Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 42
42
'MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUK 22. DBSEMBER 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
JákvœÖ hugsun
Margar bækur um jákvæða
hugsun og aðferðir til að bæta
lífið hafa verið gefnar út í
gegnum árin. Meðal þeirra eru
bækur bandaríska prestsins
Norman Vincent Peale um gildi
jákvæðrar hugsunar. Ein bóka
hans vakti á sínum tíma undrun
mína og var ein fyrsta opin-
berum og innsýn í þann heim
að kannski gætum við sjálf
haft áhrif á lífið með því að
breyta hugsun okkar til betri
vegar.
Efasemdir
Ef þú ert jákvæður breytist líf
þitt sjálfkrafa til betri vegar,
var kjaminn í boðskap Peals.
Ég man að mér fannst þessi
boðskapur að mörgu leyti heill-
andi, en jafnframt vöknuðu hjá
mér vissar efasemdir. „Er þetta
nú ekki einum of einfalt? Ætli
meira þurfi ekki að koma til
en hugsunin ein?“ Síðar hef ég
séð marga taka dýpra í árinni,
eða einfaldlega hlæja og
hnussa fyrirlitlega þegar
minnst er á mátt jákvæðrar
hugsunar. Viðkvæðið er þá
gjaman að viðkomandi sem
ræðir slík mál sé skýjaglópur
og draumóramaður.
Bjarsýni
Ég held að bæði efasemda-
mennimir og hinir bjartsýnu
hafi rétt fyrir sér. Það er ekki
einfalt að breyta lífínu með
jákvæða hugsun eina að vopni.
Það er því í Iagi að efast þegar
talað er um sjáifkrafa og fyrir-
hafnarlausar aðferðir sem eiga
að skapa hamingju og betra
líf. Það er hins vegar hægt að
breyta lifínu til betrí vegar ef
vilji er fyrir hendi. Batinn þarf
ekki að skiia sér strax í dag,
en hann gerir það fyrren síðar.
Skattstofan
Við getum sett okkur í spor
manns sem vinnur hjá því opin-
bera, til dæmis á skattstof-
unni. Hann vinnur við af-
greiðslu, tekur á móti fyrir-
spumum og gefur ráðleggingar
í sambandi við skattamál. Þeir
sem Ieita á skattstofuna em
oft í misjöfnu ástandi. Sumir
telja að skatturinn hafa of-
reiknað gjöldin, aðrir skulda
of mikið o.s.frv. Við emm því
stundum óróteg þegar víð
mætum á skattstofúna.
Neikvυni
Hvað gerist ef maðurinn sem
vinnur hjá því opínbera er nei-
kvæður í hugsun og þurr í víð-
móti gagnvart kurteisum en
kannski æstum víðskiptavini?
Það er augljóst að kurteísis-
gríman fellur og óánægja víð-
skiptavinarins í garð skattyfir-
valda kemur til með að beinast
að starfsmannínum, sem er
málsvari hins opinbera, Hinn
neikvæðí starfsmaður magnar
upp neikvæðni viðskíptavinar-
ins og fær yfir sig óánægju
hans.
Jákvceöni
Hvað gerist ef starfsmaðurinn
er jákvæður og þægilegur í
viðmóti? Því er auðsvarað. Við
þekkjum það öll að það er ekki
hægt að vera reiður við vin-
f amlegan og jákvæðan mann.
stað þess að reiðast dregur
úr óánægju okkur. Ef hann er
mjög vingjamlegur fer okkur
jafnvel að líða betur og í stað
þess að reiðast fyllumst við
þakklæti í garð starfsmannsins
og þegar við förum hugsum
við til hans með hlýju.
JákvceÖ niöurstaöa
Þetta þýðir einfaldlega að mað-
ur sem ákveður að temja sér
jákvæðni fær það sama frá
umhverfinu. Þó neikvæðar
hugsanir sæki á hann annað
slagið, kannski í fyrstu eða
þegar ytri aðstæður eru erfið-
ar, kemur vilji hans og ósk um
jákvæðni til með að skapa áhrif
sem smátt og smátt vinda upp
á sig. Hinn jákvæði maður
verður vinsæll og velviljað fólk
kemur til með að sækja til
hans. Því líkur sækir líkan
heim.
:::: 1 :::: nn ddi i d
::::::::::: VjsMrvrU r\
JjkzisA&iyMy/iM?.1 í l/op/vi,
NO Stac ÉG AF \B/'DDU '
HVE/SJO ÞESS/ m:oma n
VE/OJ/Z AtÉR HPOLL —
T"
þú <SLEy/*'/e bakme/dsl um
þÍNUM' é<5 fctfLCrt '/9 P/G
Iés Þ/!ÆFN/ISr ÞÍN.
GRETTIR
BRENDA STARR
v/"~: —
B/Zsa/OA , GASB /
OíS
E/B.U //£LJ>OG
EKJ</ /VIETT i
■ ?
S//V1I T/L
þ/'/u
/iK.
Sorro/ML /A
TUGLAE A
ÞAk- !
/NO?.A
LJOSKA
FERDINAND
niiinmwiiiiinmHwiiiiiiiiiiHWWMHwiw
SMAFOLK
V'TME LAWVER 15 EVERMORE
TME LEAPER IN 50CIETV"
© 1989 United Faature Syndicate,
71 LIKETHAT
I PON T UNPER5TANP IT,
5UT
3-27
Lögfræðingurinn er í sívaxandi Þetta líkar mér.
mæli foringi þjóðfélagsins ...1
Ég skil það ekki, en mér líkar
það ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Amarson
Breski spilarinn og brids-
höfundurinn Jeremy Flint lést í
London í síðustu viku. Flint var
um þriggja áratuga skeið í
fremstu röð breskra spilara, og
var tvívegis aðeins hársbreidd
frá því að vinna heimsmeistara-
titil: 1960 og 1987. Evrópu-
meistari varð hann 1963. Hann
skrifaði regluiega um brids í The
Times og eftir hann liggja 5
bridsbækur. Flint var mikill sál-
fræðingur við spilaborðið, eins
og þetta spil frá EM 1970 vitnar
um:
Norður
♦ ÁG62
V5
♦ G643
+ KD54
Vestur Austur
4D4 iiiiii 497
VD108 VK743
♦ Á9752 4 010
*G87 +109632
Suður
♦ K10853
VÁG962
♦ K8
♦ Á
Flint var í suður, sagnhafi í
sex spöðum. Vestur hóf leikinn
með tígulás og meiri tígli. Aust-
ur lét tíu og drottningu, svo það
var ljóst að hann átti ekki fleiri
spil í litnum.
Nú var vandinn sá að stað-
setja trompdrottninguna. Miðað
við tígulleguna voru fneiri líkur
á því að austur ætti lengd í
spaða. Því kom til greina að
eigna honum drottninguna
þriðju og svína. En Flint vildi
þreifa svolítið fyrir sér. Hann tók
hjartaás og trompaði hjarta, en
spilaði síðan tígulgosanum úr
borðinu. Hugmyndin var að
kanna viðbrögð austurs.
Austur gekk í gildruna,
trompaði með sjöunni og upp-
lýsti þannig spaðaleguna.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á þriðja opna móti stórmeist-
arasambandsins í Palma de Mall-
orca um daginn kom þessi staða
upp í skák stórmeistaranna Vladi -
mir Liberzon (2480), sem hafði
hvítt og átti leik, og Vladimir
Tukamakov (2. 565), Sovétríkj-
unum.
30. Rxe6! — Df6 (Þetta jafngildir
auðvitað uppgjöf, en 30. — fxe6,
31. Hxe6+ - Kf8, 32. He7 var
einnig vonlaust) 31. Rd5! — Bxd5,
32. Dxd5 - Hh7, 33. Rg7+ -
Kf8, 34. Rxh5 og svartur gafst
upp. Aldrei hafa jafnmargir stór-
meistarar verið samankomnir og
í Palma, eða 160, sem er tæpur
helmingur allra stórmeistara í
heimi. Röð efstu manna: 1. Gelf-
and (Sovétr) 7 ‘Av. af 9 möguleg-
um, 2.-3. Kamsky og Miles (báðir
Bandaríkjunum) 7 v. 4.-15. Mak-
arichev (Sovétr.), King (Eng-
landi), M. Gurevich (Sovétr), Jón
L. Árnason, Malanjuk, Balashov,
Dreev (Sovétrikjunum), Anand
(Indlandi), Goldin (Sovétr.), Milos
(Brasilíu); Hansen (Danmörku) og
Velimirovic (Júgóslavíu) 6 'Av.
Átta fyrsttöldu keppendumir
komast áfram á lokaundanrása-
mótið fyrir næstu heimsbikar-
keppni, þ. á m. Jón L. Ámason.
Yfirritaður fékk 5‘Av. á mótinu
og Helgi Ólafsson.