Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ' FÖSTUÐAGUR 22. DESEMBER 1989
35
Viðtal Morgunblaðsins vlð sendiherra Bandaríkjanna á íslandi:
Opinber afskipti af inn-
anríkismálum Islendinga
- segir Steingrímur Hermannsson
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra telur að bandaríski
sendiherrann hafi í viðtali við Morgunblaðið blandað sér með óvið-
eigandi hætti inn í íslensk innanríkismál og með því brotið gegn
Vínarsamningnum. Kom þetta fram í utandagskrárumræðum í Sam-
einuðu þingi í gær. Jón Sigurðsson, sitjandi utanríkisráðherra,
kvaðst ekki vera á sama máli, um væri að ræða persónulegt viðtal
við sendiherrann.
Málshefjandi, Hjörleifur Gutt-
ormsson (Ab/Al), hóf mál sitt með
því að gera grein fýrir lögum og
alþjóðlegum samþykktum þess efn-
is að erlend sendiráð skipti sér
ekki af innanríkismálum viðkom-
andi lands. Hann vitnaði síðan til
viðtals Morgunblaðsins þann 17.
desember síðastliðinn við nýskipað-
an sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi, Charles Cobb. Taldi hann að
ummæli sendiherrans í viðtalinu
væru gróf afskipti af innanríkis-
málum íslands og brot á 41. gr.
Vínarsamningsins. í viðtalinu
greinir sendiherrann frá þeim
áhuga sínum að greiða fyrir samn-
ingum íslenskra stjórnvalda og
bandaríska álfyrirtækisins Alumax
um byggingu nýs álvers og hvað
hann hefði gert í þeim málum.
Einnig greindi hann þar frá þeirri
skoðun sinni að mikilvægt væri að
ákvörðun yrði tekin um byggingu
nýs alþjóðlegs varaflugvallar á Is-
landi. Hjörleifur innti forsætisráð-
herra álits á þessu og hver við-
brögð ríkisstjórnarinnar yrðu.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra kvaðst telja eftir
að hafa skoðað viðtalið að sendi-
herrann hefði farið út fyrir mörk
sín, samkvæmt Vínarsamningnum
og hefð. Hefði sendiherrann opin-
berlega verið að reyna að hafa
áhrif á viðkvæmt deilumál. ,',Ég
verð því miður að staðfesta að út
fyrir mörk hafi verið farið og mun
ræða þetta mál við utanríkisráð-
herra þegar hann kemur heim,“
sagði Steingrímur og bætti við að
hann myndi einnig ræða við sendi-
herrann um þessi mistök hans.
„Viðtalið var annars um margt
mjög gott.“
Jón Sigurðsson, sitjandi ut-
anríkisráðherra, taldi umrætt við-
tal við bandaríska sendiherrann
persónulegt og því ekki þess eðlis
að ástæða væri til að gera athuga-
semdir við það eða efna til um-
ræðna á Alþingi. „Sendiherrann
fjallaði á persónulegan hátt um tvö
umdeild deilumál hérlendis.“
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra kvaðst vera sam-
mála forsætisráðherra um að um-
mæli sendiherrans væru óeðlileg
tilraun til að hafa áhrif á ákvarð-
anatöku íslenskra stjórnvalda.
„Það er leitt að þurfa að lýsa því
yfir að ég er algerlega ósammála
yfirlýsingum viðskiptaráðherra og
verð að lýsa yfir ágreiningi við
hann.“ Taldi Ólafur það vera öllum
Ijóst að um formlegt viðtal væri
að ræða þar sem sendiherrann tal-
aði sem sendiherra.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
(SK/Rn) taldi nauðsynlegt að fá
fram skýr viðbrögð um viðbrögð
ríkisstjórnarinnar.
Ingi Björn Albertsson (FH/VI)
tók undir málflutning Jóns Sigurðs-
sonar. Um væri að ræða persónu-
legt viðtal og við það væri ekkert
að athuga. Einnig væri vert að
benda á það að það væri hlutverk
sendiherra að liðka til fyrir við-
skiptum landanna.
Kristín Einarsdóttir (SK/Rv)
lýsti yfir furðu sinni á ummælum
sitjandi utanríkisráðherra. Fagnaði
hún skoðunum fjármálaráöherra
og forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson (S/Sl) taldi
umræðuna varpa ljósi á alvarlegan
ágreining ráðherra ríkisstjórnar-
innar í þessu máli sem öðrum.
Hann taldi yfirlýsingar forsætis-
ráðherra marklausar ef ekki fylgdu
frekari viðbrögð. „Ætlar forsætis-
ráðherra að beita sér fyrir því inn-
an ríkisstjórnarinnar að aðstoðin
samkvæmt tilvitnuðu viðtali verði
afþökkuð? Ef svo er ekki er lítið
að marka yfirlýsingu forsætisráð-
herra.
Stefán Valgeirsson (SJF/Ne)
kvað viðtalið vera íhlutun í inn-
anríkismál, hvaða skoðanir sem
menn hefðu á málunum efnislega.
„Það er hastarlegt ef menn geta
ekki gert athugasemdir við slík
afskipti.
Júlíus Sólnes hagstofúráð-
herra taldi þingmenn gera of mik-
ið veður út, af viðtalinu. Kvaðst
hann ekki sjá að um óeðlileg af-
skipti af innanríkismálum íslend-
inga væri að ræða, heldur kæmi
þar fram einlægur vilji til góðra
samskipta landanna.
Árni Gunnarsson (A/Ne)
kvaðst hafa lesið viðtöl við sendi-
herra Sovétríkjanna og Kína um
áhuga á auknum samskiptum án
þess að það kallaði fram viðbrögð.
Það sem skakkt væri hins vegar
hjá ráðherra væri að ræða um við-
kvæm deilumál. Árni kvaðst ekki
fá skilið að vikugamalt viðtal væri
tekið uþp á dagskrá á næstsíðasta
þingdegi fyrir jólahlé.
Hreggviður Jónsson (FH/Rn)
taldi að sumir ættu ekki að lesa
blöðin, því þeir mættu greinilega
ekki sjá neitt úr ákveðinni átt án
þess að fá hland fyrir brjóstið.
Benti hann á að utanríkisviðskipti
hefðu verið færð til utanríkisráðu-
neytisins og því ekki óeðlilegt að
sendiherra tjáði sig um slík mál.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra taldi ekki heppi-
legt að sendiherra væri að blanda
sér með þessum hætti í umræðu
um varaflugvallarmálið. Hann taldi
þó ekki „íblöndunina" af eins alvar-
legum toga - miðað við íbúa Pan-
Oska eftir skýrslu um kaup Landsbankans á Samvinnubanka:
Ríkír almannahags-
muiiir eru þama í húfi
- segir Þorsteinn Pálsson
NÍU þingmenn Sjálfstæðisflokks,
Kvennalista og Frjálslynda hægri
flokksins hafa óskað eftir því að
viðskiptaráðherra gefi Alþingi
skýrslu um fyrirhuguð kaup
Landsbanka íslands á hlutabréf-
um Sambandsins í Samvinnubank-
anum vegna almannahagsmuna
sem þar séu í húfi. Er þess farið
á leit, að skýrslan verði tekin til
umræðu á Álþingi áður en ráð-
herra staðfesti kaupin.
Þingmennirnir óska eftir því að
sérstök grein verði gerð fyrir efni
fyrirhugaðs kaupsamnings Lands-
bankans á hlutabréfum í Samvinnu-
bankanum, kaupverði og kjörum og
hvaða skuldbindingar Landsbankinn
myndi taka á sig ef kaupin yrðu
samþykkt.
Þá er óskað eftir því að gerð verði
grein fyrir álitsgerðum bankaeftir-
litsins og Ríkisendurskoðunar um
málið, sem viðskiptaráðherra hefur
beðið um. Spurt er hvert eigið fé
bankanna sé og hvert hlutfall útlána
og ábyrgða þeirra af eigin fé sé
vegna Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Þá er spurt hvort líkur
séu á að Landsbankinn og Sam-
vinnubankinn þurfi að afskrifa lán
vegna SÍS.
I skýrslubeiðninni er vitnað í við-
tal Morgunblaðsins við forsætis-
ráðherra 17. september sl. en þar
sagði ráðherrann að honum skildist
að skuld Sambandsins við Sam-
vinnubankann að upphæð 1,6 mijlj-
arðar, verði „parkerað" í Seðlabank-
anum .{ 15 ár. Af þessu tilefni er
óskað eftir að gerð verði grein fyrir
því hvort bankaeftirlitið hafi rækt
skyldur sínar samkvæmt bankalög-
um varðandi viðskipti SIS við Lands-
bankann og Samvinnubankann.
Beiðnin er undirrituð af Þorsteini
Pálssyni, Kristínu Einarsdóttur,
Inga Birni Albertssyni, Friðriki Sop-
hussyni, Birgi ísleifi Gunnarssyni,
Þórhildi Þorleifsdóttur, Pálma Jóns-
syni, Ragnhildi Helgadóttur og Ey-
jólfi Konráð Jónssyni.
Þorsteinn Pálsson sagði við Morg-
unblaðið, að þetta mál tengdist
ríkum almannahagsmunum. Fréttir
af þessum fyrirhuguðu kaupum
bentu til þess að kaupa ætti Sam-
vinnubankann á yfirverði og ef svo
sé vakni spurningar hvort um væri
að ræða réttlætanlega meðferð á
■ eigum almennings.
Þá væri nauðsynlegt að fá upplýs-
ingar um fjárhagslega stöðu SÍS
gagnvart Landsbankanum ef af
kaupunum verður og hvort hugsan-
legt væri að SÍS skuldaði Lands-
bankanum svo mikið að það ráði
raun bankanum. ^
Óskað er eftir því að umbeðin
skýrsla viðskiptaráðherra verði lögð
fram og rædd á Alþingi áður en
ráðherrann staðfestir hugsanleg
kaup og er vitnað í lög um viðskipta-
banka í því sambandi. Sú umræða
getur héðan af ekki farið fram fyrr
en þing kemur saman eftir jólaleyfi
í janúarlok.
Hveijar eru skuldir
bankans og eignir?
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) hefur í þingræðu krafið ráðherra
bankamála sagna uni það hvort Samvinnubankann hafi verið seldur.
Ef svo er hvert er kaupverð hans? Og hvers virði er hann? Hefur
ráðherra samþykkt þessi kaup? Á máske að veita erlendum bönkum
ríkisábyrgð vegna skulda bankans?
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) í það færi? Hvernig hanga þessi mál
minnti í þingræðu á ummæli fjár-
málaráðherra á Alþingi í nóvember-
mánuði á sl. ári, þar sem hann hafi
látið að því liggja, að Samband
íslenzkra samvinnufélaga gæti orðið
gjaldþrota á næstu 10-14 mánuðum,
ef ekkert óvænt gerðizt til að rétta
hlut þess. Það var mat sjálfs fjár-
málaráðherrans að þetta stærsta
fyrirtæki landsins riðaði á gjald-
þrotsbarmi, ætti máske eitt ár ólif-
að. Þegar þessi orð vóru mælt horfði
illa fyrir íslenzkum atvinnuvegum
almennt.
Þingmaðurinn vék síðan að hugs-
anlegri sölu Samvinnubankans. „Yið
vitum að einhvers konar óformlegt
tilboð var gert, eða samningsdrög",
sagði hann. Þessvegna spyr ég við-
skiptaráðherra og fjármálaráðherra.
Hefur Samvinnubankinn verið sgld-
ur? Hver er kaupandinn? Hvert er
kaupverðið? Hveijar eru raunveru-
legar eignir Samvinnubankans og
hvetjar eru skuldirnar? Og hveijir
eru skuldareigendur og hveijar eru
tryggingarnar? Hefur ráðherra
bankamála kynnt sér þessi kaup eða
heimilað þau?
Þingmaðurinn sagði: „Það er á
allra vitorði að það eru milljarða
skuldir við erlenda banka algjörlega
ótryggðar. A kannski að veita er-
lendu bönkunum ríkisábyrgð en
íslenzku bankarnir að tapa sínu ef
öll saman?"
Þingmaðurinn sagði og að hann
tryði því ekki að bankamálaráðherra
hafi samþykkt slík kaup eða slíka
sölu öðruvísi en í samráði við Al-
þingi. „Eg vona að hann geri hreint
fyrir sínum dyrum. En fjármálaráð-
herra verður líka að segja okkur,
hvað það er sem hann átti við með
því að Satnband ísl. samvinnufélaga
hefði bjargat'ð sér með sölu Sam-
vinnubankans þegar allir vita að
samvinnufélögin og Sambandið
sjálft eru aðalskuldararnir í Sam-
vinnubankanum."
Guðmundur H. Garðarsson (S-
Rv) sagði í sömu umræðu: „Gæti
ráðherra upplýst það eftir hvaða
upplýsingum hann er að sækjast í
sambandi við Samvinnubankann,
þannig að hugsanleg viðskipti geti
átt sér stað milli Landsbankans ann-
ars vegar og Samvinnubankans
hinsvegar, þ.e. kaup og sala?“ Hann
sagði að ekki mætti lengur dragazt
að það uppgjör fari fram sem lýtur
að SÍS og Samvinnubankanum,
„sem hlýtur að verða ‘ að eiga sér
stað með tilliti til þess ef á að tak-
ast að tryggja það að þarna eigi sér
ekki stað hugsanlegt stórslys og
stórtöp, ekki aðeins fyrir viðkomandi
fyrirtæki heldur fyrir þjóðina í
heild.“
ÞJONUSTA FYRI
e\nn
Foróist örtröó á aðfangadag.
Leigið myndina á Þorláksmessu og skilið á annan
í jólum. Við bjóðum upp á allar nýjustu myndirnar
og gott úrval eldri gæðamynda.
HERALIBI
Er ástin á góðri leið með að koma
Tom Selleck í gröfina?
QAUCKBUSTERS
Glæný teiknimynd þar sem Daffi
önd og félagar gerast draugabanar.
DROPOUT FATHER
Skemmtileg gamanmynd með Dick
Van Dyke í aðalhlutverki.
FATHER CLEMENTS
STORY
Sönn saga um kaþólskan prest
(Lou Gosset) sem ættleiðir vand-
ræðaunglinginn Joey (Malcolm-
Jamal Warner).
Þar sem myndirnar fást
S T E I N A R
MYNDIR
myndbandaleigur
Álfabakka14 Austurstræti 22 Reykjavíkurvegi 64 Skipholti 9
sími 79050 • sími 28319 % sími 651425 fsími 626171