Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989
ATVINNUAUGIYSINGAR
Umboðsmaður
óskast á Hellissand til þess að sjá um dreif-
ingu til áskrifenda.
Upplýsingar í síma 93-66840 eða 91 -83033.
Vantar þig
vanan stjórnanda
í stuttan tíma?
Eru vandamál í rekstri fyrirtækis þíns á sviði
skipulagningar, fjármála eða markaðsmála?
Þarfnast þú aðstoðar reynds stjórnanda í
stuttan tíma eða hluta úr degi við lausn þess-
ara vandamála?
Við útvegum þér reyndan stjórnanda, sem
veitir þér tímabundna aðstoð með aðsetri í
fyrirtækinu.
Þráinn Þorvaldsson,
ráðgjafaþjónusta,
Suðurlandsbraut 22,
Reykjavík,
sími 68-50-28.
Frá gagnfræðaskól-
anum á Sauðárkróki
Frá næstu áramótum vantar kennara í al-
menna kennslu í 6. bekk og enskukennslu í
9. bekk.
Upplýsingar ' gefur skólastjóri í síma
95-35382 eða hs. 95-36622 og yfirkennari í
síma 95-35385 eða hs. 9535745.
Skólastjóri.
KRISTNESSPÍTALI
Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð-
arhjúkrunardeildarstjóra.
Á Kristnesspítala fara nú fram miklar endur-
bætur og uppbygging endurhæfingadeildar.
Kristnesspítali er aðeins í 10 km fjarlægð
suður af Akureyri í sérlega fögru umhverfi.
Þeim starfsmönnum, sem búsettir eru á
Akureyri, er séð fyrir akstri í og úr vinnu.
íbúðarhúsnæði og barnaheimili til staðar.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-31100.
Kristnesspítali.
Sjúkranuddari
Óskum að ráða sjúkranuddara sem fyrst.
Upplýsingar í síma 24077.
Nudd- og gufubaðstofan Sauna,
Hátúni 8.
Umboðsmaður
óskast á Kópasker til þess að sjá um dreif-
ingu til áskrifenda.
Upplýsingar í síma 96-52187 eða 91 -83033.
ftotgmifrlaMfe
Menntamálaráðuneytið
Menntaskólinn
á Egilsstöðum
Kennara vantar á vorönn til að kenna eftir-
taldar greinar: Viðskipta- og tölvugreinar og
íþróttir og félagsstörf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1.
desember nk.
Menntamálaráðuneytið.
Menntamála ráðuneytið
Laus staða
Staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raun-
vfsindastofnunar Háskólans er laus til um-
sóknar. Æskilegt er að sérfræðingurinn starfi
á sviði aldursgreininga og tímatalsfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið
meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi
og starfað minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna-
starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands
er háð samkomulagi milli deildarráðs raun-
vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn-
unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið,
hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og
skilríkjum um menntun og vísindaleg störf,
auk ítarlegrar lýsingar á fyrirhuguðum rann-
sóknum skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir
15. desember nk.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá
1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði
umsækjenda um menntun hans og vísinda-
leg störf. Umsóknir þessar skulu vera í lok-
uðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda
þær beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið.
BORGARSPÍTALINN
Starfsfólk - ný deild
Starfsfólk óskast í býtibúr og ræstingu á nýja
sjúkradeild sem opnuð verður í lok nóvember.
Uppl. gefur ræstingastjóri í síma 696516.
LANDSPITALINN
Barnaspítali Hringsins
Hjúkrunarfræðingur óskast nú þegar á al-
mennar barnadeildir. Góður aðlögunartími
með reyndum hjúkrunarfræðingi. Starfið er
mjög fjölbreytt og vinnuaðstaða góð. Unnið
er 3ju hverja helgi og vinnutími er sveigjan-
legur. Gott bókasafn og mögul. á símenntun.
Fóstrur/þroskaþjálfar óskast til starfa nú
þegar eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall
er samkomulagsatriði.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir
Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 601033/601000.
Reykjavík 19. nóvember 1989.
Menntamálaráðuneytið
Rannsóknaaðstaða
við Atómvísinda-
stofnun IMorður-
landa (NORDITA)
Við Atómvísindastofnun Norðurlanda
(NORDITA) í Kaupmannahöfn kann að verða
völ á rannsóknaaðstoðu fyrir íslenskan eðlis-
fræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu
fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnun-
ina. Auk fræðilegra atómvísinda er við stofn-
unina unnt að leggja stund á stjarneðlis-
fræði og eðlisfræði fastra efna.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi
í fræðilegri eðlisfræði og skal staðfest afrit
prófskírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri
greinargerð um menntun, vísindaleg störf
og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari
upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu
sendar ítvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17,
DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 1.
desember nk. Auk þess skulu 2-3 meðmæla-
bréf send beint til NORDITA.
Menntamálaráðuneytið,
14. nóvember 1989.
kAÐ
A Ls
m
ÞJONUSTA
Lekur?
Tökum að okkur alhliða húsaviðgerðir. Erum
að safna verkefnum fyrir næsta sumar.
Föst tilboð.
Upplýsingar í síma 25658 og 620082, á milli
kl. 10.00 og 12.00 og eftir kl. 18.00.
TIL SÖLU
Fjölbýlishúsalóð
Til sölu lóð fyrir fjölbýlishús.
Upplýsingar í síma 82312.
Landtilsölu
Til sölu 17 hektara land á Suðurlandi, 60 km
frá Reykjavík. Tilvalið fyrir hestamenn eða
félagasamtök.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi inn nafn og síma-
númer í pósthólf 110, 801 Selfossi.
ATVINNUHUSNÆÐI
Til leigu í Mjódd
Skrifstofuhúsnæði til leigu á þriðju hæð í
nýju og glæsilegu húsnæði í Mjódd. Stærðir
45-380 fm.
Uppl. í símum 76904, 72265, 985-21676 og
985-23446.
KENNSLA
Námskeið í aðventu- og
jólaskreytingum
verður haldið í Óskablóminu 23.-24. og
28.-30 nóv. Leiðbeinandi: Auður Árnadóttir,
skreytingameistari. Nánari upplýsingar í
Óskablóminu,
Hringbraut 119,
simi 625880.
■