Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
25
Kirkjugarðar Reykjavíkur:
Starfsmenn aðstóða
þá sem huga að leiðum
EINS og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarðanna aðstoða
fólk, sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna.
Á Þorláksmessu og aðfangadag
verða talstöðvabílar dreifðir um
Fossvogsgarð og munu í samvinnu
við skrifstofuna leiðbeina fólki eft-
ir bestu getu. Skrifstofan í Foss-
vogsgarði er opin til kl. 16 á Þor-
láksmessu og til kl. 15 á aðfanga-
dag.
I Gufunesgarði og Suðurgötu-
garði verða einnig starfsmenn til
aðstoðar.
Athygli er vakin á því að strætis-
vagn 15A gengur á hálftíma fresti
í Grafarvogshverfi og að kirkju-
garðinum í Gufunesi.
Vinsamlegast athugið að það
auðveldar mjög alla aðstoð, ef
gestir í kirkjugarðana vita leiðis-
númer. Þeim sem ekki vita það og
eru ekki öruggir að rata, viljum
við eindregið benda á að hafa sam-
band sem fyrst við skrifstofu
kirkjugarðanna, sími 18166, og fá
uppgefið númer þess leiðis er vitja
skal og hafa það á takteinum, þeg-
ar í garðinn er komið. Það auðveld-
ar mjög og flýtir fyrir allri af-
greiðslu.
Tekinn verður upp einstefnu-
akstur að og frá Fossvogskirkju-
garði og mun lögreglan gefa leið-
beiningar og stjórna umferð.
Hjálparstofnun kirkjunnar mun
verða með kertasölu í kirkjugörð-
unum báða dagana.
(Fréttatilkynning)
Friðar-
ganga á
Þorláks-
messu
Á Þorláksmessu gengst Sam-
starfshópur friðarsamtaka fyrir
blysför niður Laugaveg í
Reykjavík. Gangan hefst við
Hlemm kl. 18.00 og endar í Lækj-
argötu fyrir framan Torfuna.
Friðarganga hefur verið farin á
Þorláksmessu á hveiju ári um ára-
bil. Blysförin er farin til að minna
á að baráttunni fyrir friði er hvergi
nærri lokið.
Að venju verða blys seld á staðn-
um.
Morgunblaðið/Hafþór Ferdinandsson
Steinunn og Arnar voru fegin að fá jólavarninginn til Hvera-
valla. Veðurathuganir gera þau á þriggja tíma fresti allan sólar-
hringinn.
Jólaferð til veður-
athug’unarfólksins
á Hveravöllum
AÐ KVÖLDI 18. desember lögðu þeir Hafþór Ferdinandsson,
sem oft hefur verið nefhdur Hveravallaskreppur og Þór Ægis-
son af stað með jólatré og jólavarning til veðurathugunarfólks-
ins á Hveravöllum.
Færð var góð og gekk ferðin
vel, þegar komið var inn fyrir
Kerlingafjöll gerði skafrenning
og fór frostið i 20 gráður á
celsíus sem nartaði nokkuð í
kinn.
Þeir félagar komu til Hvera-
valla kl. 5.30 á þriðjudagsmorg-
un 19. desember og tóku þar á
móti þeim veðurathugunarfólkið
þau Steinunn Hannesdóttir og
Arnar Jónsson ásamt hundinum
Hvera og kettinum Línu (Litla
ljóni).
Steinunn og Arnar hófu störf
fyrir veðurstofuna í ágúst síðast-
liðnum en áður höfðu þau verið
land- og skálaverðir á Hveravöll-
um í tvö sumur svo þau þekkja
vel til þar innra.
Þau láta vel af dvöl sinni enda
eru tímarnir breyttir og búin að
vera mikil umferð bíla það sem
af er vetri, þó hafa aðallega ver-
ið þar á ferð ijúpnaskyttur og
hefur rjúpnaveiðin verið góð enda
svotil snjólaust enn.
Hrafnar eru tíðir gestir hjá
veðurathugunarfólkinu en rebbi
hefur ekki látið á sér kræla í
vetur.
Ferðamannastraumur til
Hveravalla hefur aukist jafnt og
þétt á seinni árum, nú í seinni
tíð hefur verið selt bæði bensín
og olía þar innra.
Nýrri skáli Ferðafélags Islands
sem áður var óupphitaður hefur
nú verið fluttur að gamla skálan-
um og eru báðir skálarnir upphit-
aðir, einnig er komið rafmagn í
skálana og að auki vatnssalerni
svo snyrtiaðstaðan er þar með
ágætum.
Skálarnir rúma báðir til sam-
ans um það bil 70 manns.
Þau Steinunn og Arnar hafa
svínahamborgarhrygg í matinn á
aðfangadagskvöld og jólahald
allt með svipuðu sniði og í byggð,
þau eiga von á heimsóknum ætt-
ingja og vina milli jóla og nýárs
enda færðin góð til slíkra ferða.
Manngerðir hlutir og
hreinleiki náttúrunnar
Ný listaverkabók um Hring Jóhannesson listmálara
Á vegum Listasafns ASÍ og Lög-
bergs er nú komin út 9. listaverka-
bókin í röð um íslenzka listamenn
og fjallar hún um um Hring Jó-
hannesson og verk hans. Formála
skrifar Björn Th. Björnsson, en
texta bókarinnar um 'list og
lífsferil Hrings skrifar Aðalsteinn
Ingólfsson. í bókinni er gott yfir-
lit um list Hrings í 40 litmyndum
og fjölda teikninga og annarra
mynda í svarthvítu.
Hringur Jóhannesson hefur
notið mikilla vinsælda meðal list-
unnenda, og jafnframt hefur hann
markað sér mjög sérstakan bás.
Sérstaða hans felst í óvenjulegum
sjónarhornum á hversdagslega
hluti og hvernig hann vinnur slík
yrkisefni. Hann er mjög bundinn
átthögum sínum í Aðaldal og
mörg myndefni hans eru sprottin
þaðan. Hann íhugar fortíðina, en
einnig þá hluti, sem nútímafólk
hefur í kringum sig og vinnur úr
þessu á mjög nútímalegan máta.
í formála sínum segir Björn
Th. Björnsson: „Rétt eins og him-
inninn getur speglast í tærum
vatnsdropa, þannig getur og smá-
veröldin í myndum Hrings vísað
langt út fyrir sjálfa sig. Örlítið
mýrarauga, grónar götur eftir
hófatraðk aldanna, reipi og hagld-
ir í hlöðudyrum, biðukolla á móti
bláum himni, allt er það í senn
sjónræn lifun, uppgötvun augans,
sem og hluti lands, náttúru og
þjóðar í víðum skilningi."
Texti Aðalsteins Ingólfssonar
er mjög ítarlegur og bregður hann
um leið ljósi- á þróunina í íslenzkri
myndlist á undanförnum áratug-
um, svo_ og erlendum strauma og
áhrif. í upphafi ritgerðarinnar
segir svo:
„Eg er blendingsmaður, uppal-
inn í sveit, en síðan borgarbúi.
Það hefur sín áhrif. Þannig lýsir
Hringur Jóhannesson, listmálari,
sjálfum sér, stutt og laggott, í
blaðaviðtali fyrir röskum áratug."
Aðalsteinn nefnir fleiri „blend-
ingsmenn" og segir svo:
„Hringur var líka sá eini þess-
ara sveitapilta sem ekki hélt utan
að loknu námi, í framhaldsnám
eða ævintýraleit. Hann sat sem
fastast heima á íslandi, lagði
myndlistina á hilluna og vann alls
kyns íhlaupavinnu víða um land.“
Aðalsteinn veltir fyrir sér, hvernig
þróunin hefði orðið, ef Hringur
hefði haldið utan og segir síðan:
„List Hrings fór einfaldlega
ekki að verða til og dafna, fyrr
en réttar aðstæður voru fyrir
hendi í íslenzku listalífi. Þær að-
stæður sköpuðust ekki sist við
uppgang raunsærrar myndlistar á
sjöunda áratugnum, og þá'ekki
síst við tilkomu popplistarinnar.
Þó heyra verk Hrings hvorki und-
ir popp ríé sfrangt raunsæi... Þess-
ar myndlistarstefnur urðu ekki til
þess a’ð gera úr Hring heims-
borgara, heldur beindu þær hon-
um þvert á móti í átt til uppruna
síns.“
Miðnæturbirta,
1983.
Horft inn í hlöðu, 1987.
Myndin er á forsíðu bókarinnar.
78 íslenskir
læknar í
Banda-
ríkjunum
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ará Morgunblaðsins.
AÐ MINNSTA kosti 78 íslenskir
læknar eru nú búsettir í Banda-
ríkjunum. Flestir þeirra sinna
læknisstörfúm en nokkrir eru
komnir á eftirlaun. Islenzku
læknarnir hafa með sér samtök
og starfa í tveimur félögum.
í félagi „eldri lækna“ eru 37
félagar, 33 karlar og 4 konur. í
félagi „yngri lækna“ er 41 félagi,
31 karlmaður og 10 konur.
Sérgreinar þessara íslenzku
lækna í Bandaríkjunum eru að
minnsta kosti tuttugu og þijár.
Stærstu sérfræðingahóparnir eru
skurðlæknar og lyflæknar, 14 í
hvorum hópi. Meinafræðingar eru
10 talsins. í hópnum eru 6 sér-
fræðingar . í barnasjúkdómum,
fimm svæfingalæknar og fjórir
sérfræðingar í geðlækningum en
færri í öðrum sérgreinum.
Ásk'rifiarsimim er 83033
boby comp
Framleitt af AEG í V-Þýskalandi.
Útsölustaður: Ingólfsapótek, Kringlunni
Einkaumboð: Buri hf.