Morgunblaðið - 24.11.1989, Side 21

Morgunblaðið - 24.11.1989, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 4-vt-i i ' r.->... ' t /ó—fcí-w-t i.M ,:.í-i—-; ,.r.( Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, um viðræður við EB: Beinar viðræður í gangi en hafa ekki skilað árangri JÓN BALDVIN Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að það séu beinar tvíhliða viðræður í gangi milli íslendinga og Evrópubandalags- ins um fiskveiðimál, en atvinnurekendur í sjávarútvegi hafa lýst yfir þeim vilja sínum að hafnar verði beinar tvíhliða viðræður við EB um fríverslun með fisk og fiskafúrðir. Þær hafi hins vegar ekki skil- að sama árangri og sameiginlegar viðræður EFTA-landanna við Evrópubandalagið, vegna þess 'að semja þurfi við framkvæmdastjórn EB um tollamál og hún hafi ekki heimild til samninga nema í sam- ræmi við fiskveiðistefnu bandalagsins, þar sem kveðið er á um að fiskveiðiheimildir skuli koma fyrir tollaívilnanir og það hafi verið samstaða um það á Islandi að slíkt kæmi ekki til greina. „Mér finnst frumkvæði forvsars- manna í sjávarútvegi gott og met það mikils, tek reyndar eftir að mégnið af upplýsingum þeirra er frá utanríkisráðuneytinu, en ég má til með að leiðrétta einn misskiln- ing. Það er ekki val milli þess að fara apnað hvort EFTA-leiðina eða leið tvíhliða viðræðna við Evrópu- bandalagið. Við höfum verið að fara báðar leiðirnar. Munurinn er sá að okkur hefur orðið talsvert ágengt eftir EFTA-leiðinni, en hingað til hefur okkur orðið lítið ágengt eftir hinni leiðinni," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að samstaðan með EFTA-ríkjunum hefði skilað tvenns konar árangri. Annars vegar hefðu þau samþykkt grundvallarreglunæ um fríverslun með fisk, sem myndi taka gildi um mitt næsta ár. Hins vegar hefðu ríkin sameiginlega lýst þeirri afstöðu sinni að þau óskuðu eftir fríverslun með fisk, þannig að Islendingar væru ekki lengur einir um það sjónarmið, heldur hefðu stuðning af hinum þjóðunum. Jón Baldvin sagði að það væru ákveðnar ástæður fyrir því að tvíhliða viðræður hefðu ekki skilað árangri og hann vissi að margir í hópi atvinnurekenda þekktu þessar ástæður, enda hefði verið haft náið samráð við þá um meðferð málsins. „Innan Evrópubandalagsins er það framkvæmdastjórnin sem er ábyrg fyrir tollamálum. Ef við óskum eft- ir niðurfellingu tolla á fiskafurðum í tvíhliða samningum, þá er við framkvæmdastjórnina að eiga. Hún hefur hins vegar ekki umboð til samninga nema innan ramma sam- eiginlegar fiskveiðistefnu banda- lagsins. Sú stefna er mjög einföld. Evrópubandalagið gengur ekki til tvíhliða samninga um afnám eða lækkun tolla að því er varðar fiskaf- urðir nema gegn veiðiheimildum og framkvæmdastjórnin hefur ekki umboð til að falla frá þessari stefnu," sagði Jón Baldvin ennfrem- ur. Norska tankskipið Tommeliten tekur regnbogasilung úr sjókví Faxa- lax undan Vogastapa. Faxalax við Vogastapa: SilungTir fluttur til slátrunar í Hafnarfirði SLÁTRUN stendur yfir hjá Faxalaxi hf. sem er með fiskeldi í sjókv- íum í Stakksfirði, undan Vogastapa. Slátrað er regnbogasilungi og laxi alls um 100 tonnum og í íramhaldi af því verður öðru eins slátrað úr sjókvium Laxalóns hf. í Hvammsvík, þannig að í þessum stöðvum verður slátrað á þriðja hundrað tonnum af laxfiskum á hálfúm mánuði að verðmæti hátt í 60 milljónir. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Styrkjakerfi EB-landanna hefur áhrif á samkeppnisaðstöðu okkar STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra átti í síðustu viku fúnd með John Selwin-Gummer, landbúnaðar- og sjávarútvegsráð- herra Bretlands og aðstoðarmönnum hans þar sem þeir ræddu m.a. styrkjakerfi Evrópubandalagslanda við sjávarútveginn og niðurstaða þessara viðræðna, var samkvæmt upplýsingum forsætisráðherra, að Evrópubandalagslöndin hyggist ekki draga úr styrkjum sínum við sjávarútveginn. „Ég sannfærist æ betur um það að fiskveiðimálin og sjávarútvegsmálin verða okkur erfið í þeim viðræðum sem fram- undan eru,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. „Ég vildi afla mér upplýsinga um það hvernig Breta sæju framtíðar- fyrirkomulag vegna samninganna Við EB, með tilliti til sjávarútvegs- ins,“ sagði Steingrímur. Hann sagð- ist sérstaklega hafa viljað kynna sér styrkjapólitíkina í sjávarútvegi, sem væri mjög sterk í Evrópu- bandalaginu. „Ráðherrann sagði að það væri afar ólíklegt að styrkir til sjávarút- vegsins yrðu felldir niður í bráð, jafnframt því sem hann taldi ólík- legt að þeir yrðu aðskildir frá land- búnaðarstyrkjakerfinu. Sjávarút- vegsstefna þeirra yrði því áfram tengd landbúnaðarstefnu þeirra, að þessu leyti,“ sagði forsætisráð- herra. Steingrímur sagði að í máli Bret- anna hefði komið fram að þeir teldu ekki að styrkjastefna þeirra ætti að hafa áhrif á samkeppnisaðstöðu okkar íslendinga, þar sem hér væri fyrst og fremst um styrki að ræða til þess að aðstoða verksmiðjurnar til þess að bæta gæði framleiðslu sinnar. „Það eru margar verksmiðj- ur mjög lélegar. Hreinlæti er ekki nægjanlegt og tæknivæðing ónóg, þannig að starfið er mestmegnis fólgið í handavinnu. Þeir fullyrtu að hér væri aðallega um hollustu- háttastyrki að ræða og styrki til þess að breyta úreltum verksmiðj- um í nútímaverksmiðjur," sagði for- sætisráðherra. Forsætisráðherra sagðist hafa bent á að ef eigendur verksmiðj- anna þyrftu að ráðast í úrbæturnar á eigin kostnað, þá yrði það þeim miklu dýrara, sem þýddi bætta sam- keppnisaðstöðu fyrir Islendinga, en þeir hefðu ekki tekið undir hans sjónarmið. „Ég er'ekki sannfærður um að þetta styrkjakerfi þeirra hafi ekki áhrif á samkeþpnisaðstöðu okkar,“ sagði Steingrímur. Öryggismálanefnd hefur gefið út ritið Evrópubandalagið: stofn- anir og ákvarðanataka eftir Þor- stein Magnússon, stjórnmála- fræðing. í kynningu segir svo: „í riti þessu er fy'allað ítarlega um stofnanir Evrópubandalagsins og ákvarðana- töku innan þess. Gerð grein fyrir skipulagi og hlutverki stofnana bandalagsins, þar á meðal leið- togaráðinu, ráðherraráðinu, fram- kvæmdastjórninni, Evrópuþinginu og Evrópudómstólnum. Þá er fjallað um ákvarðanatöku í málefnum Evr- ópubandalagsins og megináherslan lögð á ákvarðanir er lúta að al- mennri lagasetningu bandalagsins. Auk þessa meginefnis ritsins þá Fyrirtækin standa þannig að slátruninni að fiskurinn er fluttur lifandi frá sjókvíunum með norsku tankskipi sem leigt er hingað í þessum tilgangi. Laxinn og silung- urinn er háfaður upp úr kvíunum og settur í tanka skipsins og flutt- ur til Hafnaríjarðar, 20-25 tonn í ferð, þar sem slátrun fer fram. Fiskurinn er blóðgaður hjá Norður- stjörnunni og slægður í laxaslátur- húsinu Hreifa í Hafnarfirði og Kola í Vogum og síðan fer meiri- er í inngangsköflum fjallað almennt um Evrópubandalagið og raktar ástæður fyrir stofnun þess og gerð grein fyrir hlutverki bandalagsins. Þá er stjórnskipan bandalagsins rædd og áhrif hennar á fullveldi aðildarríkjanna. Umfjöllunin um stjórnskipan Evrópubandalagsins er ekki síst mikilvæg í Ijósi þess að engin dæmi eru um að sjálfstæð ríki hafi látið af hendi jafn mikið vald og verkefni til sameiginlegra stofnana ríkjabandalags eins og ríki Evrópubandalagsins hafa gert. í lokakafla ritsins er svo m.a. fjallað um ýmsa þætti sem vert er að hafa í huga þegar menn eru að reyna að átta sig á eðli stofnana er mestu máli skipta í samskiptum íslands við Evrópubandalagið." hluti hans í frost. Þessa dagana stendur yfír slátrun á silungi hjá Faxalaxi og síðan verður lax slátr- að úi' sömu stöð. Eftir það flytur skipið smásilung úr kvíunum í Hvammsvík til áframeidis í Faxa- laxi og síðan hefst slátrun á fiski úr kvíum Laxalóns í Hvalfirði. Ólafur Skúlason hjá Laxalóni segir að ekki sé búið að ganga frá samningum um sölu á fiskinum. Þessa stundina sé líklegast að stói' hluti hans fari til Japans. Þá færi töluvert af regnbogasilungi til Belgíú. Hluti af laxinum er smár og er Laxalón að gera tilraun með útflutning á honum þannig. Sagði Ólafur að fyrirtækið hefði fengið ágæt viðbrögð við tilraun sinni. Nýtt blað í Kópavogi NÝTT fréttablað í Kópavogi, Kópavogsblaðið, er komið út. Blaðið kemur út hálfsmánaðar- lega í 5.500 eintökum og verður borið út í hvert hús í Kópavogi og einnig dreift til fyrirtækja. í leiðara blaðsins segir að reynt verði að gæta hlutleysis í frétta- flutningi en jafnframt hafa hags- muni bæjarfélagsins í fyrirrúmi. Ritstjóri blaðsins og ábyrgðar- maður er Sigrún Árnadóttir en blaðamenn eru Guðni Björn Kjærbo og Hörður Sigurðsson. Rit Öryggismála- nefiidarumEB Komdu í Kringluna d óvenjulega símasýningu Pósts og símo Þér er hér með boðið á símasýningu Pósts og síma dagana 22. til 25. nóvember á 2. hæð í Kringlunni. Við verðum með nýja og fullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu og þú færð að vita allt um Sérþjónustu í staffæna símakerlinu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga í Kringlunni 22. til 25. nóvember. Þú hefúr rÞf8 8aman PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sþorin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.