Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
21
Strætó er valkostur
eftirHörð
Gíslason
Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa þjónað Reykvíkingum og
þeim öðrum er heimsækja borgina
í tæp 60 ár. Á vetri komanda
verða fast að 60 vagnar í ferðum
á götum borgarinnar á annatíma
að morgni og hafa þeir aldrei
verið fleiri. Meðalaldur þessara
vagna er tæp 6 ár.
Stuðningur borgarsjóðs
Fjárframlag borgarsjóðs til fyr-
irtækisins er rúmlega 290 milljón-
ir króna á þessu ári og hefur ekki
verið jafn hátt fyrr, hvort heldur
upphæðin er skoðuð í krónum eða
miðað er við fargjaldatekjur.
Borgarsjóður leggur fram rúman
helming rekstrarkostnaðar á
þessu ári og allt fé til stofnkostn-
aðar sem fyrr.
Ný skiptistöð í Mjódd er að taka
til starfa um þessar mundir. Stöð-
in þjónar austurhverfum borgar-
innar, en þar hafa Breiðholtsvagn-
ar viðkomu, auk vagna sem aka
milli Mjóddar, Grafarvogs og Ár-
bæjarhverfa. Skiptistöðvarnar á
Hlemmi, Lækjartorgi og við
Grensásveg gegna óbreyttu hlut-
verki. Alls eru viðkomustaðir
vagnanna um 400 og eru biðskýli
á tæplega 300 stöðum.
Við Borgartún hefur fyrirtækið
um þriggja ha athafnasvæði en
þar era m.a. verkstæði og þvotta-
stöð til húsa.
Á síðastliðnum 20 árum hafa
verið keyptir 116 vagnar til fyrir-
tækisins eða tæplega 6 á ári að
jafnaði.
Þetta er tíundað hér til að
undirstrika að um langt skeið hafa
borgaiyfirvöld lagt kapp á að gera
vagnakostinn og starfsemina
þannig úr garði að öflug þjónusta
sé boðin.
Ekki fækkun leng’ur
Sú staðreynd blasir við að þrátt
fyrir þessa viðleitni hefur þeim
fækkað jafnt og þétt sem notfæra
sér þessa þjónustu. Þannig var
farþegafjöldi um 11,5 milljónir
1979, en sambærileg tala um 7,4
milljónir 1988 og á þessu ári
stefnir í sömu tölu. Á þessum tíma
hefur samanlögð vegalengd, sem
vagnarnir aka árlega, aukist úr
3,9 milljónum km í 4,5 milljónir á
þessu ári. Það er athyglisvert, að
farþegafjöldinn skuli nú loks hald-
ast óbreyttur tvö ár í röð, þegar
litið er til þess að tvö árin þar
áður fækkaði farþegum um eina
milljón hvort áranna. Fyrir þessari
fækkun eru ýmsar ástæður, svo
sem fjölgun einkabíla í kjölfar
tollabreytinga 1986 og aukin notk-
un þeirra eins og umferð um götur
borgarinnar vottar. Fækkun far-
þega með strætisvögnum er langt
í frá einskorðuð við Reykjavík.
Hið sama er að gerast í flestum
borgum á Norðurlöndum og reynd-
ar víðar, en þess ber að geta að
þar er notkunin meiri en hér, þó
þjónustan í Reykjavík sé fyllilega
sambærileg því sem er í borgum
þar af svipaðri stærð.
Vonandi sér nú fyrir endann á
fækkun farþega með vögnunum
enda tímabært að borgarþúar
notfæri sér þjónustu eigin fyrir-
tækis meira en veríð hefur og
spari sér með því fé og fyrirhöfn.
Hvernig þjónusta?
Ferðatími, áreiðanleiki, gæði
vagnanna og verðlagning vega
trúlega þungt þegar þjónustan er
metin. Sérstakar hraðferðir tengja
miðborg og austurhverfin og er
þeim ætlað að jafna sem mest
mun á ferðatíma sem getur verið
milli strætó og einkabíls.
í júní sl. var undirritaður samn-
ingur um kaup á 20 nýjum vögnum
og verða þeir teknir í notkun á
næstu árum, en fyrsti vagninn er
þegar kominn til starfa.
Þeir vagnar sem keyptir hafa
verið á síðari árum eru valdir
með tilliti til sem mestra þæginda.
Þar má nefna hita og loftræstingu
i vögnum, hljóðeinangrun á vél-
búnaði og tvöfalt gler sem jafn-
framt hamlar rakamyndun á rúð-
um. Sæti eru tauklædd og þægi-
legri en áður. Á hverri nóttu er
hver vagn þveginn utan og innan
og á annan hátt ferðbúinn fyrir
komandi dag.
Sérstakur búnaður miðar að
því að halda mengun í útblæstri í
lágmarki, en besta mengunarvörn-
Hörður Gíslason
„Með því að aka með
strætó til vinnu fjóra
daga af fimm má áætla
að heimilið spari 40 til
50 þús. kr. árlega.“
in í dag er að draga úr akstri
bíla. Bílaumferð veldur mestri
mengun í lofti hér á landi.
Kjarabót
Nú á tímum hækkandi verðlags
og umræðu um verri afkomu heim-
ila er vert að hugleiða að margur
getur sparað umtalsverða upphæð
með því að nota vagnana í bland
með einkabílnum. Því til áréttingar
má færa fram ýmis dæmi, til
dæmis um hjón sem búa í austur-
hluta borgarinnar, svo sem í Graf-
arvogi eða Seljahverfi. Tveir
einkabílar eru á heimilinu, annar
af ódýrri gerð. Þau sækja vinnu í
Kringlu og miðborg. Með því að
aka með strætó til vinnu fjóra
daga af fimm má áætla að heimil-
ið spari 40 til 50 þús. kr. árlega.
Fargjald með afslætti er nú 38,50
kr. og miðað er við tölur FÍB um
rekstur einkabíls. Reiknað er með
að hjónin eigi báða bílana áfram
og þeir verði notaðir í ferðir til og
frá vinnu fimmta hvern dag. Með
notkun vagnanna í fleiri tilvikum
en hér greinir yrði sparnaður
augljóslega meiri.
Ljóst er að með aukinni notkun
á þjónustu strætó geta heimilin
náð fram bættri afkomu og þar
með verður einnig skotið styrkari
stoðum undir það að efla þjónustu-
hlutverk vagnanna.
Höfundur er skrifstofustjóri
Strætisvagna Reykjavíkur.
■HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða
haldnir í fjórða sinn á þessum vetri
í Norræna húsinu á morgun kl.
12.30. Þar flytur strengjakvartett
skipaður félögum í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, þeim Z. Dubik, A.
Kleina, G. McBretney og R. Corn,
sónötur eftir Rossini.
■ „HEILSUSTÖÐIN aðeins fyrir
þig“ heldur námskeið fyrir byijend-
ur í svæðameðferð helgina 25. og
26. nóvember. Námskeiðið verður
haldið að Hamrahlíð 17, Reykjavík.
Heimílístækí
sem bíða ekki!
þurrkari
eldavél
frystikista
Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúö
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valiö sjálfur hvert tæki af
ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eöa hrærivél viö og skipt greiðslum jafnt niður á
24 mánuöi. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir
einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boöiö slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Haföu sam-
band viö Rafbúö Sambandsins strax - það er ekki
eftir neinu aö þíöa.
&SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM. SÍMI 685550
VIÐ HLIÐINA Á MIKLAGARÐI