Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 46. leikvika - 17.nóvember 1989 Vinningsröðin: 211-X21-X22-XX2 HVER VANN ? 935.394- kr. 0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð 10 voru með 11 rétta - og fær hver: 28.061 - kr. á röð Töfaldur pottur - um næstu helgi !!!! ITALSKUR GESTAKOKKUR Hinn rómaði listakokkur sr. Giancarlo Pellizow frá Gran D’Hotel Opologio í Padova verður hjá okkur næstu vikur og mun elda fyrir okkur ljúffenga eðalrétti. & SALTFISKUR Spánverjar heiðra Lindu Morgunblaðið/Þorkell Linda Pétursdóttir með heiðursskjalið ásamt Dagbjarti Einars- syni og Sigurði Haraldssyni. ínga Björk Ingadóttir í 5. bekk hreppti ljóðaverðlaun móður- málsvikunnar. Linda Pétursdóttir, Ungfrú heimur, hefur verið gerð að heiðursfélaga í „Confreria del bacalla" sem er félag spænskra saltfisksunnenda. Um fimmtíu manns eru í félaginu en heiðurs- félagar eru tveir, Linda Péturs- dóttir og Ólafur Noregskonungur. Félagið hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að kynningu á ýmsum réttum sem vinna má úr saltfiski. Fjórir íslendingar eru í félaginu: Dagbjartur Einarsson, formaður SÍF, Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri SÍF, Sig- urður Haraldsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÍF og Bjarni Bene- diktsson yfirmaður gæðaeftirlits SIF. Færri komast í félagsskapinn en vilja. Linda Pétursdóttir fór til Barce- lona í vor þar sem hún kynnti saltfisk. Félagar í „Confreria del bacalla" hrifust af framkomu hennar og á ársfundi félagsins var ákveðið að gera hana að heiðurs- félaga. Dagbjartur Einarsson og Sig- urður Haraldsson afhentu Lindu skjal frá félaginu af þessu tilefni. Krakkarnir í 3. bekk L fluttu frumorl ljóð við upphaf móðurmálsvikunnar í Digranesskóla. KÓPAVOGUR Móðurmálsvika 1 Digranesskóla Þetta hefur verið skemmtileg vika, a.m.k. skemmtilegri en venjuleg skólavika og við höfum líka lært ýmislegt sem okkur hefði naumast staðið til boða með öðrum hætti,“ sögðu krakkarnir í Digra- nesskóla, Kópavogi, í lok móður- málsvikunnar sem stóð yfir í grunn- skólum landsins 23.-27. október. Eins og í fleiri grunnskólum var venjubundin stundaskrá lögð fyrir róða í Digranesskóla þessa viku en starfinu þess í stað beint að /því málræktarátaki sem menntamála- ráðuneytið hefur staðið að undan- gengna mánuði. Að sögn Sveins Jóhannssonar, skólastjóra, skipulagði þriggja manna nefnd kennara þessa móður- málsviku í Digranesskóla í samráði við samkennara sína og nemendur. Nemendur vöjdu sér síðan ákveðið viðfangsefni til að starfa að þessa viku. Einn hópurinn fjallaði t.d. um ömefni í Kópavogi, annar um fyrir- tækin og íslenskuna á meðan þriðji hópurinn velti því fyrir sér hvort álfar töluðu íslensku — og svo mætti lengi telja. Hver og einn hópur aflaði margs konar gagna um viðfangsefni sitt, fengu til liðs við sig. sérfróða einstaklinga úti í bæ eða leituðu heimilda á söfnum. Allt var þetta vitanlega gert undir verkstjóm kennara. Þá komu rit- höfundar í skólann og lásu úr verk- um sínum. ' Áður en til sjálfrar móðurmáls- vikunnar kom hafði verið efnt til smásagna- og ljóðasamkeppni með- al nemenda og samkeppni um bóka- merki skólans. Ennfremur var efnt til lestrarkeppni, svokallaðs lestrar- spretts, nemenda 2.-6. bekkjar um það hver næði að lesa flestar bækur á einni viku. Við upphaf móður- málsvikunnar vom sigúrvegurum afhent verðlaun. Sigurvegari ljóða- samkeppninnar reyndist vera Inga Björk Ingadóttir, nemandi í 5. bekk, en Birna Guðrún Jónsdóttir í 9. bekk sigraði í smásagnakeppninni. í lok móðurmálsvikunnar í Digra- nesskóla var afrakstur vikunnar kynntur og hafður til sýnis í skólan- um. Birna Guðrún Jónsdóttir í 9. bekk hlaut smásagnaverðlaun móðurmálsvikunnar. Digranesskóli í Kópavogi. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.