Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
46. leikvika - 17.nóvember 1989
Vinningsröðin: 211-X21-X22-XX2
HVER VANN ?
935.394- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
10 voru með 11 rétta - og fær hver: 28.061 - kr. á röð
Töfaldur pottur -
um næstu helgi !!!!
ITALSKUR
GESTAKOKKUR
Hinn rómaði listakokkur
sr. Giancarlo Pellizow frá Gran
D’Hotel Opologio í Padova verður
hjá okkur næstu vikur og mun elda
fyrir okkur ljúffenga eðalrétti.
&
SALTFISKUR
Spánverjar heiðra Lindu
Morgunblaðið/Þorkell
Linda Pétursdóttir með heiðursskjalið ásamt Dagbjarti Einars-
syni og Sigurði Haraldssyni.
ínga Björk Ingadóttir í 5. bekk
hreppti ljóðaverðlaun móður-
málsvikunnar.
Linda Pétursdóttir, Ungfrú
heimur, hefur verið gerð að
heiðursfélaga í „Confreria del
bacalla" sem er félag spænskra
saltfisksunnenda. Um fimmtíu
manns eru í félaginu en heiðurs-
félagar eru tveir, Linda Péturs-
dóttir og Ólafur Noregskonungur.
Félagið hefur það á stefnuskrá
sinni að stuðla að kynningu á
ýmsum réttum sem vinna má úr
saltfiski. Fjórir íslendingar eru í
félaginu: Dagbjartur Einarsson,
formaður SÍF, Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri SÍF, Sig-
urður Haraldsson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SÍF og Bjarni Bene-
diktsson yfirmaður gæðaeftirlits
SIF. Færri komast í félagsskapinn
en vilja.
Linda Pétursdóttir fór til Barce-
lona í vor þar sem hún kynnti
saltfisk. Félagar í „Confreria del
bacalla" hrifust af framkomu
hennar og á ársfundi félagsins var
ákveðið að gera hana að heiðurs-
félaga.
Dagbjartur Einarsson og Sig-
urður Haraldsson afhentu Lindu
skjal frá félaginu af þessu tilefni.
Krakkarnir í 3. bekk L fluttu frumorl ljóð við upphaf móðurmálsvikunnar í Digranesskóla.
KÓPAVOGUR
Móðurmálsvika
1 Digranesskóla
Þetta hefur verið skemmtileg
vika, a.m.k. skemmtilegri en
venjuleg skólavika og við höfum
líka lært ýmislegt sem okkur hefði
naumast staðið til boða með öðrum
hætti,“ sögðu krakkarnir í Digra-
nesskóla, Kópavogi, í lok móður-
málsvikunnar sem stóð yfir í grunn-
skólum landsins 23.-27. október.
Eins og í fleiri grunnskólum var
venjubundin stundaskrá lögð fyrir
róða í Digranesskóla þessa viku en
starfinu þess í stað beint að /því
málræktarátaki sem menntamála-
ráðuneytið hefur staðið að undan-
gengna mánuði.
Að sögn Sveins Jóhannssonar,
skólastjóra, skipulagði þriggja
manna nefnd kennara þessa móður-
málsviku í Digranesskóla í samráði
við samkennara sína og nemendur.
Nemendur vöjdu sér síðan ákveðið
viðfangsefni til að starfa að þessa
viku. Einn hópurinn fjallaði t.d. um
ömefni í Kópavogi, annar um fyrir-
tækin og íslenskuna á meðan þriðji
hópurinn velti því fyrir sér hvort
álfar töluðu íslensku — og svo
mætti lengi telja. Hver og einn
hópur aflaði margs konar gagna
um viðfangsefni sitt, fengu til liðs
við sig. sérfróða einstaklinga úti í
bæ eða leituðu heimilda á söfnum.
Allt var þetta vitanlega gert undir
verkstjóm kennara. Þá komu rit-
höfundar í skólann og lásu úr verk-
um sínum.
' Áður en til sjálfrar móðurmáls-
vikunnar kom hafði verið efnt til
smásagna- og ljóðasamkeppni með-
al nemenda og samkeppni um bóka-
merki skólans. Ennfremur var efnt
til lestrarkeppni, svokallaðs lestrar-
spretts, nemenda 2.-6. bekkjar um
það hver næði að lesa flestar bækur
á einni viku. Við upphaf móður-
málsvikunnar vom sigúrvegurum
afhent verðlaun. Sigurvegari ljóða-
samkeppninnar reyndist vera Inga
Björk Ingadóttir, nemandi í 5. bekk,
en Birna Guðrún Jónsdóttir í 9.
bekk sigraði í smásagnakeppninni.
í lok móðurmálsvikunnar í Digra-
nesskóla var afrakstur vikunnar
kynntur og hafður til sýnis í skólan-
um.
Birna Guðrún Jónsdóttir í 9.
bekk hlaut smásagnaverðlaun
móðurmálsvikunnar.
Digranesskóli í Kópavogi.
i