Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 28
28
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Stóriðjan og veiki
hlekkurinn
Morgunblaðið/Bjarni
Meðal þeirra, sem voru viðstaddir hátíðardagskrána í Verslunarskólanum á sunnudag voru Olafur Egils-
son, formaður stjórnar minningarsjóðs dr. Jóns Gíslasonar, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands,
Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, kona hans, frú Inga Rósa Sigursteinsdóttir, danski kaup-
sýslumaðurinn Svend Kragh Petersen og frú Kragh Petersen.
Y erslunarskólanum færð
Hin gamla og söguríka Evr-
ópa, sem Island er hluti
af, menningarlega og efna-
hagslega, heldur áfram að
koma umheiminum á óvart.
Það er hröð gerjun í þjóðfélög-
um Evrópu, beggja megin járn-
tjaldsins, sem rofnað hefur.
Enginn getur sagt fyrir um það
nú, hvert svipmót álfunnar
verður á morgni nýrrar aldar,
að næsta áratug liðnum, þótt
ráða megi í sitt hvað af líkum.
Það er engu að síður ljóst
öllum þeim, sem horfa opnum
augum og opnum huga til
framtíðar, að íslendingar verða
að laga atvinnulíf sitt að hag-
kerfi Vestur-Evrópu, ef þeir
vilja styrkja samkeppnisstöðu
atvinnuvega sinna, lífskjör sín
og efnahagslegt fullveldi. Sú
gerjun, sem nú á sér stað innan
Evrópubandalagsins (EB) og
Fríverzlunarbandalags Evrópu
(EFTA), setur óhjákvæmilega
svipmót sitt á íslenzka framtíð,
m.a. vegna viðskiptahagsmuna
okkar í V-Evrópu.
Á sama tíma og hröð fram-
vinda að þessu leyti einkennir
flest V-Evrópuríki setur stöðn-
unin svipmót sitt á íslenzkan
þjóðarbúskap. Helztu atvinnu-
greinar eru við vergangsmörk:
hrina gjaldþrota gengur yfir
og fleiri eru atvinnulausir en
verið hefur í tvo áratugi. Spár
standa til þess að landsfram-
leiðsla og þjóðartekjur minnki
á næsta ári, þriðja árið í röð.
Atvinnutekjur heimila og kaup-
máttur launa dragast saman.
Hér vex í raun fátt, utan er-
lendar skuldir, skattar og verð-
lag. Með nýju ári kemur 26%
virðisaukaskattur inn í verð-
þróun vöru og þjónustu, að öllu
óbreyttu.
Ytri og innri ástæður valda
þeim efnahagsvanda, sem við
er að glíma, m.a. röng efna-
hagsstefna: miðstýring, milli-
færzlur, pólitísk fjármagns-
skömmtun og skattáþján fólks
og fyrirtækja. Það er mikil-
vægt, sem fyrr segir, að færa
rekstrarleg skilyrði hefðbund-
ins atvinnulífs í fijálsræðisátt
til að treysta samkeppnisstöðu
þess út á við. Það er ekki síður
mikilvægt að skjóta fleiri stoð-
um undir lífskjör þjóðarinnar,
m.a. með því að breyta jarðhita
og óbeizluðum fallvötnum í
störf, verðmæti og lífskjör.
Eins og fram kemur í frétta-
úttekt Morgunblaðsins á
sunnudag, þegar gerð er grein
fyrir orkufrekum iðnaði hér á
landi, myndi nýtt 185.000
tonná álver styrkja stöðu þjóð-
arbúskaparins verulega. I
fyrsta lagi myndi framleiðsla
álvers af þessari stærð auka
landsframleiðslu um 5-6%, auk
þess sem því fylgdi um 70 millj-
arða króna fjárfesting. í annan
stað myndu útflutningsverð-
mæti vaxa um 19%, sem hefði
sömu áhrif á efnahagslífið og
185.000 tonna aukning á
þorskafla.. í þriðja lagi yrðu til
um 1.800 ný störf í hliðar- og
þjónustugreinum, til viðbótar
störfum við framleiðsluna
sjálfa. Þótt eignaraðild að nýju
álveri og áhættufé, sem henni
fylgdi, yrði alfarið erlent, væri
hagnaðurinn augljós: í orku-
sölu, í nýjum störfum og launa-
tekjum, í skatttekjum ríkis og
viðkomandi sveitarfélaga og í
auknum útflutningsverðmæt-
um.
í úttekt Morgunblaðsins
kemur fram að annarsvegar
hefur verið rætt um 120.000
tonna stækkun álversins í
Straumsvík en hinsvegar um
185.000 tonna nýtt álver.
Síðari kosturinn er meir í
fréttaljósi upp á síðkastið. Mik-
il vinna hefur verið unnin til
að undirbúa ákvarðanir í mál-
inu en of snemmt er að spá
um málalyktir. En ef síðari
kosturinn verður fyrir valinu
þarf trúlega að hefjast handa
við Fljótsdalsvirkjun, til að að
fullnægja orkuþörf slíks álvers.
„Það er ekkert launungar-
mál,“ segir í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, „að íslenzk
stjómvöld telja að þessar fram-
kvæmdir gætu orðið ljós í því
dökka efnahagsástandi sem
þjóðarbúið siglir nú inn í.“ Af-
staða iðnaðarráðherra eins og
hún blasir við er rétt og uppör-
vandi. En afstaða Alþýðu-
bandalagsins, liggur engan-
vegin ljós fyrir. Túlkun for-
manns flokksins annars vegar
og túlkun fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra hans hins hins vegar
á „stefnumótun" nýafstaðins
landsfundar í stóriðjumálum er
gjörólík. í þessu mikla hags-
munamáli þjóðarinnar — og
raunar ýmsum öðmm lykilmál-
um — setja innanflokksátökin
í Alþýðubandalaginu alvarlegt
strik í reikninginn. Hringlanda-
hátturinn á þeim bæ hefur áður
reynzt þjóðinni dýr þegar
vinstri stjórnir hafa setið hér
að völdum. Það er engin ríkis-
stjórn sterkari . en veikasti
hlekkur hennar.
stytta eftir Thorvaldsen
Verslunarskóla íslands hefur
verið færð til varðveislu styttan
Merkúr sem Argosbani eftir Bert-
el Thorvaldsen, en danskur eig-
andi styttunnar hefiir arfleitt
íslenska ríkið að henni. Sérstök
hátíðardagskrá var í skólanum af
því tilefni síðastliðinn sunnudag,
fæðingardag Bertels Thorvalds-
ens. Einnig var festur upp skjöldur
sem tengir styttuna við minningu
dr. Jóns Gíslasonar, lyrrverandi
skólasljóra VÍ.
Styttan kom hingað til lands fyrir
atbeina minningarsjóðs dr. Jóns
Gíslasonar, sem var mikill áhuga-
maður um gríska menningu. Frum-
gerð hennar gerði Thorvaldsen í gifs
árið 1818. Pjórum árum síðar var
styttan unnin í marmara, en það ein-
tak var selt til Englands. Thorvalds-
en-safnið lét gera aðra eftirmynd
árið 1860 og var hún í safninu til
1944. Þá ákvað safnið að selja hana,
enda hafði það þá eignast fyrri eftir-
myndina að nýju.
Stjóm minningarsjóðsins leitaði til
danska verkfræðingsins og kaup-
Styttan af Merkúr sem Argos-
bana eftir Bertel Thorvaldsen.
sýslumannsins Svend Kragh Peters-
en, sem eignaðist styttuna eftir þann
mann, sem keypti hana af safninu.
Kragh Petersen vildi ekki selja stytt-
una, en fékk þá hugmynd að arfleiða
íslenska ríkið að henni, með því skil-
yrði að hún yrði varðveitt í Verslun-
arskólanum.
Hátíðardagskráin í Verslunarskól-
anum á sunnudag hófst með ávarpi
Þorvarðar Elíassonar skólastjóra og
að því Ioknu ávarpaði Svavar Gests-
son menntamálaráðherra samkomu-
gesti. Þórunn Björnsdóttir nemandi
í fimmta bekk VÍ og Sigurbjörg Ósk
Áskelsdóttir stúdent frá skólanum
1989 léku því næst á blokkflautur
Adiago úr Sónötu I eftir William
Croft. Þá flutti Þóra Kristjánsdóttir
erindi um Bertel Thorvaldsen og verk
hans, og Ámi Hermannsson kennari
minntist dr. Jóns Gíslasonar, en að
því loknu festi Árni Jón Eggertsson
nemandi í sjötta bekk VÍ upp skjöld
til minningar um afa sinn, dr. Jón
Gíslason. Að hátíðinni lokinni var
gestum boðið að þiggja veitingar og
skoða húsnæði skólans. ■
Michael Voslensky á fiindi SVS og Varðbergs:
Sovétríkin eru síðasta nýle
veldið og þau eru að liðast
Sovétríkin eru síðasta nýlenduveldið í heiminum. Innan endimarka
þeirra eru gamlar nýlendur fi-á keisaratímanum í Rússlandi. Þeim
er öllum stjórnað frá Moskvu. Nú er hins vegar svo komið að þjóðirnar
í þessum nýlendum sem nú nefhast sovésk lýðveldi eru að rísa upp
og enginn getur stöðvað sókn þeirra eftir sjálfsstjóm. Þetta sagði
Michael Voslensky á fúndi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og
Varðbergs sl. laugardag. Voslensky, sem á sínum tíma var háttsettur
í soveska stjómkerlinu en fluttist til Vesturlanda 1972, flutti fyrirlest-
ur um ástand og horfúr í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu.
í máli sínu lagði Voslensky
áherslu á að menn mætu Míkhaíl
Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna
af raunsæi. Það væri jafn fráleitt
að vera haldin takmarkalausri
hrifningu af Gorbatsjov og leggja
fæð á hann. Menn yrðu að líta á
verk hans og stefnu og geta metið
hvort tveggja af raunsæi.
Það væri öllum augljóst að efna-
hagsástandið í Sovétríkjunum væri
hörmulega bágborið. Það hefði ekki
batnað síðan vorið 1985 þegar
Gorbatsjov komst til valda. Sov-
étríkin væru efnahagslega í stöðu
þriðjaheimsríkis. Sovéska vísinda-
akademían hefði birt tölur er sýndu
að menn verðu sem svarar árlegu
vinnuafli 35 milljón manna til að
standa í biðröðum innan Sovétríkj-
anna og færi 80% af tíma í að bíða
eftir matvælum. Nú væri svo komið
að sovéskir borgarar vildu frekar
hafa skömmtunarkerfi sem tryggði
þeim lágmarksskammt af matvæl-
um en eiga það undir eigin frum-
kvæði og dugnaði að afla sér mat-
ar. Til að endurreisa efnahagskerfið
hefði Gorbatsjov gripið til áætlunar
sem hann kenndi við perestrojku.
Sú stefna hefði gjörsamlega mistek-
ist. Hins vegar hefði hinn þátturinn
í nýrri stefnu Gorbatsjovs heppn-
ast, sá sem kenndur er við glast-
nost og hefði haft í för með sér
einstakt frelsi í fjölmiðlaumræðu í
sögu Sovétríkjanna. Þannig mætti
segja að Sovétmenn hefðu fengið
frelsi til þess að tala og láta í sér
heyra og jafnvel fara í verkföll en
lífskjörin hefðu versnað á sama
tíma.
Af þessum ástæðum hefði spenna
myndast innan landsins en ekki síst
væri hún mikil vegna þess að hinar
fornu nýlendur keisaraveldisins
hefðu náð því stigi að þær vildu fá
að ráða málum sínum sjálfar.
Mannkynssagan geymdi mörg
dæmi um það að nýlenduveldi gætu
haldið utan um hjálendur sínar þar
til þjóðirnar næðu því menntunar-
stigi að þær vildu fá að ráða málum
sínum sjálfar. Oft reyndu nýlendu-
veldin að stöðva þessa þróun til
sjálfsstjórnar með því að beita valdi
svo sem eins og gert hefði í N-
Ameríku á sínum tíma þegar Frakk-
ar og Bretar reyndu að hindra
stofnun Bandaríkjanna. Bretar
hefðu beitt valdi til þess að halda
Indlandi og Frakkar til þess að
halda Indókína og Alsír svo að
dæmi væru tekin. Þrátt fyrir þessar
eijur væri alltaf sérstakt samband
á milli nýlenduveldisins og hinna
fornu nýlendna eins og sjá mætti í
breska samveldinu. Taldi Voslensky
að þróunin yrði í þessa átt innan
Sovétríkjanna; þjóðirnar í nýlend-
unum myndu sækja fram. Á hinn
bóginn yrði vafalítið beitt valdi til
þess að halda aftur af þeim en þró-
unininni yrði ekki snúið við. Og við
myndum í fyllingu tímans sjá upp-
lausn sovéska nýlenduveldisins.
Hræðsla Gorbatsjovs
Voslensky taldi málum hins veg-