Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 60
Kringlan 5 Sími 692500 SJÓVÁofjÁLMENNAR EINKAREIKNINGUR Þ/NN / LANDSBANKANUM , _______:_________J É FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Fiskveiðasj óður; Skipakaup- um Meleyr- ar haftiað Fiskveiðasjóður hafnaði i gær samningi um kaup Meleyrar hf. á Hvammstanga á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar á Akureyri, á þeim forsendum að rekstraráætl- anir Meleyrar vegna útgerðarinn- ar væru óraunhæfar. Vegna synj- unar Fiskveiðasjóðs blasir verk- efnaleysi við Slippstöðinni. Áður en til synjunar Fiskveiða- sjóðs kom höfðu Landsbankinn og sjávarútvegsráðuneytið samþykkt þá hluta samningsins sem að þeim sneru. Vinna hjá Slippstöðinni við i~?P*3kipið átti að hefjast í janúar og var áætlað að ljúka smíði þess í apríl. Sjá frétt á bls. 36. Akureyri: Eldur í íbúðarhúsi ELDUR kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi við Alfabyggð á Akur- eyrií gær. Tiikynnt var um að eld- ur væri laus í húsinu kl. 17.13. Slökkvilið kom strax á staðinn og luku slökkviliðsmenn starfi laust fyrir kl. 18. Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp á efri hæð hússins. Miklar skemmdir urðu vegna elds, reyks og vatns. Líkleg eldsupptök eru talin vera að kveikt var á eldavél. Bátur tekinn á Breiðafirði VARÐSKIPIÐ Týr stóð Andey BA-125 að meintum ólöglegum Iínuveiðum í friðuðu hólfi á Breiðafírði fyrr í vikunni. Varðskipið kom að Andey AÐ morgni þriðjudags þar sem skipið lét reka við línubauju sína á Breiðafirði á miðju svæði sem lokað hafði verið með skyndilokun. Eftir að skýrsla hafði verið tekin af skipstjóranum hjá sýslumanninum á Patreksfirði fór málið til ríkissaksóknara. til ákvörð- unar. Veðurspáin: Snjókoma ájólunum BÚIST er við vonskuveðri á Vest- fjörðum á aðfangadag, snjókomu á Norður- og Austurlandi og élj- um á Suðurlandi og Suðvestur- landi. Magnús Jónsson, veðurfræðing- ur, sagði að búist væri við töluverðu frosti um land allt fram á aðfanga- dag, mestu á Norðurlandi og Vest- fjörðum, en þá drægi úr frostinu. Hann sagði að líklega yrði snjókoma á Norður- og Austurlandi, en hugs- anlega rigning allra austast á landinu. Þá mætti búast við éljum á Suðvesturlandi. „Ég á von á vonskuveðri á Vestfjörðum á að- fangadag, norðaustan hvassviðri, frosti og snjókomu,“ sagði hann. „Á Suðurlandi er von á snjókomu seinni partinn á Þorláksmessu, en á aðfangadag verður líklega élja- gangur." Oku Skoda á Langjökul ÞRÍR menn fóru í leiðangur á Langjökul á þriðjudagskvöld. Til fararinnar notuðu þeir jeppa og fólksbifreið af Skoda-gerð. Skod- inn komst klakklaust á jökulinn og þeysti eftir honum þverum og endilöngpum. Birgir Brynjólfsson, einn þre- menninganna, sagði að sér hefði dottið í hug að reyna þetta vegna þess að aðstæður á hálendinu væru mjög óvenjulegar, _mjög lítill snjór en allt frosið. „Ég bað Skoda- umboðið um að lána okkur bíl og á þriðjudagskvöld lögðum við í hann,“ sagði Birgir. „Það var mjög kalt á jöklinum, 30 stiga frost, en Skodinn stóð sig vel.“ Með Birgi í för voru þeir Gunnar Olafsson og Magnús Bjömsson. Þremenningarnir eru allir vanir fjallaferðum. Dvöl þeirra ájöklinum varð styttri en ætlað var, því á miðvikudag héldu þeir aftur til Reykjavíkur, til að sækja búnað fyrir menn, sem voru strandaglópar á hálendinu með bilaða þyrlu. DAGAR TIL JÓLA Hagnaður íslenska járnblendifélagsins 500 milljónir: Skuldir greiddar niður um 700 til 800 milljónir króna ÚTLIT er fyrir hátt í 500 milljóna króna hagnaö af rekstri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga á þessu ári. Er þetta annað árið í röð sem svo mikill hagnaður verður hjá fyrirtækinu, árið 1988 var hagnaðurinn liðlega 480 milljónir. Járnblendifélagið hefúr greitt niður skuldir sínar á árinu um 700-800 milljónir kr. með því að greiða veru- lega niður langtímaskuldir og greiða rekstrarlán að mestu upp, að sögn Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra. Jón segir að hagnaðurinn hafi von til þess að það færi heldur hækk- allur skapast fyrstu mánuði ársins þegar verð á kísiljárni var í há- marki. Verðið hefði fallið hratt á árinu og væri afkoman ekki góð síðustu mánuði ársins. Taldi Jón þó að verðið væri komið í jafnvægi og andi. Verð á lausakaupamörkuðum í Japan fór í 1.150 til 1.200 dollara hvert tonn þegar það var í hámarki í byijun ársins en er núna í 600 til 650 dollurum, þannig að verðið hef- ur lækkað nærri því um helming á árinu. Svipuð þróun hefur átt sér stað á öðrum lausakaupamörkuðum. Jón sagði að þessi verð ættu ekki við íslenska járnblendifélagið þar sem stór hluti framleiðslu þess færi til fastra viðskiptavina og væru minni verðsveiflur í slíkum viðskipt- um. Jón sagði að fyrirtækið gerði ráð fyrir óbreyttu verði í rekstraráætlun fyrsta fjórðungs næsta árs og væri útlit fyrir hallalausan rekstur. Birgð- ir hafa aukist hjá félaginu, en að sögn Jóns eru þær þó ekki það mikl- ar að til vandræða horfi og reiknað væri með fullri framleiðslu á næsta ári. Jón sagði að hagnaður og önnur fjármunamyndun í rekstri hefði far- ið til að greiða niður skuldir að fjár- hæð 700-800 milljónir. Langtíma- skuldir hefðu lækkað verulega og væru um einn milljarður kr. um ára- mót og rekstrarlán að mestu greidd upp. Jón sagði að þó góður hagnað- ur hefði verið af rekstrinum í tvö ár, væri ekki búið að vega upp tap- ið sem varð á árunum 1981-83.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.