Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 13
«;MoMtííí8lM)lS£ PÖ&TOOAOliRi 29.' 'ŒSEMBEK '1,989
Sfl3
Óskin og Úlfar sóði
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Guðmundur Daníelsson: Óskin
er hættuleg. Heimildaskáldsaga
um Guðmund Daníelsson, vini
hans og fleira fólk. Iðunn.
Reykjavík. 1989. 264 bls.
„Það var að morgni þessa [...]
dags, sem ég bað Jesús-Guð að
gera mig skáld, í fyrsta og einnig
síðasta sinn, þá og ekki oftar, ég
þurfti þess ekki: ósk mín hafði
samstundis verið uppfyllt.“ Hvers
vegna vildi barnið Guðmundur
verða skáld? „ ... Fyrir mér vakti
að með kvæði mundi hægt að vera
snjótittlingnum að liði, ef ekki
koma í veg fyrir að hann yrði úti
í grenjandi gaddbyl ókominna
vetrardaga, þá megna að lífga
hann við aftur og fara með hann
þangað sem sumarið ríkir að eilífu.
Og væri ég nú sá fugl, þá vofði
sama hættan yfir báðum. Þetta
var það sem ég óttaðist.“
„Oskin er hættuleg,“ hefur Guð-
mundur síðar eftir vini sínum séra
Sigurði Einarssyni, skáldpresti,
„því að hún rætist".
Sigurður kemur með sinar skýr-
ingar, en Guðmundur virðist einn-
ig eiga sínar eigin skýringar. Það
er Úlfar sóði, kraftajötunninn, ill-
mennið, sem mest hættan steðjar
frá. Sá sem óð að svörtum, illvíg-
um graðhesti, brá á hann snarvöl
og herti að svo að graddi missti
mátt og vilja. Það er hann.
Ætli hér séu ekki komin grunn-
stefin í þessari stílfærðu endur-
minningabók Guðmundar Daníels-
sonar? Ósk hans rættist. Hann
varð skáld og rithöfundur. í meira
en hálfu hundraði'bóka hefur hann
sungið mannlífi óð sinn, kannað
hylji þess, óháður stefnum og
straumum að því er mér hefur
virst. Hann er þessi einfari skáld-
listarinnar, líkt og fuglsunginn
sem segir frá í upphafi bókar. En
Úlfar sóði liggur alls staðar í leyn-
um. Víst er þó þarna um miklu
dýpri og víðtækari skírskotun að
ræða eins og glöggt má lesa i
mörgum bókum Guðmundar. Það
er baráttan milli ljóss og myrkurs,
milli góðs og ills, ástar og haturs.
Lifið er vigvöllur og úrslit tvísýn.
Lokaorð bókarinnar taka af
tvímæli: Skaparinn virðist ekki
ætla að taka í taumana, heldur
láta afdrif okkar afskiptalaus. Eða
er kannski hugsanlegt, að hann
hafi mætt ranghverfu sinni, Djöfl-
inum, og að þeir sitji nú að tafli
um heimsmeistaratignina? Getur
það skeð, að einnig Guð hafi
mætt Úlfari sóða?
Þessi endurminningabók Guð-
mundar Daníelssonar tekur ein-
ungis til lítils brots af æviferli
hans. Sýnd eru örfá svipleiftur úr
bernsku höfundar, vertið í Eyjum
og skólagöngu. Aðalefnið er frá
Eyrarbakkaárunum, fyrstu 7-8
árunum þar, þegar hann var
„menningarstjóri“ fram yfir aldar-
miðju. Margt gerist á þeim tíma,
ritstörf, kennsla, kartöflurækt,
sífelldar ferðir til og frá Reykjavík,
samskipti við kollega og vini.
Ferðalag til Svíþjóðar í boði sæn-
skra framsóknarmanna og margt
fleira.
Guðmundur horfir á þessa
löngu liðnu tíð frá hástóli aldurs
síns. Hann glottir stundum kalt,
en oftar er honum þó kímni í huga.
Og hin fágaða, lipra stílsnilld er
aldrei fjarri. Bókin er eins og
Guðmundur Daníelsson
vænta mátti mæta vel gerð, þó
að mér þyki frásögnin af Sviþjóð-
arförinni og Einars þáttur Mar-
kússonar einhvern veginn ekki á
sínum stað. En kannski Óskin og
Úlfar sóði sé einnig þar ef vel er
lesið.
í upphafi 3. kafla segir höfund-
ur: „Núna þegar ég er sestur við
að skrifa mína síðustu bók . . .“
Skyidi það rétt vera? Má ekki
vænta þess, þó að aldur hafi færst
yfir, að penninn sé Guðmundi enn
„huglátt hjú“ eins og skáldbróðir
hans kvað eitt sinn?
■ SIGURÐUR Halldórsson
sellóleikari og Daniel Þorsteinsson
píanóleikari halda tónleika í Norr-
æna húsinu á annan í jólum kl.
16. Þar munu þeir flytja Meditati-
on og Massig schnell, munter eft-
ir Paul Hindemith, Sicilienne,
Sérénade og Élégie eftir Gabriel
Fauré og Sónötu fyrir Arpeggi-
one eftir Franz Schubert.
Selfoss:
Samdrætti í
sjúkraþjón-
ustu mótmæll
Selfossi.
BÆJARSTJÓRN Selfoss telur a
fráleitt sé að draga úr reksti
Sjúkrahúss Suðurlands eins o;
rekstrarstjórn þess ályktaði ur
22. nóvember. Þar kemur frar
að stjórn sjúkrahússins telur kom
til greina að loka sjúkrastofúm o;
fækka starfsfólki til að vinna up
rekstrarhalla.
Á fundi bæjarstjórnar Selfoss lc
desember var samþykkt ályktun ser
Brynleifur H. Steingrímsson lagc
fram þar sem talið er að fráleitt s
að draga úr rekstri stofnunarinnai
Fulltrúa bæjarins í rekstrarstjórn e
falið að gæta hagsmuna bæjarins
þessu sambandi og bent er á að bið
listi er vegna langlegusjúklinga o;
að Sjúkrahús Suðurlands er einn a
þremur stærstu vinnustöðum kaup
staðarins. Þá lýsir bæjarstjórn si;
fúsa til umræðna um rekstrarvanda
rnál sjúkrahússins.
í umræðum kom fram að knýj
þyrfti á um raunhæft rekstrarfram
lag frá ríkinu til Sjúkrahúss Suður
lands.
— Sig. Jóns.
V*Bi$ATQRAR steinsteypu.
Léttir
medfærilegir
viöhaldslitlir.
. Á»allt tyririigglandi.
> t>. ÞOBGRÍMSSON & CO Armuto 29, wni 3
fTKimcsiiiBt söLFaímHu - urru mrrn itin
- STETrBSlSa - IIKRIVtUK • SlSilHÐB -
Dé Longhi djúp-
steikingarpotturinn
er byltingarkennd
nýjung
Vcrd adcitis kr.
10.990,-
stadgreitt
Hallandi karfa, sem snýst
meðan ó steikingu stendur:
• jafnari steiking
• notar aðeins 1,2 Itr. af olíu
í stað 3ja Itr. í venjulegum"
pottum
• styttri steikingartíma
• 50% orkusparnaður
Dé Longhi erfallegur
fyrirf erd arlítill ogfljótur
/?ornx
HÁTÚNI 6A SIMI (91)24420
I dag, föstudaginn
22. desember, frá kl. 16 til 18
$TEFÁN
JONSSON
SIGURJON
RIST
árita bækur sínar, UFSGLEÐIÁ TRÉFÆTI, og
VADD’ ÚT í í bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18.
Bókabúð
V-MALS&MENNINGAFO
i-AUGAVEG118 - SlMI 24240