Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 47
eeer HaaMagaa .ss HtJ£)AquT2ö3 aiaAjaM'jOHOf/- -MORGUNBIiAÐIÐ- FOSTUDAGUR-22,- DESEMBER- -1-989- - ast þegar litið er til liðins tíma. Agúst vann mikið að húsasmíðum meðan hann hafði heilsu og honum þótti sjálfsagt að koma vestur til okkar og slá upp fyrir íbúðarhúsinu okkar enda var alltaf mjög kært með þeim bræðrum, Kristín og tvær af eldri dætrunum komu þá með honum. Þær yngri voru ekki fædd- ar. Þetta var rigningarsumarið 1955 og erfitt með alla útivinnu en allt gekk þetta samt fljótt og vel enda Ágúst hörkuduglegur. Við gistum oft hjá þeim þegar við kom- um í bæinn og heimsóttum þau náttúrlega alltaf og þau komu til okkar vestur. Það var mikill sam- gangur á milli okkar á þessum árum. Þau hjónin voru afar vinsæl og gestrisin enda var mjög gest- kvæmt hjá þeim og oft þröngt á þingi. Það þótti mörgum sjálfsagt að gista á því heimili, þegar fólk kom í bæinn utan af landi, enda allir boðnir velkomnir af hjarta- hlýju, það var eins og að koma heim til sín að koma til þeirra hjóna. Þau voru líka mikið heimsótt af frændfólki og vinum hér syðra því þau voru ákaflega vinamörg og ein- stök ljúfmenni. Tengdaforeldrar mínir fluttu síðan frá Djúpuvík haustið 1969 og ætluðu að eyða elliárunum í Reykjavík en Alexand- er lést úr Iungnabólgu um veturinn í febrúar og þá sinnti Kristín tengdamóður okkar einstaklega vel þrátt fyrir erfiðleika heimafyrir. En önnur börn þeirra Alexanders og Sveinsínu eru öll búsett úti á landi. Ágúst lést svo í júní þetta sama ár svo þær tengdamæðgurnar urðu báðar ekkjur á sama árinu og studdu þá hvor aðra. Kristín fór oft að heimsækja Petrínu dóttur sína til Banda- ríkjanna eftir að yngri dæturnar komust upp og hafði mjög gaman af því, hún hafði yndi af ferðalög- um. Petrína kom líka hingað heim að heimsækja móður sína, systur og ömmur. Síðustu árin var Kristín í sambúð með Þórólfi Sveinssyni og ég vissi að hún var ákaflega ánægð og henni leið mjög vel þessi ár. Þau ferðuðust mikið um landið á sumrin, sérstaklega um hálendið, og höfðu bæði mikið yndi af þessum ferðum. Þau áttu góðan, vel búinn bíl til þessara ferðalaga. Kristín veiktist og gekkst undir mikla skurðaðgerð í haust en hresstist þó nokkuð en varð að vera á spítalanum. Við komum til hennar á spítalann og þá var hún furðu hress og bjartsýn og þráði að kom- ast heim á sitt fallega heimili. Petrína dóttir hennar kom heim að hitta móður sína um þetta leyti. En kallið var komið og hún lést þann 16. desember. Þetta er mikill missir fyrir dætur hennar og sam- býlismann. Þau bjuggust við að hafa hana hjá sér miklu lengur. Dæturnar misstu föður sinn bam- ungar og núna móður sína um ald- ur fram. Við Skúli og börnin okkar vottum dætrum hennar, tengda- börnum, barnabörnum og sambýlis- manni hennar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Magnúsdóttir Guðríður Jóhannsdóttir, Beinakeldu - Minning Hafiiarfjörður: Bókun sjálfstæðismanna vegna Hvaleyrarskóla Bæjarfulltrúar sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfírði hafa sent eftirfarandi bókun vegna samn- inga um byggingu Hvaleyrar- skóla á grundvelli alútboðs. Á bæjarráðsfundi þann 7. desem- ber 1989 var staðhæft í bókun af fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, að ekki væri fjarri lagi, að þær breytingar, sem gera þyrfti á skólanum, sem SH-verktakar buðust til að byggja, gætu hækkað verð hans um 20-50% frá tilboði. Á grundvelli þessara upplýsinga féllust fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á fundinum, þær Sólveig Ágústsdóttir og Hjördís Guðbjarts- dóttir, á að gengið yrði til viðræðna við ístak hf. Á fundi bæjarráðs 14. desember 1989 óskuðu bæjarráðsmenn Sjálf- stæðisflokksins, þeir Árni Grétar Finnsson og Jóhann Gunnar Berg- þórsson, eftir því að fá skriflega sundurliðun frá bæjarverkfræðingi fyrir hádegi mánudaginn 18. des- ember 1989 á þessum kostnaðar- auka upp á 20-50% við breytingar á skóla SH-verkttaka, sem fulltrúar meirihlutans höfðu staðhæft að yrði ekki fjarri lagi. Engin svör hafa borist frá bæjar- verkfræðingi við framkominni fyrir- spurn. Verður því að álykta að tölu- legur grunnur fyrir þeirri 20-50% hækkun á byggingarkostnaði vegna breytinga á skóla SH-verktaka, sem meirihlutinn staðhæfði að væri ekki fjarri lagi, sé ekki fyrir hendi. Þar með er komið í ljós, að upplýsingar meirihlutans byggjast ekki á fyrir- liggjandi staðreyndum og eru þar með í annað sinn brostnar þær for- sendur, sem meirihlutinn þefur vilj- að byggja á samninga við ístak hf. Með vísan til þess, sem nú hefur verið rakið, teljum við bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins óviðunandi að hafa ekki fengið hinar umbeðnu upplýsingar frá bæjarverkfræðingi, en þar sem þær liggja ekki fyrir, þá er eðlilegt að leita fyrst eftir samningum við lægstbjóðanda, SH-verktaka, um byggingu Hval- eyrarskóla. Einkunnargjöf ráðgjafa bæjarins fyrir hönnun þess skóla er svipuð og fyrir skóla ístaks hf. Gengið er út frá því, að samkomu- lag náist um nauðsynlegar breyt- ingar á hönnun skólans, en fyrir liggur, að nokkuð vantar_ upp á að skólar SH-verktaka og ístaks hf. uppfylli stærðarleg norm um skóla- byggingar. Skóli Istaks hf. er hins vegar mun dýrari í byggingu. Þá hefur ístak hf. gert sérstakan fyrir- vara í tilboði sínu, vegna virðisauka- skatts, sem gera má ráð fyrir, að hækki enn tilboðið hlutfallslega. Þarf nauðsynlega að kanna þennan þátt málsins nánar af hálfu bæjar- Fædd 8. febrúar 1895 Dáin 12. desember 1989 Guðríður fæddist í Steinstúni í Norðurfirði, Strandasýslu. Foreldr- ar hennar voru Ingibjörg Jóhanns- dóttir og Guðlaugur Jónsson sem þar bjuggu. Ólst hún upp í for- eldrahúsum. Árið 1925 réðst hún ráðskona til Eysteins Erlendssonar bónda á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi, A-Hún. Bjó hún með honum þar til hann lést árið 1969. Þau eignuðust tvö börn, Ingi- björgu og Erlend. Ingibjörg býr á Beinakeldu með eiginmanni sínum, Jóhanni Jónssyni, og eiga þau þijá syni, Eystein, Jón og Guðráð. Er- lendur býr á Stóru-Giljá, kvæntur Helgu Búadótturj og eiga þau fjög- ur börn, Árdísi, Ástríði, Eystein og Sigurð. Guðríður stóð fyrir heimili þeirra hjóna með miklum myndarbrag, enda lagði Eysteinn bóndi vel til h'eimilis svo þar var aldrei búsvelta. Hún var nýtin á alla hluti og með afbrigðum þrifin. Þótt aðalstörf hennar væru inn- anbæjar gekk hún einnig að úti- verkum svo sem heyskap og mjölt- um. Hún vann úr öllum búsafurðum og gerði úr öllu góðan mat. Þá var hún mjög lagin í höndum, pijónaði og saumaði fatnað á heimilisfólk. Vinnudagur hennar mun því oft hafa verið langur eins og var hjá mörgum húsmæðrum í þann tíð. Gestrisin voru þau hjón með af- brigðum. Var þar mikil gestanauð og þá sérstaklega að haustinu. Beinakeldurétt var í túnjaðrinum þar sem réttað var fé og hross af Sauðadal. Það var hefð þeirra hjóna að allir sem þá rétt sóttu kæmu heim í kaffi, sumir oftar en einu sinni. Fylgdist Eystéinn með því að allir færu heim og settust að veislu- borði og oft gistu réttarmenn. Var mikill undirbúningur hjá húsfreyju fyrir þessa daga, bakaðir stórir staflar af meðlæti, því margir voru matarþurfi. Oft munu þau hafa rifj- að upp að kveldi hvort einhver hafi ekki komið heim og þótt mikið fyr- ir ef svo var. Þessi siður lagðist af þegar menn fóru að flytja fé á traktorum eða bílum. Deman tshringar Draumaskart Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. Þegar ég var unglingur hlakkaði ég mikið til að fara í Beinakeldu- rétt en ef til vill ekki síður að fara í kaffið til Guðríðar, njóta þeirra góðu veitinga, hlusta og jafnvel taka þátt í þeim gleðskap sem fylgdi. Mér er vel minnisstæð Guðríður þegar hún gekk um beina róleg með glöðu brosi og hafði auðsjáan- lega ánægju af þessu starfi. Guðríður var mjög heimakær og ferðaðist lítið. Mun hún aðeins tvisvar hafa farið á sínar heimaslóð- ir og í annað skiptið að jarðarför móður sinnar. Einn vetur dvaldi hún við hús- stjórnarnám í Reykjavík. Vann hún þá með náminu til að hafa upp í kostnað, og aðeins einu sinni fór hún til Reykjavíkur eftir að hún kom að Beinakeldu. Guðríður var skapgóð, ætíð giöð og létt. Hún var trúuð og hlustaði á messur eftir að útvarp kom og vildi þá hafa hljóða stund. Hún var heilsugóð og varð sjaldan mis- dægurt. Síðasta eina og hálfa árið dvaldi hún á Héraðshæli A-Hún. Ég minnist Guðríðar á Beina- keldu sem einnar af þessum ind- ælu, fórnfúsu konum, sem vildu öllum vel og létu ekkert raska ró sinni. Ugglaust hefur trúin hjálpað henni mest til þess. Blessuð sé minning hennar. Torfi Jónsson, Torfalæk. KASTAR ÞU PENINGUM I RUSLIÐ? Láttu dósapressuna spara þér tíma og fyrirhöfn. Tilvalin jólagjöf Verð kr. 3.200 • Fyrirferð dósanna minnkar 5-6 falt • Margfalt færri ferðir • Skilagjald greitt í beinhörðum peningum* Pantið í síma 626311, GRIP umboðs- og heildverslun. • Ath! Endurvinnslan hf. greiðir fyrir pressaðar dósir, en sjálfvirkir dósamóttakarar taka ekki við beim. Söluaðilar: Byggl & Búið, Kringlunni Hamborg hf. Laugavegi og Hafnarstræti. JOLATILBOÐ: Sterkari, léttariog þægilegri húsgögn! Jólatilboðsverð ó slól OQ tölvuborði Aðelns kr. 1 3.900,— - oq með hliðarplðtu k. 15.350,- » Stólar tró ■kr. 6.500,-1 -WQ. T STEINAR STALHUSGAGNAGERO Smiðjuvegi 2 • Smiðjuvegi 5 ■ 200 Kópavogi S 91-46600 ■ Fax: 91-45200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.