Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 4
4 eset aasMigvoK .F2irjDAauMiia«i ŒeAjaMUDflQM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 Morgunblaðið/Sigurður Steinar Ketilsson Guðjón Gíslason Myndin er tekin yiír leitarsvæðið skaiámt undan Akranesi á sunnu- dag og sýnir 14 báta við leit. Talinn af eftir víðtæka leit MAÐURINN, sem saknað hefur verið af smábáti frá Akranesi síðan á föstudagskvöld, er tal- inn af. Hann hét Guðjón Gísla- son, til heimilis að Hjarðarholti 17 á Akranesi. Hann var fimm- tugur og lætur eftir sig eigin- konu og þrjú börn. Víðtæk leit var gerð að mannin- um um helgina með þátttöku fjölda skipa og báta af Akranesi og björgunarsveita. Leitað hefur verið á Faxaflóa og fjörur hafa verið gengnar, allt án árangurs. VEÐUR I/EÐURHORFUR íDAG, 21. NÓVEMBER. YFIRLIT í GÆR: Hæð er yfir Grænlandi og hæðarhryggur suð- austur um ísland. SPÁ: Suðvestangola og lítilsháttar súld á Vestfjörðum, annars hæg breytileg átt og bjart veður að mestu. Fremur kalt áfram, éinkum inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg breytileg átt. Hætt við smáéljum á stöku stað vestanlands, annars þurrt og viða bjart veður. Frost 0-8 stig, kaldast í innsveitum norðaustan- og austanlands. •J Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður TÁKN: Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * # VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +4 léttskýjað Reykjavík +4 hálfskýjað Bergen 6 súld Helsinki 4 alskýjað Kaupmannah. 4 þokumóða Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk 0 skafrenningur Osló 4 skýjað Stokkhólmur 2 rigning Þórshöfn 3 skýjað Algarve 16 skúr Amsterdam 8 mistur Barceiona 17 þokumóða Berlín 1 þokumóða Chicago 7 heiðskírt Feneyjar vantar Frankfurt S místur Glasgow 9 mistur Hamborg +3 mistur Las Palmas 23 skýjað London 11 mistur Los Angeles 18 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Madríd 14 skýjað Malaga 16 súld Mallorca 20 skýjað Montreal 0 snjókoma New York 7 alskýjað Orlando 13 skýjað Paris 12 skýjað Róm vantar Vln 3 mistur Washington 9 skýjað Winnipeg +1 skýjað Utanríkisráðherra um viðræður EFTA og EB: Fríverslunarbanda- lag 18 ríkja sem gætí orðið tollabandalag JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði í gær fram skýrslu til Alþingis um könnunarviðræður EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið. I höfuðatriðum fjölluðu viðræðurnar um stofnun evrópska efha- hagssvæðisins, EES, og er í skýrslunni gerð grein fyrir helstu samn- ingsatriðum og fyrirvörum. EES yrði sameiginlegt efiiahagssvæði 18 ríkja, 12 EB-ríkja og 6 EFTA-ríkja. EFTA er nú fríverslunarbanda- lag, en EB toliabandalag. í skýrslunni kemur firarn, að ef af stofhun EES verður, yrði um fríverslunarsvæði að ræða sem gæti þróast í að verða tollabandalag. Könnunarviðræðum er nú iökið og verður ákvörðun tekin 19. desember á sameiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB um hvort grundvöllur sé til að hefja samningaviðræður á næsta ári. Málefnin sem rætt var um flokk- ast í vörusvið, þjónustu- og fjár- magnssvið, atvinnu- og búseturétt, jaðarmálefni og loks réttarreglur og stofnanir, Um síðastnefnda flokkinn segir í skýrslu ráðherra að EFTA- ríkin hafi lagt áherslu á að í ljósi þess þunga sem innri ákvarðanataka EB hefði við töku ákvarðana varð- andi allt evrópska efnahagssvæðið, væri óhjákvæmilegt að gera ráð fyr- ir þátttöku EFTA í innra starfi EB að mótun ákvarðana sem vörðuðu málefni evrópska efnahagssvæðisins. Varðandi töku ákvarðana um sam- eiginlegar reglur fyrir allt evrópska efnahagssvæðið var það álit bæði framkvæmdastjórnar EB og EFTA- ríkjanna að markmiðið ætti að vera að ná sameiginlegri ákvörðun, tek- inni samhljóða af samningsaðilum. Báðir aðilar taki þar þátt á jafnræðis- grundvelli og hafi sama rétt til frum- kvæðis um setningu nýrra reglna. Þegar sameiginleg stofnun EFTA og EB hefði náð samkomulagi um efnisatriði tillagna myndi hvor aðili um sig afgreiða málin endanlega, EB í ráðherraráði sínu og EFTA- ríkin í löggjafarstofnunum sínum eða ráðuneytum. Með þessu móti myndi hvor samningsaðila halda sjálfstæði sínu til töku ákvarðana, segir í skýrslunni. Hugsanleg deilumál vegna reglna og framkvæmdar þeirra yrðu leyst af sameiginlegum úrskurðaraðila, sem yrði væntanlega EES-dómstóll með þátttöku dómara frá EB-dómstólnum og dómara frá öllum ríkjum EFTA. Dómstóllinn ætti einnig að tryggja samræmda túlkun EES-reglna. Þar sem þær viðræður sem fram hafa farið voru bráðabirgðakönnun á ýmsum kostum, þar sem hvorugur aðila tók á sig skuldbindingar, verða mörg hinna veigamestu mála ein- göngu rædd til hlítar í formlegum samningaviðræðum, segir í skýrsl- unni. Meðal þeirra atriða eru þau sem varða fisk og aðrar sjávarafurðir og lýstu EFTA-ríkin því yfir að tryggja ætti fríverslun með þær afurðir. Full- trúar framkvæmdastjómar EB lýstu því, að varðandi bandalagið væri fríverslun með fisk tengd öðrum þáttum hinnar sameiginlegu fiski- málastefnu þess. Fulltrúar EFTA lögðu áherslu á að slík tenging mundi ganga gegn grundvallar þjóðarhags- munum. Aðilar urðu sammála um að af þessum ástæðum yrði nákvæmt innihald þessara ákvæða að vera samningsatriði. Varðandi óhindruð vöruviðskipti almennt, segir að ræða þurfi um þá tvo kosti sem vinnuhópur um vöru- viðskipti hefur lýst: tollabandalag annars vegar og fríverslunarsvæði, endurbætt í grundvallaratriðum, hins vegar. „í því sambandi kemur einnig til álita að gera ráð fyrir að úr fríverslunarsvæði gæti á síðara stigi þróast tollabandalag," segir þar. Þá segir að leita þurfi leiða til að ein- falda landamæraeftirlit, þar sem ekki sé gert ráð fyrir að það leggist niður á milli EFTA-ríkja og EB. Utanríkisráðherra nefnir í skýrslu sinni nokkur atriði, sem varða ísland sérstaklega og huga þarf að, auk fríverslunar með fisk. Fram kemur að þjónustujöfnuður íslands við út- lönd á síðasta ári var óhagstæður um 8,9 milljarða. Útflutningstekjur af þjónustu námu þá 23,6 milljörðum, en á sama tíma hafi íslendingar greitt fyrir þjónustu erlendis 32,B milljarða. í báðum tilvikum er ferða- mánnaþjónusta stærsti liðurinn. í skýrslunni segir: „Æskilegt er að auka sölu á þjónustu íslenskra fyrir- tækja í öðrum ríkjum og stefna þarf að því, að fjármagnstekjur og tekjur af fjármálaþjónustu erlendis stuðli í auknum mæli að jafnvægi í gjaldeyr- ismálum okkar.“ Þá er lögð áhersla á að flutningamarkaðurinn innan EES verði sameiginlegur og opinn fyrirtækjum og einstaklingum í öllum ríkjunum, með því móti yrði íslensk- um flugfélögum til dæmis ekki mis- munað í samkeppni við evrópsk og skipafélögin gætu keppt á jafnréttis- grundvelli um flutninga milli banda- lagsríkjanna. Settur er fyrirvari af íslands hálfu um fjármagnshreyfingar og varðar hann kaup á fasteignum og fyrir- tækjum er varða nýtingu auðlinda hér á landi, það er á sviði fiskveiða og orkumála. Þar sem rætt var um sameiginlegan vinnumarkað settu fulltrúar íslands sérstakan fyrirvara um að sérákvæði þyrfti til að koma í veg fyrir hugsanlega röskun vegna smæðar vinnumarkaðarins. Hvað varðar sjálfstætt starfandi fólk og rétt til að hefja. starfsemi, yrði að gera vissa fyrirvara í sambandi við nýtingu á þeim auðlindum sem lífsaf- koma þjóðarinnar byggist á. Um atvinnu og búseturétt almennt segir svo: „Fijáls atvinnu- og búsetu- réttur er tengdur frelsi á öðrum svið- um sem eru talin forsenda sameigin- legs markaðar. Óvíst er því hversu víðtæk önnur þátttaka Islands á evr- ópska efnahagssvæðinu getur orðið, ef gi-undvallarreglan um fijálsan at- vinnu- og búseturétt verður ekki samþykkt, með þeim sérákvæðum sem nauðsynleg eru.“ Lögð er áhersla á það í skýrslunni að réttur til náms innan EES verði tengdur fijálsum atvinnu- og búsetu- rétti. Fjöldi íslendiriga hafi stundað nám í aðildarríkjum EFTA og EB og nauðsynlegt að hafa stöðu þeirra í huga. Mikilvægt sé að íslendingar eigi kost á menntun í öðrum ríkjum. „Með því gefst kostur á flölbreyttari menntun og minni hætta verður á einangrun," segir í skýrslunni. EES yrði það sem í skýrslunni er kallað tveggja stoða bandalag, það er bandalag EB og EFTA. Eitt helsta vandamálið í því sambandi er sagt ólíkt eðli bandalaganna og rnikill stærðarmunur. Meginreglan innan EFTA er að engar ákvarðanir eru teknar í EFTA-ráðinu nema með samþykki allra aðildarríkjanna. Það þýðir að framkvæmdastjóri EFTA " og aðrir starfsmenn hafa ekki sjálf- stætt ákvörðunarvald, andstætt því sem gildir um framkvæmdastjórn EB. Þá er stærðarmunurinn sá, að innan EB eru um 320 milljónir íbúa, eh innan EFTA aðeins tíundi hluti þess fjölda. Af þessum sökum hafa EB og EFTA-ríkin orðið sammála um að innan EES þurfi ákvarðana- taka að vera sameiginleg. Stofnana- uppbyggingin þurfi að vera í jafn- vægi og hún þurfi að rúma trúverð- uga sameiginlega stjórnarstofnun, eftirlitskerfi og dómstól. Þátttaka þjóðþinga og aðila í atvinnulífinu þurfi jafnframt að vera tryggð. Þá segir í lok skýrslunnar að í niðurstöðum stjómarnefndar hátt- settra embættismanna EFTA-ríkj- anna og EB frá 20. október hafi verið lögð áhersla á að ekki yrði hreyft við sjálfræði aðila til sjálf- stæðrar ákvarðanatöku í þeim lausn- um sem lagðar yrðu til grundvallar frekari umræðu um nánara samstarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.