Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 2i. NÓVEMBER 1989
Galdrastafir Siguijóns
________Myndlist_______________
Bragi Ásgeirsson
Það er alltaf eitthvað að gerast
í safni Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnesinu, en þar fer fram
margháttuð listastarfsemi, auk
þess sem verk hans eru þar til
sýnis.
Nú hefur verið skipt um verk
og áhersla lögð á tímabil málmsk-
úlptúra og þar á meðal hina svo-
nefndu galdrastafi, auk þess sem
til sýnis eru ýmis ný aðföng í formi
gjafa, sem að meginhluta koma frá
Danmörku.
Málmskúlptúrar Siguijóns er
afar mikilvægur kafli í lífsverki
Siguijóns, og þótt áhrifin kæmu
frá svipaðri iðju að utan, þá náði
listamaðurinn að setja geð sitt og
hugarþel á mjög eftirminnilegan
hátt á mörg þessara verka. Gæða
þau í sumum tilvikum rammís-
lenzku svipmóti, þannig að það var
með sanni göldrum líkast.
Siguijón Ólafsson var sá
TÓLF bækur koma út hjá Bó-
kaútgáfú Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins á þessu ári,
m.a. Almanak Hins íslenska
þjóðvinafélags og Sonnettur
Wiliiams Shakespeares.
Leikritið Haustbrúður eftir Þó-
runni Sigurðardóttur er þriðja bók-
in í ritröðinni íslensk leikrit.
Raftækniorðasafn II. Ritsími og
talsími.
Almanak Hins íslenska þjóð-
vinafélags 1990. Með árbók ís-
lands 1987 eftir Heimi Þorleifsson,
Andvari 1989. Tímarit Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins. Ritstjóri er Gunnar Stefáns-
son.
Umbúðaþjóðfélagið, Uppgjör og
afhjúpun. Nýr framfaraskilningur,
eftir Hörð Bergmann.
Sonnettur, eftir William Sha-
kespeare í þýðingu Daníels Á.
íslenzkur myndhöggvari, er að
upplagi hneigist einna fyrst að
ýmsum tilraunum í framúrstefnu.
Áður hafði hann náð frábærum
árangri i hinu sígilda handverki
og kunni m.a. þá list að stækka
verk og fékkst ýmislegt við þá iðju
í Danmörku eins og kunnugt er.
Fékk því miður of fá slík verkefni
hér heima, meðan hann var við
góða heilsu — til þess var hann
of langt á undan samtíðinni í
myndverkum sínum og þá raunar
einnig úti í Danmörku á árum
sínum þar.
Mörg verka hans og þá hvort
heldur í málmskúlptúr eða öðrum
tímabilum listar hans eru mjög vel
fallin til stækkunar og myndu
sóma sér víða, svo sem fram kem-
ur í þeim mörgu myndum, sem
þegar hafa verið settar upp og
mikil prýði er að. Það var helst
eftir að heilsunni hrakaði og svo
er árin færðust yfir, að hann fékk
viðamikil verkefni, sem strax urðu
landskunn, svo sem vegginn við
Daníelssonar, sem einnig ritar
formála og eftirmála.
Siðaskiptin I. bindi. Saga evróp-
skrar menningar frá Wyclif til
Calvins 1300 - 1564, eftir Will
Durant í þýðingu Bjöms Jónssonar
skólastjóra.
Stefán frá Hvítadal og Noregur,
eftir Ivar Orgland í þýðingu
Steindórs Steindórssonar.
Kímni og skop í Nýja testament-
inu, eftir dr. Jakob Jónsson.
Studia Islandica 47: Um upphaf
norsk-íslenskrar sagnaritunar, eft-
ir Guðrúnu Lange í samvinnu við
Bókmenntastofnun Háskóla Is-
lands. Ritið er á þýsku.
Studia Historica: Frá goðorðum
til ríkja. Þróun goðavaldsins á Is-
landi á þjóðveldistímanum, eftir
Jón Viðar Sigurðsson í samvinnu
við Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands.
Ljóðarabb, eftir Svein Skorra
Höskuldsson.
Píslarvættur/ Martyr 1961, járn
og tré 105x55x30. Hallgríms-
kirkja í Reykjavík.
Búrfellsvirkjunina og skúlptúrana
miklu á Hagatorgi og fyrir framan
Höfða.
Hugarflug Siguijóns, sem var
mikið, nýtur sín einkar vel í hinu
harða og ósveigjanlega járni. Hann
notfærir sé'r efniskennda eiginleika
járnsins, um leið og hann mýkir
það, svo sem ímyndunaraflið býð-
ur, holar það og formar með að-
stoð logsuðutækninnar.
Það er mikill fengur að þessari
sýningu og verkin fara mjög vel í
húsnæðinu og þá einkum í salnum
gullfallega uppi á lofti.
Þessi sýning ásamt aðföngum
gera safnið mjög forvitnilegt til
heimsóknar og við fleira gott á
staðnum bætist mjög eiguleg sýn-
ingarskrá, þar sem Aðalsteinn Ing-
ólfsson fjallar á fræðilegan hátt
um þennan þátt listar hans og
nefnir ritsmíð sína „Virkjun rýmis
og tilviljun efnis“, og hefur Ánna
Yates snarað henni yfir á enska
tungu.
Er skráin prýdd mörgum mynd-
um af verkum og aðföngum, að-
faraorð skrifar Birgitta Spur, sem
einnig er ritstjóri, svo eru upplýs-
ingar um sýningar á verkum lista-
mannsins frá upphafi.
Skráin er látlaus og falleg og
er á allan hátt hið ágætasta upplýs-
ingarit um Siguijón Ólafsson og
hér hefur prentsmiðjan Oddi gert
gott verk. Rétt er að geta þess,
að safnið er einungis opið um helg-
ar á milli 2 og 6 og á þriðjudags-
kvöldum.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins:
Almanak þjóðvinafélagsins
og Sonnettur Shakespeares
Eftiileg söngkona
__________Tóniist_______________
Jón Ásgeirsson
Elsa^Waage hélt sína fyrstu tón-
leika í íslensku óperunni sl. laugar-
dag og flutti söngverk eftir Bach,
Brahms, Strauss,' Bizet, Bowles,
Sibelíus, Grieg og fimm íslensk.
Undirleikari var John Walter og
M.K. Slawek, sellóleikari, aðstoðaði
í „Tveir söngvar", op. 91, eftir
Brahms.
Elsa Waage hefur mikla rödd og
hefur þegar aflað sér töluverðrar
tækni en skortir enn nokkra
reynslu. Rödd hennar er það stór
að vel ætti henni að ganga að hasla
sér völl sem óperusöngvari. Það er
ef til vill nokkuð tæpt og sagan
ekki nemá hálfsögð, með því að
nema evrópska söngmennt í
Ameríku, þó þar sé auðvitað hægt
að afla sér góðrar tækni, því óperu-
hefð, sem mótast hefur t.d. Vín og
á Ítalíu, verður ekki lærð til hlítar
nema í samstarfi við þarlenda lista-
menn. Elsa Waage á sannarlega
erindi í óperuna, svo sem heyra
mátti í aukalaginu „Stride la
vampa“ úr II trovatore, eftir Verdi.
í stuttu máli, þá er rödd Elsu Wa-
age óvenju glæsileg og hún þarf
aðeins að fá tækifæri, vinna úr
þeim í samstarfi við góða listamenn
og þá gæti henni orðið mikið úr
verki.
Fyrsta viðfangsefnið var Nun
wird (úr Jólaóratoríunni) eftir J.S.
Bach, sem hún flutti ágætlega en
í Brahms (Zwei Gesange), Strauss
(All mein Gedanken, Nichts og
Zueignung) vantaði nokkuð á hina
músíköjsku túlkun og raddlegt jafn-
vægi. í iögunum eftir Sibelíus og
Grieg var söngur hennar góður en
Elsa Waage
þó sérstaklega í Flickan kom ifrán
sin álsklingsmöte og Jeg elsker
deg, Fjögur lög, eftir P. Bowles
(bandarískt tónskáld, f. 1910), við
texta eftir Tennesse Williams, voru
einnig vel flutt en í heild voru tón-
leikarnir nokkuð jafnir og góðir.
Píanóleikarinn John Walter er,
eins og margir bandarískir píanó-
leikarar, nákvæmur og leikur blátt
áfram og hrynfast, en án þeirrar
mýktar og sveigjanleika, sem heyra
má hjá evrópskum píanóleikurum.
Sellóleikarinn Slawek lék af þokka
en hefur frekar veikan tón og hafði
því ekki alveg í fullu tré við píanó
og söngvara.
Frumraun Elsu Waage lofar góðu
og tvímælalaust er hér á ferðinni
efnilegur iistamaður, með óvenju
góða rödd, listamaður sem aðeins
þarf tíma til að vefa saman I eitt
hæfileika, kunnáttu og reynslu, til
að ná því markmiði að verða mikil
söngkona.
Sex matreiðslubækur
frá Kryddi í tilveruna
Bókaútgáfan Krydd í tilveruna
gefúr út sex matreiðslubækur á
þessu ári í bókaflokknum Matar-
gerð er list.
Fimm bókanna, Fiskur-Pasta-
Kjöt-Fuglakjöt-Brauðbakstur, eru
eftir Annette Wolter og bókin Ör-
bylgjuofn er eftir Marianne Kalten-
bach.
Charlotta M. Hjaltadóttir hefur
þýtt ailar bækurnar, en ritstjóri er
Gísli Örn Kærnested matreiðslu-
meistari, sem starfar nú á Hótel
Le Roi Dagobert í Lúxemborg.
Hver bók er 140 bls., skreytt 150
litmyndum. Öllum uppskriftum
fylgja örstuttar athugasemdir t.d.
Fljótlegt, Ekki fljótlegt, Ekki dýrt,
Ekki ódýrt, Auðvelt, Ekki auðvelt,
Sérréttir, Hollustufæða.
Næringargildi allra réttanna er
tilgreint í kílójoul og hitaeiningum
svo og eggjahvítu-, fitu- og kol-
vetnisinnihaldi. Einnig er gefinn
upp áætlaður undirbúningstími og
eldunartími.
I heimi Litlu manneskjunnar
________Leikiist____________
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélag Selfoss sýnir „Sálm-
inn um blómið“ eftir Þórberg
Þórðarson
Leikgerð og leiksljórn:
Jón Hjartarson
Tónlist:Jóhann Morávek
Leikmyndahönnuður:
Hafþór Guðmundsson
Búningameistarar: Sigríður
Guðmundsdóttir og Sigurlína
Guðmundsdóttir
Aðstoðarmaður leiksljóra og
sýningarstjóri: Lísa Guð-
mundsdóttir
Saga Þórbergs Þórðarsonar
„Sálmurinn um blómið“ birti á
sínum tíma lesendum hans nýja
hlið á höfundinum. Þar segir
hann frá samskiptum við og
kynnum af litlu manneskjunni og
þeim heimi sem hann og Mam-
magagga ganga inn í af einlægni
og ákefð. Þegar litla manneskjan
fer að skynja umhverfi sitt, fólk-
ið sem er í öllum þessum stóra
heimi sem hún er komin í, eru
Sobbeggi afi og Mammagagga
leiðsögumenn hennar og læri-
meistarar hvort á sinn hátt. En
litla stúlkan opnar þeim ekki
síður nýja sýn en þau henni.
Sálmurinn um blómið er ef til
vill sú bók Þórbergs sem ungt
fólk les fyrst af verkum hans,
og þau kynni eru lærdómsrík og
ljúf.
Jón Hjartarson hefur nú gert
leikgerð úr bókinni sem Leikfélag
Selfoss sýnir um þessar mundir
við mikla aðsókn.
Það er ýmislegt gott um leik-
gerðina, einkum fyrri hlutann,
atriðin eru yfirleitt stutt og
ganga greiðlega fyrir sig. Sob-
beggi afi leikgerðarinnar er ekki
eins standandi hlessa og einlæg-
ur í einfeldni sinni og í bókinni,
en hann er hlýr fræðari og sýnir
litlu manneskjunni umhyggju-
semi og áhuga. Höfundur hefur
sögumann — hvorki meira né
minna en sjálfan guð og mér
fannst sem hlutverk hans væri
nokkuð óljóst og ekki tekst að
láta hann fá almennilegt vægi í
sýningunni. Höfundur hefur ko-
sið að hafa mikinn fjölda persóna
sem koma margar lítið málinu
við og mér þótti það heldur
þyngja sýninguna.
Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson
er Sobbeggi afi og er gervi hans
ágætt. Hann hefur lagt sig eftir
að ná fasi og hreyfingum Þór-
bergs, sjálfsagt með dyggri að-
stoð Jeikstjórans, og tekst það
vel. Á hinn bóginn er framsögn
hans oft og einatt of óskýr og
og var það ljóður á ráði hans.
Ester Halldórsdóttir fer sköru-
lega með hlutverk Mömmu-
göggu. íris Magnúsdóttir og
Guðríður Þorgeirsdóttir eru Egga
La og Lilla Hegga, þ.e. litla
manneskjan. Þær eru kotrosknar
og réðu furðuvel við textann.
Axel Magnússon var skýrmæltur
guð.
Nítján leikarar aðrir fara með
ýmis hlutverk, en ekkert þeirra
fannst mér sitja eftir. Mér hefði
fundist að Jón Hjartarson hefði
átt að leggja meiri áherslu á per-
sónusköpun fárra og draga þá
upp skýrari og skærari. Kostir
við sýninguna eru tvímælalaust
að hún er lipur þrátt fyrir allan
persónuskarann. Hún heldur
áhuga áhorfenda sem voru á öll-
um- aldri. Texta höfundar er sýnd
full virðing. Húsfyllir var á
sunnudag þegar ég sá leiksýning-
una og undirtektar voru mjög
góðar.
Iris Magnúsdóttir og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson í hlutverkum
Lillu Heggu og Sobbeggi afa.