Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ RÖSTUÐAGUR 22' DESEMBBR 1989 Frá liðnu veiðisumri Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur Guðjónsson, Gunnar Bender: STAN G A VEIÐIN 1989. 119 bls. Frjálst firamtak. 1989. Laxveiði er leikur. Og laxveiði er líka stöðumark. Hún er íþrótt stórhöfðingja. Silungsveiði er hins vegar íþrótt smáhöfðingja. Þess vegna mætir hún afgangi, bæði í umræðu og á prenti. Flestar veiðibækur fjalla um laxveiði. Miklir fjármunir eru í kringum laxveiðina. Upplýst er í þessari bók að veiðidagurinn hafi kostað allt að 220 þúsund síðastliðið sumar. Venjulegur ríkisstarfsmaður væri fulla þrjá mánuði að vinna fyrir þvílíkri eins dags skemmtun. Dýrt gaman það! En svo dýrleg þykir þessi dægrastytting að margur er tilbúinn að borga. Stangaveiðin 1989 er bæði árbók og almennt upplýsingarit. Ennfremur eru þarna fáeinar veiðisögur, síst má þær vanta! Bókin er skrifuð út frá sjónar- miði stangaveiðimanna og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Og dapur er tónninn að þessu sinni því veiðin var með dræmasta móti síðastliðið sumar. Þar við bættust áhyggjur vegna þess að aðkomu- fiskar gerðu sig heimakomna í lax- veiðiárnar, eldisfiskur mest, en einnig bleiklax svo nefndur sem var tíður gestur í íslenskum ám fyrir einum tuttugu þijátíu árum en hvarf svo af vettvangi þar til • nú. Höfundar biðja hann aldrei þrífast: »Vonandi sjást þessi kvikindi ekki framar í íslenskum laxveiðiám.« Fiskur, sem syndir um sjóinn, fer ekki að'neinum lögum. Það telur »kerfið« sig hins vegar gera. Kyn- legt er að lesa um afskipti þess af tiltekinni veiðiá. Þar sem málsmeð- ferðin er svo dæmigerð skal tekinn hér upp hluti frásagnarinnar: »Það var landbúnaðarráðuneytið sem sendi frá sér pappír með um- ræddum fyrirskipunum til leigutaka Norðlingafljóts. Það var gert vegna beiðni Veiðifélags Borgarfjarðar. Leigutakarnir þurftu samþykki veiðifélagsins og fisksjúkdóma- nefndar til þess að fá undanþágu. Undanþágubeiðni barst ráðuneyt- inu afar seint, eða ekki fyrr en á síðustu stundu er allt var að fara í hnút. Fisksjúkdómanefndin gaf samþykki sitt ef vissum skilyrðum væri framfylgt...« Verstir eru þeir duttlungar laxins að hann verður að alast upp í sjó. Og af dvöl hans þar hafa veiðimenn vaxandi áhyggjur. Því þarer einnig hægt að veiða hann. Hér eru þau mál reifuð á ýmsa vegu. Því veiði- menn vilja sjá einhvern lax í ánum og helst að veiða sinn fisk þó þeir veiði kannski ekki upp í Ieyfin sín. Texti þeirra, Guðmundar og Gunnars, er líflega skrifaður, reyndar hressilegur. Þá eru í þess- ari árbók veiðimanna fjölmargar myndir, bæði í lit og svarthvítu. Þær minna á hve íslensk straum- vötn eru í raun og veru dýrleg paradís. Augnayndi og sálubót í myrkvi skammdegisins! Muimmenntir og bókmenning Bókmenntir Sigurjón Björnsson íslensk þjóðmenning VI. Munnmenntir og bókmenning. Ritstjóri Frosti F. Jóhannsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykja- vík 1989. XV + 508 blaðsíður. Þetta er þriðja bindið sem út kemur í hinni miklu og stórmerku ritröð um íslenska þjóðmenningu sem eldhuginn Hafsteinn Guð- mundsson hefur hleypt af stokkum og ber hita og þunga af. I hittifyrra kom L bindi sem nefndist Uppruni og umhverfi og var að mestu leyti eins konar inn- gangur að ritverkinu. í fyrr'a kom út V. bindi og bar það undirtitilinn Trúarhættir. Nú á þriðja ári útgáf- unnar bætist við VI. bindið um Munnmenntir og bókmenningu. Er það stærsta bókin af þeim sem út eru komnavþó að litlu muni. Samkvæmt formála I. bindis mun upphaflega hafa verið gert ráð fyr- ir að bindin yrðu alls níu og að í VI. bindi yrði fjallað um kvæða- og sagnaskemmtun. Nú virðist hins vegar ljóst orðið að bindin verða ekki færri en tíu alls enda eru fleiri efnisþættir teknir í VI. bindið en upphaflega var fyrirhugað. Þeir sem ritað hafa um fyrri bind- in tvö hafa lokið á þau miklu lofs- orði og talið útgáfu þessa menning- arsögulegan viðburð eins og hann tvímælalaust er. Ekki fellur sá dóm- ur úr gildi við útkomu þessa bindis heldur styrkist fremur. Veldur því margt eins og brátt verður að vikið. Þessari miklu bók er skipt í nokkra aðal elfnisþætti: Tungan, Bókagerð, Læsi, Munnmenntir, Bókmenntir, Sögur, Veraldlegur kveðskapur, Gátu'r. Þar fer á eftir ítarlegur úrdráttur á ensku, Heim- ildaskrá (prentaðra og óprentaðra heimilda), Atriðaorðaskrá og Nafnaskrá. Sumir efnisþættir eru einungis ein ritgerð, aðrir greinast í fleiri. Eins og á þessu yfirliti efnisþátta sést er skipan efnis mjög rökrétt. Tungan er vitaskuld frumforsenda munn- og bókmennta. Bókmenntir hvíla á bókagerð og læsi. Síðan koma bókmenntirnar sjálfar, sem hér greinast með eðlilegum hætti í þrennt. Rigerðirnar sem eru 16 talsins eru allar samdar með hliðstæðum hætti og er augljóst að höfundar hafa fengið skýr fyrirmæli um nið- urröðun efnis. Á undan hverri rit- gerð fer stuttur úrdráttur eða efnis- kynning og allar enda þær á stutt- um niðurlagskafla. Millifyrirsagnir eru margar. Áhersla er lögð á af- mörkun, skilgreiningu og einkenni efnissviðs, uppruna, aldur, vettvang og hlutverk, svo að það helsta sé tekið sem sameiginlegt er. Á hinum breiðu spássíum er mikill fjöldi skýringardæma, t.a.m. úr kveð- skap, auk fjölda skemmtilegra mynda, t.a.m. af fornum handritum. Allt þetta bendir til einstaklega markvissrar og góðrar ritstjórnar. Þykist ég sjá að höfundar hafi orð- ið að hlíta ströngum aga ritstjór- ans. Það hefur bersýnilega skilað sér í frábærlega vel skipulagðri bók. Höfundar ritgerða eru ellefu: Dr. Bjarni Einarsson, Davíð Erlingsson dósent, Einar G. Pétursson cand. mag., Gísli Sigurðsson m. phil., dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson dósent, Loftur Guttormsson dósent, dr. Ólafur Halldórsson, Stefán Karls- son mag. art., Steingrímur Jónsson cand. mag., dr. Vésteinn Ólason prófessor og Ögmundur Helgason cand. mag. Nokkrir höfundar eiga hér fleiri en eina ritgerð. Hvorki finnst mér ástæða til né viðeigandi að gera hér úttekt á ein- stökum ritgerðum enda fer því fjarri að ég sé til þess fær. Nægir að nefna að allar eru þær vel skrif- aðar, sumar raunar með miklum ágætum. Þær einkennast af skýr- leika, tillitssemi við almennan les- anda og því að vera efnismiklar og lausar við óþarfa málskrúð. Þessi bók er einhver sú mesta náma sem ég hef komist í. Hér maður leiddur í sannleika um þróun tungumálsins, gerð handrita og prentaðra bóka, lestrar- og skriftar- kunnáttu íslendinga fyrr á tíð. Og þegar að bókmennthnum kemur Frosti F. Jóhannsson fáum við að vita um hvernig þær greinast í tegundir, hver eru sér- kenni hverrar fyrir sig (t.a.m. brag- arhættir), hvernig þær hafa þróast og hvaða hlutverki þær hafa gegnt á liðnum tímum. Fyrir utan það að vera einkar ánægjulegur lestur fyr- ir mikinn fjölda manna hlýtur þessi bók (og auðvitað ritröðin öll) að vera sérstakur happafengur fyrir framhaldsskólanemendur. Hér fá þeir efni sett fram á skýran og skilmerkilegan hátt, sem lengi hef- ur vanhagað um eða verið óað- gengilegt. Aðstandendum þessa rits, útgef- anda, ritstjóra og höfundum má svo sannarlega óska til hamingju með mikið afrek. Verði framhaldið ekki lakara munu Islendingar brátt eign- ast mikið ritverk sem lengi mun standa. Eldur í húsi við Elliðavatn Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út um klukkan 22.30 á miðvikudag, vegna elds í íbúðar- húsi við Elliðavatn. Töluverðar skemmdir urðu á hús- inu, sem er úr timbri. Eldsupptökin voru við bakhlið hússins en ekki er vitað hver ástæðan var fyrir íkvekj- unni. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Burt - en hvert? Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Guðmundur Björgvinsson: BURT, BURT! Lífsmark 1989. Eijusemi, áræði og afköst mættu kallast kennimörk listamannsins Guðmundar Björgvinssonar. Skv. umsögn á bókarkápu hefur hann stundað ritstörf í 12 ár og út hafa komið eftir hann 7 ritverk, þar af 3 á þessu ári! Auk ritstarfa er Guðmundur virkur myndlistar- maður, myndir hans verma veggi sýningarsala borgarinnar með jöfnu millibili. Það er því umhugsunarefni hvernig listamanni tekst að veita listsköpun sinni í tvo ólíka farvegi. Slíkt ér samt ekkert einsdæmi, kannski allra síst í þessu litla sam- félagi okkar þar sem sérhæfingunni hefur enn ekki tekist að gera menn- ina smáa. í blaðaviðtali einu hefur Guð- mundur sagst hvorki geta né vilja gera upp á milli ritlistar og mynd- listar, hann leggur jafna áherslu á hvort tveggja enda vegi hvort birt- ingarformið hitt upp. Þeir sem hafa fjallað um list hans hafa á hinn bóginn yfirleitt talað um myndlist- armann, sem skrifar, frekar en um rithöfund, sem málar. Þessi afstaða má raunar teljast einkennileg, ekki endilega vegna þess hvernig Guð- mundur skilgreinir sig heldur miklu frekar vegna hins að ritstörf hans eru ekkert stundarfyrirbrigði. Síst af öllu er hægt að ætia að rithöfund- urinn í honum sé að keppa við myndlistarmanninn — eða hvað? Skyldi ekki vera hér á kreiki ein af mörgum vanabundnum bábiljum í listumfjöllun sem byrgja augunum sýn? Með þessu seinasta verki sínu tekur Guðmundur áhættu eins og svo oft áður. Spurningin er hvort vogunin vinnur eða tapar í þessu tilviki. Lítum nánar á. Aðalpersóna sögunnar er gamall kunningi úr öðrum verkum höfund- ar, rithöfundurinn Halldór Guð- brandsson. Sagan hefst á því að hann gengur um gólf í auðri íbúð, nýskilinn og hvítir veggirnir berg- mála spurninguna: Hvenær var það sem tók að halla undan fæti? Hall- dór rifjar upp liðinn tíma, þegar allt lék í lyndi, bækurnar seldust örar en heitar lummur og samband hans og Álfrúnar var traustara en tröllatak. En svo tók einhvern tíma að hrikta í og aðrar konur komust í spilið, fjandinn var laus. Inn í uppgjör Halldórs ryðst miskunnar- laus nútíðin í líki lögtaksmanna og rukkara. Ekkert annað raunhæfara fyrir Halldór en að flýja land — burt, burt — þangað sem grasið er grænna og ávextir tíndir af trjám. Sagan fylgir honum til Spánar þar sem hann hittir alls konar sérkenni- legt fólk. Hann tekur að skrifa af kappi, lendir í ástarævintýrum og söguþráðurinn spinnur sig í ein- kennilegustu áttir. Það liggur nærri að kalla þetta verk ástarsögu með sáifræðilegu og existentíalísku ívafi — en ein- ungis að hluta. Sagan er í þremur hlutum en skiptist raunar í tvennt listrænt séð: I fyrsta hluta liggur öll þungavigtin, í honum er kjarni bókarinnar falinn. í öðrum hluta dregur úr söguhraða og mark- sækni. Þriðji hluti er alltof löng smásaga sem er töluvert úr takti við hina tvo. Einn stærsti veikleiki þessarar sögu er tilviljunarkennd bygging. Sagan hvarflar frá einu sviði til annars, nýjar aðstæður taka við af öðrum, persónur koma og fara — án þess að sundurvirknin á yfir- borðinu vinni saman undir niðri og dragi smátt og smátt fram ákveðna lausn. Persónurnar eru býsna fjölskrúð- ugar. Þegar best lætur eru þær dregnar knöppum en trúverðuguni dráttum, t.d. eiginkonan Álfrún Qg vinkonan Hulda. Á tindi persónu- safnsins trónir Halldór sem er eigin- lega eina verulega vel unna persón- an. Og áberandi er að dregnar eru fram ómarkvissar persónur með ójóst hlutverk. Þær standa eins og utangátta í sögunni, annaðhvort hefði höfundur mátt vinna þær bet- ur eða sleppa þeim. Dæmi um þetta eru vinirnir Gunnar og Árni sem virðast hafa haft mótandi áhrif á Halldór. Þeir flögra inn í söguna á einni síðu og eru svo roknir burtu aftur á þeirri næstu án þess að samskipti þeirra og Halldórs séu sviðsett. Margt um þá sagt en fátt sýnt. Með þessu móti er meginvið- fangsefni sögunnar, persónulegum vanda Halldórs, drepið á dreif. Hliðstæður galli birtist í ofhlöðn- um lýsingum. Þegar Halldór verður ástfanginn af Katarínu hinni spænsku er frásögnin af ástarbrím- anum tuðkennd og endurtekninga- söm. Tilfinningin verður ekki sýni- Guðmundur Björgvinsson legri þótt úr henni sé gert langt mál. Þessi ágalli kemur fram jafnt í beinni ræðu persóna sem yfirlits- þáttum. Þótt samræður Jose og Halldórs um Katarínu hefðu verið - skornar niður við trog hefði fátt skort. Sömuleiðis vilja ferða- og náttúrulýsingar missa marks jafn- vel þótt þær þjóni táknrænum til- gangi. T.d. þegar Halldór býður örlögunum birginn og klifrar upp illkleifan hamar eru lýsingar ekki bara stórbrotnar heldur líka lang- dregnar. Upp kemst hann og í heila- hveli lesandans vokir spurningin: Hvernig fer hann svo að því að rata aftur niður? Sagan stingur af frá öllum vanda, svarar því einfald- lega svo: „Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Halldóri að skríða niður af syllunni framhjá dauðanum og hann héit heimleiðis." Þrátt fyrir alla annmarka, sem hafa verið taldir hér upp, er óhjá- kvæmilegt ánnað en að viðurkenna að þessi saga er betur lesin en óles- in — sem því miður er ekki svo sjálf- gefið þegar bókamarkaðurinn er skyggndur. Þessu ræður einkum tvennt: Meginviðfangsefni og mál- far. Guðmundur tekst á hendur það verkefni að skrifa ástarsögu sem á að gerast á þessum kaldranalegu, eigingjörnu og ástlausu tímum. Við- fangsefnið er verðugt og þegar allt kemur til alls er umfjöllunin for- vitnileg og lesandinn einhverju ríkari eftir en áður. Málfar er alla jafna tilbrigðaríkt, þótt ekki sé það hnitað, og kallar oftast fram samsvarandi kenndii' hjá lesandanum og ætla má að vaki fyrir höfundinum. Guðmundur hef- ur tileinkað sér sinn eigin stíl sem að ýmsu leyti fer aðrar slóðir en gengur og gerist. T.a.m. ber tölu- vert á viðlíkingum í textanum. Viðlíkingar hafa ekki verið áberandi í skáldskap undanfarin ár, ,sum skáld hafa meira að segja beinlínis úthrópað þær. Annað áberandi og áhrifaríkt stílbragð felst í samteng- inum listsviða. Ymsar kenndir verða áhrifameiri við það að t.d. ákveðin tónlist heyrist í bakgrunni eða tengsl við frægt myndlistarverk eru dregin fram. Með slíkum vísunum verður sagan fjölsviðsverk: tónbók, myndbók. Guðmundur sýnir með þessu verki að hann er vaxandi rithöfund- ur, líklega hefur vogunin unnið. Vonandi verða eljusemi og áræði áfram kennimörk hans sem rithöf- undar — afköstin mega vel minnka ef aðrir mikilvægari þættir vaxa í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.