Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 41 PARFUMSIP JOOP! ■ BÓKIN UM Bakkabræður er komin út hjá Iðunni. Allir þekkja sögurnar um bræðurna heimsku á Bakka, þá Gísla, Eirík og Helga, sem þekktu ekki einu sinni í sundur fæturna á sjálfum sér. Brian Pilk- ington myndskreytti 'bókina og myndir hans gæða sögurnar nýju lífi og draga fram skopleg og skemmtileg smáatriði í ævintýrum bræðranna og kostulegum uppá- tækjum þeirra. Textinn er unninn upp úr Þjóðsögum Jóns Árnason- ar og er hér meðal annars að finna sögurnar af Brúnku, kettinum og keraldinu, gluggalausa húsinu o.fl. (Fréttatilkynning) Elsta Maríumynd sem þekkt er á Norðurlöndum. með Noregskonungum á 11. og fram á 12. öld annarsvegar og þjóð- höfðingjum í Kænugarði og Mikla- garði hinsvegar. Allir þessir staðir koma því til greina. Reynt er með stílsögulegri rannsókn að nálgast það sanna í málinu. En áður er sú skoðun sett fram og rökstudd, að Bjarnastaðahlíðarfjalir hafi í upp- hafi verið málaðar og því sé erfið- ara að gera raunhæfan stílsaman- burð. Einkum er samanburður Selmu Jónsdóttur við handrit frá Cassínóklaustri og dómsdagsmynd í kirkjunni S. Angelo tekinn til at- hugunar. Höfundur sér ekki mikla líkingu með myndinni í S. Angelo in Formis og íslenska dómsdeginum, hvorki í stíl né íkónógrafíu. Hann hafnar ekki samanburði við handrit- in en telur að Torcellódómsdagurinn sé ekki aðeins langlíkastur þeim íslenska að efnismeðferð heldur og að stílgerð. Engin stílsérkenni sjást í gotlensku myndunum er benda til skyldleika við þann íslenska. í Nor- egi er einfaldlega ekkert saman- burðarefni til. Getið er eins mögu- leika í viðbót, nefnilega að_ fyrir- myndin hafi getað borist til íslands í sambandi við fyrstu klausturstofn- un þar á 3. eða 4. tug 12. aldar. Sú kenning er reist á þeirri stað- reynd, að í gömlu íslensku handriti er varðveitt ábótatal klausturs heil- ags Benedikts af Núrsíu á Cassínó- fjalli og nær það til Oderiusar, er ábóti var á árunum 1123-1126. Til- vist skjals þessa gæti bent til beinna tengsla við móðurklaustrið og stutt tilgátu Selmu Jónsdóttur þess efnis að fyrirmyndin að dómsdeginum hefði komið beina leið frá Monte Cassínó til íslands, en þó á öðrum tíma en hún hugði. Höfundur þessa rits treystir sér hinsvegar ekki til að benda á neina eina leið fyrir- myndarinnar að svo komnu máli. Hann telur að efnið verði að rann- saka betur og við aðrar aðstæður en honum eru nú búnar. Að lokum er reynt að gera grein fyrir aldri dómsdagsmyndarinnar íslensku. Líklegt er talið að hún sé unnin á öðrum tug 12. aldar. Við athugun á Flatatungufjölum er að mestu beitt sömu aðferðum og hér að ofan greinir. Könnuð eru fyrst smíðaummerki. Sú athugun leiðir meðal annars í ljós að ein fjöl- in hefur verið notuð sem kálfaþils- borð í stafverkshúsi án tillits til myndefnis, sem reisifjöl einnig. Til reisifjala hafa hinar fjalirnar flestar verið notaðar. Á fjölunum eru upp- runaleg naglagöt, sem sýna að þær hafa í upphafi verið notaðar sem myndgrunnur en ekki sem þiljur. Með nokkrum rökum og hliðstæðum er sú tilgáta sett fram að fjalirnar séu í fyrstu hugsaðar í kór, annað- hvort á austurgafl hans innanverðan eða í húfuhvolf innan og þá í Hóla- dómkirkju Jóns Ögmundssonar. Skrautverkið og mannamyndirnar er hvorttveggja gaumgæft og borið saman við erlendar fyrirmyndir og í framhaldi af því reynt að endur- gera myndina líkt og gert var við dómsdaginn. Niðurstöður um skrautverkið eru næstum þær sömu og hjá Kristjáni Eldjárn. Á ferðinni er fullburða og fijór Hringarík- isstíll, sem þó gæti að dómi höfund- ur verið eitthvað yngri en erlendu hliðstæðurnar. Um mannamyndirn- ar er það að segja, að leiddir eru fram í dagsljósið yngri tengiliðir en áður var gert. Stefnir hvorttveggja, menn og skreyti, til Suður-Skand- inavíu á 11. og 12. öld, á verk, sem þar eru unnin undir sterkum engil- saxneskum áhrifum. Hin upphaf- lega mynd, sem nú sést í brotum á Flatatungufjölum, er talin gerð á fyrsta tug 12. aldar. í henni má ef til vill sjá frumgerð Majestas Dom- ini, Krist dómarann ásamt postulum og englum eins og sú helga fylking birtist norrænum mönnum. Á Flata- tungufjölum munu vera elstu mynd- ir sinnar tegundar af Norðurlöndum. ■ FRÖKEN KRÚTT fer á kreik nefnist ný teiknimyndasaga um Samma og Kobba vin hans, sem Iðunn hefur gefið út. Hin dular- fulla Fröken Krútt hefur lagt undir sig alla sprúttsöluna í borginni með skipulögðum samtökum og belli- brögðum. Lögreglan leitar á náðir Samma og Kobba til að hafa hend- ur í hári hennar. En þá fyrst gerist málið verulega flókið. Sammi fer á taugum og frökenin smýgur á óvæntan hátt úr greipum Kobba. Hver er þessidularfulla Fröken Krútt? Þetta er níunda bókin um Samma sem kemur út á íslensku. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. (Fréttatilkynning) JMflrjpmíífefoÍfb Ásktiftarsimirm er 83033 Skrúfstykki í bílskúrinn naust Borgartúni 26, sími 622262. TIL BÍLEIGENDA Hjólkoppar, margar geröir Mottur í bílinn Mottur í bátinn Mottur í sumarbústaði Mottur á heimilið Búkkarog bílskúrstjakkar Mælitæki og stakir mælar fyrir áhugamenn Speglar í úrvali Barnaöryggisstólar Barnabílbelti Barnabílpúöar Buröarrúmsfestingar Öryggisbílbelti fyrir flesta bíla, fram- og aftursæti Rimlar á afturrúöur Airpress á hliðarrúður Límlistar á hliöarnar Limrendurímiklu litaúrvali og fjöldi skemmtilegra tegunda x&r Þvottakústar og snjósköfur í miklu úrvali Rafmagnsverkfæri Borvélar, slípivélar og aukahlutir Þokuluktarsett, margar geröir 1111» Öryggisþríhyrningar Glitaugu í úrvali til skrauts og öryggis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.