Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 25
■\- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989 25 IM.'íVOM !<• filTOAíriIf UPPLAUSNIN I AUSTUR-EVRÓPU Austur-Þýskaland: Leiðtogar landsins reyna að breyta ímynd sinni i).—1:„ i) * ^ ^ Berlín. Reuter. EGON Krenz batt enda á þá leynd, sem hvílt hefiir yfir einkalífí for- ystumanna austur-þýska kommúnistaflokksins, er hann leyfði sjón- varpsmönnum að taka myndir á heimili sínu og svaraði spurningnm þeirra um heilsu sína og daglegt líf sitt á sunnudag. Wolfgang Schwan- itz, yfirmaður austur-þýsku öryggislögreglunnar, veitti vestrænum fréttaritara viðtal i lyrsta sinn á 38 ára ferli sínum og sagði að lögregl- unni yrði ekki lengur beitt gegn andófsmönnum. Reuter Tékkneskir andófsmenn heilsa óeirðalögreglu með Hitlerskveðju á brú yfir Moldá í höfuðborginni, Prag, á sunnudag. Lögreglumennirn- ir hindruðu fólk í að komast að forsetahöllinni í miðborginni. Tékkóslóvakía: Sýnt var 25 mínútna viðtal við Egon Krenz flokksleiðtoga í austur- þýska sjónvaipinu og skýrði hann meðal annars frá því að hann hefði deginum áður flutt úr bústað í eigu flokksins fyrir utan Austur-Berlín í látlausara hús í borginni. Þetta er í fyrsta sinn sem flokksleiðtogi veitir slíkt viðtal frá stofnun ríkisins árið 1949 og endurspeglar það vilja leið- togans til að breyta ímynd flokks- Ofbeldið sagt boða enda- lok veldis harðlínumanna Prag. Reuter og Daily Telegraph. MÓTMÆLAFUNDUM var haldið áfram í Prag alla helgina eftir að lögregla, með aðstoð sérþjálfaðra óeirðasveita, braut á bak aftur göngu andófsmanna á lostudagskvöld með mikilli harðneskju. Stúdentar, sem eru í fararbroddi andófsmanna, segjast munu halda aðgerðum áfram á torginu þar til yfirvöld samþykki að láta rannsaka tildrög ofbeldis- ins. Enn er óljóst hvort einn þátttakenda í mótmælunum var drepinn af lögreglumönnum á föstudagskvöld én orðrómur þess efnis olli mikl- um óhug. Um 20.000 manns héldu áfram mótmælum á götum Prag á sunnudagskvöld og kröfðust afsagnar Milos Jakes og fleiri leiðtoga en ekki kom til teljandi átaka. Ný samtök ýmissa andófshópa, Vettvangur borgaranna, voru stofn- uð á sunnudag í einu af leikhúsum Prag. Markmið þeirra er að þvinga stjórnvöld til viðræðna um umbætur og jafnframt er þess krafist að núver- andi harðlínumenn í forystu ríkisins segi af sér. Flokksleiðtoganum í Prag og innanríkisráðherranum var kennt um lögregluofbeldið á föstudag og þess krafist að Vettvangurinn fengi fulltrúa í rannsóknarnefnd sem skipa ætti vegna atburðanna. Hótað var að boða allsherjarverkfall í landinu eftir viku yrðu stjórnvöld ekki við kröfunum. Meðal leiðtoga Vettvangs eru Jiri Hajek, fyrrum utanríkisráð- herra, og leikritaskáldið Vaclav Ha- vel. Sögusagnir, sem komust á kreik um að stærðfræðistúdentinn Martin Smid hefði látist af völdum barsmíða lögreglumanna, virðast hafa verið úr lausu lofti gripnar. Andófsleið- toginn Petr Uhl skýrði fréttamönnum frá þessu en söguna hafði hann eftir Drahomiru Draska, konu, er sagðist hafa orðið vitni að atburðinum. Uhl og eiginkona hans voru handtekin ásamt Draska á sunnudag, sökuð um söguburð, og yfirvöld sögðu að Smid hefði að vísu tekið þátt í mótmælun- um en hann væri á lífi. í Reuters- skeytum segir að faðir Smids hafi komið fram í útvarpi á sunnudag og sagt að sonur sinn væri á lífi. Yfirvöld segja að 17 andófsmenn og sjö lögreglumenn hafi meiðst en sjónarvottar álíta að mörg hundruð óbreyttir borgarar hafi slasast. „Það var ekki til nóg af sjúkrabílum,“ sagði Jan Urban, úr röðum andófs- manna. „Við heyrðum samtöl lög- reglumanna í talstöðvum þar sem beðið var um bíla óbreyttra borgara til að aka slösuðum." Lögregla hafði lokað öllum undankomuleiðum fólks- ins sem lenti á milli lögreglusveit- anna og sérþjálfaðra óeirðasveita er hafa til umráða kylfur, táragas og grimma hunda. „Ég heyrði bókstaf- lega bein brotna," sagði einn stúden- tanna. Margir andófsmenn báru spjöld þar sem lögreglumönnum var bent á að fólkið væri vopnlaust og þeir hvattir til að beita ekki ofbeldi. Allt að 50 þúsund manns voru á svæðinu og mikil skelfing greip um sig þegar barsmíðarnar hófust. Alexander Dubcek, umbótasinnað- ur leiðtogi landsins árið 1968, var viðstaddur upphaf göngunnar á föstudag en þegar fólk tók að biðja hann um eiginhandaráritanir hand- tók lögregla hann. Eftir nokkurra stunda yfirheyrslur var Dubcek sleppt. Á laugardag héldu yfir 500 leikarar og leikstjórar fund þar sem ákveðið var að fella niður allar sýn- ingar í viku til að mótmæla ofbeldi lögreglunnar. Nokkur blöð hafa gagnrýnt harðn- eskju lögreglunnar en Rude Pravo, málgagn kommúnistaflokksins, kenndi andófsleiðtogum um átökin. forystunnar. Krenz sagði að fyrir- rennari sinn, Erich Honecker, hefði fyrirskipað sér að fara í frí vegna þess að hann hefði haldið því fram að brýnt væri að koma á umbótum. Þá kvaðst hann mundu segja af sér ef það yrði samþykkt á flokksþinginu í næsta mánuði og vísaði á bug sögu- sögnum um að hann ætti við veik- indi og jafnvel drykkjusýki að stríða. Wolfgang Schwanitz sagði að fækkað yrði í öryggislögreglunni um 4-5.000 menn en talið er, að um 20.000 fastir starfsmenn starfi innan lögreglunnar. Listamenn skipulögðu mótmæli í nokkrum borgum landsins á sunnu- dag. Þau flölmennustu fóru fram í Dresden, þar sem 50.000 manns kröfðust þess að leiðtogúm komm- únistaflokksins yrði refsað þar sem þeir bæru ábyrgð á efnahagsvanda þjóðarinnar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Bonn á sunnudag, eru um 67% Austur-Þjóðveija fylgjandi því að þýsku ríkin verði sameinuð. Könn- unin var gerð eftir að landamæri Austur-Þýskalands voru opnuð 9. nóvember. Áður en Austur-Þjóðverj- ,um var veitt ferðafrelsi voru 59% þeirra fylgjandi sameiningu ríkjanna. Reuter Ungur Búlgari veifar mynd af Todor Zhívkov í gervi Hitlers. Búlgaría: Fagna falli Zhívkovs og heimta lýðræði Sofíu. Reuter. YFIR 50.000 manns komu saman í miðborg Sofíu, höfiiðborg Búlgaríu, á laugardag og heimtuðu lýðræði og frelsi. Fólkið hrópaði nafh Gor- batsjovs Sovétleiðtoga og krafðist þess að Todor Zhívkov, einræðis- herra ríkisins um áratuga skeið, yrði refsað fyrir spillingu og pólitísk- um föngum sleppt. Andrej Lúkanov, nýkjörinn félagi í stjórnmálaráðinu sem er helsta valdastofnun landsins, segir að • kommúnistaflokkurinn megi ekki ráðskast með allar aðrar valdastofn- anir, s.s. þing og ríkisstjórn. „Mikil- vægasta hlutverk okkar núna er að tryggja sem allra fyrst með lögum að aldrei verði snúið aftur til fyrri stjómarhátta," sagði Lúkanov í blaðaviðtali. Opinber fréttastofa landsins, BTA sagði þúsundir manna hafa efnt til funda víða um landið til stuðnings nýjum leiðtoga landsins, Petar Mlad- enov, sem sagðist á föstudag vera hlynntur fijálsum kosningum.Á rúmri viku hafa mannabreytingar í forystunni orðið til þess að gefa lausan tauminn innibyrgðri reiði og frelsisþrá sem haldið hefur verið niðri áratugum saman. „Gerið óttann út- lægan úr hjarta okkar,“ stóð á kröfu- spjöldum. Mannfjöldinn fagnaði ákaft. kröfum ræðumanna um prent- frelsi, eyðileggingu lögregluskýrslna og varðveislu umhverfisins. Er einn ræðumanna bað menn virða réttindi tyrkneska minnihlutans var honum hins vegar illa tekið. Lögregla lét fólkið afskiptalaust og fundurinn leystist upp eftir þijár stundir að ósk frammámanna andófshópa sem stóðu að honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.