Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 19
___________________M0KG11NBI.AÐU) FÖSTUDAGUR %2. DESEMBEP j9§9 ÆVIFERILL CAESARS Bókmenntir Sigurjón Björnsson Michael Grant: Sesar. Dagur Þorleifsson íslenskaði. Bókaút- gáfan Öm og Örlygur. Reykjavík 1989. 232 bls. Höfundur þessarar myndarlegu bókar, Michael Grant, er prófessor í húmanískum vísindum (hvemig svo sem ber að skilja það) við Edin- borgarháskóla. Hann hefur áður ritað nokkrar bækur um fornöld og hefur a.m.k. ein þeirra (Neró) kom- ið út í íslenskri þýöingu. í þessari bók rekur hann ævifer- il Júlíusar Caesars (f. 100 f.Kr., d. 44 f.Kr.), einhvers hins allra fræg- asta einræðisherra mannkynssög- unnar. Það er að sjálfsögðu mikil og merkileg saga, sem haldið hefur huga fjölmargra föngnum í tvær þúsundir ára. Öldum saman hafa menn spurt: Hver var Caesar eigin- lega? Hvemig var sá maður gerð- ur? Kom hann til góðs eða ills? Eins og aðrir hef ég auðvitað lesið sitt- hvað um þennan merkismann, allt frá hinum fyrstu fátæklegu kynnum mínum af honum í mannkynssögu Þorleifs H. Bjamasonar. Og eitt- hvert hrafl var lesið á latínu úr Gallastríðum hans. A.m.k. situr enn eftir (hvort sem rétt er með farið eða ekki): Gallia est omnes divisa in partes tres quorum unam in- colunt Belgae... En í sannleika sagt hefur blessaður höfðinginn samt alltaf verið mér fremur þoku hulinn. Michael Grant er bersýnilega góður leiðsögumaður og öðmm bet- ur til þess falinn að leiða menn um þessu myrku og fomu stigu. Hann virðist vera svo handgenginn fortíð- inni og hún er svo lifandi í huga hans að það gefur honum frábært vald yf ir flóknu efni. Og svo sannar- lega er saga Rómarveldis margþætt og flókin á þessu tímabili. En í frá- sögn Grants verður allt ljóst og skýrt. Það er t.a.m. fyrst núna sem mér finnst ég átta mig á hvers konar landsvæði Gallía var og hvemig hún greindist eftir þjóð- flokkum (fyrir utan partana þijá!) og hvað Caesar var eiginlega að gera þar. Mér var a.m.k. ekki nægi- lega Ijóst áður að hann var þar fremur öðm í persónulegum erind- um. Michael Grant er gæddur þeirri náðargáfu að geta ritað um fræði- legt efni á einstaklega lipran, lif- andi og aðgengilegan hátt. Og þeg- ar sá eiginleiki er samfara miklu valdi á efni hlýtur að verða úr því góð bók. Það er því ekkert álitamál að sú bók sem ég hef hér fyrir fram- an mig er góð, efnismikil, vel skrif- uð og skemmtileg aflestrar. Hún veitir okkur innsýn í manngerð Caesars: ofurmetnað hans, lífsþorsta, dýrslega grimmd og valdafíkn, útspekúleraða mildi þeg- ar við átti, leiftrandi gáfur og snilli og líklega mikinn umbótavilja. Hún sýnir okkur hvemig Caesar nýtti þau færi sem honum buðust á rétt- an hátt, en jafnframt að lokasam- særið gegn honum var nánast óhjá- kvæmileg afleiðing þess sem á und- an var gengið. Fyrir mig er túlkun höfundar á Caesari og gerðum hans mun dýpri og trúverðugri en það sem ég hef áður lesið og því nýstár- leg. Þess er einnig að geta að lýsing- in á samtíma Caesars er mjög skýr og velgerð. Eins og þessi saga er sögð hér er hún talsvert lærdómsrík fyrir nútímamenn og sérstaklega finnst mér ástæða til að mæla með henni við skólafólk, því að hún er einstak- lega vel fallin til þess að vekja sögu- legan áhuga. Þýðing Dags Þorleifssonar er áferðargóð og lipur og fann ég ekki á henni hnökra sem orð er á ger- andi. Taka skal þó fram að ég hef ekki átt þess kost að bera þýðingu saman við frumtexta. Eins og vera ber notar hann þýðingu Páls Sveins- sonar á Gallastríðum þar sem í þau er vitnað og þýðingu Helga Hálf- danarsonar á tilvitnun í Júlíus Caes- ar Shakespeares. Allmargar aðrar tilvitnanir eru í verk latneskra höf- unda og verður að gera ráð fyrir að bókarþýðandi hafi gert þær, þar sem ekki er annars getið. Kannski er það sérviska mín byggð á gömlum vana að ég kann heldur illa við að sjá Caesar ritað Sesar og þó enn frekar Cicero sem Síseró og Tacitus sem Tasitus (sem ég hef raunar alltaf borið fram Takitus) o.s.frv. Talsvert er af myndum og kortum í bókinni og vel er frá henni gengið á allan hátt af hálfu útgefanda. __________________J2 Pétur Jóns- son RE með metrækjuafla PÉTUR Jónsson RE fékk met- rækjuafla, 185 tonn á 26 dögum, í síðustu veiðiferð sinni. Aflaverð- mætið er 29 milljónir króna og hásetahluturinn 490 þúsund krón- ur. Skipið fékk aflann aðallega við hafísröndina. „Stór hluti aflans fékkst í fjórum góðum skoturn," sagði Bjarni Sveins- son skipstjóri á Pétri Jónssyni RE í samtali við Morgunblaðið. „Við keyptum rækjukvóta og erum búnir að veiða rúmlega 700 tonn af rækju í 8 veiðiferðum á þessu ári en okkur var úthlutaður um 170 tonna kvóti.“ Gagnlegar gjafir á góðu verði hjá Eltingsen! Nokkur dæmi: Norsku STIL ullarnærfötin úr 85% Merino ull og 15% nylon. Bolir frá kr. 1,115- tll kr. 1.999-. Buxur frá kr. 1.256- til kr. 1.995-. Loðfóðraður galll, þægllegur, hlýr og sterkur vtnnugalU. Verð frá kr, 9.775- Svissneskir vasahnffar, margar gerðlr. Elnnig leðurhulstur. Dæml um verð: Velðlhnífur kr. 1.877-. útlleguhnffur kr. 1.371-. Nú fást STIL ullarnærfötin . einnig fóðruð fyrlr þá sem ekkl þola uU næst sér. Buxur frá kr. 1.471- til 2.091-. Bollr frá kr. 1.648- tll 2.298-. Hanskar og íúfíur fyrir böm og fullorðna. Verð frá kr. 510— Svissnesk hnffaparasett. 6 stk. gafflar og hnffar kr. 3.628— 6 stk. skeiðar kr. 1.224-. 6 stk teskelðar kr. 1.026-. Heilsufatnaður frá Ffnull. Dæmi um verð: Mitttsskjói kr. 1.397-. axlaskjól kr. 1.145—. hnéskjól kr. 996-. Loftvog, rakamællr og hitamæi- Ir. Sumar stærðlr elnnig með klukku. Verð frá kr. 2.220- tll kr. 10.880- Enskir Aladdin lampar: Borðlampi kr. 7,155-. Hengllampl kr, 4.650-. Kappklæðnaður á börn og fullorðna frá 66°N. Blússur frá kr. i.445- til kr, 2.958-. Buxur frá kr. 1.326- U1 kr. 2.237-. Snjósleðagalli frá 66°N með tvöfaldrl fsetu og ytrabyrði úr vatnsheldu nylonefni. Kr. 16.738- Skip í fíösku frá Mayfíower. Margar gerðlr af þessum elgulegu gripum. Verð frá kr. 2.816- til 9.980- Amerfsk Maglite vasaljós, með halogen peru. Innlfaldar eru rafhlöður og varapera. Kr, 1.635-ogkr. 1.961-. Verkfærakassar frá USAG, 6 stærðlr. Verð frá kr. 1.220- til kr. 7.559- Silva áttavltar fyrir bátlnn frá kr. 8.680-. í fjallaferðlna kr, 1.270-. atLtLaaQsaa SENDUM UM ALLT LAND Póstverslun sími (91) 14605 Greiðslukortaþjónusta. Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.