Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Kristín Guðmunds dóttir — Minning Fædd 29. mars 1926 Dáin 16. desember 1989 Gott er sjúkum að sofa meðan sólin í djúpinu er , og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) í dag er til moldar borin Kristín Gu^mundsdóttir, tengdamóðir okk- ar. Kristín eða Stína eins og hún var kölluð lést hinn 16. desember eftir langa og hetjulega baráttu við sjúkdóm sem flesta leggur að velli að lokum. Þegar við hugsum til baka um þær samverustundir sem okkur áskotnaðist með Stínu kemur margt fram I hugann. Alltaf var Stína kát þó maður vissi að oft gengi hún ekki heil til skógar. Þeg- ar við komum heim á Löngubrekku, eða nú síðustu ár að Furugrund 22, kom maður aldrei að tómum kofun- um. Alltaf vildi Stína halda veislu og helst að við borðuðum aðeins meira en við mögulega gætum, að gefa fólki að borða var eitt það skemmtilegasta sem hún gerði. Lífshlaup Kristínar var ekki allt- af dans á rósum. Ung missti hún elstu dóttur sína, Rúndísi, og rétt ári seinna mann sinn, Ágúst Alex- andersson, eftir löng og erfið veik- indi og stóð þá Stína ein eftir með tvær ungar dætur. En áfram barð- ist hún af miklum dugnaði og elju, pijónaði peysur fram á nætur, ásamt því að vinna við önnur störf. í sinni erfiðu sjúkdómsbaráttu var tvennt sem stóð hjarta hennar næst, það voru barnabörnin sem hún var sífellt að spyrja um og ferðalag það sem hún og Þórólfur sambýlismað- ur hennar höfðu skipuiagt á kom- andi vori. Stína var mikill náttúru- unnandi og hafði mjög gaman af því að ferðast um land sitt. Eitt af mörgu í fari Stínu sem var aðdáunarvert var hversu drífandi og kát hún var og lifði iífinu lifandi, sífellt að bæta við þekkingu sína á allskonar nám- skeiðum. Kristín var mjög list- hneigð og hafði gaman af tónlist og málaði hún myndir, þó ekki mik- ið nú í seinni tíð. Henni entist ekki sólarhringurinn því alltaf virtist hún vera að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt. Oft finnst manni ósanngjarnt hversu tilviljunar- kenndur sá dómur er miili lífs og liðinna, manneskja sem elskar lífið af slíkum eldmóði skuli frá okkur kölluð langt fyrir aldur fram. En við verðum að trúa því að henni sé ætlað annað og betra hlutverk hinu- megin við móðuna miklu, í faðmi þeirra ættingja sem þar gista og fá hennar notið nú. Eða eins og ömmubörnin segja: nú er amma engill hjá Guði, og Guð er góður við alla: Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Bubbi og Svanur í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Guðmundsdóttir, Furugrund 22, Kópavogi, en hún lést í Landspítal- anum 16. desember eftir erfiða sjúkdómslegu. Kristín var fædd á Seljum í Helgafellssveit 29. mars 1926. Foreldrar hennar voru Petrína Sæmundsdóttir og Guð- mundur Bjarni Halldórsson, systk- ini hennar eru Guðrún kennari í Reykjavík, Sæmundur, giftur Ey- rúnu Oskarsdóttur, Þorgerður, gift Hólmsteini Haligrímssyni og Hall- dóra, gift Júlíusi Gestssyni. Kristín var næstelst systkina sinna, hún óist upp á Seljum. Hún var ekki há í loftinu, þegar hún fór að létta undir störf þeirra fullorðnu. Gæta yngri systkina, sækja hesta, hjálpa til við heyskap og annað það sem til féll. Hún minntist þess oft sjálf þegar hún sjö ára var send eftir hestum í þrumuveðri og myrkri, þá var kjarkurinn ekki mik- ill, eldingar blossuðu en hestanna varð að finna. Þessi minning fylgdi Kristínu alla tíð. Eins mátti hún, lítil eins og hún var, bisast með heybagga, ná þeim af hestunum þegar heim var komið, oftar en ekki ultu þeir yfir hana, sárt var það oft og löngu seinna kom í ljós að einhvern tíma hafði hún viðbeinsbrotnað, minntist hún þá heybagganna frá æsku? Snemma kom í ljós hve hög Kristín var til handa, hafði hún verkaskipti við Gerðu systur sína, fékk hana til að sjá um pottana, en sat og saumaði dúkkuföt fyrir hana á meðan. Á þessum tíma var skólagöngu barna háttað á annan veg en í dag, farskóii var í Helgafellssveit og gekk Kristín í hann, síðar fór hún á Laugarvatn, en varð frá að hverfa vegna veikinda á miðjum vetri, saknaði hún þess alltaf að hafa ekki getað klárað skólann. Nú fór alvara lífsins að taka við, tvítug vann hún í mötuneyti í Grundarfirði og þar lágu leiðir tveggja ungmenna saman. Á nýárs- dag 1947 giftu þau sig, Kristín og Ágúst Jóhann Alexandersson frá Kjós í Ámeshreppi á Ströndum. Þau eignuðust fimm dætur: Rúndísi, dáin 1968, Bimu, gifta Guðmundi Jónssyni, Petrínu, búsetta í Banda- ríkjunum, Sveinsínu, gifta Guðbimi Ævarssyni og Dröfn, gifta Svani Jónatanssyni. Hófu þau búskap í Reykjavík og bjuggu þá í Kringlumýri. Ágúst stundaði nám í bílasmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík, hann lagði hart að sér og kláraði skólann á helm- ingi þess tíma er þurfti. Rifjaði Kristín það upp nú í haust „að oft hefði það verið erfitt hjá Gústa sínum að fá næði til að læra heima, með smábörn og í þrengslum, og hvað hann hefði lagt hart að sér“. í Kringlumýrinni var ekkert raf- magn fyrstu árin en Ágúst ásamt fleiri íbúum þar kom því til leiðar að lagt var rafmagn og sími þang- að. Þarna höfðu þau nóg landsvæði og ræktuðu kartöflur og ýmiskonar grænmeti. Blómagarð útbjó Kristjín sér af mikilli natni og sá mjög eftir honum er hún flutti. Árið 1960 fluttu þau í Kópavog að Löngubrekku 13 í nýtt hús sem þau byggðu ásamt vinafólki Gísla og Unni sem reynd- ust þeim og dætrum þeirra sérstak- lega vel. Stuttu áður en þau fluttu í Kópa- voginn var Ágúst farinn að kenna sjúkdóms er þá var lítt þekktur, sjúkdóms er kallast MS-veikin. Dró það af Ágústi að lokum gat hann ekki stundað vinnu. Fór Kristín þá að vinna á Kópavogshælinu sem var henni mjög kært, því þar dvaldi elsta dóttirin Rúndís, fannst henni hún geta fýlgst betur með henni nú. Einnig tók hún að sér skúring- ar og hafði þá eldri dæturnar til aðstoðar. Kristín var aldrei heilsu- hraust og var oft mikið álag og áhyggjur sem hvíldu á herðum hennar. Rúndís dó 1968, hennar var sárt saknað af foreldrum og systrum. Tveim árum seinna varð Ágúst bráðkvaddur á heimili sínu á þjóð- hátíðardaginn, 17. júní, aðeins 45 ára. Tvær yngstu dæturnar eru enn heima, níu og tólf ára. Með útsjón- arsemi og dugnaði tókst Kristínu að útskrifa þær báðar úr Verslunar- skólanum. Unnu þær báðar með skóla og léttu undir með móður sinni sem þær gátu. Handlagni Kristínar sparaði heimilinu mikil útgjöld í gegn um árin, hún saum- aði allan fatnað á dæturnar jafnt utanyfirflíkur sem annað og kenndi þeim svo þegar aldur leyfði. íbúðin í Löngubrekkunni var nú orðin of stór, ungarnir flognir úr hreiðrinu og Kristín ein eftir. Árið 1980 flutti hún svo að Furugrund 22, þar hafði hún stórar og góðar svalir, þá vakn- aði aftur áhuginn fyrir blómunum. Hún sáði sjálf til sumarblómanna og grænmetis og ræktaði það ótrú- legasta á svölunum sínum. Notalegt var að sitja innanum blómin með kaffibolla og ræða um líðandi stund, Kristín tók alltaf svo vel á móti gestum. Árið 1979 hóf Kristín störf hjá Auglýsingastofu Kristínar Þor- kelsdóttur við kaffiumsjón og vann þar fram á það síðasta. Hún unni vinnu sinni þar og var mjög ánægð með vinnuveitendur og samstarfs- fólk. Kristín bjó ein en kvartaði ekki þó hún væri félagslynd, því var það okkur sem til þekktum auðsæ sú hamingja sem henni veittist þegar hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Þórólfi Sveinssyni, fyrrum skipstjóra, árið 1987. Hann á ferðabíl sem þau ferðuð- ust á um landið þvert og endilangt og nutu þess bæði í ríkum mæli. Þáð var gaman að sjá þau ganga frá farangri í bílinn áður en lagt skyldi af stað, þau unnu eins og einn maður og gleði og spenna ríkti í sál beggja. Þórólfur keypti tvær veiðistangir sem voru óspart notað- 0HITACHI Stereo sjónvarp 21“ 2 X 20 wött, fjarstýring, flatskjár og stafrœnar upplýsingar á skjá. Verð frá: 93.900* * Miðað við staðgreiðslu. Við erum ekki bara hagsUeáir... KRINGLAN ...vtó erum betri & 68 $8 68 ar. Kristín hafði gaman af að rifja upp er hún veiddi marhnútinn á bryggjunni í Neskaupstað, þá var kallað í Þórólf og hann látinn gera að. Kristín hafði dálæti á fallegum steinum og tíndi mikíð af þeim í ferðum þeirra. Myndir voru teknar af markverð- ustu stöðum og atburðum og skoð- aðar á eftir af mikilli natni oft og oftar því þetta voru minningar, sem ekki mátti gleyma. Ný andlit sá maður á myndunum og var þar um að ræða fólk sem þau kynntust á ferðalögunum. Auk innanlands- ferða fóru þau tvisvar utan. Þau voru farin að ráðgera utanlandsferð næsta vor. Við hjónin urðum þess aðnjótandi að fara nokkrar styttri ferðir með þeim. Voru það ógleymanlegar ferð- ir, allir í góðu skapi, brandarar fuku og Þórólfur alltaf tiltækur ef eitt- hvað bilaði, þar sem við vorum á gömlum bíl. Hjálpsemi þeirra beggja var með eindæmum enda nutum við góðs af henni þegar ég lá á spítala fyrir ári síðan og konan mín stóð ein í því að komast inn í hálfbyggt hús okkar. Þá stóðu þau við hlið henn- ar, Kristín hjálpaði henni við að einangra loft, mála veggi og annað sem þurfti. Nú naut Kristín þess að hafa Þórólf að baki sér, því þar fór hæfur og duglegur maður. Hennar verður sárt saknað á okkar heimili, hún kom þar nær daglega og fylgdi henni ætíð hlýja og elskulegheit. Barnabörn Kristínar eru orðin 12 á aldrinum 7 mánaða til 22ja ára, og tvö barnabarnabörn. Hún unni þeim öllum og gerði aldrei upp á milli hvorki barna né ömmubarna sinna. Þau sakna ömmu sárt og biðja góðan guð að geyma hana. Nú eru þrautir hennar liðnar. Um leið og ég kveð hana og þakka henni allt sem hún var okkur biðjum við Guð að vaka yfir sálu hennar og styrkja okkur öll sem sárt sökn- um hennar. Guðmundur Jónsson Svilkona mín, Kristín Guðmunds- dóttir, verður kvödd frá Fossvogs- kirkju í dag. Hún fæddist 29. mars 1926 að Seljum í Helgafellssveit og ólst þar upp. Kristín var dóttir hjónanna Petrínar Sæmundsdóttur og Guðmundar B. Halldórssonar, sem bjuggu að Seljum. Hún var einn vetur nemandi á héraðsskólan- um að Laugarvatni en fór síðan til Reykjavíkur í vinnp. Kristín giftist Ágústi Alexand- erssyni bifreiðasmiði frá Kjós í Ár- neshreppi 1. janúar árið 1947. Þau hófu búskap í Reykjavík við lítil efni eins og flest ungt fólk á þeim tímum. Þau keyptu lítið hús í Kringlumýrinni og Ágúst byggði við það smátt og smátt uns það var orðið ágætis bústaður. Þau seldu það svo þegar fjölskyldan stækkaði og lögðu í að byggja sér tvíbýlishús ásamt vinafólki sínu í Löngubrekku 13 í Kópavogi. Þau bjuggu þar all- an sinn búskap á meðan Agúst lifði. Þau eignuðust fimm dætur. Þær eru Rúndís sem er látin fyrir mörg- um árum. Birna, hún var gift Herði Ingólfssyni, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru þijú. Birna er núna gift Guðmundi Jónssyni, þau búa í Reykjavík. Petrína, hún býr í Bandaríkjunum og á fjögur börn. Svensína, hún er gift Guðbirni Ævarssyni, þau eiga þijú börn og búa í Kópavogi, og Dröfn, hennar maður er Svanur Jónatansson, þau eiga tvö börn og búa í Garðabæ. Ágúst fór að kenna veikinda á fertugsaidri, hann vann á meðan hann gat en það kom þó að því að hann hætti að geta unnið vegna lömunar, en var þó ekki rúmliggj- andi og gat verið heima. Kristín annaðist hann þá af mikilli nær- færni og umhyggju í mörg ár. Hann lést í júní 1970. Þrátt fyrir þennan mikla missi og erfiðleika bjó Kristín áfram í húsinu þeirra með yngri dætrum sínum tveim. Hún var dug- leg og hörð af sér og lét ekki deig- an síga. Eldri dætumar voru þá giftar og farnar að heiman. Hún kom upp dætrum sínum af dugnaði enda myndarleg húsmóðir og bjó vel að sínu. Það er margs að minn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.