Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 22. DESEMBER i!/. Bankaráð Búnaðar- og Landsbanka: Kosning í þingflokki sjálfstæðismanna KOSNINGAR fara fram í Sam- einuðu þingi í dag í bankaráð Búnaðarbankans og Lands- bankans. Allir þingflokkar hafa þegar gengið frá tilnefhingum sínum nema þingflokkur sjálf- stæðismanna. Þar stefhir í leynilegar kosningar. Bæði stjómarliðar og stjórnar- andstæðingar hafa gengið frá Hannes Hlíf- ar vann Amheim, frá Þráni Vigfussyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins. HANNES Hlífar Stefánsson vann Hollendinginn Loek van Wely örugglega í 3. umferð Evrópu- móts unglinga í skák. Hannes hafði svart og beitti drottningar-indverskri vörn. Hol- lendingurinn kom með nýjung í byijuninni en Hannes fann gott svar og fómaði peði fyrir virkari stöðu. Hollendingurinn gafst upp í 31. leik, þegar mannstap blasti við. Sovézki stórmeistarinn Alexic Dreev vann þriðju skákina í röð, nú gegn Austur-Þjóðverjanum Luther, og er hann efstur. Hannes Hlífar er í 6.-12. sæti með 2 vinn- inga. Næsta umferð verður tefld á föstudag. skiptingu bankaráðsmanna sín á milli. Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur halda einum manni í sitt hvoru ráðinu. Alþýðubanda- lágið heldur hins vegar aðeins manni í Landsbankanum, en lætur einn bankaráðsmann Búnaðar- banka til Borgaraflokksins. Sjálf- stæðismenn höfðu tvo menn í hvom bankaráðanna en láta einn fulltrúa í bankaráði Landsbankans til Kvennalista og einn fulltrúa í bankaráði Búnaðarbanka til fijáls- lyndra hægrimanna. Kristinn Finnbogason verður áfram fulltrúi framsóknarmanna í Landsbanka. Eyjólfur K. Sigur- jónsson verður og þar um kyrrt sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Þingflokkur Alþýðubandalagsins mun og tilnefna Lúðvík Jósepsson til áframhaldandi setu í ráðinu. Kvennalistinn tilnefnir nú fulltrúa í fyrsta sinn og verður sá Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri. I gær stefndi allt í það að kosn- ing færi fram í þingflokki sjálf- stæðismanha um Pétur Sigurðs- son, núverandi formann bankaráðs og Friðrik Sophusson fyrsta þing- mann Reykjavíkur. I stað Stefáns Valgeirssonar munu frapsóknarmenn tilnefna Guðna Agústsson, þingmann Sunnlendinga í bankaráð Búnað- arbankans. Haukur L. Helgason verður áfram tilnefndur af hálfu Alþýðuflokksins. Fulltrúi Borgara- flokks var í gær valinn á þing- flokksfundi og verður Guðmundur Ágústsson alþingismaður tilnefnd- ur. Fijálslyndir hægrimenn til- nefna Þóri Lárasson rafverktaka til setu í ráðinu. í gær benti allt til þess að kos- ið yrði í þingflokki sjálfstæðis- manna á milli þeirra tveggja þing- manna sem fyrir vora í bankaráði Búnaðarbankans. Það era þeir Halldór Blöndal og Friðjón Þórðar- son. Morgunblaðið/Þorkell * • Vinnuslys við ráðhúsið Starfsmaður við byggingu ráð- hússins í Reykjavík slasaðist tölu- vert síðdegis í gær, þegar hann féll milli hæða í byggingunni. Slysið varð um klukkan 17 og í gær hafði lögreglan ekki nánari upplýsingar um tildrög þess. Mað- urinn var fluttur á slysadeild, þar sem í ljós kom að hann var brot- inn á báðum fótum. Sambandið-Landsbankinn: Deilt um verð á hlut Sam- bandsins í Samvinnubanka KAUP Landsbankans á 52% hlut Sambandsins í Samvinnubankan- um ætla ekki að ganga átakalaust, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Forsvarsmenn Sambandsins munu vera mjög harðir á því að Landsbankinn greiði það verð sem upphaflega var samið um, eða um 828 milljónir króna íyrir 52%, en samninganeflid Landsbankans mun telja að ákveðnir fyrirvarar í samkomulaginu geri það að verkum að kaupverðið verði að lækka allnokkuð. Hæstiréttur: 4 y2 og 2 ára fang- elsi fyrir nauðganir HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 25 ára gamlan mann, Skúla Helga Skúlason, til 4 'A árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Þar er inni- falin 405 daga óafplánuð refsing vegna annars afbrots sem honum hafði verið veitt reynslulausn frá þegar verknaðurinn var fram- inn. Honum var gert að greiða konunni 400 þúsund króna skaða- bætur. Dómurinn er staðfesting á dómi undirréttar. Atburðurinn varð í Þingholtunum i Reykjavík í sept- ember 1988 á heimili rúmlega þrítugrar konu. Maðurinn réðst að konunni, nauðgaði henni og veitti henni lífshættulegan áverka með því að slá krepptum hnefa í kvið hennar. Vegna þess þurfti konan að gangast undir bráða aðgerð á sjúkrahúsi. Þá hefur 24 ára gamall maður, Jens Karl Magnús Jóhannesson, verið dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar fyrir nauðgun sem fram- in var í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Hann hafði í undirrétti verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða konu þeirri sem hann nauðgaði 300 þúsund króna skaðabætur. í dóm- inurri er einnig innifalin refsing fyrir líkamsárásir. Heimildir Morgunblaðsins herma að Sambandið neiti að fall- ast á að aukin töpuð útlán Sam- vinnubankar.s, líklega nálægt 90 milljónum og að líkindum um 120 milljónum króna meiri lífeyris- sjóðsskuldbindingar bankans en gert var ráð fyrir upphaflega, komi til lækkunar kaupverðinu. Auk þess mun samninganefnd Lands- bankans benda á að útilokað sé' að Landsbankinn fallist á að kaupa allar fasteignir Samvinnubankans á fullu bókfærðu verði. Ákveðnar fasteignir, eins og sum útibúanna úti á landi, séu ekki jafnmikils virði og bókfært verð gefi til kynna. Landsbankinn mun því ekki hafa í hyggju að kaupa Samvinnu- bankann, ef Sambandið fellst ekki á að taka ofangreinda fyrirvara til greina að einhveiju leyti. Samn- inganefndir beggja aðila komu saman til fundar í Sambandshús- inu síðdegis í gær. Fundinum var frestað um kvöldmatarleytið en hófst á ný kl. 21 í gærkvöldi. í gærkvöldi var samþykkt á Alþingi beiðni níu þingmanna stjómarandstöðunnar um skýrslu frá viðskiptaráðherra um kaup Landsbankans á hlutabréfum Sambandsins í Samvinnubankan- um. Er skírskotað til almanna- hagsmuna og þeirra umræðna sem fram hafa farið. Óskað er eftir því að skýrslan verði rædd á Alþingi áður en viðskiptaráðherra stað- festir hugsanleg kaup, en sú um- ræða getur héðan af ekki farið fram fyrr en eftir að þing kemur saman á nýju ári. Sjá nánar á þingsíðum, bls. 34 og 35. Þjóðleikhúsið: Starfsemi verði hætt í febrúar vegna endurbyggingar Fjárveitinganefnd gerir tillögu um að rekstrarfé Þjóðleikhússins verði skorið niður á næsta ári um 60 milljónir króna frá upphafleg- um tillögum. Gerir nefndin jafhframt tillögu um að 540 milljónum verði varið til endurbyggingar og viðgerða á húsinu á næstu tveim- ur árum. Nefndin gerir þá ráð fyrir að engin starfsemi verði í Þjóð- leikhúsinu frá febrúar/mars á þesSu ári til verkloka haustið 1991 en bendir þó á, að menntamálaráðherra sé þeirrar skoðunar að unnt sé að hefja starfsemi fyrr. Ríkisstoftianir: Gjaldskrárhækkun verður minni en áður var áætlað GJALDSKRAR ýmissa ríkisstofnana hækka mun minna á næsta ári, en áður var gert ráð fyrir, að því er fram kom í ræðu Sighvats Björgvinssonar formanns fjárveitinganefndar á Alþingi í gær við lokíiafgreiðslu fjárlaga. Ekki er gert ráð fyrir neinum gjaldskrár- hækkunum fyrr en 1. febrúar i samræmi við loforð ríkisstjórnar til aðila vinnumarkaðarins. Afnotagjald Ríkisútvarpsins mun ci hækka fyrstu sex mánuði árs- en þá er gert ráð fyrir 2-3% kkun í tengslum við verðlags- kkanir. Á móti hefur hluti skulda fnunarinnar við ríkissjóð verið krifaður. Samkvæmt fjárlaga- mvarpinu var gert ráð fyrir 8% kkun afnotagjalda og auglýs- averðs Ríkisútvarpsins í árs- jun 1990 til að ná endum saman. ,>á er ekki talið að Rafmagnsveit- ur ríkisins þurfi neinar gjaldskrár- hækkanir nema til komi hækkanir á gjaldskrá Landsvirkjunar. Talið er að hækkunarþörf Pósts og síma verði 2% í febrúarbyijun og síðan hækki gjaldskrá stofnun- arinnar í júní í samræmi við verð- lagsþróun. Sementsverksmiðja ríkisins hafði sótt um 9,5% hækkun á gjaldskrá frá áramótum. Ákvörðun um hækk- un verður tekin fyrir 1. febrúar en engar hækkanir verða leyfðar um- fram verðlagshækkanir. í áætlunum um Áburðarverk- smiðju ríkisins var miðað við að áburðarverð þyrfti að hækka um 17% eða í 22.400 krónur hverttonn. Þá var gert ráð fyrir að óhjákvæmi- leg fjárfesting yrði_ greidd úr rekstri, en nú hefur Áburðarverk- smiðjunni verið heimilað að taka lán til að fjármagna tæpan helming fjárfestingar. Lækkar þá hækkun- arþörf verksmiðjunnar mjög veru- lega og er talið að hún verði ekki umfram verðlagshækkun. Loks er ekki gert ráð fyrir hækk- un á gjaldskrá Skipaútgerðar ríkis- ins umfram verðlagsforsendur, og jafnframt eru vanskil stofnunarinn- ar við ríkissjóð og ríkisábyrgðasjóð afskrifuð. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri sagði við Morgunblaðið, að ef rekstrarfé verði skorið niður um 60 milljónir vanti þriðjung á að hægt sé að reka leikhúsið með svipuðu sniði og verið hefur. „Hins vegar er búið að skuldbinda verkefni á þessum vetri og í mörgum tilfellum að semja við höfunda, leikstjóra, leikara og leikmyndateiknara sem ég geri ráð fyrir að þurfi að greiða næstum að fullu, þótt sýningar verði felldar niður. Því sparast eng- inn kostnaður í sjálfu sér þótt hætt yrði við uppfærslur og engar tekjur skila sér heldur,“ sagði þjóðleik- hússtjóri. Hann sagði að ef starfsemi yrði hætt í febrúar, myndu fara undir hnífinn öll þau verkefni sem búið er að ákveða. Þar á meðal verk eftir Vaclav Havel sem nú er for- setaframbjóðandi í Tékkóslóvakíu, nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símon- arson og revía sem Spaugstofu- menn væru að semja. „Auk þess var fyrirhugað að vera með afmælisdagskrá en nú er 40 ára afmælisár Þjóðleikhússins, þar sem sérstaklega væri tekið tillit til eldri leikara sem hér hafa unnið öll þau ár. Svo það er varla viðeigandi að loka leikhúsinu á þessum tíma- móturn," sagði Gísli. í tillögum fjárveitinganefndar um endurbætur og viðhald, er mið- að við kostnaðaráætlun, sem nefnd- in fékk í hendur 18. desember, um endurbætur á húsinu frá sviðsbrún leiksviðs að anddyri, og frá grunni upp í þak, auk tækjaklefa neðan- jarðar austan við húsið. Samanlagð- ur kostnaður við þessar viðgerðir er áætlaður 310 milljónir á næsta ári og 2Ö0 milljónir árið 1992. Þyrlan enn á hálendinu ÞYRLAN, sem bilaði við Eiríks- nípu undir Hofsjökli á miðviku- dag, komst ekki til byggða í gær. > Fresta varð tilraunum til að gang- setja hana vegna hvassviðris. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinú . í gær héldu menn frá Reykjavík til rjúpnaveiða á þyriunni á miðvikudagsmorgun. Þegar halda átti til byggða á ný fór þyrlan ekki í gang og var talið að það mætti rekja til þess að rafgeymir þoldi ekki frostið á hálendinu eða að raki hefði komist í eldsneyti. Um klukkan 15.30 í gær komu menn á tveimur jeppabif- reiðum að þyrlunni með nýjan raf- geymi og annan búnað. Fresta varð tilraunum til að koma þyrlunni í gang vegna hvassviðris, en það verð- ur reynt í dag. Mennirnir halda til í skála við Eiríksnípu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.