Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 MNOKKUR skáld lesa upp úr verkum sínum í kvöld í Stúdenta- kjallaranum við Hringbraut. Ingibjörg Haraidsdóttir les úr ljóðabók sinni Nu eru aðrir tímar, Eysteinn Björnsson, úr Bergnum- inn, og Kristján Hrafnsson, úr I öðrum skilningi. Ætlunin er að bjóða upp á bókmenntakvöld í viku hverri til jóla. Dagskráin verður helguð upplestri nokkurra skálda og tónlistarflutningj. M HALLDOR Arnason mark- aðsfræðingur heldur fyrirlestur í Tækniskóla Islands á Höfða- bakka 9 á morgun kl. 17.15. Fyrir- lestur sinn kallar Halldór Evrópu- bandalagið og íslenskt atvinnulíf. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ■ KRABBAMEINSFELA GIÐ stendur fyrir áramótanámskeiði í reykbindindi um næstu áramót. Tveir undirbúningsfundir verða í síðari hluta desember og stefnt verður að því að hætta að reykja um áramótin. í janúar verða síðan fimm fundir. Um er að ræða hópn- ámskeið, en auk þess er innifalin einstaklingsráðgjöf fyrir þá sem þess óska. Að námskeiði loknu taka við stuðningsfundir eins lengi og þörf krefur. Stuðningsfundirnir eru opnir öllum sem eru að glíma við að hætta að reykja og verða fram- vegis á fimmtudagskvöldum kl. átta. Skráning fer fram hjá Krabbameinsfélaginu. ■ FARKLÚBBUR Félags ís- lenskra Ferðaskrifstofa í sam- vinnu við Flugleiði hefur dregið út fyrstu lukkuferð Farklúbbsins. Lukkuferðir Farklúbbsins eru dregnar út tvisvar á ári og eru um 30 ferðir í boði. Dregið er úr nöfn- um allra Farkort- og .Gullkorthafa Visa Islands og þeim heppnu boðn- ar ferðir á 30 krónur. Sjö korthafar hafa verið dregnir út og býðst hverj- um þeirra að kaupa helgarferð fyr- ir tvo til Kaupmannahafhar, Lúx- emborgar eða Glasgow á 30 krón- ur. ■ SIGLINGASKÓLINN hefur undanfarin fimm ár haldið nám- skeið til 30 rúmlesta réttinda. Ný- lega lauk fyrsta námskeiði vetrarins og luku alls 23 nemendur prófinu að þessu sinni. Siglingaskólinn var stofnaður fyrir fimm árum í því skyni að kenna siglingafræði, sigl- ingareglur og annað er að öryggi minni skipa lítur. Til að ná þessu markmiði hefur skólinn á hveijum vetri boðið upp á námskeið til 30 tonna réttinda og í framhaldi af því námskeið þar sem kennd er veður- fræði, sjómennska og framhalds- námskeið í siglingafræði, m.a. sigl- ingaáætlun og að sigla eftir tungl- um himinsins. Siglingaskólinn er einnig með námskeið í skútusigling- um fyrir fullorðna á.sumrin. ■ KIRKJUKÓR Stykkishólms- kirkju söng í Breiðabliki við mikla hrifningu áheyrenda síðastliðið föstudagskvöld. Undirleikarar voru Erlendur Jónsson og Hafsteinn Sigurðsson en stjórnandi kórsins er Ronald W. Turner. Það voru góðir gestir, sem skemmtu með söng sínum og var hann á allan hátt alveg frábær. Það er góð upp- lyfting að fá þetta listafólk, nú þeg- ar skammdegið grúfir yfir. Söngur þeirra náði að hjörtum þeirra, sem á hlýddu. AHt að 16% yerölækkun á lambakjöti ef þú kaupir það núna / kjötborðinu fœrðu tn.ei snyrt lœri, lœrissneiðar, súpukjöt o.fl. á tilboðs- verði. Framhryggir cru á sérstaklega góðu verði og einnig bjóðum við „mjóa hryggi“ sem er nýjung á markaðnum. / frystiborðinu færðu innpakkaðar kótilettur, lœri, lœrissneiðar, „mjóa hryggi", fratnbryggi, fratnhryggjarsneiðar, súpukjöt o.fl. á góðu verði. Lambakjöt á lágmarksverði - úrvalsflokkur: Súpukjöt, hálfur hryggur, grillrif og lceri í heilu. Finstakir hlutar sem nýt'ast illa eru fjarlcegðir. Pú fcerð allt þetta kjöt (6,0 kgjfyrir aðeins 2.568 kr. Þar sem óvenju lítið er til af lambakjöti frá haustinu ’88 bjóðum við það allt á sér- stöku tilboðsverði til mánaðamóta. Hvort sem þú kaupir það ferskt eða frosið, úr frystiborði eða kjötborði, færðu það á mjög góðu verði. Sparaðu núna - verðlækkunin stend- ur aðeins til mánaðamóta ef birgðir endast. SAMSTARFSHÓPUR U M SÖLU LAM BAKJ ÖTS Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Guðbjörg Guðlaugsdóttir ásamt bróður sínum Kristni Þór Guð- laugssyni. ■ HÖFN- Félagar í UMF Sindra á Höfn fengu nýlega afhent viðurkenning- arskjöl sín fyrir þátttöku í friðar- hlaupinu 1989. 21 tók þátt í hlaup- inu og var aldursforseti Guðmund- ur Þorleifsson, 74 ára, en yngsti hlauparinn var Guðbjörg Guð- laugsdóttir, 5 ára. _ jqq ■ KVENFÉLAGASAMBAND íslands hefur gefið út kort sem seld verða til ágóða fyrir hjálpar- stöð kvenna í þróunarlöndunum, eða Pennies for Friendship Fund sem starfar á vegum Alþjóðasam- bands húsmæðra, sem rekur um- fangsmikla þróunarhjálp sem felst m.a. í fræðslu um mataræði, holl- ustuhætti, hreinlæti, mæðra- og barnavernd, samfélagsþróun, tækniþjálfun, markaðs- og sölu- tækni o.fl. Ennfremur eru veittir sérstakir námsstyrkir. Öll þessi að- stoð miðar til sjálfshjálpar og jafn- réttis. Kortin eru seld á skrifstofu K.í. á Hallveigarstöðum og hjá Thorvaldsensbasar í Austur- stræti. ■ STJÓRN Félags ráðgjafar- verkfræðinga samþykkti nýlega eftirfarandi ályktun um virðisauka- skatt: „Þegar lögin um virðisauka- skatt voru samþykkt í maí 1988 voru af hálfu löggjafans viður- kenndir verulegir ágallar á lögum þessum, sem sérstakri milliþinga- nefnd var falið að fjalla um. Boðuð lagfæring á téðum lögum hefur enn ekki farið fram, þrátt fyrir að lögin eigi að taka gildi um nk. áramót. Þvert á yfirlýst markmið stjórn- valda um jöfnun samkeþpnisað- stöðu íslenskra fyrirtækja, raska virðisaukaskattslögin stórlega sam- keppnisgrundvelli óháðra verk- fræðistofa gagnvart eigin tækni- þjónustu „óskráðra" aðila, svo sem þorra ríkisstofnana, sveitarfélaga og verktaka, sem byggja og selja íbúðarhúsnæði. Það er afdráttar- laus krafa stjórnar Félags ráðgjaf- arverkfræðinga að þessir ágallar laganna verði lagfærðir áður en þau taka gildi, þannig að starfsgrun- dvöllur óháðra tækniráðgjafa í landinu verði áfram fyrir hendi.“ PENNINN SETUR LAGT VORUVERÐ AODDINN LEITZ BRÉFABINDI 8 LITA KERFI í SKJALAVÖRSLUNA VERÐ kr. 226,- i öYniiT Hallarmúla 2, slmi 83211 Austurstræli 10, slmi 27211 Kringlunni, slmi 689211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.