Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Leikfélag Akureyrar: Flóttamenn frá Sebra- kabra í Eyrnalöng- um og öðru fólki LEIKFÉLAG Akureyrar írumsýnir á annan dag jóla barna- og fjöl- skylduleikritið Eyrnalangir og annað fólk, eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Tónlist í leikritinu er eftir Ragnhildi Gísladóttur, en mikið er um söng í verkinu. í sýningunni taka þátt sextán leikarar, þar af átta unglingar á aldrinu firá 12 til 14 ára. Leikritið verður sýnt alla daga á milli jóla og nýárs, en efitir áramót verða sýningar tvisvar til þrisvar í viku. í verkinu segir frá íslenskri fjöl- skyldu sem fær til sín flóttamenn, börn og fullorðna frá eyjunni Sebrakabra. Spinnast af því margs konar uppákomur og ævintýr, enda eru hinir aðkomnu sérkennilegir útlits og háttalag þeirra annarlegt. í leikritinu er einnig farið til fyrrum heimkynna þeirra á Sebrakabra, en þar er með afbrigðum litskrúðugt og búa þar margar kynjaverur. Þá koma einnig við sögu lánlausir inn- brotsþjófar, nágrannakonan Elín- óra, hrekkjusvín og fleira gott fólk. í leikskrá sýningarinnar er kynnt verðlaunasamkeppni um bestu myndina af einhvetjum persónum leikritsins og er öllum börnum heim- il þátttaka, en niðurstöður verða kynntar fyrir páska. Slippstöðin: Fiskveiðasjóður hafiiar samningi ar Jónasson, Steinunn Ólafsdóttir, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Jón Stefán Kristjánsson, Sóley Elías- dóttir og Árni Valur Árnason og fylla þau hóp fullorðinna, en krakk- arnir eru þau Jóhanna Sara Krist- jánsdóttir, Guðmundur Ingi Gunn- arsson, Páll Tómas Finnsson, Kristín Jónsdóttir, Hlynur Aðal- steinn Gíslason, Sólveig Ösp Har- aldsdóttir, Hildur Friðriksdóttir og Ingvar Gíslason. Morgunblaðið/Rúnar Þór í barna- og fjölskylduleikritinu Eyrnalangir og fleira fólk, segir frá íslenskri fjölskyldu sem fær til sín flóttamenn frá eyjunni Sebrakabra og spinnast upp úr því mikil ævintýr. Myndin var tekin á æfingu á fimmtudagskvöld, en þá var fyrsta rennsli á leikritinu. um kaup Meleyrar á nýsmíðaskipi FISKVEIÐASJÓÐUR hafnaði samningi um kaup Meleyrar hf. á Hvammstanga á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar hf. á Ákureyri á fundi sem haldinn var i gær. Áður höfðu Landsbankinn og sjávarút- vegsráðuneytið samþykkt þá hluta samningsins sem að þeim snéru Forsendur Fiskveiðasjóðs fyrir synjuninni voru þær að rekstraráætl- anir Meleyrar vegna útgerðar skipsins væru óraunhæfar. Ljóst er að neitunin í Fiskveiðisjóði eykur mjög á vanda Slippstöðvarinnar, bæði fjárhagslega og verkefhalega, þar sem áætlað hafði verið að vinna við skipið frá janúarmánuði og fram i apríl er afhenda átti skipið. Leikstjóri verksins er Andrés Sig- urvinsson, Hallmundur Kristinsson -> gerði leikmynd og Rósberg Snædal búninga og gervi. Lýsingu hannar Ingvar Bjömsson og Lára Stefáns- dóttir sér um hreyfingar. Sýningar- stjóm er í höndum Nönnu Ingi- bjargar Jónsdóttur. Leikendur eru Guðrún Þ. Stephensen, Gestur Ein- Magakveisa ríkjandi IÐRAKVEF lujáði Akureyringa í síðasta mánuði og fjölmargir þjáðust einnig af kvefi, hálsbólgu og flensu. í skýrslu um smitsjúkdóma frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri kemur fram að alls vora 316 ein- staklingar skráðir með kvef, háls- bólgu eða flensu. Þá voru 103 skráðir með magakveisu sem er talsvert mikið, en að sögn læknis á Heilsugæslustöðinni er hún nú í rénun. Hlaupabólu fengu 19 í síðasta mánuði, 13 lungnabólgu og 3 hettusótt. Bjarki Tryggvason fram- kvæmdastjóri Meleyrar hf. á Hvammstanga sagði að neitun Fiskveiðisjóðs mikið áfall. „Að mínum dómi er þessi neitun byggð á frekar veikum forsendum," sagði Bjarki. Hann sagði að tekjuáætlun fyrirtækisins fyrir skipið miðað við heilt ár væri 162 milljónir króna, en það hefði verið talið óraunhæft. Bjarki sagði að sjóðurinn hefði mið- að við tekjur skipa á þessu ári, en þetta ári hefði verið óvenju lélegt í rækjunni og mun verra en síðasta ár. Hann sagði að með því að bera sambærileg skip eins og Nökkva, Oddeyrina eða Gissur saman, en þau vora á rækju á síðasta ári og taka verðhækkkun á rækju á verð- lagsráðsverði og gengishækkanir inn í dæmið væri hægt að sýna fram á að rekstraráætlunin stæðist fyllilega. Hvað rekstraráætlunina varðar sagði Bjarki að sýnt hefði verið fram á að hægt hefði verið að greiða skipið niður um 20% strax, auk þess hefði fyrirtækið yfir að ráða afkastamikilli rækjuverk- smiðju og um hana væru mörg skip og ef því væri að skipta væri hægt að flytja kvóta á milli skipa. Sjávarútvegsráðuneyti hafði samþykkt flutning á kvóta Glaðs, sem Slippstöðin ætlaði að taka upp í kaupin, yfir á nýsmíðaskipið og einnig lá fyrir að fyrirtækið upp- fyllti skilyrði fyrir úreldingu fyrir hið nýja skip. Þá lá samþykki Landsbanka á eigin framlagi fyrir- tækisins lá einnig fyrir. „Að mínu mati eru einu skynsamlegu rökin fyrir þessari neitun þau að Fisk- veiðisjóður vill ekki skapa þau for- dæmi að skipasmíðastöðvar taki gömul skip upp í eins og Slippstöð- in ætiaði að gera,“ sagði Bjarki. í kjölfar neitunar Fiskveiðasjóðs er ljóst _að Slippstöðin á í miklum vanda. Áætlað hafði verið að ljúka smíði skipsins í apríl og átti vinna við það að hefjast strax í janúar. Um fjórðungur mannskapsins hjá Slippstöðinni hefði fengið vinnu við skipið þessa mánuði. Einhver verk- efni eru í gangi hjá stöðinni og svo verður áfram í janúar, en þá blasir verkefnaleysi við. „Þetta er jólagjöf Fiskveiðasjóðs til starfsmanna Slippstöðvarinnar, ég hef í sjálfu sér ekkert meira um það að segja,“ sagði Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið. Guðsþjón- ustur um jóladagana AÐ VENJU verður mikið um að vera í kirkjunum á Akureyri jóla- dagana. Aftansöngur verður í Akureyrarkirkju og hefst hann kl. 18, Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel frá kl. 17.30. í Gler- árkirkju verður einnig aftansöng- ur kl. 18 og leikur Lúðrasveit Akureyrar jólalög milli kl. 17 og 18. Við messuna leikur Hólmfríður Þóroddsdóttir einleik á óbó. i Jólatrén seljast vel: Rauðgreni sótt austur í Hallormsstaðarskóg ALLT stefiiir í að metsala verði á jólatrjám hjá Skógræktarfélagi Eyfírðinga fyrir þessi jól, en um miðjan dag í gær var búið að se\ja um 1.500 tré. Fyrir síðustu jól seldust rúmlega 1.600 tré og var það aukning um 200 tré frá árinu þar á undan. I fyrra- kvöld og í gærkvöld fengu skógræktarmenn send jólatré austan úr Hallormsstaðarskógi, alls 230 tré. Aðalsteinn Sigfússon, yfirverk- stjóri hjá Skógræktarfélagi Ey- firðinga, sagði rauðgrenið vinsæl- asta tréð og vora öll slík tré uppur- inn þannig að gripíð var til þess ráðs að fá viðbót senda að austan svo allir sem vildu fengju öragg- lega jólatré. „Það hefur verið mjög áberandi að fólk sé að kaupa jólatré í fyrsta sinn og skýringing á því getur verið sú að undanfarin ár hefur rauðgrenið verið mjög gott, það hefur staðið vel og fólk er að átta sig á þessu. Það era um tíu ár síðan trén voru slæm og felldu barrið fljótt, en það er einkum veðurfarið sem hefur áhrif á það,“ sagði Aðalsteinn. Þá sagði Aðalsteinn að vinsæld- ir Norðmannsþins færu dvínandi og væri áberandi að fólk bæði um íslensk tré, það vildi heidur styðja íslenska skógrækt en danska. ' MorgunblaðiO/Kúnar Pör Jólatréssala Skógræktarfélags Eyfírðinga hefúr gengið vel og stefhir allt í að um metár í sölunni verði að ræða. Rauðgrenið er vinsælast og voru birgðir á þrotum þannig að gripið var til þess ráðs að fá tré send austan úr Hallormsstaðarskógi, en þaðan hafa komið 230 jólatré til viðbótar þeim rösklega 1.600 sem skóg- ræktarfélagið hafði ætlað í söluna. Á aðfangadag verður hátíðarguðs- þjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15.30 og þar syngur kór Barnaskóla Akureyrar. Miðnæturguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11.30 að kveldi aðfangadags og þar munu félagar úr Kammerhljómsveit Akur- eyrar leika. Á aðfangadagsmorgun verða jólasöngvar barnanna kl. 11.00. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00. Þá verður einnig hátíðar- guðsþjónusta á hjúkrunardeild aldr- aðra að Seli kl. 14.00. Félagar úr Karlakórnum Geysi syngja. Hátíð- arguðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju á jóladag og leika Hólmfríður Þóroddsdóttir og Dagbjörþ Ingólfs- dóttir með við athöfnina. í Glerár- kirkju verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 þar sem Pétur Eiríksson leikur einleik á básúnu. Skírnarguðsþjón- usta verður kl. 15.30. Annan dag jóla verður barna- og fjölskylduguðs- þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 13.30 þar sem kór Barnaskólans syngur og hátíðarguðsþjónusta í Minjasafns- kirkju kl. 17.00. Fjölskylduguðs- þjónusta verður í Glerárkirkju kl. 13.30 annan dag jóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.