Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 26
26
MÖRGÖl'ÍBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21: NÓVEMBER 1989
Upprisa á Suðurskautslandinu;
Flugvél bjarg-að
úr frystinum
eftir sextán ár
ÁRIÐ 1971 mistókst að ræsa
hreyfla Hercules-flutningavélar
bandaríska flotans í dimmri hríð
á Austurhálendi Suðurskauts-
landsins, en staðurinn er í 2.200
m hæð yfir sjávarmáli og kuldi
að staðaldri meiri en á flestum
stöðum á jarðarkringlunni. Að
sögn danska blaðsins Jyllands-
Posten var vélin afskrifuð þar eð
menn réðu þá ekki yfir tækni-
búnaði til að bjarga henni. 11
metra snjólag var yfír henni
þegar menn hófiist loks handa
árið 1987.
[sfúglinn Fönix, sem hér sést á
flugi, er af gerðinni Lockheed
LC-130F Hercules og búin hjól-
um jafiit sem skiðum.
Reuter
Frá útför prestanna sex sem myrtir voru í San Salvador á fímmtudag. Margir óttast að morðin séu
upphaf nýrrar öldu hryðjuverka hægrimanna í hernum, dauðasveitanna, er myrtu þúsundir
vinstrimanna snemma á áratugnum. Prestarnir boðuðu svoneftida frelsunarguðfræði er leggur áherslu
á baráttu kirkjunnar gegn fátækt og félagslegu misrétti.
Erkibiskup E1 Salvador:
Dauðasveitir hægrimanna
myrtu jesúítaprestana sex
San Salvador. Reuter.
ARTURO Rivera Damas, erkibis-
kup í E1 Salvador, sagði á sunnu-
dag að miklar líkur bentu til þess
að hryðjuverkasveitir hægrisinn-
aðra hermanna hefðu myrt sex
jesúítapresta siðastliðinn fimmtu-
dag. Búist er við niðurstöðum
rannsóknar yfirvalda á málinu á
morgun, miðvikudag, að sögn
dómsmálaráðherra landsins. Ráð-
herrann hefúr sent Jóhannesi
Páli páfa persónulegt bréf þar
sem hann livetur páfa til að láta
vinstrisinnaða biskupa, þ. á m.
Rivera Damas, hverfa á brott frá
E1 Salvador. Líf þeirra sé í hættu
þar sem margir telji þá eiga sök
á blóðugum átökum í landinu
með því að taka undir slagorð
marxískra skæruliða Farabundo
Marti-frelsisheyfingarinnar
(FMLF). Óþekktir byssumenn
myrtu á sunnudag einn af helstu
verkalýðsleiðtogum landsins en
fjölmiðlar stjórnvalda höfðu áður
bendlað hann við baráttu skæru-
liðanna.
Jóhannes Páll II páfi hefur harm-
að grimmdarverkin og hvatt til frið-
ar í E1 Salvador. Kirkjuhöfðingjar
og stjómmálaleiðtogar frá Banda-
ríkjunum, Kanada, Vestur-Evrópu
og mörgum löndum Rómönsku
Ameríku voru í hópi nær þúsund
gesta er fylltu Oscar Romero-kapell-
una þar sem útför prestanna fór
fram á sunnudag. Kapellan er kennd
við Romero erkibiskup er var skotinn
Boeing-:
Samningar
undirritaðir
Seattlc. Reuter.
Samning'anefnd starfsmanna
Boeing-fyrirtækisins, stærsta
flugvélaframleiðanda heims,
undirritaði á sunnudag kjara-
samning með fyrirvara um sam-
þykki starfsmanna.
Starfsmenn Boeing-verksmiðj-
anna hafa verið í verkfalli í um 50
daga. Vinnustöðvunin varð til þess
að fresta þurfti afhendingu flugvéla
og kom það sér illa fyrir nokkur
flugfélög, sem áformað höfðu að
auka starfsemi sína.
til bana við messugjörð árið 1980.
Morðingjarnir hafa aldrei fundist en
talið er að þeir hafi verið úr röðum
hryðjuverkasveita hægrimanna í
hemum, dauðasveitunum svo-
nefndu. Sveitirnar myrtu í byijun
áratugarins mörg þúsund vinstri-
sinna og meinta stuðningsmenn
skæruliðanna.
Rivera Damas erkibiskup segist
treysta því að Alfredo Cristiani for-
seti og yfirstjórn hersins muni
standa við heit sín um að finna
morðingja prestanna og draga þá
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var á sunnudag, bíður Kon-
gressflokkur Rajivs Gandhis mikinn
ósigur og fær aðeins 195 þingsæti
af 545. I kosningunum 1984 fékk
hann 415 menn en þá naut Rajiv
mikillar samúðar vegna morðsins á
móður hans, Indiru.
Indverjar standa um margt á
krossgötum og flest bendir til, að
þeir vilji leggja inn á nýjar brautir.
Verði Gandhi steypt vegna ósigurs
Kongressflokksins getur það þýtt,
að Nehru-ættarveldið sé þar með
liðið undir lok en Rajiv Gandhi, afi
hans, Jawaharlal Nehru, og Indira,
móðir hans, hafa haldið um stjórn-
völinn í 37 ár af þeim 42, sem liðin
eru frá sjálfstæðistökunni.
Hagvöxtur hefur verið mikill á
Indlandi á síðustu árum og milli-
stéttirnar hafa blómstrað. Samt
fyrir rétt. Cristiani, er vár viðstadd-
ur útför prestanna á sunnudag,
hefur ekkert viljað tjá sig um það
hverjir hafi verið að verki en varafor-
setinn, Francisco Merino, kenndi
skæruliðum vinstrimanna um
ódæðin. Stjómmálaskýrendur telja
þetta benda til þess að harðlínumenn
í stjórnarflokknum, hægriflokki
Robertos D’Aubuissons, sem lengi
hefur verið talinn standa að baki
dauðasveitunum, hafi ákveðið að
skáka Cristiani sem talinn er hóf-
samari en Merino.
hallast þær heldur á sveif með
stjórnarandstöðunni vegna þess, að
þeim finnst Kongressflokkurinn
spilltur, og fátækasti hluti þjóðar-
innar hefur ekki séð neina breyt-
ingu verða á högum sínum. Kosn-
ingarnar að þessu sinni eru líka
óvenjulegar fyrir það, að nú er
stjórnarandstaðan að mestu sam-
einuð gegn Kongressflokknum.
Þótt Kongressflokkurinn hafi
verið næstum óslitið í stjóm frá
1947 hefur hann aldrei fengið
hreinan meirihluta atkvæða í kosn-
ingum. Jafnvel í kosningunum fyrir
fimm ámm þegar hann fékk 415
þingsæti af 545 hafði hann aðeins
48% á bak við sig. Þessu veldur
kosninga- eða kjördæmafyrirkomu-
lagið og tveggja eða þriggja pró-
sentna tilfærsla getur riðið bagga-
Gífurlegrar varúðar og þolin-
mæði var gætt þegar jarðýtur drógu
vélina upp úr ísnum til að skemma
Bardögum stjórnarhermanna og
skæmliða tók að linna um helgina
í San Salvador, höfuðborg landsins,
er skæmliðar hörfuðu til stöðva
sinna utan við borgina eftir mestu
sókn þeirra í mörg ár. Enn fiugu
þó brynvarðar þyrlur og orrustuþot-
ur stjórnarinnar yfir og dimmir
hvellir í sprengjuvörpum heyrðust
öðm hveiju. Að sögn yfirvalda hafa
samanlagt nær þúsund manns af liði
beggja fallið í sókn skæruliðanna en
vitað er að fjöldi óbreyttra borgara
hefur einnig týnt lífi.
muninn. I skoðanakönnunum kem-
ur fram, að hún verði 9% og ekki
Kongressflokknum í vil. Líklega
munar mestu um, að margir múha-
meðstrúarmenn, sem hafa löngum
stutt Kongressflokkinn, hafa nú
snúið við honum baki vegna deilna
þeirra við hindúa um helga staði í
Uttar Pradesh, sem hvorirtveggju
gera tilkall til.
Margl, fleira getur haft áhrif á
kosningaúrslitin og þá ekki síst
endurminningin um samstjórn
stjórnarandstöðuflokkanna frá
1977 til ’79. Fyrir kosningamar þá
afnam Indira Gandhi neyðarlög,
sem gilt höfðu í tvö ár, og bjöst
við, að kjósendur þökkuðu henni
fyrir með glæsilegum sigri. Svo fór
þó ekki. Indveijar refsuðu henni
fyrir að svipta þá fullum mannrétt-
indum í þennan tíma og færðu
stjórnarandstöðuflokkunum völdin
í hendur. Samstjórn þeirra ein-
kenndist hins vegar af stöðugum
deilum og þeir héldu ekki út nema
í tvö ár. Það getur því vel verið,
að einhveijir kjósendur ákveði á
síðustu stundu, að stjórnarandstöð-
unni sé ekki treystandi enda eru
margir forystumenn hennar þeir
sömu og fyrir áratug.
Talsmenn Kongressflokksins
hana sem minnst og verkið tók
nokkra mánuði. Menn urðu furðu
lostnir þegar í ljós kom að enn var
þrýstingur á vökvadælum lending-
arbúnaðarins, loft í hjólbörðunum,
bensín í tönkunum og bensíndælur
virkuðu. Hvergi fannst leki eða
gat á skrokknum og eftir að búið
var að hita hreyflana í klukkustund
fannst mönnum eðlilegt að reyna
að ræsa þá. Hreyflar skrúfuþotunn-
ar eru fjórir og gríðarstórir. Það
tókst í janúar á síðasta ári og var
vélinni flogið til Christchurch á
Nýja-Sjálandi þar sem vandlega
var farið yfir allan búnað hennar.
Vélin, sem nefnd var ísfuglinn
Fönix eftir að hún var endurheimt,
er nú í Bandaríkjunum þar sem hún
verður endurbyggð. Síðan á að
senda hana aftur til Suðurskauts-
landsins. Vélin komst áður í heims-
fréttirnar árið 1961, ári eftir að hún
var send til Suðurskautslandsins
til þjónustu þar. Sovéskur vísinda-
maður hafði þá veikst alvarlega í
bækistöð sinni á Suðurskautsísnum,
um hávetur. Flugmönnum Hercu-
les-vélarinnar tókst að lenda við
stöðina, ná í manninn og hefja sig
aftur á loft þótt mánaskinið væri
einu lendingarljósin.
Rajvi Gandhi forsætisráðherra
gerði hlé á kosningabaráttunni á
sunnudag til að minnast móður
sinnar, Indiru, sem var ráðin af
dögum fyrir fimm árum.
segjast opinberlega vera vissir um,
að hann fái um 300 þingsæti en sín
í milli búa þeir sig undir ósigur.
„Gandhi urðu á mikil mistök með
því að snúast ekki gegn valdaklík-
unum í flokknum,“ sagði einn
frammámaðurinn. „Nú er flokkur-
inn tekinn að rotna innan frá og
líklega hefði hann gott af að bíða
ósigur. Þá gæfist tækifæri til að
hreinsa út óhroðann."
Kosningar á Indlandi:
Verður bundinn endi á
veldi N ehru-ættarinnar ?
Ekki ólíklegt að Rajiv Gandhi verði ýtt til
hliðar bíði Kongressflokkurinn ósigur
Nýju Delhí. Reuter.
ALMENNAR þingkosningar hefjast á Indlandi á morgun, miðviku-
dag, og bendir flest til, að Rajiv Gandhi forsætisráðherra muni bíða
ósigur og Kongressflokkurinn missa völdin í annað sinn frá því
landið varð sjálfstætt árið 1947. Þá eru einnig háværar raddir um,
að Gandhi sjálfum verði ýtt til hliðar innan flokksins verði úrslitin
þau, sem skoðanankannanir gefa til kynna.