Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
Þriðja umræða fjárlagafrumvarps 1990:
Aætlaðiu* * ijárlagti-
halli 3.639 milljónir
Falinn Qárlagahalli allt að 3.000 m.kr. segja stjórnarandstæðingar
Stjórnarfrumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990 kom til þriðju og
síðustu umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt breytingartillögum
stjórnarliða í Qárveitinganefnd hækka útgjöld ríkissjóð við 2. og
3. umræðu samtals um 1.977.246 m.kr. frá fjárlagafrumvarpi, eins
og það var lagt fram í haust. Samkvæmt sömu tillögum hækka
tekjur [skattheimta] ríkisins um 1.193.000 m.kr.
Að þessum breytingum sam-
þykktum gera fjárlög komandi árs
ráð fyrir 3.638.973 m.kr. ríkis-
sjóðshalla, það er eyðslu umfram
tekjur. Talsmenn stjórnarandstöðu
telja að stjórnarliðar feli, auð auki,
allt að 3000 m.kr. útgjaldavanda
utan fjárlagadæmisins, þannig að
hallinn á ríkisbúskapnum á kom-
andi ári verði 6 til 7 milljarðar
króna.
Útgjöldin og skattheimtan
Sighvatur Björgvinsson (A-
Vf), formaður fjárveitinganefndar,
sagði áætluð útgjöld ríkissjóðs
1990 hafa hækkað um 1.977.246
m.kr. í meðförum fjárveitinga-
nefndar frá því fjárlagafrumvarp
var lagt fram, eða um 2,1%.
Á móti hafi áætlaðar tekjur
ríkissjóðs hækkað um 1.193.000
m.kr., þ.e. beinir skattar um 1.180
m.kr., óbeinir skattar um 698.000
m.kr. og aðrar tekjur um 711.000
m.kr.
Gjöld hafa því hækkað umfram
hækkun tekna um 784.246 m.kr.
Áætlaður fjárlagahalli vex því úr
2.854.727 m.kr., samkvæmt frum-
varpinu, í 3.638.973 m.kr. í endan-
legum fjárlögum, sem koma til at-
kvæða á Alþingi í dag.
Skynsamlegir
kjarasamningar
Formaður fjárveitinganefndar
gerði þinginu grein fyrir þjóðhags-
horfum, samkvæmt gögnum Þjóð-
hagsstofnunar, og sagði m.a.:
„Vinna verður með öllum ráðum
að því að draga úr verðhækkunum
og þörf til verðhækkana þannig að
verðlag almennt í landinu hækki
eins lítið og framast er unnt og
helzt mun minna en áætlanir og
spár gera ráð fyrir. Þetta er hægt
með samstilltu átaki aðila vinnu-
markaðarins og þar ráða úrslitum
að sjálfsögðu þeir kjarasamningar
sem gerðir verða á árinu.
Stjórnvöldum ber að greiða fyrir
því svo sem framast er unnt að
skynsamlegir kjarasamningar náist
sem tryggi að undirstöðuatvinnu-
vegirnir geti gengið án þess að til
nokkurra gengisbreytinga þurfi að
koma, en með gengisbreytingu
mun verðbólguhjólið fara að snúast
á ný. Þá á markmið slíkra samn-
inga einnig að vera að varðveita
atvinnuöryggið og lífskjörin . . .“
Feluleikur Ijármála-
ráðherrans
Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði
stjórnarliðið hafa efnt til stórkost-
legs feluleiks við fjárlagagerðina
milli 2. og 3. umræðu. „í stað þess
að leiðrétta útgjaldaliði frumvarps-
ins nokkurn veginn í átt að því sem
ætla mátti að hægt væri að standa
við hófst nú stórkostlegur feluleik-
ur, vafalaust að forskrift fjármála-
ráðherrans . . . í fyrsta lagi var
það gert með því að ekki er áætlað
fyrir útgjöldum sem sýnilega munu
þó koma til greiðsiu á næsta ári.
I annan stað er reynt að leyna raun-
verulegum útgjöldum A-hluta ríkis-
sjóðs með því að fela þau í heimild-
arákvæðum 6. greinar. I þriðja lagi
eru tillögur um niðurskurð út-
gjalda, sem samkvæmt fyrri
reynslu er ólíklegt að standizt. I
fjórða lagi er möndlað með mál á
þann hátt að tekinn er sjóður úr
A-hluta, svokailaður Mannvirkja-
sjóður menningarbygginga, og
færður yfir í B-hluta. Þennan sjóð
á síðan að láta taka lán sem veitt
er þaðan yfir í A-hluta. Þetta
síðasttalda atriði er með því ós-
mekklegasta sem ég hef séð varð-
andi blekkingar við afgreiðslu fjár-
laga. Allt blasir þetta við okkur sem
störfum í fjárveitinganefnd. En það
ere.t.v. ekkijafn ljóstöðrum . . .“
Pálmi sagði að fjárlög ársins,
1990 stæðu til 3.700 m.kr. halla,
samkvæmt tiliögum stjómarliðsins
við þessa síðustu fjárlagaumræðu.
Leyndur og geymdur vandi væri
trúlega allt að 3.000 m.kr. til við-
bótar. Fjárlagagatið gæti því
stækkað til muna þegar öll kurl
eru komin til grafar.
Þrengt að almenningi
og atvinnuvegum
Pálmi Jónsson sagði undir lok
máls síns, efnislega eftir haft:
★ 1) Fjárlög verða afgreidd með
alvarlegum halla, 3,7 milljörðum
króna, auk þess sem „falinn halli
er allt að j)rír milljarðar króna“.
★ 2) Utþensla ríkiskerfisins
stefnir í 2% aukningu þess, að raun-
gildi, þrátt fyrir samdrátt í þjóðar-
búskapnum.
★ 3) Eftir íslandsmet í skattpín-
ingu á líðandi ári á enn að þyngja
skattbyrðina, einkum með tekju-
sköttum og eignasköttum, bifreiða-
sköttum og launasköttum.
★ 4) Stjórnarstefnan, sem í fjár-
lögunum felst, miðar að því að
þrengja að almenningi og atvinnu-
vegum, með þeirri viðsjárverðu af-
leiðingu fyrir atvinnu- og efna-
hagslíf þjóðarinnar, að það er gert
torveldara að snúa vörn í sókn,
breyta samdrætti í framfarír.
Aðstaða fólks með
glúten-óþol könnuð
Hreggviður Jónsson (B/Rn)
leggur það til að Alþingi álykti að
fela ríkisstjóminni að skipa nefnd
til þess að kanna aðstöðu einstakl-
inga með glúten-óþol. Er lagt til
að sérstaklega verði hugað að
aukakostnaði þeirra við matargerð
og fæðukostnað. Þá verði kannað
með hvaða hætti einstaklingar með
glúten-óþol njóti aðstoðar hins op-
inbera annars staðar á Norðurlönd-
um, svo sem með greiðslum frá
almannatryggingum og hvaða
skattalega meðferð þeir fá. Einnig
er lagt til að kannað verði hvort
gera megi glúten-óþol að skráning-
Milljarður í mínus
hjá Vegagerðinni
Eggert Haukdal (S-Sl) hélt
því fram að stjórnarliðið stefndi nú
að 675 m.kr. framkvæmdaniður-
skurði í vegamálum, miðað við gild-
andi vegaáætlun, auk þess sem
virðisaukaskattur 1990 hækkaði
útgjöld vegagerðarinnar um
300-350 m.kr. Niðurskurðurinn í
vegamálum spannaði því heilan
milljarð króna.
í skugga atvinnuleysis
Málmfríður Slgurðardóttir
(SK-Ne) sagði þjóðina nú ganga
til jólahátíðar í skugga atvinnuleys-
is og kvíða. Hún gagnrýndi skatt-
lagningu á brýnustu nauðsynjar
heimilanna með virðisaukaskatti.
Ennfremur hækkun skatta á um-
ferðina, benzíngjalds og bifreiða-
gjalds. Nú er svo komið að lág-
launafólk getur í raun hvorki hald-
ið uppi eðlilegri neyzlu né staðið
undir eigin bíl, sagði þingmaðurinn.
Fleiri þingmenn tóku til máls
þótt ekki verði frekað rakið. At-
kvæðagreiðsla fer fram um fjárlög-
in í dag, lokadag þingsins fyrir
þinghlé fram yfir áramót.
Svipmynd írá Alþingi
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hefur staðið í ströngu undan-
farnar vikur og daga. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990 hefur haft
nokkum andbyr, sem og ýmis skattafrumvörp því tengd. Þetta eru önnur
fjárlögin í ráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hér á myndinni sést
ráðherrann í rökræðum við Þórð Skúlason, oddvita á Hvammstanga, vara-
þingmann Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra.
Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings:
Ekki ásetningnr minn að valda
sjálfstæðismönnum sárindum
GUÐRÚN Helgadóttir, forsetí Sameinaðs þings, gaf út þá yfirlýsingu
í upphafi fundar í gær, að með ummælum sínum í fréttatíma Ríkisút-
varpsins, hafi hún ekki haft þann ásetning að valda stærsta stjórn-
málaflokki landsins sárindum. Olafúr G. Einarsson, formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna, segir málinu lokið af þeirra hálfú, þó ekki
væri um eiginlega afsökunarbeiðni að ræða.
Yfirlýsing Guðrúnar var svo-
hljóðandi:
„Allt frá því að forseti tók við
embætti fyrir rúmu ári, hefur hann
átt hið ágætasta samstarf við þing-
menn alla, stjórnarþingmenn jafnt
sem stjórnarandstöðu, enda telur
forseti sig hafa reynt að láta eitt
yfir alla ganga í störfum þingsins.
Það vita þeir háttvirtir þingmenn
sem forsetastörfum hafa gegnt, að
nokkuð mæðir á forsetum, sem
jafnframt því að vera starfandi
þingmenn, skulu einnig hafa yfir-
umsjón með þinghaldi' og rekstri
þingsins. Það er engin nýlunda að
miklar annir upphefjist síðustu vik-
ur fyrir jólahlé. Svo hefur einnig,
verið nú.
AIÞinGI
mála í gær og vonar að svo megi
einnig verða í dag.“
„Við látum þetta duga, þótt þetta
væri ekki eiginleg afsökunarbeiðni
og er máiinu lokið af okkar hálfu
nú,“ sagði Ólafur G. Einarsson,
formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, í samtali við Morgunblaðið.
„í þessum orðum Guðrúnar fólst
að hún hafi ekki af ásetningi ætlað
að valda sárindum, að hún vonaðist
til að þetta yrði ekki erft og að hún
þakkaði gott samstarf. Allt er þetta
mjög jákvætt.“ Ólafur sagðist hins
vegar ekki' geta fallist á þá fullyrð-
ingu Guðrúnar að þingskaparum-
ræðan í Sameinuðu þingi á þriðju-
dagskvöld hefði verið tilefnislaus.
„Tilefni umræðunnar var ósæmileg-
ar árásir forseta á Sjálfstæðisflokk-
inn og bein ósannindi, þar sem hún
sagði að við ætluðum okkur að
koma í veg fyrir gildistöku laga um
virðisaukaskatt og það sæmir ekki
forseta að taka afstöðu með öðrum
deiluaðila, það er að segja ríkis-
stjórninni.
Virðisaukaskattur:
Það kemur í hiut forseta að vera
talsmenn þingsins. Til þeirra er leit-
að þegar spurst er fyrir um verk-
stjórn og framvindu mála í þinginu.
Viðtal fréttamanns ríkisútvarpsins
við forseta Sþ. 18. des. sl. hefur
valdið stærsta stjórnmálaflokki
landsins sárindum, sem ekki var
ætlunin að efna til. Kvöldið áður
hafði forseti raunar gagnrýnt ríkis-
stjómina fyrir að leggja mál sín of
seint fram, svo að þau mættu að
logum verða fyrir jólahlé. Því taldi
forseti ekki á neinn hallað.
Hafi forseti hagað orðum sínum
svo, var ekki um ásetning að ræða.
Umræða sú sem fram fór hér í
fyrrakvöld var því langt umfram
tilefni og þung orð féllu. Forseti
mun ekki erfa það og vonar að hið
sama gildi um umrætt viðtal.
Forseti vill þakka öllum háttvirt-
um þingmönnum góða og heiðar-
lega samvinnu við afgreiðslu þing-
Tillögur sem féllu
Stjórnarliðar felldu sjö breytingartillögur Fijálslyndra hægri manna
við stjórnarfrumvarp um breytingar á virðisaukaskatti, sem nú er
orðið að lögum. Meðal tillagna, sem stjórnarliðar felldu, voru þessar:
* 1) Að virðisaukaskattur skyldi
lagður á í tveimur þrepum, hið
lægra ekki hærra en 6%, sem nýtt
yrði fyrir matvörur og helztu nauð-
synjar heimilanna, samkvæmt nán-
ari skilgreiningu í reglugerð.
* 2) Að fallið væri frá því ákvæði
í stjórnarfrumvarpinu sem kveður
á um fyrirfram númeraða reikninga
í viðskiptum með virðisaukaskatts-
skyldar vörur, enda útiloki það
ákvæði nútíma vinnubrögð, þ. e.
tölvuútskrift reikninga.
* 3) Að skattskyldum aðilum
skuli heimilt að greiða fyrirfram
áætlaðan virðisaukaskatt einu sinni
á ári. Sé slík fyrirframgreiðsla
vanáætluð umfram 5% er heimilt
að leggja á álag með sama hætti
og frumvarpsgreinar heimila þegar
um vangreiddan skatt er að ræða.
Flutningsmenn töldu þetta mikil-
vægt til að skattgreiðendur, einkum
einyrkjar, gætu með sæmilegu móti
komizt í orlof.
* 4) Að endurgreiða skuli eigend-
um íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt
sem þeir hafa greitt af vinnu manna
við viðhald og/eða endurbætur þess,
enda sé heildarkostnaður a.m.k. 3%
af fasteignamati húseignar.
Þessar tillögur sem og aðrar
breytingartillögur FH vóru felldar.