Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESÉMBER 1989;
29
Alsír:
Sjónvarpið
talið ógnun
við íslam
Algeírsborg. Reutcr.
ALLT að 300.000 heittrúarmenn
gengu í gær fylktu liði að þing-
húsinu í Algeirsborg til að mót-
mæla því, sem þeir kölluðu tilræði
við íslamska trú. Voru unglingar
fjölmennastir en göngunni stjórn-
uðu menn úr nýstofnuðum flokki
öfgatrúarmanna.
I yfirlýsingu frá flokknum, sem
heitir Dawra Islamiya, sagði, að
gangan væri farin til að mótmæla
öllu, sem misbyði „virðingu
íslamskra kvenna og íslamskri trú“,
en þá mun meðal annars vera átt
við samkennslu pilta og stúlkna í
skólum og kapaísjónvarp og mót-
tökudiska, sem gera fólki kleift að
horfa á erlenda dagskrá.
Alsírskir fjölmiðlar hafa að und-
anförnu sakað heittrúarmennina um
yfirgang og ofbeldi og stjórnmála-
flokkar og menntamenn hafa efnt
til funda_ til að jnótmæla árásum
þeirra. Á miðvikudag samþykkti
þingið bann við fjöldafundum og nær
það einnig til guðshúsa í landinu eða
moskanna þar sem trúarofstækis-
menn láta mest að sér kveða.
Ekki kom til neinna átaka við
þinghúsið í gær en fulltrúar kvenna
í hópnum báðu þingið um að setja
aftur í lög, að þeim bæri að hlýða
og virða eiginmanninn. Þá úthúðuðu
þær kvenréttindakonum, sem aftur
hafa beðið um lögregluvernd vegna
ofsókna öfgamanna.
■ Stokkhólmi. - Stjórnvöld í
Svíþjóð hafa rekið sovéskan ríkis-
borgara úr landi fyrir að njósna
um hernaðarmannvirki og -reyna
að afla upplýsinga um sænsk og
erlend tæknimál. Maðurinn er
starfsmaður sövésks fyrirtækis og
nýtur ekki friðhelgi diplómata. Að
sögn utanríkisráðuneytisins tókst
með þessari ráðstöfun að vernda
sænska hagsmuni í tíma.
M Jakarta. — Nokkrir bændur á
eynni Sulawesi í austurhluta Indó-
nesiu hafa gripið til þess ráðs að
selja börn sín í kjölfar uppskeru-
brests. Bóndi að nafni Sapuan, sem
settist að í Sulawesi fyrir nokkrum
árum, seldi tvær litlar dætur sínar
fyrir 200.000 rúpía (tæplega 7000
ísl. kr.) og notaði andvirðið tl að
komast aftur til Jövu. Stjórnvöld
á Jövu hafa verið gagnrýnd fyrir
að senda fólk frá þéttbýlustu svæð-
unum á móðureynni til afskekktra
og stijálbýlla smáeyja í eyjaklasan-
um.
■ Tokyo. — Tvö japönsk fyrir-
tæki ætla að reisa smokkaverk-
smiðju fyrir Sovétríkin, þar sem
mikill skortur er á þessari vöru.
Verksmiðjan, sem verður í Serpuk-
hov um 100 kílómetra fyrir sunnan
Moskvu, tekur til starfa síðla árs
1991 og mun framleiða 300 millj-
ónir smokka á ári. Það er minna
en helmingur áætlaðrar ársnotk-
unar Sovétmanna sem hingað til
hafa orðið að flytja inn veijur frá
Indlandi.
■ Ankara. — Aflýsa varð öllu
flugi frá Ankara, höfuðborg Tyrk-
lands, í gær, þriðja daginn í röð,
vegna þokuþykknis sem grúfði yfir
borginni. Skyggnið var innan við
100 metrar. Mengun af brenni-
steinsdíoxíði er tíu sinnum meiri á
þessum slóðum en alþjóðlegir
stuðlar kveða á um sem skaðleysis-
mörk.
■ Kaupmannahöfn. - Nýr' yfir-
maður tekur til starfa hjá SÁS í
Kaupmannahöfn 1. janúar næst-
komandi. Hann heitir Michael
Morch, verkfræðingur að mennt
og hefur starfað sem ráðgjafi hjá
flugfélaginu í málefnum Evrópu-
bandalagsins. Fyrir var fjögurra
manna samstjórn sem tók við af
Frede Ahlgreen Eriksen.
■ Kaupmannahöfh. — Tveir Pal-
estínumenn, Mohammed Abu Taib
og Marten Imandi, voru dæmdir í
lífstíðarfangelsi fyrir rétti í Uppsöl-
um í Svíþjóð í gær. Þeim var gefið
að sök að hafa staðið fyrir
sprengjutilræðum í Kaupmanna-
höfn, Amsterdam og Stokkhólmi
1985 og 1986. Vegfarandi, sem
átti leið fram hjá skrifstofum flug-
félagsins Northwest Orient í Kaup-
mannahöfn, lést af völdum spreng-
ingarinnar þar. Ekkert mannfall
varð af völdum tilræðanna í hinum
borgunum tveimur.
Harðlínukommúnistar stofiia flokk 1 Litháen:
Ætla að styðja móð-
urflokkinn í Moskvu
Moskvu. Reuter.
HÓPUR harðlínukommúnista í Litháen hefúr ákveðið að stofiia eig-
in flokk sem verður deild í sovéska kommúnistaflokknum. Gera þeir
þetta til að andmæla því, að stofiiaður hefúr verið kommúnistaflokk-
ur í Litháen án formlegra og flokkslegra tengsla við Kommúnista-
flokk Sovétríkjanna og bækistöðvar hans í Moskvu.
Ákvörðun um að stofna óháðan Shveds og haldið sitt eigið þing
kommúnistaflokk var tekin af þorra
þeirra 1.000 fulltrúa sem sátu auka-
þing kommúnistaflokksins í Litháen
í fyrradag. Hins vegar var haft eft-
ir blaðamönnum í Vilnius í gær að
135 fulltrúanna hefðu nú ákveðið
að stofna eigin flokk. í forystu fyr-
ir hópnum færi Vladislav Shved,
sem var einn af helstu leiðtogum
gamla kommúnistaflokksins í Lit-
háen. Hann er Rússi.
Að sögn blaðamannanna hafa
mennirnir 135 undirritað skjal þar
sem lýst er yfir trúnaði við sovéska
kommúnistaflokkinn og höfuð-
stöðvar hans í Moskvu.
Edvinas Butkus, fréttamaður út-
varpsins í Vilnius, sagði að hópurinn
hefði farið rakleitt af aukaþingi
kommúnistaflokksins til heimilis
þar. Hefðu þeir síðan sent frá sér
yfirlýsingu í gær þar sem þeir út-
skýrðu áform sín.
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleið-
togi, ræddi við fulltrúa Lítháens á
sovéska þinginu í þinghléi í gær.
Þar er hann sagður hafa harmað
að sjálfstæður kommúnistaflokkur
skyldi hafa verið stofnaður í lýð-
veldinu. Að ósk hans ákvað stjórn-
málaráð sovéska kommúnista-
flokksins að efna til neyðarfundar
í miðstjórninni á næstu dögum. Þar
verður væntanlega tekin ákvörðun
um hvernig bregðast skuli við nýja
flokknum. Gorbatsjov og helstu
valdamenn í Kreml lögðust í síðasta
mánuði gegn áformum um sjálf-
stæðan kommúnistaflokk í Litháen.
Stýrisskíðið er með fjöðrum og sjálfupprúll-
andi dragsnúru á sumum gerðum. Skiðin
eru breið og stöðug og renna einstaklega
vel. öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli.
Þrælöruggar hand og fót-
bremsur. Varnargrind fyrir
framan fætur úr sænsku
stáli.
Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir
sleðinn og stöðvast strax ef þú
missir hann. Allur sleðinn er hann-
aður með öryggið i fyrirrúmi í sam-
vinnu við fjölmarga barnaserfræði-
nga.
ÖRNINN
Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888
Bretland:
225.000 Hong Kong-bú-
ar fái bresk þegnréttindi
London. Daily Teiegrapli.
BRESKA sfjórnin hefúr lagt fram frumvarp, þar sem gert er ráð
fyrir því að allt að 225.000 íbúum Hong Kong verði veitt bresk þegn-
réttindi. Landstjóri nýlendunnar, Sir David Wilson, fagnaði frum-
varpinu en ágreiningur er um það innan þingflokks íhaldsflokksins
og ekki er talið víst að það verði samþykkt.
Samkvæmt frumvarpinu verður
allt að 50.000 fjölskyldum Hong
Kong veitt bresk þegnréttindi án
þess að þær þurfi að flytja úr ný-
lendunni. Áætlað er að allt að
225.000 manns fái þessi réttindi,
en íbúar Hong Kong eru 5,7 milljón-
ir.
Sir David Wilson sagði að frum-
varpið myndi binda enda á óvissu
sem ríkt hafi í nýlendunni frá því
ákveðið var að Kínyeijar tækju við
henni árið 1997. „Ég álít að þetta
hafi góð sálræn áhrif á Hong
Kong-búa og verði til þess að stór
hluti þeirra, sem ella hefðu flúið
burt, sjái sér nú fært að vera um
kyrrt,“ sagði landstjórinn.
Mikil óeining virðist ríkja innan
þingflokks íhaldsflokksins um mál-
ið. Norman Tebbit, fyrrum leiðtogi
flokksins, gagnrýndi frumvarpið í
þinginu og spurði Douglas Hurd
utanríkisráðherra hvort það væri í
samræmi við kosningafyrirheit
íhaldsflokksins um að útlendingum
verði ekki lengur heimilað að flytj-
ast í stórum stíl til landsins. Er
talið að þetta geti verið undanfari
mestu uppreisnar innan þingflokks-
ins gegn stjórn íhaldsflokksins til
þessa.
Frumvarpið mætti einnig and-
stöðu þingmanna Verkamanna-
flokksins. Þeir sögðu að ekki væri
Reuter
Götumynd frá Hong Kong.
hægt að koma því í framkvæmd
og að það myndi ala á sundurlyndi
í Hong Kong.
meiríháttar
/TIGft.
SLEÐAR
trytötæki!
Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris-
skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og
bremsað að vild. Stigasleðinn er níðsterkur og getur
því líka borið bæði pabba og mömmu!