Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
Minning:
Asgeira Möller
Fædd 11. júní 1908
Dáin 12. nóvember 1989
Hún Geira móðursystir mín er
látin. Hún fæddist í Ingólfsstræti
10 í Reykjavík og bjó í því húsi
alla sína tíð. Foreldrar Geiru voru
þau Halldóra og Kristján Möller og
var hún yngst fjögurra systkina.
Móður sína missti hún barn að
aldri en fjölskyldan hélt áfram
heimili í Ingólfsstrætinu. Geira lifði
því að sjá Reykjavík breytast úr
smábæ í stóra borg. Afi minn hélt
lengst af heimili með Gunnhildi
móður minni og á því heimili voru
einnig Geira og Margrét fóstursyst-
ir þeirra. Síðan bættist ég undirrit-
uð í þennan hóp á hæðinni í Ingólfs-
strætinu. Uppi í risinu bjó önnur
móðursystir mín með börnum sínum
og niðri móðurbróðir minn með sína
fjölskyldu. Þetta var því sannkallað
fjölskylduhús þarna í Þingholtun-
um. Geira giftist aldrei og eignaðist
ekki börn en hún var mikil stoð og
stytta fyrir systkinabörn sín alla
tíð. Móðir mín lést þegar ég var
ung að aldri og þá gekk þessi góða
móðursystir mér í móðurstað.
Móðir mín hafði unnið í fata-
geymslu Þjóðleikhússins og að
henni látinni tók Geira við því
starfi. Ennfremur vann hún í kex-
verksmiðjunni Frón um árabil. Þó
móðursystir mín væri ákaflega
heimakær taldi hún ekki eftir sér
að fara með mér, krakkanum, á
skíði og ennfremur stundaði hún
mikið sund. Þegar ég fluttist til
Bandaríkjanna átti ég samt mitt
annað heimili hjá Geiru og hún tók
á móti mér og börnum mínum
hvenær sem var til lengri eða
''skemmri dvalar og ég minnist þess
nú hvað börnunum mínum þótti
afskaplega gaman að vera hjá
Geiru frænku.
Þessar heimsóknir endurgalt hún
með að koma til okkar í Banda-
ríkjunum og var hún þar kærkom-
inn gestur.
Þegar aldurinn færðist ýfir Geiru
og heilsu hennar tók að hraka var
oft erfitt að vera búsett svo langt
frá henni. En hún átti góða vini.
Það voru þau Guðmundur Baldvins-
son og Guðný kona hans, eigendur
Mokkakaffis. Þau tóku hana algjör-
lega undir sinn verndarvæng og
reyndust henni svo vel að það verð-
ur aldrei fullþakkað.
Síðasta árið var hún á elliheimil-
inu í Kumbaravogi og undi þar vel
hag sínum. Síðustu mánuðina var
hún á sjúkrahúsi Suðuriands. Því
góða fólki sem annaðist hana á
þessum stöðum skal hér þakkað af
heilum hug.
Að leiðarlokum vil ég þakka
móðursystur minni alla þá ástúð,
stuðning og skilning sem hún sýndi
mér og börnum mínum. Minningin
um hana lifir björt og falleg í
hugum okkar um ókomna tíð.
Blessuð sé minning elskulegrar
móðursystur minnar.
Dóra Stína
„Sælir eru hjartahreinir
því að þeir munu Guð sjá.“
(Matt. 5.8)
I örfáum orðum langar mig til
að minnast góðrar konu. Hún var
móðursystir mín. Þegar ég fæddist
var hún um tvítug að aldri. Fjöl-
skylda okkar bjó þá öll í sama húsi
við Ingólfsstræti 10, Rvk. Þar bjó
Ásgeira alla sína ævi ógift. Eg
man lítið eftir henni frá bernskuá-
rum mínum, en vissi þó að þarna
. var góð og heiðarieg sál, sem bar
hlýhug til allra manna.
Hún bar það í hljóði, í hjarta
sínu. Leiðir okkar lágu aftur sam-
an, þegarég kom aftur til Islands
fyrir nokkrum árum, eftir 30 ára
dvöl erlendis. Ég átti þá hvergi í
hús að venda. Hún var þá ein eftir
af stórri fjölskyldu okkar í Ingólfs-
stræti 10, þar sem ég ólst upp. Hún
tók mig inn til sín og ég bjó hjá
henni, þangað til hún missti heilsu
fyrir um 2 árum og varð að dvelja
á sjúkrahúsi þar til yfir lauk.
Ásgeira vann fyrir sér af miklum
dugnaði allt fram á háan aldur og
var duglegur og hraustur vinnu-
kraftur.
Sambúð okkar var góð, þó sinnti •
ég henni ekki eins vel og hún átti
skilið og fæ henni það ekki bætt í
þessu lífi.
Ég kveð Geiru mína og bið Guð
að geyma hana um alia eilífð.
H.H.
Kartöflur og kartdflugeymsla
80 kr. kílðid
Kartöflusalan
v/Bilanausl.
■
BREFA- I
BINDIN !
frá Múlalundi...
...þarerugögninágóðumstað. 5
Múlalundur
NOKKRAR GRÁÐUR Á CELSÍUS
GETA RÁÐIÐ ÚRSUTUM
NÁKVÆM ÞJÓNUSTA
TRYGGIR VERÐMÆTI
Þekking flutningafyrirtækis á þörfum
viðskiptavina speglast í öruggu flutninga- -
kerfl enda ræður vörumeðferð oft úrslitum
um hvaða verð fæst fyrir farminn þegar á
markað er komið.
Þegar EIMSKIP flytur vandmeðfama
vöru á borð við fisk eða ávexti fylgjast
starfsmenn félagsins nákvæmlega með
hitastigi og ástandi gáms - allt frá dyrum
seljanda að dyrum kaupanda.
Gámar EIMSKIPS eru í stöðugri endur-
nýjun og eru þeir ásamt vöraskáium félags-
ins sniðnir að kröfum viðskiptavina um
meðferð og hitastig liverrar vöru.
ALHLIÐA ÞJÓNUSTA
LÆKKAR KOSTNAÐ
Þau fyrirtæki, sem velja alhliða flutn-
ingaþjónustu EIMSKIPS, komast hjá
óþarfa umstangi og áhættu og Iækka þann-
ig heildardreifingarkostnað sinn.
Fullkomið upplýsingakerfi EIMSKIPS
auðveldar eftirlit með vöram viðskiptavina
og dregur úr hættu á að sendingar þeirra
misfarist.
Þeir geta á skömmum tíma fengið
nákvæmar upplýsingar um hvar varan er í
flutningakerfinu.
Sú vitneskja reynist ómetanleg við
birgðahald, skipulagningu og í samskipt-
um við erlenda viðskiptaaðila.
ÖRUGG ÞJÓNUSTA GREIÐIR
FYRIRVIÐSKIPTUM
Forráðamenn fyrirtækja vita að í áætl-
unum sínum geta þeir reitt sig á faglega
þjónustu og þróað flutningakerfi
EIMSKIPS.
Það ef EIMSKIP kappsmál aðnjóta þess
trausts áfram með því að vera vakandi yfir
síbreytilegum þörfum viðskiptavina sinna.
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ