Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 32
32 0301- MORGUNBLAÐIÐ av:i /(!■!•. ■fM i-rfi Vörur til notkunar við mengunar- slysum og-vörnum NYJAR reglur um umhverfismál ganga í gildi nú um áramótin. í þessum reglum felast meðal annars strangar kröfúr um úrgang frá fyrirtækjum, sérstaklega í sambandi við olíur, sýrur og ýmis eitur- efni. Stendur jafnvel til að aðgreina þurfi úrganginn í tunnur, sem síðan verða meðhöndlaðar á ákveðin hátt, að sögn Péturs Rafnsson- ar markaðsstjóra fyrirtækisins Móbergs I Hafiiarfirði. En hann hefúr haft nokkur afskipti af umhverfismálum og flytur inn ýmis konar tæki Viðvxkjandi umhverfisvöriium og -slysum. VARNIR — Á stærri myndinni sést hvernig „sokknum“ er kom- ið fyrir við vélasamstæðu, en á minni myndinni sést hvernig vörnum við efnaslysum er komið fyrir á vegg. Matvælaiðnaður Goði Og Sjálfs- björg í samstarf SAMSTARF hefur tekist milli Goða og Sjálfebjargar um fram- leislu á aukalokum fyrir loft- skiptar áleggsumbúðir, sem Goði hefúr boðið framleiðslu sína í um nokkurt skeið. Hafa Danir sýnt þessum lokum áhuga og eru viðræður um hugsanlega samvinnu á byrjunarstigi, að sögn Magnúsar Halldórssonar hjá Vinnustofú Sjálfsbjargar. Plastlokin sem hér um ræðir eru notuð þegar bakkinn hefur verið opnaður og geyma þarf afganginn af álegginu. Er lokinu smeygt upp á kantinn og situr þá fast. Hönnuð hefur verið sérstök vél til að búa til lokin. Er hún hönnuð og smíðuð af Ásgeir Long ásamt fleirum. Vélin er handmötuð, en stjórnar sér sjálf eftir að búið er 1UR 21. NÓVEMBER 1989 PLASTLOK — Auka- lokinu er smeygt upp á áleggs- bakkann ef geyma þarf afgang af álegginu. að mata hana. Vegna hugsanlegr- ar samvinnu við Dani er verið að kanna sjálfvirka fóðrun á vélina. Tveir menn, hvor um sig í hálfu starfi, vinna við vélina éins og er og anna íslensku framleiðslunni. Sjálfsbjörg sér um ýmsar aðrar smávörupakkningar og eru þeir að hefja framleiðslu á dósum und- ir skyr og smjör. „Við stöndum í samningaviðræðum við smjör- og skyrframleiðendur um allt land. Við erum nú þegar komnir með vél sem framleiðir dósir úr heilu plasti en era ekki úr pappa eins og smjördósir eru í dag, en þær eru allar innfluttar,“ sagði Magnús Halldórsson. Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggsson Flug Sony veitir Flugleiðum viðurkenningu FLUGLEIÐIR hafa hlotið viður- kenningu fyrir þjónustu um borð í flugvélum félagsins á sýningu sem ætluð eru fyrirta'kjum í fríhafnai"þjónustu í Cannes í Frakklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sony viðurkenningin er veitt og hlýtur fyrirtækið hana fyrir vel heppnaða notkun á Sony GV 8- myndbandstækjum um borð í Flugleiðavélum á N-Atlantshafs- leiðum. Flugleiðir voru eitt þriggja flugfé- laga sem fyrst tóku í notkun þessi myndbandstæki á Saga Class. Hver farþegi fær sitt tæki og getur valið úr safni kvikmynda, tónlistarmynd- banda og annars efnis. Sony hefur nýlega fest kaup á Columbia Pie- tures-kvikmyndafyrirtækinu fyrir 3,5 milljarða Bandaríkjadollara. Því er gert ráð fyrir að handhafar GV 8-tækjanna eigi í framtíðinni völ á miklu úrvali myndefnis. Vegna þessarar viðurkenningar frá Sony hafa Flugleiðir látið gera póstkort með mynd af Lindu Péturs- dóttur heimsfegurðardrottningu með Sony-myndbandstækið. í baksýn er Boeing 757-200-flugvél sem Flug- leiðirtaka í notkun á Norður-Atlants- hafsleiðum sínum næsta vor. Fyrirtækið sem Móberg er um- boðsaðili fyrir heitir New Pig Corp- oration og segir Pétur að nafnið hafi verið valið með tilliti til þess að svín éti allt, sem að kjafti komi. Það sé samlíking við vörur fyrirtæk- isins, sem éti allan úrgang. Hann segir að New Pig Corporation hafi komið mjög við sögu við olíuslysið við Alaska fyrr á þessu ári, en þá hafi m.a. vörur frá þeim verið not- aðar til hréinsunar. Þeir hafi lært mikið af þessu slysi og séu að þróa frekari hugmyndir í tilfellum eins og þessu. Vörumar sem Móberg býður skiptast í þrjá flokka. I fyrsta flokknum eru t.d. tvenns konar „sokkar“ sem era látnir í kringum vélar og draga í sig olíu og skyld efni. Þessir sokkar eru líka notaðir á bílaverkstæðum í niðurföllum og sjúga þeir þá í sig olíu, en hleypa vatni framhjá. Þá eru í öðrum flokki annars konar sokkar, sem geta t.d. dregið í sig PCB-eiturefni, en hrinda frá sér vatnskenndu efni. Þeir nýtast einnig til hreinsunar og ef mengun- arslys verða í sjó. í þriðja flokki era ýmis konar vörur til að vinna við eiturefni og eiturefnaslys. Segir Pétur það und- arlegt að í lögum skuli ekki vera skilyrði fyrir að hafa við hendina varnir gegn sýraslysum eins og gagnvart bruna. Hann segir einnig að í löndunum í kringum okkur séu slökkviðin hætt að vera kölluð slík, því þau starfi einnig á sviði efna- slysa. Er fyrirtæki þitt fagurt ásýndum ? Vettvangur stjórnsýslunnar er háður duttlungum tíðarandans eins og flest svið mannlegs lífs. Hugar- heimur stjórnandans verður tískufar- aldri að bráð rétt eins og klæða- smekkur unglinga. Eitt þeirra hug- taka, sem hafa komist í tísku á síðustu árum er það sem á ensku nefnis „image“ og er undantekninga- laust þýtt hér á landi sem „ímynd“. NYTT ARGERÐ’90 || 1 SAfÍVO íj 20" SJONVARP VERÐ: 46.600. “ stgr. • ; ^ ' • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum og skjátexta sem sýnir framkvæmd vals • Svefnstilling ”Sleep timer” 30/60/90 min. • Videorás, tenging fyrir heyrnatæki og ”Av” • öriampi ”quick start picture tube” ofl. JAPÖNSK I FRAMLEIÐSLA Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraút 16 • Sími 680780 Svo hagar til með íslenska tungu, andstætt því sem oft er sagt, að hún býr yfir ríkum fjölbreytileika og er- lend nýyrði og hugtök er oftast hægt að þýða svo vel fari. Reyndar svo vel, að stundum getur þýðingin orðið betri en heitið er á frummálinu. „Image“ hefur tvöfalda merkingu þegar þáð vísar til þess hvernig fólk skynjar fyrirtæki. Annars vegar get- ur verið „ásýnd" þess gagnvart um- heiminum. Hins vegar sú „ímynd“ sem eigendur og starfsfólk hafa af stofnun sinni. Þegar saman fer sú ímynd sem við gerum okkur af því fyrirtæki sem við veitum forystu og sú ásýnd sem það hefur í samfélag- inu, þá hefur vel tekist til um „kynn- ingu“ þess, sem málfátæktarmenn kalla enn PR að enskum hætti („Public Relations") Ásýndin löguð að ímyndinni Þama greinir íslensk tunga á milli á ljósari hátt en tekst á ensku, mark- miðs og árangurs. Þessi tvö afbrigði þýðingarinnar ættu auk þess að auð- velda íslendingum skilning á því, að til þess að viðskiptavinir líti með velþóknun á stofnun okkar eða fyrir- tæki verðum við sem leiðtogar þess eða starfsfólk að gera okkur skýra mynd af því hvernig við ætlum öðrum að skynja það. i Fyrst gerum við okkur í hugariund hvernig við viljum að aðrir sjái fyrir- tækið eða upplifi það. Að því búnu skoðum við hug viðskiptavinanna og loks er leitast við að bæta úr því sem á skortir. Þannig reynum viðað laga ásýndina að ímynd okkar. Á ráðstefnu sem haldin var í San Francisco í fyrri viku komust menn að þeirri niðurstöðu að gæðakröfur og gæðaeftirlit væri ekki lengur sam- keppnisforskot. það væri nú orðið brýn nauðsyn í öllum fyrirtækjum og nánast aðgöngumiði að sam- keppninni. Á sama hátt er öllum fyr- irtækjum sem þurfa að keppa um viðskiptavini lífsnauðsyn að skapa sér velvild þeira. Merkt sendibifreið sem þjösnast um í umferðinni getur valdið ásýnd fyrirtækisins meira tjóni „Svipuð vinnu- brögð þegar sett er á mark- að væntanlegt ráðherraefni eða átappað vatn á plast- fernu . . .“ en sjónvarpsauglýsing fær um bætt. Stjórnendur verða að kappkosta og beita til þess öllum ráðum að ásýnd fyrirtækisins fari að ímynd þeirra. Það gera þeir best með því að starfsfólkið verði lifandi eftirmynd þess besta í fari fyrirtækisins. Frambjóðendur til sölu Mótun ásýndar nær reyndar til alls markaðsstarfs. Jafnvel þegar um pólitík er að ræða. Mótun frambjóð- enda að óskum kjósenda híjómar ekki lengur fáránlega. í Banda- ríkjunum fer slíkt fram fyrir opnum tjöldum. Hér heitir það öðrum og fínni nöfnum. Þó er um hið sama að ræða. Áhrifamenn í stjórnmálaflokkun- um leita stöðugt að frambjóðéndum sem falla kjósendum í geð. Þegar þeir hafa verið valdir með markaðs- könnunum (prófkjöri) er ásýnd þeirra slípuð. Þeir fá gjarnan þjálfun í að bregðast við andstyggilegum frétta- mönnum og þess er gætt að opinber framkoma þeirra sé áferðarfalleg og hrindi engum frá. Auglýsingastofur taka þátt í að búa til ásýnd manna sem þær undirstrika með sjónvarps- auglýsingum (Kletturinn í hafinu). I rauninni er ekki svo mikill mun- ur á vinnubrögðum hvort sem verið er að setja á markað væntanlegt ráðherraefni eða átappað vatn í plastfemu. Jafnvel slagorðið gæti verið það sama: Ferskur og kaldur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.