Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 22
22 MOKGUNBLAÐtÐ WiIQJUÐAGGRi giU MMEMKEK 1989 LANDSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Fortíðin eyðilagði framtíðarfundinn AÐDRAGANDI landsfundar Alþýðubandalagsins um síðustu hclgi var með rólegu yfirbragði. Lítil átök virtust vera meðal Alþýðu- bandalagsfélaganna um fulltrúakjör á landsfundinn, og því benti fátt til að þar yrði barist um menn. Formaður flokksins lýsti því yfir fyrir landsfundinn að þar yrði rætt um framtíð en ekki fortíð og setningarræða hans hófst á náttúrustemningu. En sá tónn sem sleginn var í setningarræðu formannsins hljóðnaði fljótt því strax sama kvöld stóð upp Steingrímur J. Sigfusson ráðherra og gagn- rýndi harðlega undirbúning landsfundarins og málefhatilbúnað all- an. Og af undirtektum í salnum var Ijóst að þar talaði hann fyrir munn meirihiuta fundarmanna. Nokkrir flokksmeim sátu sem fastast, þegar þingheimur stóð upp til að hylla Ólaf Ragnar Grímsson, eftir endurkjör hans í formannsem- bætti Alþýðubandalagsins. Því var hvíslað að þarna hefði Steingrímur verið að halda fram- . boðsræðu fyrir varaformannsemb- ættið en þó bjuggust fæstir við að alvara yrði úr því. Þótt vitað væri að enn kraumaði undir, eftir sigur Olafs Ragnars Grímssonar á fram- bjóðanda „flokkseigendafélagsins" svokallaða á síðasta landsfundi, var ekki var annað vitað en samkomu- lag væri milli meginfylkinga flokksins um að forustan yrði óbreytt. Vegna ríkisstjórnarþátt- töku Alþýðubandalagsins væri ekki talið heppilegt að sundra flokknum með deilum um forustumenn. Af hálfu „flokkseigenda" mun þó undanfarið hafa verið rætt um framboð gegn Ólafi Ragnari eða Svanfríði Jónasdóttur varafor- manni. Þannig var það orðað við Steingrím J. Sigfússon að bjóða sig fram til formanns en hann hafnaði því. Einnig var rætt um kandídata í varaformannsembættið, og voru þá m.a. nefndar Guðrún Agústs- dóttir og Álfheiður Ingadóttir. Ekk- ert skipulagt starf var þó í gangi um mótframboð. En hafi ræða Steingríms Sigfús- sonar verið hugsuð sem fyrsta liðs- könnun, varð niðurstaðan jákvæð. Það var alveg ljóst að jarðvegur á landsfundinum var frjór fyrir breytingar á forustu flokksins. Greinileg óánægja var með það málefnaupplegg sem Ólafur Ragn- ar kom með inn á fundinn. Þá höfðu fréttir í fjölmiðlum dagana fyrir fundinn verið þannig, að margir fundarmenn töldu að Ólafur Ragn- ar og fylgismenn hans væru hrein- lega að hlaupast á brott með flokk- inn. Æ harðar var lagt að Steingrími að gefa kost á sér til varaformanns og þegar leið á föstudag töldu flest- ir víst að hann myndi fara fram. Steingrímur neitaði þó að staðfesta þetta, og á meðan var unnið að liðskönnun. Málamiðlanir reyndar Kjömefnd fundarins reyndi ýms- ar málamiðlanir. Kannað var hvort Svanfríður væri tilbúin að færa sig í stöðu ritara en svo reyndist ekki vera. Bjöm Grétar Sveinsson ritari flokksins bauðst til að eftirláta Steingrími sæti sitt ef það mætti verða samkomulagsgrundvöllur. Steingrími var jafnframt boðin for- mennska í framkvæmdastjóm flokksins, sem þykir ekki valda- minna embætti en varaformennsk- an. En Steingrímur hafnaði þessu tilboði enda hafði þá komið í ljós að hann myndi væntanlega vinna kosningu til varaformanns. Það var þó ekki endanlega stað- fest fyrr en um klukkan 15 á laug- ardag að kosning yrði um vara- formannsembættið. Þessi langa bið setti enn meiri spennu í fundinn, en um leið urðu menn ekki eins herskáir og heyrðist af mönnum, sem áður höfðu ólmir viljað fella flokksforustuna en vildu nú leita málamiðlana. í fyrstu umferð var aðeins kosið um formann og varaformann því Björn Grétar lýsti því þá yfir að hann gæfí ekki kost á sér í ritara- embættið, ynni Steingrímur kosn- inguna.Ólafur Ragnar var sjálf- kjörinn í formannsembættið, en Steingrímur fékk 153 atkvæði í kosningu um varaformann eða um 57%. Svanfríður 114, eða 41. Eftir kjörið varð nokkuð spennu- fall á fundinum. Kjömefnd hóf leit, að ritara- og gjaldkeraefni, og var jafnvel búist um að kosið yrði, í þessi embætti einnig milli fylking- anna. Svo fór þó ekki, heldur náð- ist samkomulag milli Ólafs Ragn- ars og Steingríms um Önnu Kristínu Sigurðardóttur kennara á Selfossi í ritaraembættið og Unni Kristjánsdóttur, iðnráðgjafa á Blönduósi, í embætti gjaldkera. Litið er á Unni sem fulltrúa Svanfríðar í stjórninni en þær hafa starfað náið saman á Norðurlandi. Þá er Anna Kristín einnig sögð frekar hliðholl Ólafi Ragnari. Kjöri í framkvæmdastjórn var frestað til sunnudags, og þegar Ragnar Arnalds mælti fyrir tillögu kjörnefndar lét hann þess getið að um hana væri samkomulag milli formanns og varaformanns. Á lista kjörnefndar voru 4 stuðningsmenn Olafs Ragnars í meirihiuta, þau Birna Bjamadóttir, Bjöm Grétar Sveinsson, Elsa Þorkelsdóttir og Már Guðmundsson. Þrír voru flokk- aðir í „flokkseigendafélagið" svo- kallaða, Benedikt Davíðsson, Guð- rún Ágústsdóttir og Stefanía Trau- stadóttir; og tveir voru miðjumenn, Ólafur H. Torfason og Óttar Proppé. Ur sal kom uppástunga um Birnu Þórðardóttir, sem sat áður í framkvæmdastjóm en hafði lýst þvi yfir að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs nema breytingar yrðu á forustu flokksins. Kosið var á milli þessara 10, og Birna Þórðar- dóttir felldi nöfnu sína, m.a. með stuðningi Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ. Sjálfkjörið var í vara- stjórn og þar voru fjórir af sex taldir stuðningsmenn Ólafs Ragn- ars. Naftialisti Birtingar í miðstjómarkjöri tókust fylk- ingarnar enn á. Birtingarhópurinn dreifði nafnalista til sinna manna. Þessi listi komst í hendur „flokks- eigendafélagsins" sem notaði hann til hliðsjónar hveqa ætti ekki að kjósa. Það kom svo í Ijós að höfuð- armarnir tveir skiptu nokkuð bróð- urlega með sér þeim 40 fulltiúum sem kosið var um. Á Birtingarlist- anum vora efst Svanfríður Jónas- dóttir, sem varð efst í prófkjörinu, Össur Skarphéðinsson sem varð í 3. sæti og Kristín Á. Ólafsdóttir sem varð í 4. sæti. í 2. sæti varð Ásmundur Stefánsson, í 5. sæti Álfheiður Ingadóttir og í 6. sæti Adda Bára Sigfúsdóttir. Það var augljóst að menn vora orðnir þreyttir á átökum fundarins síðari hluta laugardags og sunnu- dag. Þá höfðu nefndir náð að splæsa meginsjónarmið fundar- manna saman í nýjum ályktunum. Mjög fækkaði einnig á fundinum á sunnudagskvöld þegar landsbyggð- armenn vora famir til síns heima. Þá tókst flokksforastunni að sveigja ýmis mál í hógværari átt svo sem í kjaramálaályktun, þrátt fyrir harða andstöðu verkalýðs- armsins og Fylkingarmanna. Og þegar deilur byijuðu um stjórn- málaályktun, aðallega vegna stór- iðjukaflans, var ákveðið að fela ráðherrum flokksins að ganga end- anlega frá ályktuninni. Menn velta því nú eðlilega fyrir sér hvaða áhrif þessi landsfundur hafi á Alþýðubandalagið og stöðu Ólafs Ragnars Grímssonar sem formanns. Margir eru á þeirri skoðun að staða Olafs Ragnars sem formanns hafi veikst verulega. í fyrsta lagi hafi fundurinn snúist í höndum hans og það sýni ákveðið vanmat Ólafs og stuðningsmanna hans á eigin flokki. Sagt er að Ólafur Ragnar hafi gert grundvallarmistök í undirbún- ingi fyrir landsfundinn með því að þreifa ekki nægilega vel á flokkn- um áður og afla stuðnings bæði við málefni og forastusveitina. Hann hafi verið það glámskyggn að telja að hann kæmi sínum mál- um í gegn fyrirhafnarlítið. Bent er á að helstu stuðnings- og samstarfsmenn Ólafs Ragnars í Alþýðubandalaginu, starfi einnig með honum í fjármálaráðuneytinu. Þar hafi 'myndast ákveðinn hópur sem lítið samband hafi haft út í flokkinn. Sama megi segja_ úm þann stuðningsmannahóp Ólafs Ragnars sem er kjarninn í félaginu Birting. í því félagi hafi menn lítið séð út fyrir hlaðvarpann. Þessir tveir hópar lögðu fyrir landsfundinn ýmsar tillögur sem verða að teljast allróttækar um framtíðarstefnumótun flokksins. En stærstur hluti landsfundarfull- trúanna var ekki kominn til að hlusta á einhverja framtíðarmúsik. Hann var kominn til að ræða byggðamál og atvinnumál. og kjaramál og brást illa við pappíram á hagfræðimáli sem virkaði sem latína á almenna flokksfélaga. Ólafur Ragnar virðist fljótlega hafa gert sér grein fyrir þessu þeg- ar á fundinn var komið. Það vakti athygli að í þeim átökum sem fóra fram fyrri hluta landsfundarins, um tillögur flokkstjórnarinnar, Birtingar og síðan varaformanns- kjörið, beitti Ólafur Ragnar sér lítið. Þetta vakti eðlilega_ óánægju ýmissa stuðningsmanna Ólafs, sér- staklega í hópi Birtingarfélaga. Styrkari staða Ólafs? En það má einnig færa rök fyrir því að Ólafur Ragnar hafi að ýmsu leyti styrkt stöðu sína á lands- fundinum. Ekki var reynt að hrófla við honum í formannsstólnum, hann náði í gegn ýmsum mikilvæg- um málum, svo sem því að flokkur- inn félli frá kröfu um meirihluta- eign íslendinga í stóriðjufyrirtækj- um. Og stuðningsmenn Ólafs náðu meirihluta í miðstjómarkjöri og framkvæmdastjómarkjörinu.Hann styrkti stöðu sína í framkvæmda- stjórn. Ólafur Ragnar hefur einnig túlk- að það sem stuðning við sig og ráðherra flokksins að andstaða við ríkisstjórnina var í raun lítil á fund- inum miðað við þá andstöðu sem var við inngöngu flokksins í hana sl. haust, og þau vonbrigði sem margir Alþýðubandalagsmenn hafa orðið fyrir með verk stjórnarinnar. Ýmsar ályktanir landsfundarins, til dsemis um stóriðju og kjaramál, virtust jafnvel frekar sniðnar að stefnu ríkisstjómarinnar en flokks- ins. Það má einnig færa að því sterk rök að kjör Steingríms Sigfússonar í varaformannsembættið hafi styrkt flokkinn. Mikil óánægja mun hafa verið ríkjandi með flokksstarf- ið og sagt er að margir hafi haft í hyggju að segja sig úr flokknum yrði ekki breyting á forustunni. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif atburðirnir á landsfundi Al- þýðubandalagsins hafa. En margir era sannfærðir um að á þessu þingi hafi verið stigið fyrra skrefið að því marki að fella Ólaf Ragnar úr formannsstóli og á næsta lands- fundi fái hann mótframboð, bjóði hann sig aftur fram. Ýmsir telja að Steingrímur Sigfússon sé líklegt formannsefni. En aðrir spá því að kona verði næsti formaður Al- þýðubandalagsins. r GUÐMUNDUR SV. HERMANNSSON Ólafur Ragnar Grímsson: Fjarriþví að kloftiing- ur sé yfir- vofandi í flokknum OLAFUR Ragnar Grímsson, sem var endurkjörinn formaður Al- þýðubandalagsins á landsfundi flokksins um helgina, segir að mikill þróttur hafi verið í lands- fundi Alþýðubandalagsins og því fari fjarri að klofhingur sé yfir- vofandi í flokknum. Þá hafi nið- urstöður fundarins í stjórnmála- ályktun og öðrum ályktunum hafi falið í sér skýra stefiiumótun og mikla pólitíska nýsköpun. „Ég er mjög ánægður með það að niðurstöður fundarins voru í öll- um megindráttum í samræmi við þau sjónarmið sem ég lagði áherslu á í minni stefnuræðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Þegar hann var spurður um þann máiefnaágreining sem var á Iands- fundinum, sagði hann að niðurstaða fundarins birtist í ályktunum hans, sem veittu afdráttarlaus svör, en ekki í einstökum ræðum. „Og ég er mjög ánægður með þau svör. Ég tel að Alþýðubanda- lagið hafi stigið stór skref í þá átt að vera nútímalegur, lýðræðislegur flokkur sósíalista; það sem ég vil kalla jafnaðarmannaflokkur fram- tíðarinnar." —Af hvaða rótum vac þá framboð Steingríms J. Sigfússonar sprottið? „Það er sjálfsagt af margvísleg- um rótum. Það hafa lengi verið í flokknum umræður um eðli vara- formannsembættisins í Alþýðu- bandalaginu. Og það var ljóst að þegar ráðherra biði sig fram í það em.bætti yrði það nokkur nýung því varaformaðurinn hefur alltaf, nema eitt ár, verið utan þings. Síðan blandast sjálfsagt margt annað inn í það. Ég var hins vegar eindreginn stuðningsmaður Svánfríðar Jónas- dóttur og taldi eðlilegt að hún gengdui stöðunni áfram. Hins vegar var það vilji meirihluta fundarins að breyta eðli varaformannsem- bættisins, og það getur skapað flokknum ýmsa nýja möguleika." —En hvaða áhrif hefur þetta á þína stöðu sem formanns. Ér ekki verið að þrengja að þér? „Ég hef aldrei lagt það í vana minn að gefa sjálfum mér og stöðu minni einkunnir. Hins vegar hef ég fyrst og fremst lagt á það áherslu að fær Alþýðubandalagið nær því verkefni að vera flokkur framtíð- arinnar í íslenskri jafnaðarstefnu og að flokkurinn ætlaði sér að vera í miðjum verkum dagsins í íslensk- um stjórnmálum. Það var mikill ágreiningur um það innan flokksins þegar ég lagði það til með skömmum fyrirvara að flokkurinn tæki þátt í nýrri ríkis- stjórn. Þessi landsfundur staðfesti hins vegar afdráttarlausan stuðning flokksins við ríkisstjórnina og ég er mjög ánægður með þá trausts- yfirlýsingu sem í þeim stuðningi felst. Eg er einnig mjög ánægður með það, að þær áherslur gagnvart framtíðinni sem ég boðaði í minni stefnuræðu, vora niðurstaða fund- arins. Þetta styrkir mjög framtí- ðargrandvöll þess sem ég hef viljað gera innan flokksins, og færa hann stórum skrefum eftir þeirri þróun- arbraut sem ég hef lengi boðað að hann eigi að fylgja. Það er einnig mjög jákvætt að stór hópur af nýju fólki, sem kennt er við félagið Birt- ingu, kom inn á sinn fyrsta lands- fund, hafði þar mikil áhrif á stefnu flokksíns og störf og var síðan kos- ið í æðstu forustustofnanir flokks- ins, miðstjórn og framkvæmda- stjórn, sagði Olafur Ragnar Grímsson. Steingrímur J. Sigfusson: Treystiþví að niður- staðan styrki flokkinn STEINGRÍMUR J. Sigíusson, sem kjörinn var varaformaður Alþýðubandalagsins um helgina,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.