veiðar hæfust fyrr og enduðu síðar. En ekki var útgerð þessi blóðtökulaus. Einhvers staðar segir á þá leið að hver vertíð hafi í raun verið mun mannskæðari en nokkur stórstyijöld sem vitað er um fyrr eða síðar. Höfundi telst svo til að alls hafi farist við ísland um 400 frönsk fiskiskip og um 4.000 fiski- menn. Árið 1888, sem var líklega versta sjóslysaárið, fórust 163 fiskimenn og létu þeir eftir 99 ekkjur og 259 munaðarlaus börn. í þessum kafla segir ennfremur frá þeirri aðstöðu sem Frakkar reyndu að koma sér upp á Dýra- firði og allnokkurt íjaðrafok varð útaf hér heima. Inn í það fléttast nokkuð koma Napóleons prins til íslands, sem höfundur telur þó að hafi verið málinu lítt viðkomandi. Þá segir frá þeirri aðstöðu sem Bretónar komu sér upp á Grundar- firði, svo og nokkrum öðrum til- raunum. Og sagt er frá kaþólskum prestum sem hingað komu til að þjónusta fiskimennina. Kemur þar hinn frægi Djunkovsky (Djúnki Benedikts Gröndals) óbeint við sögu. Þannig líður þessi frásögn áfram kafla fyrir kafla, barmafull af upplýsingum, svipmyndum úr lífi og lífskjörum fjölda manna, oft með skringilegum innskotum, en öllu oftar dramatísk með sorgleg- um endalyktum. í löngu máli segir frá samskiptum íslendinga og Frakka. Þau voru raunar mun minni en ætla mætti, því að sjaldn- ast voru þeir langt undan landi. Og höfundur telur fullvíst að „frönsku" börnin hafi einungis orðið sárafá, þrátt fyrir allar sögu- sagnir. Yfirleitt telur hún að sam- skipti íslendinga og Frakka hafi verið vinsamleg og hnökralítil. Merk frásögn er af frönsku spítalaskipunum, sem hófu störf hér við land um aldamótin. Var þá síst vanþörf á þeirri aðstoð sem þau gátu veitt. Sagt er frá stór- merku starfi kaþólsku systranna, t.a.m. á Fáskrúðsfirði, svo og frönsku spítölunum, sem starf- ræktir voru á Fáskrúðsfirði, í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Nutu íslendingar ekki síður en Frakkar góðs af þeirri starfsemi. Alllangir þættir eru um skips- strönd, einkum við suðurströndina. Kennir þar margra grasa. Eitt sinn í miklu óveðri (6. mars 1873) hrakti hvorki meira né minna en 14 skútur á Iand á Skaftafellsfjör- ur. „Var líkin að reka á land um allar fjörur lengi á eftir.“ Ég hygg að af framangreindri frásögn, þó að slitrótt sé, hljóti að sjást að hér er næsta óvenjulegt rit á ferðinni. Tvímælalaust er það hið merkasta innlegg í skörðótta sögu fiskveiða við Island, ritað af traustri þekkingu og mannlegum skilningi. Bókin á það sannarlega skilið að henni sé athygli veitt og vel við henni tekið. Gyrðir Elíasson Ljóðabók efitir Gyrði Elíasson MÁL OG menning liefur gefið út nýja ljóðabók eftir Gyrði Elíasson, og hefúr hún hlotið nafnið Tvö tungl. Þetta er sjötta ljóðabók skáldsins, en hann hefúr einnig sent frá sér eina skáldsögu og eitt smásagnasafn. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Tvö tungl er viðamikil ljóðabók; geymir rösklega eitt hundrað ljóð og skiptist í fjóra hluta. Ljóð Gyrðis eru hér ljósari og aðgengilegri en oft áður, þótt , myndmál hans sé skemmtilegt og óvænt sem fyrr. Mörg kvæðanna eru eins og örstutt- ar sögur, enda hefur Gyrðir verið að glíma við frásagnarbókmenntir und- anfarin ár. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur aflað sér virðingar í íslenskum bókmenntaheimi og hlaut einmitt Stílverðlaun Þórbergs Þórð- arsonar fyrr á þessu ári.“ Tvö tungl er 122 blaðsíður að stærð, og gefin út bæði innbundin og í kilju. Steinholt hf. prentaði, en Félagsbókbandið-Bókfell sá um bók- band. Kápu gerði Sigurlaugur Elías- son. k> f~ ~ ARIÐ 1989 Míele vélin er dýrgripur endist milli kynslóda Miele Míele gæói og ending . SUNDABORG 1 S. 688588-688589 LHJ JÚHftNN ÚLAFSSON S CO. HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.