Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 18
MÓRGtóíBlAÖÍÐ. FÖSTÚmÓIIR 22.. DKSEMBER 3989 -18 Skagfirskt niðjatal IHEIMIPELLA OG LASSAPABBA Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gyða Jóhannsdóttir: Þrasastaða- ætt. Niðjatal Bergs Jónssonar bónda á Þrasastöðum í Stíflu og konu hans Katrínar Þorflnnsdótt- ur. Reykjavík 1989. 220 bls. Norður í Fljótum í Skagafirði í sveitinni Stíflu, sem rómuð var fyrir frjósemd og fegurð áður en veruleg- ur hluti hennar lagðist undir vatn, er jörðin Þrasastaðir fremst í dal- r Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs SWWK fKAMÚK SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045 botni. Þar bjuggu á árunum 1871— 1898 hjónin Bergur Jónsson og Katrín Þorfinnsdóttir. Þeim hjónum varð átta barna auðið og eru afkom- endur frá fjórum þeirra komnir. Langflestir eru niðjar Guðrúnar Bergsdóttur eða 540 talsins. En alls eru niðjar Bergs og Katrínar liðlega eitt þúsund samkvæmt þessu niðja- tali. Yngsti ættliðurinn er 6. liður frá ættforeldrunum, en sá liður er enn skammt fram genginn. Höfundur þessa niðjatals, Gyða Jóhannsdóttir, er sonarsonardóttir Bergs og Katrínar. Hún er nú búsett í Reykjavík, hefur undanfarin ár unnið að málefnum aldraðra, en mér vitanlega hefur hún ekki kvatt sér hljóðs á ritvelli fyrr. Skagfirðingar hafa lengi haft orð á sér fyrir ættfræðiáhuga. Um það vitna t.a.m. Skagfirskar æviskrár og rit Péturs Zophóníassonar að ógleymdum ættartölum sjálfs Espólíns. En lítt hafa Skagfirðingar fengist við það í seinni tíð að gefa út löng niðjatöl á prenti, þó að sitt- hvað af styttri tölum megi finna í handritum áýmsum stigum vinnslu. Eg býst við að skagfirskum ætt- fræðiunnendum — og þeir eru marg- ir — þyki nokkur fengur í þessu niðja- tali, einkum þegar þess er gætt að margir sem þar eru taldir eru enn búsettir þar nyrðra. Ljóst er að höfundur hefur haft mikinn stuðning af Skagfirskum æviskrám (níu bindi eru komin út). T.a.m. eru hér prentaðir æviþættir Bergs og Katrínar svo og barna þeirra úr þeim ritum. Niðjatalið fylgir hefðbundinni merkingu. Ættliðir eru merktir með tölustöfum: 1, 2, 3 o.s.frv., en aldurs- röð innan hvers ættliðs með bókstöf- um: a, b, c, o.s.frv. Þetta form er bersýnilega orðið algengast í niðja- tölum, þó að annað sjáist einnig, enda handhægt og auðskilið. Geysi- legur fjöldi mynda er í bókinni, að sjálfsögðu einkum af niðjum og mök- um þeirra, en einnig af bæjum og byggðariögum. Sumar hveijar eru fáséðar. A eftir niðjatalinu fara ætt- artölur Bergs og Katrínar, eða öllu heldur drög að ættartölum, því mikið vantar í. Hefur Jón Valur Jensson ættfræðingur tekið ættartölurnar saman. í bókarlok er nafnaskrá niðja og maka þeirra. Höfundur fylgir þeirri sjálfsögðu reglu að tilgreina fæðingarstað og -tíma, hjúskapar- og dánardag og -ár niðja og maka þeirra. Auk þess hef- ur hún gert sér far um að afla upp- Gyða Jóhannsdóttir lýsinga um nám, starf og búsetu eftir því sem föng hafa gefist til. Vita allir sem til þekkja að það er tafsöm og torveld vinna og villu- hætt. Ekki hef ég haft nein tök á að bera dagsetningar og ártöl saman við frumheimildir, enda kannski vafasamt hvað „frumheimild“ skal telja í þessu efni. Höfundur segir í formála að upplýsingar um niðja og ættfærslu maka þeirra séu að mestu fengnar með skýrslum frá niðjunum sjálfum. Þeim voru auk þess sendar prófarkir til leiðréttingar. „Með því hef ég gert það sem í mínu valdi stóð til þess að rétt sé farið með fæðingardaga og ártöl í þessari bók.“ Varla er sanngjarnt að krefjast meira af höfundi. Það er ánægjulegt að fá þessa myndarlegu og vel útgefnu bók í safn skagfirskra ættfræðirita. Hygg ég að ég mæli þar fyrir hönd margra norðanmanna. Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Viðar Sigurðsson: FRÁ GOÐORÐUM TIL RÍKJA. 159 bls. Bókaútg. Menningar- sjóðs. Reykjavík, 1989. »Valdasamruninn á íslandi var afleiðing valdabaráttu og auðsöfn- Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Martin Andersen Nexö: Pelli sig- ursæli. Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson Útg. Skjaldborg 1989 Martin Andersen Nexö verður án efa talinn einn allra merkasti rithöf- undur danskrar tungu á tuttugustu öldinni. Sögur hans sem eru í senn litsterkar þjóðlífslýsingar og barátta fólks sem býr við naum kjör og óvild eða í besta falli skilningsleysi umhverfisins eru skrifaðar af fá- gætu innsæi og mannþekkingu. Sennilega er sagan um Dittu mannsbarn sú bók Andersens Nexö sem almenningur hefur kunnað hvað best skil á. En Pelli sigursæli hefur á ný vakið athygli eftir að kvikmynd var unnin eftir bókinni og þótti með afbrigðum góð. Pelli er lítill snáði 8 ára í upp- hafi sögu. Hann og Lassipabbi flytja frá Svíþjóð til Borgundarhólms; þar eiga að bíða allra gull og grænir skógar. Þeir feðgar fá vinnu á Stei- nagerðisbænum, þó þar sé auður í garði rennur hann varla til fólksins sem vinnur við búskapinn, það eru flestir undir sömu sök seldir í þræl- dómnum. Lassipabbi og Pelli litli eru nánir vinir og sambandið milli þeirra er fallegt og traust. Samt bíður það hnekki þegar litli drengurinn verður þess áskynja að faðirinn er ekki sú hetja sem hann trúði. Þegár þeir sæta niðurlægingu og þrælkun og vinnumenn misjafnlega artaðir unar höfðingja. Með gjöfum og trúnaðareiðum tókst þeim að stækka valdasvæði sín,« segir Jón Viðar Sigurðsson. Bók hans er að stofni til prófritgerð frá Björgvinj- arháskóla. En athuganir sínar byggir hann mest á Sturlungu. ís- lendingasögurnar tekur hann lítið með í dæmið enda telja fræðimenn þær ekki sem traustastar heimildir. Þekkingin um goðaveldið á fyrri .hluta þjóðveldisaldar verður því gloppóttari. Jón Viðar gengur eigi að síður út frá því sem gefnu að valdsvið goðanna hafi breyst mikið frá upphafi til loka þjóðveldis. Völd- in hafi færst á hendur fárra en voldugra ætta og höfðingja. Þar með hafi goðorðin farið að taka yfír landfræðilega afmörkuð svæði og bændur hafi ekki lengur getað valið sér goða eins og fyrrum, nær eða fjær eftir atvikum, heldur orðið að lúia þeim goða sem næstur bjó. Réttur og skyldur goðans hafi þójafnan verið hinar sömu: að halda hlífiskildi yfir sínum mönnum. En á móti hafi þingmenn orðið að vetja goða sinn ef á hann var ráðist og fylgja honum til hernaðar. Á Sturl- ungaöld hafi höfðingjar komið sér upp »fylgdarmönnum« að norskri fyrirmynd sem í raun hafi verið lífvarðasveit. Fylgdármönnum hafi þeir getað skipað til hvaða verka sem var. Einnig hafi ríkismenn tek- ið að láta bændur sveija sér trún- aðareiða, sömuleiðis að norskri fyr- irmynd. Á sama tíma urðu íslenskir höfðingjar æ háðari Noregskon- ungi: »Sem hirðmenn urðu þeir að hlýða óskum hans. Sökum hinnar nánu samvinnu íslenskra höfðingja og konungs var það einungis spum- ing um tíma hvenær lsland yrði hluti af veldi Noregskonungs,« seg- ir Jón Viðar. Og það er vafalaust hverju orði sannara. Island gat eng- an veginn staðið á eigin fótum úr því sem komið var. En hversu öflugt var ísland á þjóðveldisöld með hliðsjón af fólks- fj'ölda? Á það hefur margur reynt að giska. Nefndar hafa verið tölur frá þrjátíu og allt upp undir hundr- hrella drenginn þorir faðirinn ekki að koma syninum til hjálpar. Hann hefur verið beygður svo rækilega og hann veit hvernig kynni að fara fyrir þeim feðgum ef hann reyndi að steyta sig. Pelli er skýr strákur og skynugur og eftir að hann hefur látið vinnu- fólk gabba sig og hefur að eigin dómi verið auðmýktur niður í skítinn fara augu hans smám saman að opnast; líklega er engum treystandi til fulls og sumum alls ekki. Þó nær beiskjan aldrei valdi á barnshugan- um, hann verður einfaldlega að. horfast í augu við miskunnarlausa veröld og fólkið í henni. Sjálfsbjargarviðleitnin og lífsgleðin þrátt fyrir bágar ástæður verða honum til lífs, meira að segja á hinum þungbæmstu stundum. Hann er skynsamur og eðlisgreindur og fljótur að læra þegar þar að kemur, en lærir þó best að gæta sín á heiminum. Og í lok bókarinnar hefur hann sigrað. Að minnsta kosti í bili. ' Þjóðlífslýsing Andersen Nexö er sterk og sönn og maður kynnist á síðum bókarinnar margs konar fólki, hetjum hversdagsbaráttunnar sem aldrei kikna, en einnig hroka- fullum himpigimpum sem innst inni eru kannski ekki eins vond og þau virðast. Ég hef því miður ekki lesið dönsku útgáfuna en _ ég fæ ekki betur séð en Gissur Ó. Erlingsson hafi unnið textann af alúð og vand- virkni. Það er alltaf erfitt að fara með orð. En um þessa bók finnst mér að fátt yrði ofsagt hversu stór og mörg orð væru notuð. að þúsund. Menn styðjast meðal annars við skattbændatal, geta sér til um ijölda á heimili og margfalda síðan út • frá því. Jón Viðar veltir þessu fyrir sér á ýmsa vegu og eru ágiskanir hans í lægri kantinum. Tekur hann þá einnig mið af mann- talinu 1703. En það verður að teljast vafa- samt til viðmiðunar. Víst er að loftslag og landkostir voru hér mun betri á 12. og 13. öld heldur en um 1700. Beitiland var hér nær ótak- markað meðan gengið var á land- gæðin. Og fleiri voru landsmenn en bændur og búalið. Allnokkur mann- fjöldi ól aldur sinn í klaustrunum svo dæmi sé tekið. Að rösklega þijátíu þúsund manna þjóð hafi getað gert það sem hún gerði, illt sem gott, er í meira lagi vafasamt. Af þeim sökum verður að telja ósennilegt að íslendingar hafi getað verið færri en fimmtíu þúsund, en hugsanlega nokkru fleiri. Þegar svo kemur fram um 1400 tekur loftslag að kólna. Af þeim sökum byggðust ekki aftur ýmsar afskekktar jarðir sem fóru í eyði við svartadauða. Og áfram kólnar næstu aldirnar þar til við lok 18. aldar að landið er í raun orðið óbyggilegt sakir harðrar veðráttu, hafíss og kulda. Að geta sér til um þjóðarhag á 12. og 13. öld út frá gefnum staðreyndum á 18. öld er því óraunhæft. Hins vegar er hárrétt athugað hjá Jóni Viðari að höfðingjaveldið, eins og það var orðið undir lok þjóð- veldisins, var sannarlega fyrsti vísir að ríkisvaldi. Bókarheitið: Frá goð- orðum til ríkja — er því á gildum rökum reist. Ef til vill ber ritgerð þessi keim af því að vera unnin við norskan háskóla. Vafalaust hefur það að nokkru leyti mótað afstöðu höfund- arins til efnisins. Slíkt ber þó hvergi að lasta. Átök íslenskra höfðingja á Sturlungaöld verða engan veginn skilin nema hliðsjón sé höfð af ástandi mála í Noregi á sama tíma. Þangað sóttu íslenskir höfðingjar fyrirmyndir. Og norskum konungi urðu þeir að lúta um það er lauk. Innilegar þakkir til allra sem heimsóttu okkur hjónin á demantsbrúÖkaupsdegi okkar 5. októ ber sl. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gœfuríkt komandi ár. Sigurjóna ogHannes Guðjónsson, Norðurbrún 1, Reykjavík. •• KARLAMANNAFOT Nýir litir, ný snið. Verð kr. 9.900,- Terylenebuxur, stærðir uppí 128 cm. Verð kr. 1995,- til 2.480,- Sokkar og bindi. Skyrtur stærðir 39-46. Kuldaúplur, blússur, peysur, hattar og húfur. Mikið úrval, gott verð. Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 18250. RÍKIÁ STURLUNGAÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.